Skipulagsauglýsing birt 13. mars 2025

AUGLÝSINGAR UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur

 

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt skipulagslýsing vegna eftirfarandi  aðalskipulagsbreytingar:

1. Hvammsvirkjun; Efnistökusvæði E26, aukin heimild; Aðalskipulagsbreyting – 2501068

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. mars 2025, skipulagslýsingu til kynningar sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps er varðar auknar heimildir fyrir efnistöku úr námu E26 á aðal- og deiliskipulagsáætlana. Samkvæmt núverandi stefnumörkun er gert ráð fyrir allt að 500.000 m3 efnistöku sem verður 950.000 m3 eftir breytingu. Efnið verður fengið innan framkvæmdasvæðis Hvammsvirkjunar sem styttir efnisflutninga verulega og minni akstur eykur umferðaröryggi. Efnið verður jafnframt tekið af svæði sem búið er að heimila að raska með því að sökkva því undir inntakslón Hvammsvirkjunar. Efnistökusvæðin verða því lítt sýnileg að framkvæmdum loknum svo engin breyting verður á ásýndaráhrifum frá því sem búið er að heimila. Framkvæmdaraðili telur ólíklegt að finna aðra valkosti í nágrenninu sem bjóða upp á sama efnismagn með minni umhverfisáhrif. Aðgengi að efnistökusvæðunum er gott og eru skipulagðir vegir eða vinnuvegir að þeim. Efnistökusvæðin munu leggjast af eftir að Hvammslón verður tekið í notkun. Samhliða eru mörk á milli sveitarfélaga samræmd.

SKIPULAGSLÝSING

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga aðalskipulagsbreytingar eftirfarandi skipulagsáætlunar:

2. Stórholt 2 L236857; Landbúnaðarsvæði í verslun og þjónustu; Aðalskipulagsbreyting – 2406093

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 5. febrúar 2025, að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Stórholts 2 L236857. Í breytingunni felst skilgreining á verslunar- og þjónustusvæði. Skipulagssvæðið er um 3,48 ha.

GREINARGERÐ

Samkvæmt 41. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana og deiliskipulagsbreytinga:

3. Réttarholt L166586 Árnesi; Stækkun skólalóðar og byggingarreits og afmörkun fyrir rofahús; Deiliskipulagsbreyting – 2502070

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. mars 2025, að auglýsa breytingu deiliskipulags sem tekur til Réttarholts L166586. Í breytingunni felst stækkun lóðar og byggingarreits umhverfis skóla og íþróttahús. Jafnframt er skilgreind lóð fyrir rofahús rafveitu sunnan skólalóðar.

UPPDRÁTTUR

4. Hraunbraut 1 L213339 og Skólabraut 8 L194470; Breytt skilgreining, stækkun lóðar og aukið byggingarmagn; Deiliskipulagsbreyting – 2502069

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. mars 2025, að auglýsa breytingu deiliskipulags sem tekur til Hraunbrautar 1 og Skólabrautar 8 innan þéttbýlisins að Borg. Í breytingunni felst stækkun lóðar og byggingarreits umhverfis Skólabraut 8 og að lóð Hraunbrautar 1 er breytt úr lóð fyrir einbýlishús í lóð fyrir raðhús.

UPPDRÁTTUR

5. Laugarvatn L167638; Traustatún og Guststún; Deiliskipulagsbreyting – 2502062

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 5. mars 2025, að auglýsa breytingu á deiliskipulagi sem tekur til þéttbýlisins að Laugarvatni, nánar tiltekið lóðir við Traustatún, Herutún, Fáfnistún og Guststún. Komið hefur í ljós að vegna jarðvegsaðstæðna á hluta svæðisins þá eru lóðir ekki byggingarhæfar. Lóðir við Guststún og Fáfnistún eru því felldar út og gerð breyting á nokkrum lóðum við Traustatún og Herutún til að nýta landið undir byggingar, eftir því sem hægt er. Lóð við Garðstún 2 er stækkuð lítillega. Stærð skipulagssvæðis er 3,1 ha.

UPPDRÁTTUR

GREINARGERÐ

6. Kerið 1 L172724; Skilmálabreytingar, lóðabreytingar og breytt byggingarmagn; Deiliskipulagsbreyting – 2502055

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. mars 2025, að auglýsa breytingu á deiliskipulagi sem tekur til Kersins 1 L172724. Í breytingunni felst að lóð nr. 2 er felld niður og stærð og staðsetning lóða nr. 1 og 3 breytist. Einnig breytist og stækkar byggingarreitur á lóð nr. 1. Byggingamagn á lóð nr. 1 eykst um 250 m2, úr 1.000 m2 í 1.250 m2. Hámarkshæð byggingar hækkar úr 6 m í 8,5 m. Jafnframt er lögð fram tillaga um að lóðirnar innan deiliskipulagsins fái staðföngin Kervegur 2 og Kervegur 4.

UPPDRÁTTUR

7. Vorhús L233199; Skilgreining lands, íbúðarhús, skemma og gestahús; Lögbýli; Deiliskipulag – 2502050

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. mars 2025, nýtt deiliskipulag til auglýsingar. Deiliskipulagið tekur til jarðarinnar Vorhús L233199 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Jörðin er 2,8 ha að stærð og á svæðinu eru engin mannvirki. Í deiliskipulaginu felst að heimilt verði að reisa þar íbúðarhús, skemmu/geymslu og gestahús. Í deiliskipulaginu eru skilgreindir byggingarreitir og byggingarheimildir innan þeirra.

 UPPDRÁTTUR

8. Stórholt 2 L236857; Verslun- og þjónusta; Deiliskipulag – 2412026

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 11. desember 2024, nýtt deiliskipulag til auglýsingar sem tekur til Stórholts 2 L236857.  Í deiliskipulaginu felst heimild fyrir uppbyggingu á verslunar- og þjónustutengdri starfsemi innan reitsins í formi gistingar. Hámarks byggingarmagn innan reitsins er skilgreint allt að 1200 fm í formi allt að 500 fm gistihúss og allt að 14 stakstæðra gistihúsa. Samhliða er auglýst tillaga aðalskipulagsbreytingar þar sem skilgreint er verslunar- og þjónustusvæði.

 UPPDRÁTTUR

Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórnar vegna eftirfarandi máls:

9. Vaðholt 2 L219744; Skilgreining landsvæðis; Aðalskipulagsbreyting – 2502068

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. mars 2025, að auglýsa óverulega breytingu á aðalskipulagi sem tekur til misræmis á milli skilmála gildandi deiliskipulags fyrir Vaðholt 2 L219744 og skilgreindrar landnotkunar samkvæmt. aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps. Samkvæmt breytingu á deiliskipulagi sem gerð var 2014 er gert ráð fyrir að lóðin sé landbúnaðarlóð þar sem ráðgert er að heimilt verði að stofna lögbýli. Samhliða var unnin óveruleg breyting á aðalskipulagi þar sem viðkomandi svæði var breytt úr frístundasvæði í landbúnaðarland. Við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins lenti lóðin aftur innan frístundasvæðis þrátt fyrir viðkomandi breytingar og gildandi deiliskipulag.

 UPPDRÁTTUR

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Hverabraut 6, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is  og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna, www.blaskogabyggd.is, www.gogg.is og www.skeidgnup.is.

Mál 1 innan auglýsingar er skipulagsmál í kynningu frá 13. mars 2025 með athugasemdarfresti til og með 4. apríl 2025.

Mál 2 – 8 innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 13. mars 2025 með athugasemdarfresti til og með 25. apríl 2025.

Mál 9 er tilkynning um niðurstöðu sveitarstjórnar er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi.

Athugasemdum og ábendingum skal skila inn á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is undir viðeigandi máli. Einnig má koma á framfæri athugasemdum og ábendingum skriflega á skrifstofu UTU Hverabraut 6, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is.

Fyrirspurnir má senda á netfang UTU skipulag@utu.is.

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi Umhverfis- og Tæknisviðs Uppsveita