Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 99 – 16.apríl 2019

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Rúnar Guðmundsson skipulags- og byggingarfulltrúi, Stefán Short embættismaður, Lilja Ómarsdóttir embættismaður og Guðmundur G. Þórisson áheyrnafulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Davíð Sigurðsson, aðstoðarmaður byggingarfulltrúa.

Dagskrá:

Ásahreppur – Almenn mál
1.  Hestheimar (L212134); Umsókn um byggingarleyfi; Smáhýsi mhl 11 og mhl 12 – 1904017
Fyrir liggur umsókn Eignarhaldsfélagsins Einhamars ehf., dags. 03.04.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að flytja tvö smáhýsi 33 m2 á lóðina Hestheimar (L212134) í Ásahreppi.
Málinu er frestað. Óskað er eftir frekari upplýsingum og gæðavottunum á framleiðsluferli bygginga.
Hrunamannahreppur – Almenn mál
2.  Hrafnkelsstaðir 1A (L228565); Umsókn um byggingarleyfi; Íbúðarhús – 1904029
Fyrir liggur umsókn Haraldar Sveinssonar dags. 12.04.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að flytja íbúðarhús 90,5 m2 á jörðina Hrafnkelsstaðir 1A (L228565) í Hrunamannahreppi.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál
3.  Kiðjaberg (L168257); Umsókn um byggingarleyfi; Véla- og verfærageymsla – viðbygging – 1904018
Fyrir liggur umsókn Kiðjabergs ehf. móttekin 09.04.2019 um byggingarleyfi til að byggja við véla- og verkfærageymslu mhl 04, 127,5 m2 á jörðinni Kiðjaberg (L168257) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð eftir stækkun verður 348,3 m2
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
4. Lækjarbrekka 10 (L208536); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – 1904028
Fyrir liggur umsókn Súperbyggs ehf. móttekin 10.04.2019 um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 82,9 m2 á sumarhúsalóðinni Lækjarbrekka 10 (L208536) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
5. Minni-Bær land (192690); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – 1904013
Fyrir liggur umsókn Önnu Kristínar Geirsdóttur móttekin 02.04.2019 um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 62,1 m2 á sumarhúsalóðinni Minni-Bær land (L192690) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
6.  Kiðjaberg lóð 56 (L217326); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – breyting og geymsla – 1503048
Fyrir liggur ný umsókn Baldvins Guðmundssonar móttekin 19.03.2019 um byggingarleyfi til að hækka lofthæð í sumarhúsi (svefnloft) og byggja geymslu og samtengja við sumarhúsið á sumarbústaðalandinu Kiðjaberg lóð 56 (L217326) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarhúsi eftir stækkun verður með risi 186,6 m2 og geymsla verður 40 m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
7. Bjarkarás 2 (L204672); Tilkynningarskyld framkvæmd; Garðskáli – 1904014
Lögð er fram umsókn Elíasar Bjarna Guðmundssonar um tilkynningarskylda framkvæmd dags. 01.04.2019 móttekin 02.04.2109 frá löggildum hönnuði, Jóni Þóri Þorvaldssyni til að byggja garðskála 31,4 m2 á sumarhúsalóðinni Bjarkarás 2 (L204672) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
8.  Klettaás 6 (L219479); Umsókn um tilkynningarskylda framkvæmd; Sumarhús – viðbygging – 1904025
Lögð er fram umsókn Jóhanns Braga Helgasonar um tilkynningarskylda framkvæmd dags. 11.04.2019 móttekin sama dag frá löggildum hönnuði, Jóni Magnúsi Halldórssyni til að byggja við sumarhús, forstofu 7 m2 og tengja saman við geymslu á sumarhúsalóðinni Klettaás 6 (l219479) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarhúsi eftir stækkun verður 120,9 m2.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
9.  Dvergahraun 15 (L202570); Tilkynningarskyld framkvæmd; Sumarhús viðbygging – 1904027
Lögð er fram umsókn Önnu Maríu Halldórsdóttur um tilkynningarskylda framkvæmd dags. 11.04.2019 móttekin sama dag frá löggildum hönnuði, Jóni Magnúsi Halldórssyni til að byggja við sumarhús, 31,5 m2 og tengja saman við geymslu á sumarhúsalóðinni Dvegahraun 15 (L202570) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarhúsi eftir stækkun verður 145,4 m2
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
10. Heiðarbraut 15 (L168453); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – 1904022
Fyrir liggur umsókn Emilíu Sighvatsdóttur og Garðars Páls Vignissonar móttekin 09.04.2019 um byggingarleyfi til að flytja sumarhús 24,2 m2 á sumarhúsalóðina Heiðarbraut 15 (L168453) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt.
11.  Lambholt 8 (L176921); Umsókn um tilkynningarskylda framkvæmd; Bílgeymsla – 1903008
Lögð er fram umsókn Elísar Andes Hanssonar og Fanneyjar Pálsdóttur um tikynningarskylda framkvæmd dags. 05.03.2019 móttekin sama dag frá löggildum hönnuði, Helga S. Bragasyni til að byggja bílgeymslu 40 m2 á sumarhúsalóðinni Lambholt 8 (L176921) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
12. Stóri-Háls (L170827); Stöðuleyfi; aðstöðuhús og gámar – 1904006
Fyrir liggur umsókn Sigrúnar Jónu Jónsdóttur dags. 26.03.2019 móttekin 01.04.2019 um stöðuleyfi fyrir aðstöðuhús 14,99 m2, auk 8 feta wc gáms, 2×20 feta samsettra gáma og 3×20 feta samsettra gáma fyrir reksturinn Sveitagarðurinn á jörðinni Stóra-Hálsi (L170827) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 15.9.2019.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál
13.  Arngrímslundur (L224679); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús mhl 04 – 1904019
Fyrir liggur umsókn Sigurðar Björgvinssonar dags. 09.04.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 32,3 m2 á lóðinni Arngrímslundur (L224679) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. Davíð Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
14.  Brautarholt (L166449): Umsókn um byggingarleyfi: Gistihús – stækkun – 1809032
Móttekin er umsókn Kristjáns Guðmundssonar dags. 06.09.2018 móttekin 12.09.2018 um byggingarleyfi til að byggja við gistihús 148,2 m2 á lóðinni Brautarholt (L166449) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Heildarstærð eftir stækkun verður 325,7 m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
15.  Vorsabær 1 lóð (L192936); Tilkynningarskyld framkvæmd; Íbúðarhús – breyting – 1903055
Lögð er fram umsókn Eiríks Þórkelssonar og Unnar Lísu Schram um tilkynningarskylda framkvæmd dags. 25.03.2019 móttekin 26.03.2019 frá löggildum hönnuði, Sigurði Unnari Sigurðssyni til að breyta innanhúss, íbúðarhúsi mhl 01 á jörðinni Vorsabær 1 lóð (L192936) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
16.  Reykjahlíð spilda 5 (L216354); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – 1901045
Fyrir liggur umsókn Braga Vilhjálmssonar og Stefaníu Guðrúnar Sæmundsdóttur dags. 16.01.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 122,9 m2 á Reykjahlíð spilda 5 (L216354) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
17.  Sandlækjarkot (L166588); Umsókn um byggingarleyfi; Íbúð og skemma – 1811024
Fyrir liggur umsókn Þórdísar Eiríksdóttur dags. 08.11.2018 móttekin 12.11.2018 um byggingarleyfi til að byggja íbúð með svefnlofti og skemmu með geymslulofti 174,8 m2 á jörðinni Sandlækjarkot (l166588) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
18. Bugðugerði 9A-9C (L228262); Umsókn um byggingarleyfi; Raðhús – 1904015
Fyrir liggur umsókn Þrándarholts sf. dags. 27.03.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja raðhús, þriggja íbúða, 272,5 m2 á íbúðarhúsalóðinni Bugðugerði 9A-9C í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Bláskógabyggð – Almenn mál
19.  Hverabraut 1 (L198516); Tilkynningarskyld framkvæmd; Þjónustubygging – viðbygging – 1904030
Lögð er fram umsókn Gufu ehf. um tilkynningarskylda framkvæmd dags. 12.04.2019 móttekin sama dag frá löggildum hönnuði, Sigríði Ólafsdóttur til að byggja við þjónustubygginguna, viðbyggingu sem verður nýtt sem vaktskýli/geymsla 8 m2 á viðskipta- og þjónustulóðinni Hverabraut 1 (L1985169) að Laugarvatni í Bláskógabyggð. Heildarstærð eftir stækkun verður 659,3 m2.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
Flóahreppur – Almenn mál
20.  Rimar 9 (L212352); Umsókn um takmarkað byggingarleyfi; Graftarleyfi – 1904021
Fyrir liggur umsókn Hafsteinu Helgu Sigurbjörnsdóttur og Birgis Sigurðssonar dags. 09.04.2019 móttekin sama dag um takmarkað byggingarleyfi, leyfi til að jarðvegsskipta undir fyrirhuguðu íbúðarhúsi 267,6 m2 á íbúðarhúsalóðinni Rimar 9 (L212352) í Flóahreppi.
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús. Kalla skal eftir botnúttekt vegna jarðvegsskipta.
21. Hófgerði 1 (L228402); Umsókn um byggingarleyfi; Íbúðarhús – 1904024
Fyrir liggur umsókn Brynjars J. Stefánssonar og Rannveigar Árnadóttur dags. 11.04.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús 42,5 m2 á íbúðarhúsalóðinni Hófgerði 1 (L228402) í Flóahreppi
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Umsagnir og vísanir
22. Nónsteinn (L166533); Umsögn um rekstrarleyfi, gisting – 1904002
Móttekinn var tölvupóstur þann 22.03.2019 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, gististaður án veitinga, stærra gistiheimili (B) frá Nico Ferðaþjónusta ehf. á viðskipta- og þjónustulóðinni Nónsteinn (L166533) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði rekstrarleyfi í fl.II til 1.október 2019. Hámarksfjöldi gesta er 20 manns (samtals 10 herbergi).
23. Skeiðháholt 2B (L166497); Umsögn um rekstrarleyfi, gisting – 1903057
Móttekinn var tölvupóstur þann 28.03.2019 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, gististaður án veitinga, minna gistiheimili (C) frá Skeiðháholt 2 b ehf. á íbúðarhúsalóðinni Skeiðháholt 2B (F2202114) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 7 manns.
Bláskógabyggð – Umsagnir og vísanir
24. Bjarkarbraut 6 (L191091); Umsögn um rekstrarleyfi, gisting – 1901018
Móttekinn var tölvupóstur þann 08.01.2019 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, gististaður án veitinga, minna gistiheimili (C) frá Hartmanni Ásgrími Halldórssyni á íbúðarhúsalóðinni Bjarkarbraut 6 (F2274874) í Bláskógabyggð.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 6 manns á jarðhæð. Óheimilt er að gista á efri hæð.
25. Kóngsvegur 10 (L167572); Umsögn um rekstrarleyfi, veitingar – 1902004
Móttekinn var tölvupóstur þann 31.01.2019 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl.III, skemmtistaður (B), veitingastofa og greiðasala (C), krá (F) og samkomusalir (G) frá Ferðaþjónustunni Úthlíð ehf. á viðskipta- og þjónustulóðinni Kóngsvegi 10 (F2205780) í Bláskógabyggð.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfis í fl III, til veitinga.
 26. Austurbyggð 3 (L193786); Umsögn um rekstrarleyfi, endurnýjun – 1902062
Móttekinn var tölvupóstur þann 26.02.2019 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, gististaður án veitinga, íbúðir (F) frá Lágskógi ehf. á íbúðarhúsalóðinni Austurbyggð 3 (F2272548)) í Bláskógabyggð.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 6 manns.
Flóahreppur – Umsagnir og vísanir
27. Mosató 3 hótel (L225133) Umsögn um rekstrarleyfi – 1806080
Erindið sett að nýju fyrir afgreiðslufund byggingarfulltrúa. Til umsagnar er tölvupóstur sem var móttekinn 01.06.2018 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. IV, gististaður með áfengisveitingum, hótel (A) frá 360 gráður ehf. í landi Mosató 3 hótel (F2363573) í Flóahreppi.
Byggingarfulltrúi veitir jákvæða umsögn um rekstrarleyfi í fl. IV. að Mosató 3 hótel, L225133 í Flóahreppi fyrir allt að 30 manns í gistingu.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00