16 mar Auglýsing sem birtist 17. mars 2016
AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL
Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi
Aðalskipulagsmál
Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynntar lýsingar fyrir eftirfarandi aðalskipulagsverkefni:
Aðalskipulag Flóahrepps 2015-2028
Sveitarstjórn Flóahrepps hefur hafið vinnu við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Í dag eru í gildi þrjár aðalskipulagsáætlanir sem hver og ein nær yfir eitt af þeim þremur sveitarfélögum sem sameinuðust í Flóahrepp árið 2006, þ.e. Hraungerðishrepp, Gaulverjabæjarhrepp og Villingaholtshrepp, en með nýju aðalskipulagi verða svæðin sameinuð í eitt skipulag sem nær yfir allt land sveitarfélagsins. Haldinn var kynningarfundur um verkefnið í lok nóvember 2015 og nú er kynnt lýsing skipulagsverkefnisins þar sem gerð er grein fyrir helstu viðfangsefnum aðalskipulagsins, áherslum sveitarstjórnar auk upplýsinga um fyrirhugað skipulagsferli. Gert er ráð fyrir að vinna við aðalskipulagið verði í gangi fram eftir árinu 2016 og munu gefast nokkur tækifæri til að koma upplýsingum og sjónarmiðum á framfæri.
Breyting á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012, Bláskógabyggð, vegna Brúarvirkjunar í Tungufljóti.
Lögð fram til kynningar skipulags- og matslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Bláskógabyggðar sem felst í að gert er ráð fyrir 9,9 MW vatnsaflsvirkjun í Tungufljóti í landi Brúar. Stifla og stöðvarhús er á landi sem í dag er skilgreint sem landbúnaðarsvæði en að auki er gert ráð fyrir nýju efnistökusvæði og haugsvæði þar sem nú er skilgreint svæði fyrir frístundabyggð.
Breyting á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012, Bláskógabyggð, innan þéttbýlisins Laugarás. Stækkun verslunar- og þjónustusvæðis á lóð Iðufells.
Lögð fram til kynningar lýsing skipulags vegna breytingar á aðalskipulagi Bláskógabyggðar sem felst í að svæði fyrir verslun- og þjónustu á lóð Iðufells í Laugarási stækkar á kostnað íbúðarsvæðis. Ástæða breytingar er að fyrirhugað er að reisa nýtt hótel á svæðinu þar sem í gildandi skipulagi eru gert ráð fyrir íbúðarhúsalóðum.
Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi aðalskipulagsverkefnum:
Aðalskipulag Bláskógabyggðar 2015-2027. Heildarendurskoðun
Lögð fram til kynningar tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi Bláskógabyggðar. Í dag eru í gildi þrjár aðalskipulagsáætlanir sem hver og ein nær yfir eitt af þeim þremur sveitarfélögum sem sameinuðust í Bláskógabyggð árið 2002, þ.e. Laugardalshrepp, Biskupstungnahrepp og Þingvallasveit, en með nýju aðalskipulagi verða svæðin sameinuð í eitt skipulag sem nær yfir allt land sveitarfélagsins. Drög að tillögu að endurskoðun aðalskipulagsins var kynnt á íbúafundi sem haldinn var 3. febrúar sl. Á fundinum bárust ýmsar athugasemdir og ábendingar auk þess sem haft hefur verið samráð við einstaka hagsmunaaðila á svæðinu í tengslum við ákveðna þætti aðalskipulagsins. Í kjölfar þessa hafa verið gerðar ýmsar breytingar og lagfæringar á gögnum aðalskipulagsins. Tillagan er hér lögð fram til kynningar áður en sveitarstjórn tekur hana til afgreiðslu.
Aðalskipulag Hrunamannahrepps 2016-2028. Heildarendurskoðun.
Lögð fram til kynningar tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi Hrunamannahrepps. Drög að tillögu að endurskoðun aðalskipulags Hrunamannahrepps var kynnt á íbúafundi sem haldinn var í félagsheimilinu á Flúðum 1. febrúar sl. Á fundinum bárust ýmsar athugasemdir og ábendingar auk þess sem haft hefur verið samráð við einstaka hagsmunaaðila á svæðinu í tengslum við ákveðna þætti aðalskipulagsins. Í kjölfar þessa hafa verið gerðar ýmsar breytingar og lagfæringar á gögnum aðalskipulagsins. Tillagan er hér lögð fram til kynningar áður en sveitarstjórn tekur hana til afgreiðslu.
Breyting á aðalskipulagi Gaulverjabæjarhrepps 2003-2015, Flóahreppi, á Galtastaða (lnr. 198977). Móttökustöð ISAVIA og frístundabyggð
Lögð fram til kynningar tillaga að breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps sem nær til hluta lands Galtastaða (lnr. 198977) í Flóahreppi. Landið er í eigu Isavia og er fyrirhugað að setja upp varamóttökuloftnet vegna flugfjarskipta flugumferðar auk þess sem einnig verður gert ráð fyrir byggingu 1-3 frístundahúsa. Landið, sem í heild er um 80 ha að stærð, er í dag skilgreint sem landbúnaðarsvæði en með breytingu er gert ráð fyrir 0,35 ha iðnaðarsvæði og 4,6 ha sem frístundabyggð. Drög að deiliskipulagi svæðisins er kynnt sem hluti af skipulagsgögnum.
Aðalskipulagsbreyting – tillaga
Ofangreindar aðalskipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16 frá 17. mars n.k. til 5. apríl. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.sbf.is. Athugasemdir og ábendingar við tillögurnar þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 5. apríl og skulu vera skriflegar.
Deiliskipulagsmál
Samkvæmt 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórna varðandi eftirfarandi deiliskipulagsáætlanir:
Deiliskipulag fyrir lóðina Sökk 5 úr landi Efri-Brúar í Grímsnes- og Grafningshreppi. Þrjár frístundahúsalóðir.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi 2. mars 2016 tillögu að deiliskipulagi þriggja frístundahúsalóða á landi sem heitir Sökk lóð 5 úr landi Efri-Brúar. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga 7. janúar sl. með athugasemdafresti til 19. febrúar. Athugasemdir bárust og var tillagan samþykkt með breytingum til að koma til móts við þær.
Deiliskipulag fyrir lóðina Fljótsholt í Reykholti, Bláskógabyggð. Íbúðarhúsalóðir.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi 3. mars 2016 tillögu að deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Fljótsholt í Reykholti. Lóðin er tæplega 1 ha að stærð og er þar gert ráð fyrir 6 parhúsum og 4 einbýlishúsum. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga 7. janúar sl. með athugasemdafresti til 19. febrúar. Athugasemd barst en að mati sveitarstjórnar gaf hún ekki tilefni til breytinga á tillögunni.
Deiliskipulag fyrir 1 ha svæði úr landi Langholts 2 (lnr. 166249) í Flóahreppi. Frístundahús til nota í ferðaþjónustu..
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi 2. mars 2016 tillögu að deiliskipulagi sem nær til 1 ha svæðis úr landi Langholts 2 lnr. 166249. Tillagan var auglýst 7. janúar 2016 með athugasemdafresti til 19. febrúar. Athugasemdir bárust og var tillaga samþykkt með þeirri breytingu að byggingarreitur fyrir frístundahús til útleigu færðist fjær Hallandavegi.
Ofangreindar deiliskipulagsáætlanir hafa nú verið sendar Skipulagsstofnun til afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ákvörðun sveitarstjórna um samþykkt deiliskipulags er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá því að auglýsing um gildistöku deiliskipulags hefur birst í B-deild stjórnartíðinda.
Pétur Ingi Haraldsson
Skipulagsfulltrúi
petur@sudurland.is