23 mar Skipulagsauglýsing sem birtist 23. mars 2023
AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL
Ásahreppur, Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur
Samkvæmt 41. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsbreytinga og nýrra deiliskipulagsáætlana :
- Kötluholt L224404; Breyttir skilmálar; Deiliskipulagsbreyting – 2302044
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 15. mars 2023 að auglýsa tillögu sem tekur til breytinga á skilmálum deiliskipulags frístundasvæðisins Kötluholts L224404 úr landi Tjarnar. Í breytingunni felst breyting á skilmálum innan greinargerðar deiliskipulagsins sem tekur til göngustíga, vatnsveitu og hitaveitu, sorphirðu og almennra byggingaskilmála.
- Borg í Grímsnesi; Vesturbyggð; Ný byggð á reit ÍB2, I14 og I15; Deiliskipulag – 2210061
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 15. mars 2023 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til fyrsta áfanga nýs íbúðarsvæðis að Borg í Grímsnesi. Skipulagssvæðið afmarkast af fyrirhuguðu miðsvæði í suðri og Skólabraut í austri. Mörk svæðisins til norðurs og vesturs liggja að ræktuðu landi innan marka landeigna í eigu sveitarfélagsins. Svæðið er innan íbúðarbyggðar (ÍB2) og iðnaðarsvæða fyrir skólphreinsistöðvar (I14 og I15) í aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032.
Borg í Grímsnesi – deiliskipulag – uppdráttur
Borg í Grímsnesi – deiliskipulag – greinargerð
- Efri-Reykir L167080; Frístundabyggð; Deiliskipulag – 2209096
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 15. mars 2023 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til frístundabyggðar í landi Efri-Reykja L167080. Um er að ræða skipulagningu 26 frístundalóða á um 23 ha svæðið innan skipulagsreits F73 innan aðalskipulags Bláskógabyggðar. Stærðir lóða innan svæðisins eru á bilinu 6-8.000 fm og gert er ráð fyrir að nýtingarhlutfall lóða fari ekki umfram 0,03. Heimilt er að byggja sumarhús, gestahús allt að 40 fm og geymslu allt að 15 fm innan nýtingarhlutfalls.
EFri-Reykir – deiliskipulag – uppdráttur
- Gásagustur í Holtamannaafrétti; Fjallasel; Deiliskipulag – 2203063
Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundi sínum þann 21. desember 2022 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Gásagustar á Holtamannaafrétt. Í deiliskipulaginu er afmörkuð ein lóð fyrir mannvirki. Heimilt er að byggja 3 hús og getur heildar byggingarmagn verið allt að 300 m2. Gert er ráð fyrir gistingu í 2-3 skálum og að heimilt sé að vera með aðstöðu fyrir landvörð, upplýsingar og fræðslu um Friðland Þjórsárvera. Gisting getur verið fyrir 30 gesti. Heimilt er að nýta mannvirki allt árið. Núverandi mannvirki verða fjarlægð. Skipulagssvæðið er um 3,7 ha.
Gásagustur – deiliskipulag – uppdráttur
Gásagustur – deiliskipulag – greinargerð
- Efsti-Dalur 3 L199008; Breyttir skilmálar; Deiliskipulagsbreyting – 2301086
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 15. febrúar 2023 að auglýsa tillögu sem tekur til breytinga á skilmálum deiliskipulags frístundasvæðis innan Efsta-Dals 3. Í breytingunni felst breyting á skilmálum þar sem gert er ráð fyrir að innan lóða verði heimilt að byggja eitt frístundahús, eitt aukahús og eitt garðhús innan nýtingarhlutfalls 0,03. Hámarksstærð aukahúss er 40 fm og garðhúss 15 fm. Eingöngu verði heimild fyrir tvö íveruhús á lóð.
Efsti-Dalur – deiliskipulagsbreyting – skilmálabreyting
Samkvæmt 32. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst niðurstaða sveitarstjórnar vegna eftirfarandi aðalskipulagsbreytinga.
- Austurey 1 (L167622) og 3 (L167623), breytt landnotkun, breytt vegstæði, aðalskipulagsbreyting – 2107015
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 18. janúar 2023 tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Bláskógabyggðar í landi Austureyjar 1 og 3 eftir auglýsingu. Í breytingunni felst að frístundalóðinni Eyrargötu 9 er breytt í svæði fyrir verslun og þjónustu. Hús er til staðar á lóðinni og hefur það verið leigt út fyrir gistingu. Einnig verður gerð breyting á aðkomuleið, Vagnbraut, auk annarra minniháttar breytinga á götum.
Austurey – aðalskipulagsbreyting – greinargerð
- Laugarás; Þéttbýli og frístundabyggð; Aðalskipulagsbreyting – 2110095
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 1. febrúar 2023 tillögu er varðar breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Breytingin tekur til þéttbýlisins í Laugarási og frístundabyggðar sem liggur að þéttbýlinu.
Laugarás – aðalskipulagsbreyting – greinargerð
Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna, www.asahreppur.is www.blaskogabyggd.is, www.floahreppur.is, www.gogg.is og www.skeidgnup.is.
Mál 1-5 innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 23. mars 2023 með athugasemdafrest til og með 5. maí 2023.
Mál 6-7 eru tilkynning um niðurstöðu sveitarstjórnar.
Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is
Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU