Skipulagsauglýsing sem birtist 16. júní 2022

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Ásahreppur, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur


Samkvæmt 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórnar vegna samþykktar á tillögu aðalskipulags.

  1. Endurskoðun aðalskipulags Ásahrepps 2020-2032 – 2002038

Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundi sínum þann 18. maí 2022 gildistöku nýs aðalskipulags Ásahrepps eftir auglýsingu. Að mati hreppsnefndar hefur verið brugðist við athugasemdum og umsögnum sem bárust vegna tillögunnar með fullnægjandi hætti innan tillögunnar. Niðurstaða hreppsnefndar Ásahrepps er kynnt hér með.

 

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur aðalskipulagsbreytinga eftirfarandi skipulagsáætlana:

  1. Miðhús 1 L166579 og Miðhús 2 L166580; Landbúnaðarsvæði í frístundasvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2101012

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 27. apríl 2022 að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Miðhúsa 1 og Miðhúsa 2. Aðalskipulagsbreytingin felur í sér breytta afmörkun og minnkun á frístundabyggð F39. Svæðið neðan vegar minnkar um u.þ.b. 10 ha en svæðið ofan vegar stækkar um u.þ.b. 5 ha.

Greinargerð og uppdráttur 


Samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur eftirfarandi skipulagslýsingar og deiliskipulagsáætlana :

  1. Hrauneyjafossstöð, Sigöldustöð, Vatnsfellsstöð og Búðarhálsstöð; Virkjanir; Deiliskipulag og deiliskipulagsbreyting – 2204066

Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundi sínum þann 18. maí 2022 að kynna skipulagslýsingu vegna virkjanna á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Unnið verður deiliskipulag fyrir eftirtaldar virkjanir; Hrauneyjafossstöð, Sigöldustöð og Vatnsfellsstöð ásamt Vatnsfellsveitu. Auk þess verður gerð breyting á deiliskipulagi Búðarhálsstöðvar.

Skipulagslýsing 

  1. Hraunkot; Fjölgun lóða og breytt stærð húsa; Deiliskipulagsbreyting – 2205021

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 1. júní 2022 að kynna tillögu deiliskipulags er varðar  breytingu á deiliskipulagi Hraunkots. Í breytingunni felst meðal annars fjölgun lóða um 59 sem verða 402 eftir breytingu. Stærðum aðalhúss og geymslu- og gestahúsa er breytt og þau stækkuð. Skipulagssvæðin eru tvö í dag A og B en verða sameinuð í eitt skipulagssvæði.

Uppdráttur 1

Uppdráttur 2

Uppdráttur 3

 

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana:

  1. Miðhús 2 L166580; Frístundasvæði; Deiliskipulag – 2204032

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 11. maí 2022 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags innan lands Miðhúsa 2. Samhliða er auglýst breyting á aðalskipulagi sem tekur til svæðisins. Í deiliskipulaginu felst skilgreining lóða fyrir frístundahús sem byggir á samkomulagi landeigenda um skiptingu svæðisins.

Greinargerð 

Uppdráttur 

  1. Eyjarland L167649; Seiðaeldi; Deiliskipulag – 2204070

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 19. maí 2022 að auglýsa tillögu er varðar nýtt deiliskipulag og lóð Eyjarlands, L167649. Markmið deiliskipulagsins er að stuðla að frekari uppbyggingu fiskeldis og ákvarða byggingarmagn, hæðir húsa, nýtingarhlutfall, aðkomu og frárennsli fyrir starfsemina. Skilgreina byggingarreiti fyrir eldistjarnir, settjarnir og starfsmannaaðstöðu. Ráðgert er að bæta aðstöðu og aðbúnað á svæðinu bæði fyrir seiði og starfsfólk.

Greinargerð

Uppdráttur 

  1. Eyvindartunga: Frístundabyggð neðan Laugarvatnsvegar: Deiliskipulag – 1706048

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 19. maí 2022 að auglýsa tillögu er varðar nýtt deiliskipulag í landi Eyvindartungu. Deiliskipulagið tekur til svæða sem eru skilgreind sem F23 og F24 innan aðalskipulags Bláskógabyggðar þar sem gert er ráð fyrir heimild fyrir allt að 60 frístundalóðum. Markmið deiliskipulagsins er m.a. að ákvarða lóðamörk, byggingarmagn og nýtingarhlutfall innan svæðisins auk þess sem gert er grein fyrir aðkomu og veitum.

Greinargerð 

Uppdráttur

  1. Miðdalur L167644; Aukin byggingarheimild; Hjólhýsasvæði fellt út; Deiliskipulagsbreyting – 2010059

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 19. maí 2022 að auglýsa tillögu er varðar breytingu á deiliskipulagi að Miðdal, L167644. Í breytingunni felst að byggingarheimild fyrir frístundahús innan svæðisins er aukin úr 60 fm í 100 fm og að lóðarhafar geti byggt allt að 40 fm smáhýsi/gestahús á hverri lóð innan stækkaðs byggingarreits auk 15 fm geymslu sem teljast í báðum tilfellum til heimilaðs hámarksflatarmáls orlofs- eða frístundahúsa innan svæðisins. Skilmálar sem taka til þjónustuhúss og tjaldsvæðis eru uppfærðir auk þess sem hjólhýsasvæði á eldri uppdrætti er fellt út.

 Uppdráttur 

  1. Ásabyggð 32-42; Deiliskipulagsbreyting – 2111051

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 25. maí 2022 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Ásabyggðar. Breytingin nær til lóða nr. 32-42 ásamt nýrri göngu- og hjólaleið við suðurenda skipulagsreitsins sem nýtist jafnframt sem flóttaleið. Svæðið er um 5,0 ha að stærð. Öll hús innan þessa svæðis eru í eigu Kennarasambands Íslands (KÍ) og eru þau leigð út sem orlofshús til félagsmanna. Markmið breytingarinnar er að leiðrétta staðsetningu þegar byggðra húsa sem eru ekki öll innan byggingareits ásamt því að fjölga um 3 orlofshús og byggja eitt hús sem sinnir umsýslu og viðhaldi á svæðinu auk þess sem gert er ráð fyrir frekari sameiningu lóða. Jafnframt er gert ráð fyrir heimild fyrir lagningu vegar að nýjum orlofshúsum. Athugasemdir bárust við kynningu málsins og eru þær lagðar fram ásamt uppfærðum skipulagsgögnum.

Uppdráttur 

  1. Geysir; Hverasvæðið; Breytt stígakerfi og stækkunar friðlands; Deiliskipulagsbreyting – 2205102

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 1. júní 2022 að auglýsa tillögu er varðar breytingu á deiliskipulagi Geysissvæðisins í Haukadal. Í breytingunni felst breyting á stígakerfi innan deiliskipulagssvæðisins sem og stækkun friðlands Geysissvæðisins.

 Uppdráttur 

  1. Kringla 9 L232038; Árvegsbotnar 42-56; Deiliskipulag – 2202091

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 1. júní 2022 að auglýsa tillögu er varðar nýtt deiliskipulag í landi Kringlu 9. Innan deiliskipulagsins er gert ráð fyrir 7 lóðum fyrir frístundabyggð.

Uppdráttur 

  1. Neðan-Sogsvegar 61 L169338, Norðurkot, Skipting lóðar, Deiliskipulagsbreyting – 2010091

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 1. júní 2022 að auglýsa tillögu er varðar breytingu á deiliskipulagi í landi Norðurkots. Í breytingunni felst ný skilgreining lóða og byggingarreita innan svæðisins auk byggingarheimilda. Samhliða er lögð fram undanþága Innviðaráðuneytis vegna takmarkanna er varðar fjarlægð frá vegi.

Uppdráttur 

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna: www.asahreppur.is , www.blaskogabyggd.is, www.gogg.is , www.fludir.is og www.skeidgnup.is

Mál nr. 1, 3 og 4 innan auglýsingar eru skipulagsmál í kynningu frá 16. júní 2022 til og með 7. júlí 2022.

Mál nr. 2 og 5-12 innan auglýsingar eru auglýst frá 16. júní 2022 til og með 29. júlí 2022.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU