14 des Skipulagsauglýsing sem birtist 14. desember 2023
AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL
Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur aðalskipulagsbreytinga og skipulagslýsinga eftirfarandi skipulagsáætlana:
- Kílhraunsvegur 1-56; Úr frístundabyggð í íbúðabyggð; Aðalskipulagsbreyting – 2311027
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 6. desember 2023 að kynna skipulagslýsingu sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps og deiliskipulagi er varðar Kílhraunsveg 1-56. Í breytingunni felst að landnotkun svæðisins breytist úr frístundabyggð í íbúðarbyggð.
- Bryggja spilda L178475; Frístundabyggð og 3MW virkjun; Aðalskipulagsbreyting – 2308056
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 6. desember 2023 að kynna skipulags- og matslýsingu sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 og gerð nýs deiliskipulags. Í breytingunni felst að landnotkun jarðarinnar breytist úr landbúnaðarlandi í frístundabyggð, verslunar- og þjónustusvæði og iðnaðarsvæði fyrir 2-3 MW virkjun í Tungufljóti, til að framleiða raforku fyrir svæðið. Gert verður ráð fyrir um 30 ha frístundabyggð með 30-40 lóðum, 5 ha svæði fyrir verslun- og þjónustu og 3 ha iðnaðarsvæði. Jörðin er tæpir 40 ha að stærð
- Árnes; Þéttbýli; Landnotkunarflokkar; Aðalskipulagsbreyting – 2303052
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 6. desember 2023 að kynna tillögu aðalskipulagsbreytingar er varðar þéttbýlið í Árnesi. Breytingin nær yfir vesturhluta þéttbýlisins í Árnesi, þann hluta sem er vestan við Heiðarbraut (nr.3357). Á allra næstu árum sér sveitarfélagið fram á að mikil þörf verði fyrir íbúðarhúsnæði í Árnesi og snýst breytingin um að koma til móts við áætlaða þörf fyrir íbúðarhúsnæði samhliða uppbyggingu á þjónustu sem því fylgir. Þetta kallar á ný svæði fyrir íbúðarbyggð. Fjölgun íbúa kallar á meiri þjónustu og sveigjanleika í landnýtingu, því er hluti svæðisins gerður að miðsvæði með rúmum heimildum fyrir atvinnustarfsemi, þjónustu og íbúðir.
Samkvæmt 41. gr. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana og deiliskipulagsbreytinga:
- Stóra-Borg lóð 16 L218060; Íbúðarsvæði með rúmum byggingarheimildum; Deiliskipulag – 2302027
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 1. nóvember 2023 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags fyrir landbúnaðarsvæði í landi Stóru-Borgar lóðar 16 L218060. Svæðið, sem er 54,9 ha að stærð, er staðsett norðvestan við Borg í Grímsnesi og kemur til með að heita Borgarheiði. Með deiliskipulaginu eru skilgreindar 32 lóðir sem eru á bilinu 0,9-1,5 ha. Aðkoma er frá Biskupstungnabraut (35) og í gegnum þéttbýlið á Borg. Gönguleiðakerfi tengir svæðið við nærliggjandi græn svæði og við þéttbýlið Borg. Heimilt er að vera með létta atvinnustarfsemi innan lóða, s.s. skógrækt, húsdýrahald og minniháttar verslun.
- Ásgarður í Grímsnesi; Frístundasvæðið Borgargil, Giljatunga 8 L216344; Breytt byggingarmagn; Deiliskipulagsbreyting – 2311075
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 6. desember 2023 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi sem tekur til frístundasvæðis í landi Ásgarðs. Í breytingunni felst að hámarksbyggingarmagn innan lóðar sem skilgreint er 150 m2 verði fellt út úr skipulagi og að byggingarmagn verði þess í stað bundið við hámarksnýtingarhlutfall 0,03.
Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna, www.blaskogabyggd.is, www.gogg.is og www.skeidgnup.is
Mál 1-3 innan auglýsingar er skipulagsmál í kynningu frá 14. desember 2023 með athugasemdafrest til og með 5. janúar 2024.
Mál 4-5 innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 14. desember 2023 með athugasemdafrest til og með 26. janúar 2024.
Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is. Bendum jafnframt á að málin eru aðgengileg á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/.
Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU