Auglýsing vegna skipulagsmála í Ásahreppi

Fundarboð vegna opins íbúafundar þann 3. október 2024 kl. 19:00 að Laugalandi.

Á fundi hreppsnefndar Ásahrepps þann 26. júní 2024 var samþykkt að kynna skipulagslýsingu sem tekur til breytinga á aðalskipulagi og nýju deiliskipulagi fyrir Ásmúlasel, Ásmúla 1B og Ásmúla 1C í Ásahreppi. Landeigandi fyrirhugar að byggja upp ferðaþjónustu á svæðinu þar sem boðið er upp á fjölbreytt gistirými, veitingaþjónustu og baðtengda afþreyingu. Innan lýsingar kemur fram að stefnt sé að uppbyggingu á um 220 herbergja hóteli, allt að 165 stakstæðum  smáhýsum og allt að 55 starfsmannaíbúðum innan lóðarinnar.

Þar sem um afar umfangsmikla atvinnuuppbyggingu er að ræða sem getur haft töluverð áhrif á hagsmuni íbúa sveitarfélagsins, nágrannasveitarfélaganna og annarra hagsmuna og umsagnaraðila var það mat skipulagsnefndar UTU og hreppsnefndar Ásahrepps að nauðsynlegt væri að kynna málið sérstaklega á opnum íbúafundi áður en lýsing verkefnisins færi í opinbera kynningu.

SKIPULAGSLÝSING

Fundurinn verður haldinn á Laugalandi fimmtudaginn 3. október kl. 19:00