Skipulagsauglýsing sem birtist 19. september 2018

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

1.     Breyting á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027, Launrétt 1 í Laugarási.

Kynnt er matslýsing vegna breytingar á lóðinni Launrétt 1 . landnr. 167386 í Laugarási.  Breytingin felst í að lóðin breytist úr reit merktur samfélagsþjónusta í verslunar- og þjónustusvæði  þannig að heimilt verði að veita rekstrarleyfi fyrir gistingu.

Lýsing

2.     Breyting á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027, frístundasvæði merkt F63, Torfastaðaheiði 1. og 2. áfangi.

Kynnt er matslýsing vegna breytingar á frístundasvæðið Torfastaðaheiði, áfangi 1 og 2, sem í aðalskipulagi er merkt F63, þannig að heimila megi rekstrarleyfi í fl. II skv. reglugerð 1277/2016 gr 25 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.  Byggðin verði því að meginhluta frístundabyggð en með viðauka sem verslunar- og þjónustusvæði.

Lýsing

3.     Breyting á aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022, Jarðstengslögn, Selfosslína 2/Lækjartúnslína 2 og tengivirki í landi Lækjartúns.

Kynnt er lýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Ásahrepps sem felur í sér að sett er inn allt að 3 ha iðnaðarsvæði fyrir tengivirki í landi Lækjartúns ásamt tengingu við Suðurlandsveg.  Einnig er Selfosslína 2 felld út og gert ráð fyrir jarðstreng í hennar stað.  Lagnaleið innan Ásahrepps er um 10 km löng.

Lýsing

 

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi deiliskipulagsverkefni:

4.     Deiliskipulag fyrir Vatnsholt 2 L166398, Hrútsholt, í Flóahreppi.

Kynnt er lýsing á deiliskipulagi fyrir Vatnsholt 2, Hrútsholt, þar sem gert er ráð fyrir 10-15 íbúðarhúsalóðum af stærðinni 5.820m2 og 6.154m2 þar sem heimilt verður að byggja allt að 350 m2 íbúðarhús og allt að 100m2 útihús.  Einnig eru skilgreindir tveir byggingarreitir fyrir annarsvegar íbúðarhús og geymslu/bílskúr, byggingarreitur 1, og hins vegar hesthús og geymslu/skemmu, byggingarreitur 2.

Lýsing

Uppdráttur

5.     Deiliskipulag fyrir Lækjartún í Ásahreppi.

Kynnt er lýsing á deiliskipulagi fyrir Lækjartún í Ásahreppi en á landinu áformar Landsnet hf að reisa 220 kV tengivirki norðan Suðurlandsvegar vegna jarðstrengs, Lækjartúnslína 2, sem settur verður í jörð frá tengivirki við Hellu að tengivirki við Selfoss og kemur í stað Selfosslínu 2.

Lýsing

 

Samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi deiliskipulagi:

6.     Deiliskipulag fyrir Efra-Sel, ferðaþjónusta. Hrunamannahreppur.

Kynnt er tillaga að deiliskipulagi sem nær til 2,8 ha svæðis á Efra-Seli, sem afmarkast af landmörkum milli Syðra-Sels og Efra Sels til vesturs. Innan reitsins er gert ráð fyrir uppbyggingu hótels en fyrir er golfskáli með veitingasal, tvær skemmur og fjögur íbúðarhús.

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:

7.     Deiliskipulag fyrir íbúðarhúsalóðir í landi Hófgerðis L215457 úr landi Efri-Gengnishóla í Flóahreppi.

Auglýst er tillaga að deiliskipulagsbreytingu í landi Hófgerðis L215457.  Afmarkaðar eru nýjar íbúðarhúsalóðir, Hófgerði 1 og 2, þar sem gert er ráð fyrir allt að 120m2 íbúðarhúsi á einni hæð á hvorri lóð.

Tillaga

8.     Deiliskipulag fyrir Ásborgir í landi Ásgarðs í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Auglýst er tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Ásborgir í landi Ásgarðs þar sem landnotkun nokkurra lóða er breytt úr íbúðarhúsalóðum í lóðir fyrir gisti- og/eða veitingahús.  Svæðið er skilgreint skv. núgildandi aðalskipulagi sem blönduð landnotkun íbúðarsvæðis og svæðis fyrir verslun og þjónustu.

Tillaga

9.     Deiliskipulag fyrir Laufás L201664 í Ásahreppi.

Auglýst er tillaga að deiliskipulagi fyrir lóðina Laufás í Ásahreppi þar sem skilgreindur nýr byggingarreitur fyrir allt að 150m2 hesthús.

Tillaga

 

Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórnar varðandi eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

10.  Breyting á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps, blönduð landnotkun í landi Hraunhóla L166567.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahreppst samþykkti á fundi 5. september 2018 tillögu að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna landbúnaðarsvæðis í landi Hraunhóla.  Breytingin snýr að stækkun svæðis fyrir blandaða íbúðar- og landbúnaðarnotkun.

Greinargerð

11.  Breyting á aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022, breytt landnotkun á íbúðasvæði Í3,  Miðmundarholti 1-6 í landi Króks.

Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundi 26. júní 2018 tillögu að breytingu á skilmálum íbúðasvæðis Í3 þannig að heimiluð verði heimagisting í flokki II sbr. reglugerð 1277/2016.

Greinargerð

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og  tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.utu.is.

Skipulagstillaga nr. 1 – 6 er í kynningu frá 19. september til 3. október 2018 en tillögur nr. 7 – 9 frá 19. september til  31. október 2018. Athugasemdir og ábendingar við tillögu nr. 1 – 6 þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 3. október 2018 en 31. október fyrir tillögur nr. 7 – 9.  Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

 

Rúnar Guðmundsson

Skipulagsfulltrúi

runar@utu.is