Skipulagsauglýsing sem birtist 19. apríl 2023

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur 

 

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar skipulagslýsingar eftirfarandi aðalskipulagsbreytinga: 

  1. Aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032; Íbúðarsvæði ÍB2 og Miðsvæði M1; Borg í Grímsnesi; Breyttir skilmálar; Aðalskipulagsbreyting – 2303045

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. apríl 2023 að kynna lýsingu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytinga á íbúðarsvæði ÍB2 og Miðsvæðis M1. Gerð verður breyting á uppdrætti og greinargerð. Íbúðabyggð ÍB2 mun minnka að vestan en teygja sig lengra til norðurs. Skilmálar verða endurskoðaðir hvað varðar heildarfjölda íbúða og nýtingahlutfall lóða. Miðsvæði M1 mun teygja sig lengra til vesturs meðfram Biskupstungnabraut. Aðliggjandi landnotkunarreitir taka breytingum til samræmis breyttri afmörkun ÍB2 og M1.

Skipulagslýsing

  1. Minni-Borg golfvöllur ÍÞ5 og Landbúnaðarsvæði L3; Breytt landnotkun, nýtt íþróttasvæði og verslunar- og þjónustusvæði við Borg; Aðalskipulagsbreyting – 2303019

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. apríl 2023 að kynna lýsingu aðalskipulagsbreytingar vegna breyttrar landnotkunar innan aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 sunnan þjóðvegar við Borg. Fyrirhugað er að gera ráð fyrir níu holu golfvelli, ásamt golfskála, veitingasölu og aðstöðu til gistingar. Í breytingunni fellst að svæði fyrir verslun og þjónustu verður skilgreint þar sem nú er íþróttasvæði ÍÞ5. Aðliggjandi svæði er skilgreint sem landbúnaðarland L3 þar sem fyrirhugað er að byggja upp íbúðarlóðir. Syðst á því svæði er fyrirhugað að rísi hesthús ásamt reiðskemmu. Breyta þarf aðalskipulagi á þann hátt að nýtt íþróttasvæði fyrir hestaíþróttir verður skilgreint á því svæði.

Skipulagslýsing

  1. Árnes; Þéttbýli; Landnotkunarflokkar; Aðalskipulagsbreyting – 2303052

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. apríl 2023 að  kynna lýsingu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029 vegna þéttbýlisins í Árnesi. Markmiðið með breytingunni er að svara eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði í Árnesi.

Skipulagslýsing

Samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing eftirfarandi deiliskipulagsáætlunar: 

  1. Stóra-Borg lóð 16 L218060; Íbúðarsvæði með rúmum byggingarheimildum; Deiliskipulag – 2302027.

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 1. mars 2023 að kynna skipulagslýsingu fyrir gerð nýs deiliskipulags fyrir landbúnaðarsvæði í landi Stóru-Borgar lóð 16 L218060, sem staðsett er rétt norðvestan við þéttbýlið Borg í Grímsnesi. Heildarstærð lóðar skv. fasteignaskrá er 54,9 ha. Aðkoma að skipulagssvæðinu er af Biskupstungnabraut nr. 35, um Borgarbraut og nýjan veg af henni. Með deiliskipulagi verða afmarkaðar íbúðarlóðir á bilinu 1 – 1,5 ha að stærð með rúmum byggingarheimildum þar sem heimilt verður að stunda léttan hreinlegan iðnað, skógrækt og húsdýrahald. Áhersla er lögð á góðar göngutengingar innan svæðisins og að helstu þjónustu sem þéttbýlið á Borg hefur upp á að bjóða.

 Skipulagslýsing

Samkvæmt 41. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsbreytinga og nýrra deiliskipulagsáætlana : 

  1. Þóroddsstaðir; Langirimi-frístundabyggð; Skilmálabreyting; Deiliskipulagsbreyting – 2302025

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 1. mars 2023 að auglýsa tillögu deiliskipulagsbreytingar sem tekur til frístundasvæðis Langarima í landi Þóroddsstaða. Í breytingunni felst breyting á skilmálum deiliskipulags með þeim hætti að heimilt verði að vera með rekstrarleyfisskylda gistingu í flokki I og II skv. reglugerð nr. 1277/2016.

 Skilmálabreyting

  1. Kringla 2; Árvegur 1-12; Hnitsetning og uppfærsla skilmála; Endurskoðun deiliskipulags – 2303027

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. apríl 2023 að auglýsa tillögu deiliskipulags sem tekur til Árvegar 1-12 í landi Kringlu 2. Í tillögunni felst m.a. að á lóðunum sem eru landbúnaðarlóðir er heimilt að reisa íbúðarhús og aukahús s.s. gestahús, gróðurhús, hesthús og/eða geymslu/skemmu. Við gildistöku viðkomandi deiliskipulags fellur eldra skipulag úr gildi.

 Deiliskipulag

  1. Hálendismiðstöð í Kerlingarfjöllum; Neðri-Hveradalir reitur 10; Bílastæði og þjónustuhús; Endurskoðað deiliskipulag – 2302035

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 2. mars 2023 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til  deiliskipulags fyrir Neðri-Hveradali í Kerlingarfjöllum. Í deiliskipulaginu felst skilgreining á byggingarheimildum fyrir þjónustuhús og bílastæði við Neðri-Hveradali. Ákveðið var að vinna nýtt deiliskipulag í stað þess að vinna breytingu á gildandi skipulagi svæðisins. Það felur í sér að við gildistöku nýs deiliskipulags fyrir reit 10, þá verður sama svæði fellt úr gildi í deiliskipulagi frá 2014 með óverulegri breytingu sem tekur gildi samhliða framlagðri deiliskipulagstillögu. Samkvæmt tillögunni verður heimilt að byggja allt að 20 m2 þjónustuhús með salernum. Heimilt er að vera með palla umhverfis húsið og aðstöðu fyrir gesti til að setjast niður, njóta útsýnis og borða nesti. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi bílastæða geti verið allt að 84.

 Greinargerð

  1. Brjánsstaðir land 1 L200776; Smámýrarvegur og Heiðarbraut; Nýtt deiliskipulag og deiliskipulagsbreyting – 2301047

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. apríl 2023 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til frístundasvæðis að Smámýrarvegi í landi Brjánsstaða L200776. Í gildi er deiliskipulag sem tekur til Smámýrarvegar og Heiðarbrautar. Með samþykkt þessa deiliskipulags er gert ráð fyrir að afmörkun sem nær yfir Smámýrarveg verði felld út úr núgildandi deiliskipulagi svæðisins. Deiliskipulagstillagan nær yfir um 18 ha lands. Á svæðinu er gert ráð fyrir 25 lóðum að stærðinni 4.530 fm – 14.490 fm og eru þrjár lóðir innan svæðisins þegar byggðar. Auk frístundahúss verði heimilt að hafa aukahús/gestahús og hverri lóð og teljast þær byggingar með í heildarbyggingarmagni lóðar. Hámarksnýtingarhlutfall lóða er 0,03. 

 Deiliskipulag

  1. Ásbrekka L166535; Byggingareitir og afmörkun skógræktar; Deiliskipulag – 2301045

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 15. febrúar að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til jarðarinnar Ásbrekku. Á jörðinni er m.a. stunduð skógrækt. Innan deiliskipulagsins eru skilgreindir fjórir byggingarreitir þar sem m.a. er gert ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúsa, gestahúsa og útihúsa.

Deiliskipulag

  1. Grandi L166643; Votadæl 1, 3 og 5; Fjölgun lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2211025

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. apríl 2023 að auglýsa tillögu deiliskipulagsbreytingar lóðar Granda L166643 (Votadæl) úr jörð Sandlækjar. Í breytingunni felst fjölgun lóða og byggingarreita innan svæðisins. Eftir breytingu er gert ráð fyrir 3 lóðum á svæðinu þar sem heimilt verði að reisa allt að 3 hús á hverri lóð innan nýtingarhlutfalls 0,03. Heimilt er að byggja íbúðarhús m/bílskúr, gestahús og skemmu/geymslu í samræmi við nýtingarhlutfall

Deiliskipulag

  1. Minni-Ólafsvellir L166482; Byggingarheimildir; Deiliskipulag – 2302014

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. apríl 2023 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til Minni-Ólafsvalla. Í tillögunni felst skilgreining á byggingarreitum umhverfis núverandi hús auk þess sem gert er ráð fyrir uppbyggingu hesthúss og 3 gestahúsa.

Deiliskipulag

  1. Álfsstaðir II L215788; Nýbyggingar; Deiliskipulag – 1806055

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. apríl 2023 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til Álfsstaða II L215788. Í deiliskipulaginu felst heimild til uppbyggingar á íbúðarhúsi, gestahúsa, reiðhallar/hesthúss og skemmu á fjórum byggingarreitum.

 Deiliskipulag

Samkvæmt 32. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst niðurstaða sveitarstjórnar vegna eftirfarandi aðalskipulagsbreytinga. 

  1. Aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032; Skilmálabreyting fyrir landbúnaðarland; Íbúðarhúsalóðir; Aðalskipulagsbreyting – 2303037

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. apríl 2023 tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Í breytingunni felst að veittar eru rýmri heimildir vegna stærða íbúðarhúsalóða innan landbúnaðarlands.

Aðalskipulag

  1. Aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032; Skilmálabreyting fyrir skógræktar- og landgræðslusvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2303036

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. apríl 2023 tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Í breytingunni felst ítarlegri skilgreining á heimildum er varðar skógrækt innan aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps með það að markmiði að veita betri yfirsýn og stjórn á skógræktarverkefnum innan sveitarfélagsins. 

Aðalskipulag

  1. Bjarnastaðir frístundabyggð F76; Færsla landnotkunarreits; Aðalskipulagsbreyting – 2303026

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. apríl 2023 tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Í breytingunni felst að staðsetning skilgreinds frístundasvæðis F76 er færð til fyrra horfs líkt og svæðið var skilgreint í aðalskipulagi sveitarfélagsins 2008-2020.

 Aðalskipulag

  1. Borg í Grímsnesi; Færsla á svæði hreinsivirkis (I14 og I15) og breytt stærð; Óveruleg aðalskipulagsbreyting – 2302036

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 1. mars 2023 tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Í breytingunni felst tilfærsla á skilgreindum iðnaðarsvæðum I14 og I15 þar sem gert er ráð fyrir fráveitumannvirkjum.

Aðalskipulag

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna, www.gogg.is, www.fludir.is og www.skeidgnup.is.

Mál 1-4 innan auglýsingar eru skipulagsmál í kynningu frá 19. apríl 2023 með athugasemdafrest til og með 12. maí 2023.

Mál 5-12 innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 19. apríl 2023 með athugasemdafrest til og með 1. júní 2023.

Mál 13-16 er tilkynning um niðurstöðu sveitarstjórnar vegna óverulegra aðalskipulagsbreytinga.

 

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is

 

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU