Skipulagsauglýsing sem birtist 21. mars 2018

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsingar fyrir eftirfarandi deiliskipulagsverkefni: 

1.     Deiliskipulag fyrir Sandamýri úr landi Einiholts 1 í Bláskógabyggð. Íbúðar- og aðstöðuhús á landbúnaðarlandi.

Kynnt er lýsing deiliskipulags fyrir 10,36 ha spildu úr landi Einiholts 1 sem kallast Sandamýri (lnr. 223807). Liggur spildan upp að landi Gígjarhólskots 2, milli Einiholtslækjar og Einiholtsvegar. Er fyrirhugað að stofna lögbýli á landinu og byggja þar íbúðarhús og aðstöðuhús fyrir dýralækningar. 

(skipulagslýsing)

2.     Deiliskipulag fyrir frístundabyggðina Sólbrekku úr landi Syðri-Brúar í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Kynnt er lýsing deiliskipulags frístundahúsasvæðis úr landi Syðri-Brúar, sem í aðalskipulagi er merkt sem F14a. Þar kemur m.a. fram að um er að ræða deiliskipulag svæðis sem er um 36 ha að stærð og byggðist upp að mestu á 8. – og 9. áratug síðustu aldar. Helstu markmið deiliskipulagsins eru m.a. að staðfesta lóðarmörk innan svæðis, setja samræmda byggingarskilmála auk þess sem gert er ráð fyrir að bæta við 10 nýjum lóðum.

(skipulagslýsing)

3.     Deiliskipulag fyrir tvær landbúnaðarlóðir úr landi Efri-Grófar í Flóahreppi fyrir byggingu íbúðarhúss og skemmu/hesthúss.

Kynnt er lýsing deiliskipulags tveggja lóða úr landi Efri-Grófar, annars vegar Efri-Grófar lóð 5 (lnr. 223471) sem er 30 ha að stærð og Þingáss (lnr. 224358) sem er 10,42 ha. Er gert ráð fyrir að á lóðunum verði heimilt að byggja íbúðarhús með bílskúr auk hesthúss/skemmu.

(skipulagslýsing)

4.     Deiliskipulag fyrir landið Steinhólar (Skálmholt land F lnr. 199346) í Flóahreppi. Bygging íbúðarhús, gestahúss og útihúss.

Kynnt er lýsing deiliskipulags sem nær til hluta lands sem í dag heitir Skálmholt land F lnr 199346. Fyrirhugað er að landið fái heitið Steinhólar og að á því verði heimilt að byggja íbúðarhús, bílskúr, útihús, geymslu og fjölnotahús. Aðkoma að landinu er af Skeiða- og Hrunamannavegi rétt norðaustan vegtengingar við Suðurlandsveg.

(skipulagslýsing)

5.     Deiliskipulag fyrir tvær íbúðarhúsalóðir úr landi Langholts 2 í Flóahreppi.  

Kynnt er lýsing deiliskipulags fyrir tvær íbúðarhúsalóðir á um 4 ha lands úr landi Langholts 2 austan við núverandi bæjartorfu þar sem heimilt verður að byggja íbúðarhús, bílskúr og hesthús/skemmu.

(skipulagslýsing)

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum: 

6.     Deiliskipulag fyrir nýtt lögbýli sem kallast Árheimar úr landi Hólmasels 2 í Flóahreppi.

Auglýst er tillaga að deiliskipulagi sem nær til um 14,4 ha spildu úr landi Hólmasels 2. Er heildarstærð landsins 58,1 ha og er það skráð sem lögbýli sem fá mun nafnið Árheimar. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir byggingu hesthúss og reiðskemmu, allt að 300 fm íbúðarhúss á 1 – 2 hæðum auk þriggja allt að 150 fm starfsmanna-/gestahúsa.

(deiliskipulagstillaga)

7.     Breyting á deiliskipulagi Tjarnholtsmýrar úr landi Bjarnastaða í Grímsnes- og Grafningshreppi. Breyting á frístundahúsalóðum í landbúnaðarlóðir.

Auglýst er tillaga að breytingu á deiliskipulagi 85 ha svæðis úr landi Bjarnastaða sem kallast Tjarnholtsmýri. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi eru 11 frístundahúslóðir innan skipulagssvæðisins sem eru á bilinu um 2,5 ha til um 10 ha að stærð. Samkvæmt aðalskipulagi er landið skilgreint sem landbúnaðarsvæði og með þessari breytingu er verið að breyta lóðunum til samræmis við það, þ.e. breyta lóðunum úr frístundahúsalóðum í landbúnaðarlóðir/smábýli. Í stað frístundahúss verður heimilt að byggja íbúðarhús, bílgeymslu/aðstöðuhús og hesthús.

(deiliskipulagstillaga)

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og  tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.utu.is.

Skipulagstillögur 1-5 eru í kynningu frá 21. mars til 6. apríl 2018 en tillögur 6-7 frá 21. mars til 4. maí. Athugasemdir og ábendingar við tillögur 1-5 þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 6. apríl 2018 en 4. maí fyrir tillögur 6-7.  Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

 

Pétur Ingi Haraldsson

Skipulagsfulltrúi

petur@utu.is