Skipulagsauglýsing sem birtist 20. júlí 2017

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:

1. Deiliskipulag fyrir frístundahúsalóð í landi Jaðars í Hrunamannahreppi.

Lögð fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi fyrir 3,2 ha lóð í landi Jaðars í Hrunamannahreppi þar sem fyrirhugað er að reisa frístundahús sem getur verið allt að 70 fm að grunnfleti ásamt allt að 25 fm gestahúsi gestahúsi og 10 fm geymslu. Skipulagssvæðið er um 1,5 km austan við Gullfoss, framan við Hádegishæðir. Aðkoma að lóðinni verður um afréttarveg sem tekur við af Tungufellsvegi nr. 349.

(Skipulagstillaga)

2. Deiliskipulag 6 smábýlalóða úr landi Litla-Fljóts í Bláskógabyggð.

Lögð fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi fyrir 6 lögbýlislóðir úr landi Litla-Fljóts lnr. 167148. Skipulagssvæðið er 15,5 ha að stærð og liggur upp að landi Brautarhóls, norðan þéttbýlisins í Reykholti. Gert er ráð fyrir að lóðirnar tengist þjóðvegi um nýja vegtengingu austan núverandi tengingar að Litla-Fljóti.

 (Skipulagstillaga)

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.sbf.is.

Tillögurnar eru í kynningu frá 20. júlí til 1. september 2017 og er frestur til að gera athugasemdir til 1. september. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa með tölvupósti eða hefðbundnum pósti.

 

Pétur Ingi Haraldsson

Skipulagsfulltrúi

petur@utu.is