19 des Skipulagsauglýsing birt 19. desember 2024
AUGLÝSINGAR UM SKIPULAGSMÁL
Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur
Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur aðalskipulagsbreytinga og skipulagslýsinga eftirfarandi skipulagsáætlana:
1. Bergsstaðir lóð 2 L200941; Úr sumarhúsalóð í verslunar- og þjónustulóð; Aðalskipulagsbreyting – 2412011
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir á fundi sínum 11. desember skipulagslýsingu til kynningar sem tekur til Bergsstaða lóð 2 L200941 sem er hluti af frístundabyggðinni Bergsstaðir (F84). Með breytingunni er lóðinni breytt í verslunar- og þjónustusvæði þar sem landeigendur áforma að bjóða upp á gistiþjónustu. Heildarstærð frístundabyggðarinnar (F84) er 55 ha sem minnkar sem nemur lóðarstærðinni og lóðin skilgreind sem nýtt verslunar- og þjónustusvæði. Skipulagssvæðið/lóðin er skráð 12.400 m2 og á henni stendur 65 m2 sumarhús.
2. Minna-Mosfell L168262; Breytt landnotkun; Náma; Aðalskipulagsbreyting – 2410017
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir á fundi sínum 11. desember tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps er varðar svæði innan lands Minna-Mosfells L168262. Með breytingunni er efnistökusvæði innan lands Minna-Mosfells skilgreint.
3. Aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps; Skilmálabreyting; Skógrækt og frístundabyggð; Aðalskipulagsbreyting – 2408047
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir á fundi sínum 11. desember tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps. Í breytingunni felst nánari skilgreining á heimildum er varðar skógrækt í sveitarfélaginu auk þess sem skilmálum er varðar nýtingarhlutfall og uppbyggingu á frístundasvæðum er breytt. Markmið breytingarinnar er varðar skógrækt er að gera ítarlegri skilmála og kröfur til umsókna vegna skógræktaráforma til að hafa bæði betri yfirsýn og stjórn á skógrækt, sem og skapa betra verkfæri til að takast á við og halda utan um skógræktaráform innan sveitarfélagsins til framtíðar. Breyting sem tekur til almennra skilmála er varðar hámarksnýtingarhlutfall innan frístundasvæða eru til þess fallnar að rýmka nýtingarhlutfallsheimildir frístundasvæða þar sem aðstæður leyfa.
4. Böðmóðsstaðir; Bjarkarhöfði L167731; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting – 2405092
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir á fundi sínum 11. desember tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Bláskógabyggðar er varðar land Bjarkarhöfða. Í breytingunni felst að frístundasvæði breytist í landbúnaðarsvæði í takt við skráningu landsins í lögbýlaskrá.
Samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga eftirfarandi deiliskipulagsáætlunar:
5. Minna-Mosfell L168262; Efnistökusvæði og landbúnaðarlóðir; Deiliskipulag – 2412016
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir á fundi sínum 11. desember tillögu nýs deiliskipulags til kynningar sem tekur til svæðis innan lands Minna-Mosfells L168262 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í deiliskipulaginu felst skilgreining heimilda fyrir uppbyggingu á tveimur landbúnaðarlóðum auk þess efnistökusvæði er skilgreint í samræmi við breytingu á aðalskipulagi sem er í ferli.
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga eftirfarandi deiliskipulagsáætlunar:
6. Brúnavegur 4 L168343 í landi Ásgarðs; Gisting flokkur I og II; Deiliskipulagsbreyting – 2412006
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir á fundi sínum 11. desember að auglýsa breytingu á skilmálum deiliskipulags sem tekur til frístundabyggðar í landi Ásgarðs. Í breytingunni felst að heimilt verði að stunda rekstrarleyfisskylda útleigu í flokki II innan svæðisins.
Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórnar vegna eftirfarandi mála:
7. Álftavík L169078 og Miðengi lóð 17a L199066; Breytt landnotkun til fyrra horfs; Aðalskipulagsbreyting – 2412012
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir á fundi sínum 11. desember viðkomandi breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Við endurskoðun aðalskipulags árið 2022 voru lóðirnar Álftavík L169078 og Miðengi lóð 17a L199066 ranglega felldar inn í frístundabyggðina Öndverðarnes 2 – Selvík (F30). Með aðalskipulagsbreytingu þessari er landnotkun lóðanna breytt til fyrra horfs í samræmi við deiliskipulag. Lóð 19 er tekin með í breytingunni þar sem lóðin er ekki með skilgreindan byggingarreit enda telst hún óbyggileg vegna nálægðar við Álftavatn og Þingvallarveg. Niðurstaða sveitarstjórnar tilkynnist hér með.
8. Reykjalundur L168273; Frístundabyggð í landbúnaðarsvæði; Óveruleg breyting á aðalskipulagi – 2411080
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir á fundi sínum 11. desember viðkomandi breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem tekur til lands Reykjalundar L168273. Í breytingunni felst breytt skilgreining fláka sem tekur til frístundasvæðis F87. Niðurstaða sveitarstjórnar tilkynnist hér með.
Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Hverabraut 6, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna www.blaskogabyggd.is og www.gogg.is.
Mál 1 – 5 innan auglýsingar eru mál í kynningu frá 19.12.2024 með athugasemdafresti til og með 10.1.2025.
Mál 6 innan auglýsingar er mál í auglýsingu frá 19.12.2024 með athugasemdafrest til og með 31.1.2025.
Mál 7 – 8 er tilkynning um niðurstöðu sveitarstjórnar vegna óverulegrar aðalskipulagsbreytingar.
Athugasemdum og ábendingum skal skila inn á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is undir viðeigandi máli. Einnig má koma á framfæri athugasemdum og ábendingum skriflega á skrifstofu UTU Hverabraut 6, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is.
Fyrirspurnir má senda á netfang UTU skipulag@utu.is.
Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi Umhverfis- og Tæknisviðs Uppsveita