09 jan Skipulagsauglýsing birt 9. janúar 2025
AUGLÝSINGAR UM SKIPULAGSMÁL
Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur og Hrunamannahreppur
Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga aðalskipulagsbreytingar eftirfarandi skipulagsáætlunar:
- Efra-Sel golfvöllur; Breyttur byggingarreitur og hótel; Aðalskipulagsbreyting – 2404066
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkir á fundi sínum 5. desember að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til svæðis VÞ5, Efra-Sels golfvallar. Í breytingunni felst heimild fyrir fjölgun herbergja hótels/gistiheimilis á reitnum. Innan gildandi aðalskipulags Hrunamannahrepps er gert ráð fyrir allt að 80 gistirúmum á allt að 5 ha svæði. Eftir breytingu verður gert ráð fyrir allt að 170 gistirúmum á allt að 5 ha svæði.
Samkvæmt 41. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana og deiliskipulagsbreytingar:
- Sauðholt 2 lóð L220917, Sauðholt 2B L231134; Sameining lóða; Deiliskipulag – 2411032
Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundi sínum 18. desember að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til lóðar Sauðholts 2 og Sauðholts 2B. Í gildi er deiliskipulag sem tekur til lands Sauðholts 2 lóð L220917. Við gildistöku tillögunnar fellur núverandi skipulag svæðisins úr gildi. Í breytingunni felst sameining þessara tveggja lóða í eina auk skilgreiningar á byggingarreitum og byggingarheimildum.
- Birtingaholt 1; Birtingaholt 1D og 1D land; Deiliskipulag – 2411070
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum 19. desember deiliskipulag til auglýsingar sem tekur til lands úr jörð Birtingarholts 1. Í tillögunni felst skilgreining lands og lóðar þar sem gert er ráð fyrir grænmetisræktun auk uppbyggingar á allt að 500 m2 aðstöðuhúsi og allt að 165 m2 íbúðarhúsi. Innan byggingarreits aðstöðuhúss er einnig gert ráð fyrir aðstöðuplani og bílastæðum.
- Heiðargerði 9-18; Athafnasvæði; Deiliskipulag – 2412025
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum 17. desember deiliskipulag til auglýsingar sem tekur til athafnasvæðis AT1 við Heiðargerði. Innan deiliskipulagsins eru afmarkaðar 10 lóðir sem ætlaðar eru til uppbyggingar hreinlegrar atvinnustarfsemi. Auk þess er gert ráð fyrir geymslu- og gámasvæði.
- Efra-Sel golfvöllur; Breyting á verslunar- og þjónustusvæði; Deiliskipulagsbreyting – 2412015
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum 19. desember breytingu á deiliskipulagi til auglýsingar sem tekur til Efra-Sels golfvallar L203094. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir gistingu í 10 gestahúsum á reit A og allt að 30 herbergja gistiálmu á byggingarreit B eða samtals 80 gestum. Í breytingunni felst að öll gisting er færð í eina byggingu neðan við núverandi golfskála sem gert er ráð fyrir að rúmi allt að 170 gesti. Breytt lega hótels kallar á breytingu á aðkomuvegi og bílastæðum. Fjölgun hótelherbergja kallar á breytingu á aðalskipulagi og sú breyting er í ferli samhliða breytingu á deiliskipulagi.
- Þjóðgarðurinn á Þingvöllum; Frá Haki að Leirum; Deiliskipulag – 1904036
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 18. nóvember 2024 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags ásamt óverulegri breytingu á núverandi deiliskipulagi sem tekur til Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Deiliskipulagið felur í sér að skilgreina fyrirkomulag vega, bílastæða, útivistar- og almenningssvæða, göngustíga og gangstétta ásamt mögulegri uppbyggingu svæðisins til framtíðar. Þá verður gerð grein fyrir lóðarmörkum, byggingarreitum, nýtingarhlutfalli og öðrum þeim ákvæðum sem ástæða er til að skilgreina í deiliskipulagi. Helstu markmið skipulagsins er að tryggja vernd einstakrar náttúru og menningarminja Þingvalla og bæta aðgengi að og um vesturhluta þjóðgarðsins og auka þjónustu við gesti hans. Samhliða vinnu við deiliskipulag er gerð breyting á gildandi deiliskipulagi sem felst í því að sá hluti deiliskipulagsins sem nær til svæðis austan við Þingvallaveg ásamt svæði sem nær til bílastæða á bökkum Hrútagilslækjar vestan Þingvallavegar er felldur úr gildi auk deiliskipulags sem tekur til Valhallar- og þingplans. Niðurfelling þessara hluta skipulagsáætlana svæðisins er gerð samhliða samþykkt þessa deiliskipulags en þeir skilmálar sem við eiga eru nýttir innan nýs deiliskipulags. Skipulagstillagan er lögð fram í formi greinargerðar og yfirlitsuppdráttar auk þess sem lagðir eru fram þrír deiliskipulagsuppdrættir af hverju svæði fyrir sig sem skiptast í suðurhluta, miðhluta og norðurhluta.
Deiliskipulagstillagan var auglýst þann 28. nóvember 2024 með athugasemdafrest til 10. janúar 2025. Með auglýsingu þessari er gefinn aukinn frestur til að koma á framfæri umsögnum og athugasemdum eða til 24. janúar 2025.
Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Hverabraut 6, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna www.asahreppur.is , www.blaskogabyggd.is , www.floahreppur.is , www.fludir.is.
Mál 1 – 5 innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 9. janúar 2025 með athugasemdarfresti til og með 21. febrúar 2025.
Mál 6 er þegar í auglýsingu en með auglýsingu þessari er gefinn er aukinn athugasemdafrestur til og með 24. janúar 2025.
Athugasemdum og ábendingum skal skila inn á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is undir viðeigandi máli. Einnig má koma á framfæri athugasemdum og ábendingum skriflega á skrifstofu UTU Hverabraut 6, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is.
Fyrirspurnir má senda á netfang UTU skipulag@utu.is.
Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi Umhverfis- og Tæknisviðs Uppsveita