Skipulagsauglýsing sem birtist 10.júní 2020

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur

 

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 30. og 40. gr. Skipulagslaga nr.123/2010 er kynnt skipulags- og matslýsing eftirfarandi skipulagsáætlunar.

  1. Breyting á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Suðurhlið Langjökuls – Íshellar

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti þann 7.maí 2020 að kynna skipulags- og matslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 og tveggja deiliskipulaga fyrir íshella. Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi felur í sér að skilgreind verða afþreyingar- og ferðamannasvæði á Langjökli. Í nýju deiliskipulagi verður m.a. gerð grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum og settir fram skilmálar um landnotkun og landnýtingu, lóðir, byggingar og vernd náttúru- og menningarminja. Áformað er að gera íshelli í suðurhlið Langjökuls nálægt innstu Jarlhettum annars vegar, og hins vegar neðarlega á Suðurjökli, til að tryggja viðkomustaði fyrir ferðamenn í vélsleðaferðum á jöklinum. Innan skipulagslýsingar er jafnframt lögð fram matslýsing til samráðs um umfang og nákvæmni upplýsinga í umhverfisskýrslu.

Lýsing 

 

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru kynntar tillögur og lýsing eftirfarandi deiliskipulagsáætlana:

  1. Borg í Grímsnesi – Miðsvæði og útivistarsvæði – Deiliskipulag

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti þann 22.apríl 2020 að kynna og leita umsagna vega lýsingar deiliskipulags fyrir miðsvæði og útivistarsvæði að Borg í Grímsnesi. Í skipulaginu felst skilgreining tveggja reita innan þéttbýlismarka Borgar, annarsvegar 3 ha. miðsvæði meðfram Biskupstungnabraut og hins vegar 18 ha útivistarsvæði norðar byggðarinnar.

Lýsing 

  1. Tjarnarhólar – Útivistar og göngusvæði – Deiliskipulag

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti þann 22.apríl 2020 að kynna tillögu deiliskipulags fyrir útvistar og göngusvæði að Tjarnhólum. Innan deiliskipulagsins, sem tekur til um 35 ha svæðis, er gert ráð fyrir uppbyggingu svæðisins í þágu ferðamanna með gerð bílastæða, göngustíga, gerð upplýsingaskilta og byggingu tveggja þjónustuhúsa. Aðkoma að svæðinu er um núverandi gatnamót Vaðness og Snæfoksstaða frá Biskupstungnabraut.

Uppdráttur

  1. Efra-Apavatn 1A L226187, Efra-Apavatn 1 lóð L167652 og L167651 – Lýsing deiliskipulags

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti þann 16.apríl 2020 að kynna lýsingu deiliskipulagsverkefnis fyrir Efra-Apavatn 1A L226187, Efra-Apavatn 1 lóð L167652 og L167651. Deiliskipulagssvæðið tekur til um 8,1 ha svæðis og eru afmarkaðar 11 frístundahúsalóðir, auk einnar lóðar fyrir bátaskýli. Aðkoma að svæðinu er um Laugarvatnsveg (37) og um aðkomuveg að svæðinu.

 Lýsing 

  1. Kringla 4 L227914 – Frístundabyggð – Deiliskipulag

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti þann 3.júní 2020 að auglýsa deiliskipulag frístundasvæðis í landi Kringlu 4. Deiliskipulagið tekur til um 22.6 ha svæðis og er innan hennar gert ráð fyrir 32 nýjum frístundahúsalóðum frá 5.000-8.753 m2 að stærð. Aðkoma að svæðinu er um Sólheimaveg og inn Árveg. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 m.s.br. og hefur skilgreiningu sem frístundasvæði (F52b).

Uppdráttur

  1. Selholt L205326 – Deiliskipulag

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti þann 3.júní 2020 að auglýsa deiliskipulag fyrir Selholt. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining á byggingarreitum fyrir íbúðarhús, reiðhöll og hesthús og vélageymslu.

Uppdráttur

Samkvæmt 41.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum/breytingum:

 

  1. Hestur lóð 90 L168596 – Breyttir skilmálar – Deiliskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti þann 3.júní 2020 að auglýsa deiliskipulagsbreytingu frístundabyggðar í landi Hests. Í breytingunni felst að skilmálum er varðar byggingarefni og hámarks grunnflöt bygginga er breytt. Tekin er út kvöð er varðar skilmála um að hús skuli vera úr timbri eða öðru léttu byggingarefni. Gerð byggingarefnis húsa er því gefin frjáls en kvaðir um litaval eru óbreytt. Skilmálar er varða að hámarks grunnflötur húsa breytist úr 150 m2 í 200 m2. Skilmálar deiliskipulags breytast ekki að öðru leiti.

Skilmálabreyting 

  1. Gámasvæði Seyðishólar – Stækkun svæðis og tilfærsla aðkomu – Deiliskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti þann 6.maí 2020 að auglýsa deiliskipulagsbreytingu vegna gámasvæðis við Seyðishóla. Svæðið er staðsett við Búrfellsveg (351) rétt norðan við Biskupstungnabraut. Í breytingunni felst m.a. stækkun skipulagssvæðis, skilgreining lóðarmar, breyting byggingarreita auk tilfærslu á aðkomu inn á svæðið.

Uppdráttur 

  1. Heiðarbraut 22 – Breytt stærð byggingarreits fyrir aukahús – Deiliskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti þann 20.maí 2020 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Minnibæjar í Grímsnesi nr.7301 frá 2006. Í breytingunni felst að skilmálum er varðar hámarks byggingarmagn úthúsa er breytt úr 25 m2 í 40 m2 auk þess sem hámarks nýtingarhlutfall lóðar er skilgreint 0,03. Skilmálar deiliskipulags breytast ekki að öðru leiti

Deiliskipulag 2006

Skilmálabreyting 2007 

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni http://www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna:  https://www.blaskogabyggd.is og https://www.gogg.is

Skipulagstillögur og lýsingar nr. 1-6 eru í kynningu með athugasemdafrest frá 10.júní til og með 1.júlí 2020. Athugasemdir og ábendingar skulu berast eigi síðar en 1.júlí 2020.

Skipulagstillögur nr. 7-9 eru auglýstar með athugasemdafrest frá 10. júní til og með 23. júlí 2020. Athugasemdir og ábendingar skulu berast eigi síðar en 23.júlí 2020.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið vigfus@utu.is

 

Vigfús Þór Hróbjartsson

Skipulagsfulltrúi UTU