Skipulagsauglýsing sem birtist 11.mars 2020

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi

 

Aðalskipulagsmál.

Samkvæmt  2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

  1. Breyting á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Eyvindartunga. Bláskógabyggð.

Kynnt er skipulagstillaga sem nær til svæðis ofan Laugarvatnsvegar þar sem 40 hektarar úr frístundasvæðinu F22 er breytt í svæði fyrir skógrækt. Frístundasvæðið F23 verður stækkað um 16 ha og sett inn nýtt skógræktarsvæði, um 15 ha að stærð.

 Greinargerð 

Samkvæmt  1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst eftirfarandi aðalskipulagsbreyting:

  1. Breyting á aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029. Ósbakki, L165463.

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti þann 4.2.2020, tillögu að breytingu á gildandi aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029, sem tekur til 2 ha lands Ósbakka, L165463, sem í gildandi aðalskipulagi Flóahrepps er skilgreint sem frístundasvæði (F36) og er áætlað að breyta landnotkun í landbúnaðarland.  Áætlað er að byggja upp nýtt íbúðarhús og hesthús/skemmu. Samhliða auglýsingu á aðalskipulagsbreytingu er kynnt tillaga vegna deiliskipulags á svæðinu.

Greinargerð 

 

Deiliskipulagsmál

 


Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynnt skipulagslýsing fyrir eftirfarandi deiliskipulagsverkefni:

  1. Lýsing deiliskipulags. Stórhólmi í Flóahreppi.

Lýsingin tekur til til deiliskipulags væntanlegs lögbýlis, þar sem gert er ráð fyrir byggingu á einu íbúðarhúsi, allt að 300 m2, á sér byggingarreit og á öðrum byggingarreit verði reist hesthús, reiðskemma og skemma allt að 2500 m2. Aðkoma er um Holtsveg (314).

 Greinargerð 

Samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt skipulagstillaga fyrir eftirfarandi deiliskipulagsverkefni: 

  1. Ósbakki L165463; Íbúðarhús, reiðskemma, hesthús, vélarskemma; Deiliskipulag – 1905038

Kynnt er deiliskipulagstillaga sem tekur til um 2 ha spildu og mun gera ráð fyrir að heimilt verði að byggja allt að 200m2 íbúðarhús og allt að 350m2 hesthús/skemmu. Á landspildunni er 70m2 frístundahús nú þegar. Aðkoma er af Suðurlandsvegi austan Selfoss, um Villingaholtsveg (nr.305) sem er tengivegur.

 Uppdráttur

 

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:

  1. Fosslækur Hrunamannaafrétti. Deiliskipulag fjallaskálasvæðis. Hrunamannahreppi.

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5.3.2020, að auglýsa deiliskipulagstillögu vegna Fosslækjar á Hrunamannaafrétti skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010.  Deiliskipulagstillagan tekur til afmörkunar á um 14 ha lóð. Innan hennar eru núverandi mannvirki, hestagerði og vatnsból og vatnsleiðsla frá því að húsunum. Heimilt er að stækka núverandi gistiaðstöðu um allt að 100 m2 og byggja nýtt hús allt að 100m2. Gisting verður fyrir allt að 50 gesti. Í Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032 er svæðið skilgreint sem fjallasel á afþreyingar- og ferðamannasvæði.

Greinargerð 

Uppdráttur

  1. Mikluöldubotnar Hrunamannaafrétti. Deiliskipulag fjallaskálasvæðis. Hrunamannahreppi.

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5.3.2020, að auglýsa deiliskipulagstillögu vegna Mikluöldubotna á Hrunamannaafrétti skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010.  Deiliskipulagstillagan tekur til afmörkunar á um 5 ha lóð. Innan hennar eru núverandi mannvirki og gerði fyrir fé/hross. Heimilt er að stækka núverandi gistiaðstöðu um allt að 100 m2 og byggja nýtt hús allt að 100m2. Gisting verður fyrir allt að 30 gesti. Einnig er gert ráð fyrir salerni, fráveitu og vatnsbóli. Í Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032 er svæðið skilgreint sem fjallasel á afþreyingar- og ferðamannasvæði.

 Greinargerð 

Uppdráttur 

  1. Frægðarver Hrunamannaafrétti. Deiliskipulag fjallaskálasvæðis. Hrunamannahreppi.

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5.3.2020, að auglýsa deiliskipulagstillögu vegna Frægðarvers á Hrunamannaafrétti skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Deiliskipulagið tekur til afmörkunar á um 2 ha lóð umhverfis núverandi mannvirki. Á staðnum er torfkofi og er gert ráð fyrir viðhaldi og endurbótum á honum í samráði við Minjastofnun Íslands. Einungis verður um áningarstað að ræða en ekki gistingu. Ekki er gert ráð fyrir akstri að staðnum. Í Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032 er svæðið skilgreint sem fjallasel á afþreyingar- og ferðamannasvæði.

 Greinargerð 

Uppdráttur 

  1. Rofshólar Hrunamannaafrétti. Deiliskipulag fjallaskálasvæðis. Hrunamannahreppi.

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5.3.2020, að auglýsa deiliskipulagstillögu vegna Rofshóla á Hrunamannaafrétti skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Deiliskipulagið tekur til afmörkunar á um 1 ha lóð umhverfis núverandi mannvirki. Á staðnum er torfkofi og er gert ráð fyrir viðhaldi og endurbótum á honum í samráði við Minjastofnun Íslands. Einungis verður um áningarstað að ræða en ekki gistingu.  Í Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032 er svæðið skilgreint sem fjallasel á afþreyingar- og ferðamannasvæði.

 Greinargerð

Uppdráttur 

  1. Heiðará Hrunamannaafrétti. Deiliskipulag fjallaskálasvæðis. Hrunamannahreppi.

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5.3.2020, að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir Heiðará á Hrunamannaafrétti skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Deiliskipulagið tekur til afmörkunar á um 7 ha lóð. Innan hennar eru núverandi mannvirki. Staðurinn er hugsaður sem áningarstaður á göngu- og reiðleið með Stóru-Laxá. Ekki er gisting á staðnum. Heimilar eru endurbætur/viðhald á núverandi mannvirki. Þá er gert ráð fyrir salerni, fráveitu og vatnsbóli. Í Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032 er svæðið skilgreint sem fjallasel á afþreyingar- og ferðamannasvæði.

Greinargerð

Uppdráttur 

  1. Helgaskáli Hrunamannaafrétti. Deiliskipulag fjallaskálasvæðis. Hrunamannahreppi.

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5.3.2020, að auglýsa deiliskipulagstillögu vegna Helgaskála á Hrunamannaafrétti skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Deiliskipulagið tekur til afmörkunar á um 15ha lóð. Innan hennar eru núverandi mannvirki, hestagerði, vatnsból og fráveita. Heimilt er að stækka núverandi gistiaðstöðu um allt að 100 m2 og byggja nýtt hús allt að 100m2. Heimilt er að stækka hesthús í allt að 100 m2. Gisting verður fyrir allt að 50 gesti. Í Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032 er svæðið skilgreint sem fjallasel á afþreyingar- og ferðamannasvæði.

Greinargerð

Uppdráttur

  1. Efri-Kisubotnar Hrunamannaafrétti. Deiliskipulag fjallaskálasvæðis. Hrunamannhreppi.

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5.3.2020, að auglýsa deiliskipulagstillögu vegna Efri-Kisubotna á Hrunamannaafrétti skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Deiliskipulagið tekur til afmörkunar á um rúmlega 4 ha lóð. Innan hennar er núverandi hús. Heimilt er að byggja allt að 150 m2 hús og vera með gistingu fyrir allt að 30 gesti. Gert er ráð fyrir salerni í húsinu. Gerð verður grein fyrir fráveitu og vatnsbóli. Í Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032 er svæðið skilgreint sem fjallasel á afþreyingar- og ferðamannasvæði.

 Greinargerð

Uppdráttur 

  1. Grákollur Hrunamannaafrétti. Deiliskipulag fjallaskálasvæðis. Hrunamannahreppi.

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5.3.2020, að auglýsa deiliskipulagstillögu vegna Grákolls á Hrunamannaafrétti skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Deiliskipulagið tekur til afmörkunar á um 8 ha lóð. Heimilt er að byggja allt að 150 m2 hús og vera með gistingu fyrir allt að 30 gesti. Gerð verður grein fyrir fráveitu, vatnsbóli og aðkomu. Í Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032 er svæðið skilgreint sem fjallasel á afþreyingar- og ferðamannasvæði.

 Greinargerð

Uppdráttur 

  1. Svínárnes Hrunamannaafrétti. Deiliskipulag fjallaskálasvæðis. Hrunamannahreppi.

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5.3.2020, að auglýsa deiliskipulagstillögu vegna Svínárnes á Hrunamannaafrétti skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Deiliskipulagið tekur til afmörkunar á um 9 ha lóð. Innan hennar eru núverandi mannvirki. Heimilt er að stækka/fjölga húsum fyrir gistingu, veitingasölu og vera með tjaldsvæði. Hámarks byggingamagn á svæðinu verður allt að 950 m2. Heimilt er að vera með gistingu fyrir 85 gesti. Gerð verður grein fyrir fráveitu, vatnsbóli og aðkomu. Í Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032 er svæðið skilgreint sem skálasvæði á afþreyingar- og ferðamannasvæði.

 Greinargerð

Uppdráttur

  1. Leppistungur Hrunamannaafrétti. Deiliskipulag fjallaskálasvæðis. Hrunamannahreppi.

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5.3.2020, að auglýsa deiliskipulagstillögu vegna Leppistungna á Hrunamannaafrétti skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Deiliskipulagið tekur til um 5 ha svæðis. Á staðnum er 70 m2 hús sem byggt var árið 1987. Einnig er þar gamalt leitarmannahús. Þessi hús eru notuð sem leitar-mannahús og fyrir ferðafólk á sumrin. Einnig er á staðnum 36 m2 hesthús og hestagerði við það. Gisting er fyrir um 24 gesti. Aðkoma er af vegslóða sem liggur um Hrunamannaafrétt. Mannvirki eru í eigu Hrunamannahrepps. Starfsemi er aðallega yfir sumartímann. Innan lóðar/afmörkunar svæðis eru núverandi mannvirki, hestagerði og vatnsból. Heimilt verður að stækka núverandi gistiaðstöðu um allt að 100 m2 og byggja nýtt hús allt að 100m2. Heimilt er að stækka hesthús í allt að 100 m2. Gisting verður fyrir allt að 50 gesti. Í Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032 er svæðið skilgreint sem fjallasel á afþreyingar- og ferðamannasvæði.

 Greinargerð

Uppdráttur

  1. Laugar Hrunamannahreppi. Deiliskipulag.

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5.3.2020, að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir um 1,2ha svæði undir 3 gestahús á jörðinni Laugar L166798, í Hrunamannahreppi. Gert er ráð fyrir að stærð hvers húss geti verið allt að 80m2 með mænishæð allt að 6,0m. Tillagan er í samræmi við ákvæði í aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032 um landbúnaðarsvæði.  Aðkoma að Laugum er um Laugaveg (nr. 3465)

 Uppdráttur 

  1. Birtingaholt 1Bog 1D, Hrunamannahreppi. Deiliskipulag.

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5.3.2020, að auglýsa deiliskipulagstillögu vegna Birtingaholts 1B L176025 og 1D, í Hrunamannahreppi. Áformað er að á bæjartorfunni verði stofnuð ný lóð undir íbúðarhús auk bílskúrs allt að 250m2 og aukahúss allt að 100m2. Aðkoma er af Birtingaholtvegi (nr.3393).

 Uppdráttur 

  1. Ás 3 III-2 land, Ásahreppi. Deiliskipulag.

Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundi sínum þann 18.12.2019, að auglýsa deiliskipulagstillögu

sem tekur til 6 frístundahúsalóða ásamt afmörkun á byggingarreit fyrir íbúðarhús í landi Áss 3 land III-2 L204647 í Ásahreppi. Skipulagssvæðið nær til landsins alls, sem er um 18,6 ha að stærð. Aðkoma að landsspildunni er af vegi nr. 275, Ásvegi.

 Uppdráttur 

  1. Mýrarkot, frístundabyggð í Grímsnes- og Grafningshreppi. Deiliskipulagsbreyting.

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti þann 20.11.2019, að auglýsa breytingu á gildandi deiliskipulagi frístundabyggðar í Mýrarkoti. Breytingin tekur til skilmála í greinargerð, þar sem nýtingarhlutfall verður 0.03. Stærð sumarhúss getur orðið allt að 150m2 á lóðum undir 5000m2. Mænisstefna verður N-S og þakhalli 14-45 gráður. Þá er heimilt að byggja aukahús, gestahús eða gróðurhúss allt að 40m2 og smáhús/geymslu allt að 15m2.

 Deiliskipulagsbreyting 

  1. Snæfoksstaðir frístundabyggð. Deiliskipulagsbreyting. Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti þann 15.1.2020, að auglýsa breytingu á gildandi deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Snæfoksstaða sem nær yfir svæði frístundabyggðar, merkt F20c í greinargerð aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 m.s.br. Svæðið sem breytingin nær yfir er um 70 ha að stærð og er merkt sem svæði D í deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Snæfoksstaða. Í deiliskipulagsbreytingunni er gert ráð fyrir að fjölga frístundalóðum úr 47 lóðum í 53 lóðir. Þar af eru 49 frístundalóðir byggðar og 4 óbyggðar. Enn fremur er innan svæðisins gert ráð fyrir einni landbúnaðarlóð (Nautavakavegi nr. 2) sem tengist starfsemi skógræktarinnar á Snæfoksstöðum. Lóðirnar eru frá 6.980 m2 til 17.678 m2 að stærð.

 Uppdráttur 

  1. Spóastaðir í Bláskógabyggð. Deiliskipulagsbreyting.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti þann 5.3.2020  að auglýsa breytingu á gildandi deiliskipulagi frístundabyggðar við Dynjandisveg í landi Spóastaða í Bláskógabyggð. Breytingin nær til um 35ha svæðis og 40 lóða og tekur til breytinga á nýtingarhlutfalli og byggingarmagni á lóðum. Nýtingarhlutfall lóða frá nr. 1-23 verður allt að 0.045 og á lóðum nr. 24-46,allt að 0.03. Heimilt verður að byggja allt að 40 m2 aukahús/gestahús og allt að 15m2 smáhýsi á lóðum. Við gildistöku þessarar deiliskipulagsbreytingar fellur úr gildi núgildandi deiliskipulag frístundabyggðar við Dynjandisveg.

Uppdráttur

————————————————————————————————————————————-

Niðurstaða sveitarstjórnar auglýst í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

 

Hnaus 2 L192333, í Flóahreppi. Breytt landnotkun. Óveruleg breyting á gildandi aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029.

Rökstuðningur sveitarstjórnar Flóahrepps dags. 3.3.2020, vegna athugasemda Skipulagsstofnunar í bréfi dags. 9.12.2019:

Lögð er fram umsókn Gísla B. Björnssonar, dags. 7. júní 2019, vegna óverulegra breytinga á gildandi aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029, í landi Hnaus 2, L192333. Óskað er eftir að breyta landnotkun á 1,5 ha svæði úr landbúnaðar- og skógræktarsvæði yfir í íbúðasvæði. Fyrir er íbúðasvæði (ÍB17, Mosató 1) sem er um 0.5 ha. Samtals verður heildar íbúðarsvæði því um 1,9 ha að stærð eftir breytingu. Frístundasvæði (F16) sem í núgildandi aðalskipulagi er sýnt sem mjó ræma meðfram aðkomuvegi er alls um 3,5 ha., þ.e. land innan Hnauss 2. Óskað er eftir að það svæði (3,5 ha) verði gert að landbúnaðarlandi. Svæði F16 tilheyrir því Hnaus I eftir breytingu. Frístundahúsasvæði SL-6, á milli raflínanna (F16c) og svæði þar norðan við (F16a) eru nú færð inn skv. deiliskipulagi. Nyrst á SL6 er sýnd ný stök frístundahúsalóð (F16d). Heimilað verði nýtt frístundahúsasvæði (F16b, 1,1ha) uppi á ásnum, heim við bæjarhús Hnaus 2. Heildarstærð frístundahúsasvæða að meðtöldum lóðum sem getið er um undir lið 3 hér að framan og eru innan Hnauss 2, verða því alls um 3,5ha. Á uppdrátt er bætt við vatnsbóli VB5 skv. ósk Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Samþykkt um vatnsbólið liggur þegar fyrir skv. gildandi deiliskipulagi. Sökum smæðar og mælikvarða er ekki hægt að sýna aðliggjandi vatnsverndarsvæði á þessum uppdrætti en þau koma fram í gildandi deiliskipulagi. Hótel á svæðinu hefur nú tengst Vatnsveitu Flóahrepps og ekki lengur háð VB5. Landbúnaðarsvæði stækkar um 2 ha þar sem syðsti hluti af frístundabyggð F16 fellur niður og færist að hluta sunnar þar sem landbúnaðarland var skilgreint áður, fyrir breytingu. Skógræktar- og landgræðslusvæði minnka um 1,5ha. vegna fjölgunar á frístunda- og íbúðalóðum.
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkir framlagða tillögu Landforms dags. 6.9.2019, breytt 14.1.2020 að breytingu á gildandi aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029, sem óverulega breytingu skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Að mati sveitarstjórnar Flóahrepps víkur breytingin ekki verulega frá meginstefnu gildandi aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029, og samræmist núverandi ástandi á svæðinu. Það er ekki vilji sveitarstjórnar Flóahrepps að koma í veg fyrir að íbúar geti byggt íbúðarhúsnæði í dreifbýli sveitarfélagsins þó svo að í markmiðum aðalskipulags sé kveðið á um að ekki skuli gera ráð fyrir nýjum svæðum fyrir íbúðabyggð. Þar var fyrst og fremst átt við þéttbýliskjarna, ekki stakar íbúðalóðir. Vilji sveitarstjórnar beindist að því að draga úr stórum samfelldum íbúðarsvæðum (þéttbýliskjörnum) innan sveitarfélagsins en ekki að því koma í veg fyrir að íbúar gætu byggt stök íbúðarhús í hinum dreifðu byggðum sveitarinnar. Sé það vilji Skipulagsstofnunar að almennu orðalagi aðalskipulags Flóahrepps verði breytt þannig að orðalag sé skýrara hvað þetta varðar, kemur í framhaldi þessa máls til greina að ráðist verði í breytingu aðalskipulagsins með það að markmiði að skerpa á skilgreiningu milli þess sem kallað er ,,íbúðabyggð“ í aðalskipulaginu og þess sem kalla má ,,stakar íbúðalóðir“. Umfang landnýtingar eykst óverulega við þá nýtingu sem fyrir er á svæðinu þar sem um litlar og stakar lóðir er að ræða. Svæðið nýtur engrar verndar vegna náttúru- og / eða menningarminja. Umfang breyttra landnotkunarreita er óverulegt og undir viðmiðunarstærðum (3ha) sem getið er um vegna óverulegra breytinga aðalskipulags skv. leiðbeiningum Skipulagsstofnunar (sbr. bls. 2, liður a í 2. kafla) og skv. gátlista fyrir mati stofnunarinnar um ástæður óverulegra breytinga á aðalskipulagi. Breytingin felur ekki í sér ákvæði um byggingarmagn er hefur áhrif á stórt svæði né er hún líkleg til að hafa veruleg áhrif innan eða utan við skipulagssvæði. Breytingin mun ekki hafa áhrif á einstaka aðila innan svæðisins þar sem hún er unnin í nánu samráði við alla hagsmunaaðila auk þess sem hún var auglýst án þess að fram kæmu athugasemdir. Breytingin leiðir ekki til þess að verðmæti eða hagnýting fasteigna skerðist umfram það sem vænta má miðað v/ óbreytta landnýtingu. Skipulagsfulltrúa UTU er falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna ásamt rökstuðningi sveitarstjórnar Flóahrepps og auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.Samþykkt með 5 atkvæðum.

 

Ás 3 III-2 land L204647, Ásahreppi. Óveruleg breyting á gildandi aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022.

Rökstuðningur hreppsnefndar Ásahrepps 19.2.2020:

Hermann Ólafsson leggur fram f.h. Ástu Beggu Ólafsdóttur og Gísla Sveinssonar tillögu að breytingu á gildandi aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022. Í breytingu fellst að íbúðasvæði er breytt í annarsvegar frístundahúsasvæði og hins vegar í landbúnaðarsvæði. Að auki er viðkomandi svæði hliðrað til innan landskikans. Samhliða aðalskipulagsbreytingunni verður unnið deiliskipulag af svæðinu. Skipulagssvæðið nær til landspildu sem er um 18,6 ha að stærð. Aðkoma að landsspildunni er af vegi nr. 275, Ásvegi.

Bókun/rökstuðningur hreppsnefndar Ásahrepps:

Í skipulagslögum nr.123/2010 segir: „Við mat á því hvort breyting á aðalskipulagi geti talist óveruleg skal taka mið af því hvort hún hafi verulegar breytingar á landnotkun í för með sér eða sé líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða hafa áhrif á stór svæði.“

Það er mat hreppsnefndar Ásahrepps að miðað við ofangreinda lýsingu í lögunum þá sé umrædd breyting á landi Áss 3, land III-2 óveruleg.

Um er að ræða breytingu sem breytir smáu íbúðasvæði í dreifbýli í frístundahúsasvæði. Frístundahúsabyggð er landnotkun sem að mati hreppsnefndar er umhverfislega líkari því sem hún er í dag og líkari því sem er í næsta nágreni við skipulagssvæðið. Jafnframt verður að teljast líklegt að með breytingunni aukist líkur á að stærri hluti af núverandi skógi á svæðinu verði varðveittur sem frístundahúsaland heldur en sem íbúðasvæði.

Hreppsnefnd Ásahrepps telur áhrif af breytingunni á einstaka aðila eða stór svæði verða að teljast mjög takmörkuð. Inngrip í land og umhverfi, almenn umferð og almennt áreiti ætti með breytingunni að vera minna en ella og má þannig segja að áhrifin, ef einhver eru, verði jákvæð í skilningi skipulagslaga.

Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkir greinargerð og uppdrátt dagsett 10.12.2019 sem óverulega breytingu á gildandi aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022, vegna Áss 3. III-2 land, L204647, skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsfulltrúa UTU er falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu skv. 2. mgr. 36.gr. skipulagalaga nr. 123/2010, og auglýsa niðurstöðu hreppsnefndar.

————————————————————————————————————————————-

Ofangreindar skipulagslýsingar/skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast lýsingar og tillögur á vefslóðinni http://www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna:  https://www.blaskogabyggd.is; https://www.gogg.is; https://www.fludir.is;

https://skeidgnup.is; https://www.floahreppur.is; http://asahreppur.is/

 

Skipulagslýsingar og tillögur nr. 1, 3 og 4  eru í kynningu frá 11. mars til 1. apríl 2020, en tillögur nr. 2, og 5-20 eru í auglýsingu frá 11. mars til  22. apríl 2020.  Athugasemdir og ábendingar við tillögum nr. 1,3 og 4  þurfa að berast skipulagsfulltrúa eigi síðar en 1. apríl 2020, en fyrir tillögur nr. 2 og 5-20  eigi síðar en 22. apríl 2020.

Athugasemdir og ábendingar og skulu vera skriflegar.

 

Rúnar Guðmundsson

skipulagsfulltrúi

utu@utu.is