10 okt Skipulagsauglýsing birt 10. október 2024
AUGLÝSINGAR UM SKIPULAGSMÁL
Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur og Hrunamannahreppur
Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt skipulagslýsing eftirfarandi skipulagsáætlunar:
1. Böðmóðsstaðir; Bjarkarhöfði L167731; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting – 2405092
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 2. október 2024 að kynna skipulagslýsingu sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Bláskógabyggðar í landi Bjarkarhöfða úr landi Böðmóðsstaða. Í breytingunni felst að frístundasvæði breytist í landbúnaðarsvæði í takt við skráningu landsins skv. lögbýlaskrá.
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana:
2. Útey 2 L167648; Skilgreining svæða í frístundabyggð; Deiliskipulag – 2409046
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 2. október 2024 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til frístundasvæða F110, F111, F112 og F113 innan jarðar Úteyjar 2. Innan deiliskipulagsins eru skilgreind 4 mismunandi svæði. Lyngheiði þar sem skilgreindar eru 5 lóðir. Brúsaholt þar sem skilgreindar eru 6 lóðir. Bleiksholt þar sem skilgreindar eru 8 lóðir og Tjarnholt þar sem skilgreindar eru 12 lóðir. Allar lóðir innan skipulagsins eru skilgreindar 7.500 fm og miðast byggingarmagn innan þeirra við hámarksnýtingarhlutfall 0,03 og innan þess má byggja frístundahús, 40 fm gestahús og 15 fm skemmu.
3. Hæðarendi lóð L168825; Athafnasvæði; Deiliskipulag – 2409031
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 2. október 2024 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til iðnaðarsvæðis I11 í landi Hæðarenda í Grímsnes- og Grafningshreppi. Á svæðinu fer fram vinnsla á kolsýru/koltvísýringi úr vatni sem dælt er upp úr borholum í nágrenninu. Innan skipulagsins eru skilgreindar heimildir sem taka til uppbyggingar iðnaðarhúss til kolsýruvinnslu allt að 300 m² að stærð auk millilofts yfir hluta. Auk þess verði heimilt að viðhalda og stækka núverandi vinnsluhús um allt að 100 m². Mænishæð þessara húsa skal ekki yfirstíga 7.5 m frá gólfplötu. Heimilt verði að byggja aðstöðuhús fyrir starfsfólk og skrifstofu allt að 70 m². Mænishæð mest 6.0 m. Heimilt verði að reisa tanka, allt að 8 metra háa til geymslu á afurðum stöðvarinnar.
4. Villingavatn bátaskýli L237203; Bátaskýli; Deiliskipulag – 2408067
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 2. október 2024 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til skilgreiningar á byggingarheimildum fyrir geymsluhúsnæði/skemmu á lóð Villingavatns bátaskýli L237203.
5. Hrafnkelsstaðir 3 L166764; Skilgreining lóðar og byggingarreits; Deiliskipulag – 2409030
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 3. október 2024 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem nær yfir hluta af landi Hrafnkelsstaða 3 L166764. Vinna við gerð merkjalýsingar þar sem viðkomandi skika verður skipt úr landi Hrafnkelsstaða 3 stendur yfir samhliða vinnslu deiliskipulags. Skipulagsmörkin ná yfir hluta af því svæði sem fær nýtt landnúmer og staðföng auk Hrafnkelsstaða 3 lóð L190288. Engin mannvirki eru til staðar innan skipulagsmarka en gert er ráð fyrir byggingarreit á einni nýrri íbúðarlóð. Áfram er gert ráð fyrir að landið sé flokkað sem landbúnaðarland.
Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Hverabraut 6, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna www.blaskogabyggd.is, www.gogg.is og www.fludir.is
Mál 1 innan auglýsingar er skipulagsmál í kynningu frá 10. október 2024 með athugasemdafresti til og með 1. nóvember 2024.
Mál 2 – 5 innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 10. október 2024 með athugasemdafresti til og með 22. nóvember 2024.
Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Hverabraut 6, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is. Bendum jafnframt á að málin eru aðgengileg á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/.
Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU