Skipulagsauglýsing sem birtist 2. júní 2021

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Ásahreppur, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Aðalskipulagsmál

 

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru kynntar tillögur aðalskipulagsbreytinga og skipulagslýsinga eftirfarandi skipulagsáætlana :

  1. Endurskoðun aðalskipulags Ásahrepps 2020-2032

Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundum sínum þann 17. mars og 19. maí 2021 að kynna tillögu heildar endurskoðunar aðalskipulags Ásahrepps 2020-2032. Framlögð gögn til kynningar er greinargerð aðalskipulags, forsendu- og umhverfisskýrsla, sveitarfélagsuppdráttur, uppdráttur af Holtamannaafrétti og skýrsla er varðar stöðu og tækifæri ferðaþjónustu í Ásahreppi.

Kynningargögn 

  1. Sogsvirkjanir H20 og H22 – Breytt landnotkun – Aðalskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 19. maí 2021 að kynna tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Sogsvirkjana. Í aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 falla stöðvarnar þrjár og háspennulína í tengslum við virkjanir undir landnotkun iðnaðarsvæðis. Í aðalskipulagsbreytingunni er reiknað með að svo verði áfram og þar verði einnig gerð grein fyrir opnum svæðum, stofnanasvæðum, íbúðasvæðum, golfvelli, hverfisverndarsvæði og svæðum á náttúruminjaskrá. Í aðalskipulagsbreytingunni er almenn stefna og markmið varðandi Sogsvirkjanir og umhverfi þeirra óbreytt frá núverandi aðalskipulagi þar sem um er að ræða í meginatriðum nánari og nákvæmari útfærsla á því sem fyrir er á svæðunum.

Greinargerð 

Uppdráttur 

  1. Hraunhólar L166567, íbúða- og frístundabyggð – Stækkun svæðis og fjölgun lóða – Aðalskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 19. maí 2021 að kynna tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Hraunhóla L166567 í Skeiða-og Gnúpverjahreppi. Í breytingunni felst að skilgreint er nýtt íbúðasvæði sem verður um 12 ha fyrir 8 lóðir auk þess sem frístundasvæði F42 stækkar sem nemur um 3 ha með möguleika á 4 lóðum til viðbótar.

Greinargerð og uppdráttur 

 

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru auglýstar tillögur aðalskipulagsbreytinga eftirfarandi skipulagsáætlana :

  1. Borg í Grímsnesi – Land sveitarfélags norðan Biskupstungnabrautar – Aðalskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. maí 2021 að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til þéttbýlisins að Borg í Grímsnesi.

Greinargerð og uppdráttur 

  1. Námur og efnislosunarsvæði við Þórisós – Ný svæði – Aðalskipulagsbreyting

Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundum sínum þann 19. maí 2021 að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til námu og efnislosunarsvæðis við Þórisós. Í breytingunni felst skilgreining á fjórum nýjum efnistökusvæðum og einu efnislosunarsvæði í nágrenni við Þórisós.

Greinargerð og uppdráttur 

 

Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér tilkynnt um niðurstöðu sveitarstjórnar er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi: 

  1. Flatir lóð 17, L193908 – Óveruleg breyting á aðalskipulagi

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 20. janúar 2021 óverulega breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Í breytingunni felst að lóð sem áður var frístundalóð, en var færð undir landbúnaðarsvæði við heildar endurskoðun aðalskipulags, verði færð til baka undir frístundanotkun. Staðfesting Skipulagsstofnunnar er varðar málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga liggur fyrir.

 

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana:

  1. Helgastaðir 1, L167105 – Deiliskipulag

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 20. maí 2021 að auglýsa deiliskipulag sem tekur til Helgastaða 1, L167105. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarheimilda á fjórum byggingarreitum innan jarðarinnar þar sem gert er ráð fyrir íbúðarhúsi, hesthúsi, reiðskemmu og skemmu/vélageymslu.

Uppdráttur 

Sólheimar – Byggðahverfi 2020-2025 – Deiliskipulag

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 19.maí 2021 að auglýsa tillögu heildar endurskoðunar deiliskipulags að Sólheimum. Innan deiliskipulagsins eru m.a. skilgreindar lóðir og byggingarreitir auk byggingaskilmála.

Uppdráttur 

  1. Löngudælaholt frístundasvæði – Breyting og samræming deiliskipulags

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 19. maí 2021 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi að Löngudælaholti. Markmið skipulagsbreytingarinnar er að skilgreina betur núverandi frístundabyggð út frá staðbetri grunngögnum.

Uppdráttur 

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni http://www.utu.is . Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna: https://www.blaskogabyggd.is/ , https://www.gogg.is/, https://www.asahreppur.is/ og https://www.skeidgnup.is/

Aðalskipulagsbreytingar mál nr. 1, 2 og 3 eru í kynningu frá 2. júní 2021 til og með 25. júní  2021 og skulu athugasemdir og ábendingar berast eigi síðar en 25. júní 2021. Aðalskipulagsbreytingar í liðum 4 og 5 eru auglýstar með athugasemdafresti frá 2. júní 2021 til og með 16. júlí 2021. Deiliskipulagstillögur í liðum 7, 8 og 9 eru auglýstar með athugasemdafresti frá 2. júní 2021 til og með 16. júlí 2021.

Athugasemdir og ábendingar við auglýst skipulagsmál skulu berast eigi síðar en 16. júlí 2021.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið vigfus@utu.is

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU