Skipulagsauglýsing sem birtist 11. maí 2023

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur 

 

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt skipulagslýsing eftirfarandi aðalskipulagsbreytinga: 

  1. Vestur-Meðalholt L165513; Ný íbúðarbyggð í dreifbýli; Aðalskipulagsbreyting – 2302029 Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 12. apríl 2023 að kynna skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi og  gerð nýs deiliskipulags í landi

Vestur-Meðalholts (L165513) í Flóahreppi. Í breytingunni felst að svæði í Vestur-Meðalholti verði skilgreint sem íbúðarbyggð og unnið verður deiliskipulag fyrir svæðið.

Aðalskipulagsbreyting – skipulagslýsing

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga aðalskipulagsbreytingar eftirfarandi skipulagsáætlana: 

  1. Fjallaskálar í Flóa- og Skeiðamannaafrétti og Gnúpverjaafrétti; Aðalskipulagsbreyting – 2207018.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 15. mars 2023 að auglýsa tillögu vegna breytingar á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi felur í sér breytingu á skipulagi fjallaskála á Flóa- og Skeiðamannaafrétti og Gnúpverjaafrétti. Flóa- og Skeiðamannaafréttur telst vera milli Stóru-Laxár og Fossár að austanverðu og Gnúpverjaafréttar milli Fossár og Þjórsár. Svæðið er allt innan skipulagssvæðis Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Skálarnir eru skilgreindir í gildandi aðalskipulagi sem afþreyingar- og ferðamannasvæði. Um er að ræða skálasvæði og fjallasel: AF16 Klettur (L166522), AF17 Hallarmúli (L178699), AF18 Sultarfit (L179883), AF19 Skeiðamannafit (L179888), AF20 Gljúfurleit (L166705), AF21 Bjarnalækjarbotnar (L166706), AF22 Tjarnarver (L166707) og AF23 Setrið (L166521). Að auki er bætt við skálum í greinargerð aðalskipulags þar sem ekki er gert ráð fyrir frekari uppbyggingu en heimilt verði að viðhalda núverandi mannvirkjum. Markmiðið með aðalskipulagsbreytingunni er að fjölga gistiplássum í fjallaskálum í samræmi við stefnu gildandi aðalskipulags. Verið er að setja ramma utan um mannvirki á hverju svæði fyrir sig og uppbyggingu þeirra og viðhaldi til framtíðar. Vatnsverndarsvæði skálanna eru sett inn á uppdrátt aðalskipulags og einnig er heimild veitt fyrir minniháttar efnistöku vegna úrbóta á aðkomuvegum. Fyrir liggur afgreiðsla Skipulagsstofnunar vegna auglýsingar á málinu og er hún lögð fram með auglýsingu.

2a. Aðalskipulagsbreyting – greinargerð

2b. Aðalskipulagsbreyting – uppdráttur – tillaga

2c. Aðalskipulagsbreyting – uppdráttur – í gildi

Afgreiðsla Skipulagsstofnunar 

Samkvæmt 41. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsbreytinga og nýrra deiliskipulagsáætlana : 

  1. Haukadalur 4; Stækkun skipulagssvæðis; Deiliskipulagsbreyting – 2304002

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 19. apríl 2023 að auglýsa tillögu deiliskipulagsbreytingar sem tekur til deiliskipulags að Hótel Geysi og þjónustumiðstöðvar á skilgreindu verslunar- og þjónustusvæði að Haukadal 4. Í breytingunni felst að deiliskipulagsreitur stækkar, verður 26 ha í stað 13 ha áður, lóðarmörk einstakra lóða breytast, byggingarreitur Hótels Geysis stækkar og öll herbergi innan deiliskipulagsreits flytjast þangað. Öll smáhýsi verða gerð víkjandi og byggingarreitur hótelbyggingar sunnan þeirra fjarlægður. Samanlagður herbergjafjöldi verður óbreyttur. Byggingarreitur þjónustumiðstöðvar stækkar og íbúðarhús sem þar er verður víkjandi. Bílastæði verða færð og þeim einnig fjölgað, þar sem hluti þeirra verða rafhleðslustæði. Bensínafgreiðsla færist til suðurs. Nýr byggingarreitur fyrir áhaldageymslu kemur syðst á skipulagssvæði á lóð Suðurgafls og aðkoma fyrir rútur breytist og færist en rútum verður áfram lagt á núverandi stæði norðan við smáhýsi.

 Deiliskipulagsbreyting – uppdráttur m.grg.

  1. Eystri-Loftsstaðir 1 L227147 og Eystri-Loftsstaðir 3 L227148; Byggingarreitir; Deiliskipulag – 2304031

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 26. apríl 2023 að auglýsa tillögu deiliskipulags sem tekur til lóða Eystri-Loftsstaða 1 og 3. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir tveimur lóðum og tveimur byggingarreitum á hvorri þeirra. Á þeim verði m.a. heimilt að reisa íbúðarhús, aukahús, hesthús og geymslu/skemmu.

 Deiliskipulag – uppdráttur m.grg.

  1. Ásmúli Ássel L165327; Ás-Sel; Deiliskipulag – 2303058

Sveitarstjórn Ásahrepps samþykkti á fundi sínum þann 19. apríl 2023 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til Ás-Sels L165327 í Ásahreppi. Skipulagið tekur til afmörkunar lóðar auk byggingarreita fyrir íbúðarhús, bílskúr, skemmu/hesthús og tveggja gestahúsa. Innan svæðis er heimilt að byggja upp að hámarki 1.500 m2. Gert er ráð fyrir að núverandi aðkomuvegur víki fyrir nýjum aðkomuvegi.

Deiliskipulag – uppdráttur m.grg.

  1. Skeiðamannafit L179888; Fjallasel; Deiliskipulag – 2205039

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 15. mars 2023 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Skeiðamannafits á Flóa- og Skeiðamannafrétti. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining tveggja byggingarreita, áningarhólfs og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Deiliskipulag – uppdráttur m.grg.

  1. Sultarfit L179883; Fjallasel; Deiliskipulag – 2205038

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 15. mars 2023 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Sultarfits á Flóa- og Skeiðamannaafrétti. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarreits, áningarhólfs og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Deiliskipulag – uppdráttur m.grg.

  1. Hallarmúli L178699; Fjallasel; Deiliskipulag – 2205037

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 15. mars 2023 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Hallarmúla á Flóa- og Skeiðamannaafrétti. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarreits, áningarhólfs og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Deiliskipulag – uppdráttur m.grg.

  1. Klettur L166522; Fjallasel; Deiliskipulag – 2205036

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 15. mars 2023 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Kletts á Flóa- og Skeiðamannaafrétti eftir kynningu. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining tveggja byggingarreita, áningarhólfs og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Deiliskipulag – uppdráttur m.grg.

  1. Setrið fjallasel; Flóa- og Skeiðamannaafréttur; Deiliskipulag – 2202088

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 15. mars 2023 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Setursins á Flóa- og Gnúpverjaafrétti. Markmiðið með gerð þessa deiliskipulags er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarreits og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Deiliskipulag – uppdráttur m.grg.

  1. Tjarnarver fjallasel; Gnúpverjaafréttur; Deiliskipulag – 2202087

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 15. mars 2023 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Tjarnarvers á Gnúpverjaafrétti. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining tveggja byggingarreita, áningarhólfs og tillögu að fyrirhuguðu vatnsbóli. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Deiliskipulag – uppdráttur m.grg.

  1. Bjarnalækjarbotnar fjallasel; Gnúpverjaafréttur; Deiliskipulag – 2202086

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 15. mars 2023 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags  sem tekur til fjallaselsins Bjarnalækjarbotna á Gnúpverjaafrétti. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining tveggja byggingarreita og áningarhólfs. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Deiliskipulag – uppdráttur m.grg.

  1. Gljúfurleit skálasvæði; Gnúpverjaafréttur; Deiliskipulag – 2202085

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 15. mars 2023 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til skálasvæðisins Gljúfurleit á Gnúpverjaafrétti eftir kynningu. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining tveggja byggingarreita, áningarhólfs og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Deiliskipulag – uppdráttur m.grg.

  1. Böðmóðsstaðir 4 L167628; Fimm byggingarreitir A-E; Deiliskipulag – 2304033

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 3. maí 2023 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags vegna bæjartorfunnar að Böðmóðsstöðum 4. Innan deiliskipulagsins er m.a. gert ráð fyrir núverandi húsakosti á jörðinni auk þess sem gert er ráð fyrir byggingarheimildum fyrir geymslu/skemmu, þremur íbúðarhúsum með aukahúsum á lóð, ásamt gróðurhúsi og tengdum byggingum.

Deiliskipulag – uppdráttur m.grg.

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna, www.asahreppur.is   www.blaskogabyggd.is, www.floahreppur.is og www.skeidgnup.is.

Mál 1  innan auglýsingar er skipulagsmál í kynningu frá 11. maí 2023 með athugasemdafrest til og með 1. júní 2023.

Mál 2 – 14 innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 11. maí 2023 með athugasemdafrest til og með 23. júní 2023.

 

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is

 

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU