04 apr Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 98 – 03. apríl 2019
Afgreiðslur byggingarfulltrúa 19 – 98. fundur
haldinn að Laugarvatni, 3. apríl 2019
og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu:
Davíð Sigurðsson aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Rúnar Guðmundsson skipulags- og byggingarfulltrúi, Stefán Short embættismaður, Lilja Ómarsdóttir embættismaður, Sigurður Hreinsson aðstoðarmaður skipulagsfulltrúa og Guðmundur G. Þórisson áheyrnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Davíð Sigurðsson, aðstoðarmaður byggingarfulltrúa
Dagskrá:
Ásahreppur – Almenn mál | ||
1. | Hestheimar (L212134); Umsókn um takmarkað byggingarleyfi; Graftarleyfi – 1903058 | |
Fyrir liggur umsókn Eignarhaldsfélagsins Einhamars ehf. dags. 27.03.2019 móttekin sama dag auk tölvupósts dags. 27.03.2019 frá Hjörleifi Jónssyni um takmarkað byggingarleyfi, leyfi til að jarðvegsskipta undir fyrirhuguðu smáhýsum 23,5 m2 á lóðinni Hestheimar (L212134) í Ásahreppi. | ||
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús. Kalla skal eftir botnúttekt vegna jarðvegsskipta. | ||
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál | ||
2. | Álfahraun 7 (L202566); Tilkynningarskyld framkvæmd; Sumarhús – viðbygging – 1903043 | |
Lögð er fram umsókn um tilkynningarskylda framkvæmd dags. 20.03.2019 móttekin sama dag frá löggildum hönnuði Hjörleifi Sigurþórssyni til að byggja við sumarhús millibyggingu sem tengir saman sumarhús og gestahús 27,5 m2 á sumarhúsalóðinni Álfahraun 7 (L202566) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð eftir stækkun 112,5 m2 og matshluti 01 og 02 verða sameinaðir. | ||
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012. Samþykkt. Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum. |
||
3. | Nesjar L170884; Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – stækkun – 1605005 | |
Lögð er fram ný umsókn Ástvaldar Guðmundssonar dags. 27.02.2019 móttekin 04.03.2019 um byggingarleyfi til að stækka sumarhús um 11,6 m2 til viðbótar við fyrri samþykkt sem var veitt á afgreiðslufundi byggingarfulltrúi 25.05.2016 á sumarhúsalóðinni Nesjar (L170884) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð eftir stækkun verður 79,4 m2. | ||
Samþykkt. | ||
4. | Kiðjaberg lóð 127 (L206002); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – 1903047 | |
Fyrir liggur umsókn Jóhanns Bergs Guðmundssonar dags. 22.03.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 149,2 m2 á sumarhúsalóðinni Kiðjaberg lóð 127 (L206002) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
5. | Hólsbraut 16 (L208946); Umsókn um byggingarleyfi; Íbúðarhús með bílgeymslu – 1901049 | |
Fyrir liggur umsókn Páls Tryggvasonar dags. 21.01.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús með bílgeymslu 181,2 m2 á íbúðarhúsalóðinni Hólsbraut 16 (L208946) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
6. | Stóri-Háls (L170827); Stöðuleyfi; aðstöðuhús og gámar – 1904006 | |
Fyrir liggur umsókn Sigrúnar Jónu Jónsdóttur dags. 26.03.2019 móttekin 01.04.2019 um stöðuleyfi fyrir aðstöðuhús 14,99 m2, auk 8 feta WC gáms, 2×20 feta samsettra gáma og 3×20 feta samsettra gáma fyrir reksturinn Sveitagarðurinn, á jörðinni Stóra-Hálsi (l170827) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Afgreiðslu máls er frestað. | ||
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál | ||
7. | Kílhraunsvegur 1 (L225907); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús í íbúðarhús – 1904003 | |
Fyrir liggur umsókn Sára Annamáría Herczeg og István Holczer dags. 01.04.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að breyta skráningu úr sumarhúsi í íbúðarhús á lóðinni Kílhraunsvegur 1 (L225907) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið að undangenginni aðal- og deiliskipulagsbreytingu svæðisins. | ||
Bláskógabyggð – Almenn mál | ||
8. | Lindarbraut 8 (L167841); Umsókn um byggingarleyfi; Einbýlishús og bílskúr – breyting – 1903059 | |
Fyrir liggur umsókn Bláskógabyggðar dags. 28.03.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að breyta einbýlishúsi og bílskúr, mhl 01 og mhl 02 skv. Þjóðskrá Íslands, í kennslurými á íbúðarhúsalóðinni Lindarbraut 8 (L167841) í Bláskógabyggð. | ||
Vísað til skipulagsnefndar þar sem umsókn samræmist ekki gildandi aðal- og deiliskipulagi. | ||
9. | Heslilundur 2 (L170429); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús með risi – 1902027 | |
Þann 01.04.2019 voru mótteknar lagfærðar aðalteikningar, erindið sett að nýju fyrir afgreiðslufund. Umsækjendur á máli eru Alma Björk Ástþórsdóttir og Einar Pétursson, sótt er um leyfi til að byggja gestahús 29,5 m2 á sumarhúsalóðinni Heslilundur 2 (L170429) í Bláskógabyggð. | ||
Samþykkt. | ||
10. | Mjóanes lóð 7 (L170759); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – 1710056 | |
Móttekin ný umsókn dags. 01.04.2019 og uppfærðar aðalteikningar dags. 28.03.2019, erindi sett að nýju fyrir afgreiðslufund. Sótt er um að staðsteypa veggi á sumarhúsi (stærð húss óbreytt 59,9 m2) og stækka verönd á sumarhúsalóðinni Mjóanes lóð 7 (L170759) í Bláskógabyggð. | ||
Umsókn er synjað þar sem stærðir palla og veranda eru ekki í samræmi við skilmála gildandi deiliskipulags. | ||
Flóahreppur – Almenn mál | ||
11. | Brimstaðir (L200163); Umsókn um byggingarleyfi; Gestahús – 1903056 | |
Fyrir liggur umsókn Guðbjargar Lilju Ragnarsdóttur dags. 19.03.2018 móttekin 25.03.2019 um byggingarleyfi til að flytja gestahús 43,1 m2 á jörðina Brimstaði (L200163) í Flóahreppi. | ||
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. | ||
12. | Árheimar 6 (L227372); Umsókn um byggingarleyfi; Íbúðarhús – breyting. – 1810040 | |
Fyrir liggur ný aðalteikning móttekin 20.03.2019 frá hönnuði af Árheimum 6 (L227372) í Flóahreppi sem sýnir stærri geymslu við íbúðarhúsið. Heildarstærð eftir stækkun verður 68 m2. Erindið sett að nýju fyrir afgreiðslufund byggingarfulltrúa og fundarbókun dags. 11.03.2019 verður gerð ógild. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
13. | Eystri-Loftsstaðir 2 (L227141); Umsókn um byggingarleyfi; Íbúðarhús og viðbygging – 1902034 | |
Erindið sett að nýju fyrir fund og fundarbókun dags. 06.03.2019 er gerð ógild. Sótt er um leyfi til að flytja tilbúið hús 60 m2 og byggja við það 39,5 m2 á íbúðarhúsalóðinni Eystri-Loftsstaðir 2 (L227141) í Flóahreppi. Heildarstærð eftir stækkun er 99,5 m2. | ||
Samþykkt. | ||
Grímsnes- og Grafningshr. – Umsagnir og vísanir | ||
14. | Ljósafossskóli (L168468); Umsögn um rekstrarleyfi, gisting – íbúðir – 1807024 | |
Móttekinn var tölvupóstur þann 18.07.2018 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II frá Ljósafoss Hostel ehf., gististaður án veitinga, íbúðir (F) á lóðinni Ljósfossskóli (F2207342) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 6 manns. | ||
15. | Ásabraut 26 (L194480); Umsögn um rekstrarleyfi, endurnýjun – 1903063 | |
Móttekinn var tölvupóstur þann 29.03.2019 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, gististaður án veitinga, frístundahús (G) frá BA ehf., á sumarhúsalóðinni Ásabraut 26 (F2343844) í Grímnes- og Grafningshreppi. | ||
Lagst er gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II að Ásabraut 26 á þeim grundvelli að leyfisveiting samræmist ekki stefnu gildandi skipulags. | ||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00
Davíð Sigurðsson | Rúnar Guðmundsson | |
Stefán Short | Lilja Ómarsdóttir | |
Sigurður Hreinsson |