19 okt Skipulagsauglýsing sem birtist 19. október 2023
AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL
Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur
Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur eftirfarandi aðalskipulagsbreytinga:
- Þjóðgarðurinn á Þingvöllum; Stækkun á VÞ2, Valhallarstígur Nyrðri 8 úr F í VÞ, vatnsból á VB3; Breyting á aðalskipulagi – 2309040
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 27. sept. 2023 að kynna lýsingu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 innan marka Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Í breytingunni felst m.a. breytt lega VÞ2 vegna áætlana um nýjar þjónustumiðstöðvar innan svæðisins. Skilgreind eru ný vatnsból ásamt vatnsverandarsvæðum. Skilgreint er verslunar- og þjónustusvæði með hringtákni á lóð Valhallarstígs nyrðri 8.
- Brúarhlöð L234128; Verslunar- og þjónustusvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2306093
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 27. sept. 2023 að kynna tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Brúarhlaða í Hrunamannahreppi. Í breytingunni felst skilgreining á verslunar- og þjónustusvæði við Brúarhlöð, sunnan Skeiða- og Hrunamannavegar. Breytingin tekur til um 4 ha svæðis sem er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi. Við Brúarhlöð er bílastæði þar sem ferðamenn stoppa og skoða gljúfur Hvítár og frá því liggur stígur að gljúfrinu. Landeigandi vill byggja upp þjónustu á staðnum og leggja fleiri og betri gönguleiðir um svæðið. Dregið hefur verið úr umfangi mannvirkja og stærð svæðis m.v. hugmyndir sem settar voru fram í skipulags- og matslýsingu, hætt er við gistingu og þjónustuhús minnkað.
- Útey 1 L167647; Frístundasvæði F32 og F37 stækka; Aðalskipulagsbreyting – 2306076
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 4. okt. 2023 að kynna tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til uppbyggingar í landi Úteyjar 1. Frístundasvæði F32 og F37 verða stækkuð og afmörkun þeirra breytist. Þá verða sett inn tvö verslunar- og þjónustusvæði fyrir ferðaþjónustu. Samhliða verða felld út tvö efnistökusvæði. Í deiliskipulagi verður gerð nánari grein fyrir uppbyggingu m.a. lóðaskipan, byggingarskilmálum og öðrum ákvæðum í samræmi við breytt aðalskipulag.
Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur aðalskipulagsbreytingar eftirfarandi skipulagsáætlana:
- Minni-Borg golfvöllur ÍÞ5 og Landbúnaðarsvæði L3; Breytt landnotkun, nýtt íþróttasvæði og verslunar- og þjónustusvæði við Borg; Aðalskipulagsbreyting – 2303019
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 18. sept. 2023 að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar vegna breyttrar landnotkunar á svæði sunnan þjóðvegar við þéttbýlið að Borg í Grímsnesi eftir kynningu. Breytingin tekur til skilgreiningar á verslunar- og þjónustusvæði innan núverandi golfvallarsvæðis þar sem gert er ráð fyrir heimild fyrir gistingu auk annarrar þjónustu við notendur golfvallarins. Að auki er skilgreint nýtt íþróttasvæði syðst á svæðinu sem tekur til uppbyggingar á hesthúsasvæði og aðstöðu fyrir hestaíþróttir.
- Eyvindartunga L167632; Stækkun Lönguhlíðarnámu E19; Aðalskipulagsbreyting – 2103067
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 4. okt. 2023 að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til stækkunar á Lönguhlíðarnámu E19 í landi Eyvindartungu. Í breytingunni felst að náman stækkar úr 2 ha í 4,95 ha og efnismagn úr 50.000 m3 í 149.500 m3.
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana og deiliskipulagsbreytinga:
- Oddsholt F50; Skilgreining byggingaskilmála; Deiliskipulagsbreyting – 2309085
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 4. okt. 2023 að auglýsa tillögu deiliskipulagsbreytingar sem tekur til frístundasvæðis Oddsholts F50. Í breytingunni felst að skilgreindar eru byggingarheimildir fyrir svæðið.
- Hallkelshólar F55; Skilgreining byggingaskilmála; Deiliskipulagsbreyting – 2309084
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 4. okt. 2023 að auglýsa tillögu deiliskipulagsbreytingar sem tekur til frístundasvæðis að Hallkelshólum F55. Í breytingunni felst að skilgreindar eru byggingarheimildir fyrir svæðið.
- Hvítárbraut 9 L169724; Breyttir byggingarskilmálar; Deiliskipulagsbreyting – 2309027
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 4. okt. 2023 að auglýsa tillögu deiliskipulagsbreytingar sem tekur til deiliskipulags að Hvítárbraut 7-21. Í breytingunni felst að heimilt verði að reisa frístundahús, gestahús og smáhýsi á lóðinni.
- Skálabrekka-Eystri L224848; Grjótnes- og Hellunesgata, landbúnaðarlóðir; Deiliskipulag – 2210051
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 27. sept. 2023 að auglýsa nýtt deiliskipulag sem tekur til landbúnaðarlóða í landi Skálabrekku-Eystri. Í deiliskipulaginu er gert er ráð fyrir 17 landbúnaðarlóðum á um 75 ha svæði. Stærðir lóða eru frá 30.488 m2 til 45.733 m2. Innan lóða er gert ráð fyrir heimild til að reisa eitt íbúðarhús ásamt aukahúsi á lóð innan nýtingarhlutfalls 0,03.
- Eyvindartunga L167632; Langahlíð E19; Efnisnáma; Deiliskipulag – 2103066
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 4. okt. 2023 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags er varðar deiliskipulag Lönguhlíðarnámu, merkt E19 á aðalskipulagi Bláskógabyggðar, eftir auglýsingu. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi vegna skilgreiningar námunnar. Umsagnir bárust á auglýsingatíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna, www.blaskogabyggd.is, www.gogg.is og www.fludir.is.
Mál 1-3 innan auglýsingar er skipulagsmál í kynningu frá 19. október 2023 með athugasemdafrest til og með 10. nóvember 2023.
Mál 4-10 innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 19. október 2023 með athugasemdafrest til og með 1. desember 2023.
Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is
Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU