Skipulagsauglýsing sem birtist 19. desember 2018

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynntar lýsingar fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar:

1.     Breyting á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020, Sogsvirkjanir, H20 og H22.

Kynnt er skipulagslýsing vegna breytingar á svæðum Sogsvirkjana, merkt H20 og H22. Breytingin er gerð til að staðfesta núverandi landnotkun á svæðunum í tengslum við gerð deiliskipulags fyrir Steimgríms-,  Ljósafoss- og Írafossstöðvar.

Lýsing

2.     Breyting á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2008-2020,  landbúnaðarsvæði í Efra-Langholti.

Kynnt er skipulagslýsing vegna breytinga á nýtingu 10 ha spildu á skilgreindu landbúnaðarsvæði í Efra-Langholti, Hrunamannahreppi. Spildan liggur að skipulögðu frístundasvæði úr landi Efra-Langholts, Sunnuholti og Lindarseli, merkt F16.  Breytingin felur í sér að spildunni verði breytt í frístundasvæði og þar með mynda samfellu með frístundasvæðinu merkt F16.

Lýsing

3.     Breyting á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2008-2020,  Sandskarð L225806, Flúðum.

Kynnt er skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á nýtingu lóðarinnar Sandskarði L225806, Flúðum. Lóðin er á skilgreindu landbúnaðarsvæði (L5) en þó innan þéttbýlismarka Flúða.  Í breytingunni felst að svæðinu verði breytt í íbúðabyggð og myndi þannig samfellu með skilgreindri íbúðabyggð við Vesturbrún (ÍB3) og að heimiluð verði sambærileg uppbygging þ.e.  blönduð íbúðabyggð í einbýlishúsum og raðhúsum á einni hæð.

Lýsing

4.     Breyting á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2008-2020,  Grafarbakki II spilda 1.

Kynnt er skipulags- og matslýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á nýtingu lóðarinnar Grafarbakki II spildu 1 í Hrunamannahreppi.  Breytingin felur í sér að norðurhluti lóðarinnar, um 26.000m2, verði skilgreindur sem afþreyingar- og ferðamannasvæði en lóðin er á skilgreindu landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi.

Lýsing

5.     Breyting á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2008-2020,  Garðastígur 8B L208830, Flúðum.

Kynnt er skipulags- og matslýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á nýtingu á lóðinni Garðastígur 8B L208830 á Flúðum.  Breytingin felur í sér að lóðin verði skilgreind sem íbúðabyggð en í núgildandi aðalskipulagi er hún á skilgreindu landbúnaðarsvæði.

Lýsing

6.     Breyting á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2008-2020,  Hrafnkelsstaðir 2 lóð L216611, Flúðum.

Kynnt er skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á nýtingu hluta lóðarinnar Hrafnkelsstaðir lóð 2 L21611 á Flúðum.  Breytingin felur í sér að skilgreiningu hluta lóðarinnar, um 7000m2, verði breytt úr landbúnaðarlandi í íbúðabyggð.

Lýsing

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi deiliskipulagi:

7.     Deiliskipulag fyrir Þingás L224358 og Efri-Gróf 5 L223471 úr landi Efri-Grófar í Flóahreppi.

Kynnt er tillaga að deiliskipulagi fyrir tvær spildur úr landi Efri-Grófar í Flóahreppi, annars vegar Þingás L224358 sem er 10,42 ha og hins vegar Efri-Gróf 5 L223471 sem er 30 ha.  Alls er gert ráð fyrir 5 byggingarreitum (B1-B5) á skipulagssvæðinu þar sem heimilað verður að byggja íbúðarhús með bílskúr auk hesthúss/skemmu en heildarbyggingarmagn verði leyfilegt samanlagt allt að 1.640m2.

Skipulagstillaga

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:

8.     Deiliskipulagsbreyting fyrir Hraunhóla L166567, Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Auglýst er tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir blandaða íbúðar- og frístundabyggð í landi Hraunhóla L166567.  Breytingin felur í sér að verið er að fjölga íbúðarhúsalóðum úr 4 í 10.

Skipulagstillaga

9.     Deiliskipulagsbreyting fyrir Brautarholt á Skeiðum, Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Auglýst er tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Brautarholt á Skeiðum.  Breytingin felur í sér ýmsar breytingar þ.á.m. breytingu á stærðum nokkurra lóða við Holtabraut og Vallarbraut svo og breytingu á byggingarformi á nokkrum lóðum.  Einnig er breyting á byggingarreit á Malarbraut 2 sem er lengdur um 0,6m svo og breyting á veglínu Vallarbrautar til suðurs vegna stækkunar lóðarinnar Holtabraut 20.

Skipulagstillaga

10.  Deiliskipulagsbreyting fyrir Hestheima L165277, Ásahreppi.

Auglýst er tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Hestheima L165277 í Ásahreppi.  Breytingin felur í sér að byggingarmagn á byggingarreit Í1 er aukið um 50m2, byggingarreitur Ú2 fyrir hesthús er færður til og sömuleiðis byggingarreitur fyrir gestahús á Þ3.  Einnig er afmörkuð lóð fyrir íbúðarhús Í2.

Skipulagstillaga

11.  Deiliskipulagsbreyting fyrir Hverabraut 1 á Laugarvatni, Bláskógabyggð.

Auglýst er tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Hverabraut 1, Laugarvatni, en breytingin felur í sér að kvöð um aðgengi meðfram strönd Laugarvatns er felld niður innan lóðarinnar og mun stígurinn fara vestur fyrir Hverabraut 1 þar sem fyrirhugað er að opna ferðamannastaðinn út mót vatni.

Skipulagstillaga

12.  Deiliskipulagsbreyting fyrir Kjóastaði 1 land 2 L220934, Bláskógabyggð.

Auglýst er tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Kjóastaði 1 land 2 L220934, en breytingin felur í sér að bætt er við byggingarreit (B2) fyrir íbúðarhús á tveimur hæðum svo og skemmu sem mun hýsa hesthús og geymslu.  Einnig er óskað eftir því að heiti lóðarinnar breytist og að hún fái heitið Skjól.

Skipulagstillaga

13.  Deiliskipulag fyrir Skálholt L167166, Bláskógabyggð.

Auglýst er að nýju tillaga að deiliskipulagi fyrir Skálholtsjörðina ásamt umhverfisskýrslu og nær tillagan til allrar jarðarinnar sem er um 1.500 ha að stærð.  Samkvæmt tillögunni eru m.a. afmarkaðir byggingarreitir fyrir byggingar tengdar Skálholtsskóla og vígslubiskupshúsi vegna þjónustu við ferðamenn auk endurskoðun lóða í Skálholtsbúðum.  Þá er almennt hugað að skipulagi byggðar og búskaps, umhverfis, umferðar og gróðurs, bílastæði skilgreind og staðsetning Þorláksbúðar skoðuð.  Einnig er afmarkað svæði fyrir skógrækt og endurheimt votlendis.  Komið hefur verið á móts við athugasemdir sem bárust vegna fyrri auglýsingar sem birtist þann 18. apríl 2018.

Greinargerð

Skipulagstillaga

Yfirlitsmynd

14.  Breytin á deiliskipulagi Tjarnholtsmýrar úr landi Bjarnastaða í Grímsnes- og Grafningshreppi.  Breyting á frístundhúsalóðum í landbúnaðarlóðir.

Auglýst er að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi 85 ha svæðis úr landi Bjarnastaða sem kallast Tjarnholtsmýri.  Samkvæmt gildandi deiliskipulagi eru 11 frístundahúsalóðir innan skipulagssvæðisins sem eru á bilinu um 2,5 ha til um 10 ha að stærð.   Samkvæmt aðalskipulagi er landið skilgreint sem landbúnaðarsvæði og með þessari breytingu er verið að breyta lóðunum til samræmis við það, þ.e. breyta lóðunum úr frístundahúsalóðum í landbúnaðarlóðir/smábýli.  Í stað frístundahúss verður heimilt að byggja íbúðarhús, bílgeymslu/aðstöðuhús og hesthús.  Breyting frá fyrri auglýsingu er að fækkað hefur verið vegtengingum í samræmi við athugasemd Vegagerðarinnar.

Skipulagstillaga

15.  Deiliskipulagsbreyting fyrir ferðaþjónustusvæði í landi Egilsstaði 1 L166331, Flóahreppi.

Auglýst er tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir ferðaþjónustusvæði í landi Egilsstaða 1 L166331, en breytingin felur í sér að felldur er úr gildi hluti gildandi skipulags þ.e. svæði merkt C og haldast svæði A og B óbreytt með tilheyrandi greinargerð og skilmálum en svæði C verður án deiliskipulags.  Þar með falla niður þær heimildir og kvaðir sem felast kunna í deiliskipulagi svæðis C.

Skipulagstillaga

16.  Deiliskipulag fyrir íbúðarhúsalóð í landi Neistastaða, Flóahreppi.

Auglýst er tillaga að deiliskipulagi fyrir 6,86 ha landspildu úr landi Neistastaða í Flóahreppi þar sem gert er ráð fyrir núverandi íbúðarhúsi og bílskúr ásamt 6 gestahúsum, allt að 35m2 að stærð hvert, sem nota á vegna ferðaþjónustu.

Skipulagstillaga

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og  tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.utu.is.

Skipulagstillaga nr. 1 – 7 er í kynningu frá 19. desember 2018 til 9. janúar 2019 en tillögur nr. 8 – 16 frá 19. desember 2018 til 30. janúar.2019. Athugasemdir og ábendingar við tillögu nr. 1 – 7 þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 9. janúar 2019 en 30. janúar 2019 fyrir tillögur nr. 8 – 16.  Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

 

Rúnar Guðmundsson

Skipulagsfulltrúi

runar@utu.is