19 jún Framkvæmdaleyfi vegna endurbóta á Þingvallavegi
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 15. júní 2018 umsóknir Vegagerðarinnar, dags. 26. febrúar 2018, um framkvæmdaleyfi vegna endurbóta á Þingvallavegi og efnistöku í þágu sömu framkvæmdar. Leyfin voru veitt með vísan í 13. grein skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 6. og 7. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Nánar tiltekið lýtur fyrirhuguð framkvæmd að endurbótum á Þingvallavegi (36-04) á um 9 km löngum vegkafla milli þjónustumiðstöðvar Þingvalla og syðri vegamóta Þingvallavegar við Vallarveg (361). Ráðgerð efnistaka úr Svartagili vegna endurbóta nemur alls um 30.000 m3. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. ágúst 2019. Fyrir liggja ákvarðanir Skipulagsstofnunar um að umsóttar framkvæmdir skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000.
Vakin er athygli á því að ákvörðun sveitarstjórnar um veitingu framkvæmdaleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík, sbr. 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu þessarar auglýsingar um leyfið, sbr. 2. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.