27 jan Skipulagsauglýsing sem birtist 27. janúar 2021
AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL
Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur og Skeiða-og Gnúpverjahreppur.
Aðalskipulagsmál
Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru kynntar tillögur aðalskipulagsbreytinga og skipulagslýsinga eftirfarandi skipulagsáætlana.
- Námur og efnislosunarsvæði við Þórisós – Ný svæði – Aðalskipulagsbreyting
Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundi sínum þann 16.12 .2020 að kynna skipulagslýsingu vegna skilgreiningar á námum og efnislosunarsvæði í nágrenni við Þórisós. Í breytingunni felst skilgreining á fjórum nýjum efnistökusvæðum og einu efnislosunarsvæði.
- Krókur L170822, gufuaflsvirkjun á Folaldahálsi – Skilgreining iðnaðarsvæðis – Aðalskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 20. janúar 2021 að kynna tillögu aðalskipulagsbreytingar í landi Króks. Í breytingunni felst skilgreining iðnaðarsvæðis á Folaldahálsi fyrir gufuaflsvirkjun. Raforkuframleiðsla er áætluð allt að 3,9 MW sem nýtt verður fyrir sumarhúsabyggð og mögulega aðra starfsemi í landi Króks.
- Loftsstaðir-Vestri lnr 165512 – Ferðaþjónusta, tjöld og þjónustuhús – Aðalskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 12. janúar 2021 að kynna tillögu aðalskipulagsbreytingar í landi Loftstaða-Vestri. Í tillögunni felst að skilgreint er verslunar- og þjónustusvæði innan jarðarinnar þar sem heimilt verði að byggja upp ferðaþjónustu með gistingu í heilsárstjöldum/smáhýsum ásamt þjónustuhúsi.
Deiliskipulagsmál
Samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana:
- Vatnsholt 2, L166398 Hrútholt – Deiliskipulag
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 12. janúar 2021 að kynna deiliskipulagstillögu sem tekur til Hrútholts í landi Vatnsholts 2, L166398.
Í deiliskipulaginu felst að skilgreindar eru lóðir og byggingarheimildir fyrir uppbyggingu allt að 15 íbúðarhúsalóða sem hver um sig er 10.000 fm að stærð. Nýtingarhlutafall lóðar er skilgreint allt að 0,05. Svæðið er skilgreint sem íbúðarsvæði ÍB9 í aðalskipulagi Flóahrepps.
- Krókur L170822 – Gufuaflsvirkjun á Folaldahálsi, skilgreining iðnaðarsvæðis – Deiliskipulag
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 20. janúar 2021 að kynna deiliskipulagstillögu í landi Króks. Innan deiliskipulags er gert ráð fyrir þremur borholum ásamt gufuskilju, gufuháf ásamt gufulögnum og öðrum búnaði gufuaflsvirkjunar auk stöðvarhúss og kæliturna. Gert er ráð fyrir því að 11 kV jarðstrengur verði lagður um 7 km leið að bænum Króki. Raforkuframleiðsla er áætluð allt að 3,9 MW.
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana:
- Skyggnir L197781 – Deiliskipulag
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 12. janúar 2021 að auglýsa deiliskipulagstillögu á lóð Skyggnis, L197781. Í deiliskipulagi felst skilgreining byggingarreita og byggingarheimilda innan svæðisins. Samkvæmt skilmálum skipulagsins er gert ráð fyrir íbúðarhúsi ásamt bílskúr allt að 250 fm, útihúsi allt að 1500 fm auk gestahúss allt að 60 fm að stærð á þremur byggingarreitum.
- Sultartangavirkjun L191624 – Deiliskipulag
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 13. janúar 2021 að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir Sultartangastöð. Markmið deiliskipulagsins er að staðfesta núverandi landnotkun, auk þess sem unnin hefur verið mannvirkjaskráning fyrir stöðina og settir fram skilmálar í tengslum við hana. Þá hafa fornminjar verið skráðar.
- Nesjar, Stapavík L170904 – Frístundalóðir – Deiliskipulag
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 20. janúar að auglýsa deiliskipulagstillögu sem tekur til lóðar Staðavíkur L170904 að Nesjum. Í deiliskipulaginu felst skilgreining þriggja lóða auk byggingarheimilda innan þeirra.
- Ásborgir 44 og 46 L199041 og L199042 – Sameiningar lóða – Deiliskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 20. janúar 2021 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Ásborga í landi Ásgarðs. Í breytingunni felst sameining lóða Ásborga 44 L199041 og Ásborga 46 199042 sem báðar eru verslunar- og þjónustulóðir. Að sameiningu lokinni fær lóðin staðfangið Ásborgir 44 og verður 12.413 fm að stærð.
- Brattholt lóð (Gullfosskaffi) 193452 – Spennistöðvarlóð, byggingarreitir fyrir skolphreinsistöð og sorpgáma, stækkun núverandi byggingarreits og sameining lóða – Deiliskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 21. janúar 2021 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi á Brattholti lóð (Gullfosskaffi). Í breytingunni felst skilgreining á byggingarreitum fyrir skolphreinsistöð og sorpgáma, stækkun á núverandi byggingareit og sameiningu lóða auk þess sem gert er ráð fyrir nýrri lóð fyrir spennistöð.
- Grænahlíð, Efri-Brú – Hliðrun lóðar og skilmálabreyting – Deiliskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 20 .janúar 2021 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Grænuhlíðar í landi Efri-Brúar. Í breytingunni felst hliðrun á lóðum og grænum svæðum innan skipulagssvæðisins auk breytinga á greinargerð þar sem settar eru fram nánari kvaðir varðandi útlit og eðli bygginga og lóðaframkvæmda.
- Hrísbraut 2, L218845 – Skipting lóðar og skilmálabreyting – Deiliskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 22. janúar 2021 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi sem tekur m.a. til lóðar Hrísbrautar 2. Í breytingunni felst uppskipting lóðar Hrísbrautar 2 og skilgreining byggingarheimilda fyrir svæðið í heild sinni og stakra lóða innan deiliskipulagsins.
Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýst niðurstaða sveitarstjórnar vegna óverulegrar breytingar á aðalskipulagi.
- Sporðöldulón á Holtamannaafrétti, stækkun námu E16 – Aðalskipulagsbreyting
Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundi sínum þann 21. október 2020 óverulega breytingu á aðalskipulagi Ásahrepps. Í breytingunni felst að náma E16 vestan Tungnaár um 300 metra sunnan við stíflu Sporðöldulóns verður stækkuð úr 0,5 í 1,0 ha. og efnismagn hennar aukið úr 10.000 m3 í 20.000 m3. Áætluð aukning á efnismagni er ætlað til viðhalds og viðgerða á stíflum á Þjórsár- og Tungnaársvæði. Náman er staðsett á röskuðu svæði innan iðnaðarsvæðis í gildandi aðalskipulagi og innan deiliskipulags fyrir Búðarhálsvirkjun. Breyting þessi hefur tekið gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda nr. 1292/2020.
Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni http://www.utu.is . Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna: https://www.asahreppur.is/, https://www.blaskogabyggd.is/ , https://www.floahreppur.is/, https://www.gogg.is/ og https://www.skeidgnup.is/
Skipulagstillögur og lýsingar mál nr. 1-5 eru í kynningu frá 27.01.2021 til og með 17.2.2021 og skulu athugasemdir og ábendingar berast eigi síðar en 17.2.2021
Deiliskipulagstillögur í liðum 6-12 eru auglýstar með athugasemdafresti frá 27.01.2021 til og með 12.3.2021. Athugasemdir og ábendingar skulu berast eigi síðar en 12.3.2021.
Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið vigfus@utu.is
Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU