21 feb Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 95 – 20. febrúar 2019
Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 19 – 95. fundur Afgreiðslna byggingarfulltrúa
haldinn að Laugarvatni, 20. febrúar 2019
og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu:
Davíð Sigurðsson, Rúnar Guðmundsson, Stefán Short, Lilja Ómarsdóttir, Sigurður Hreinsson og Guðmundur G. Þórisson.
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, byggingarfulltrúi
Dagskrá:
Ásahreppur – Almenn mál | ||
1. | Svartibakki (L226853); Umsókn um takmarkað byggingarleyfi; Graftarleyfi – 1902031 | |
Fyrir liggur umsókn Svartabakka dags. 13.02.2019 móttekin sama dag um takmarkað byggingarleyfi, leyfi til að jarðvegsskipta undir fyrirhugaðri skemmu á lóðinni Svartibakki (L226853) í Ásahreppi. | ||
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. | ||
2. | Hellatún lóð C (L201666); Umsókn um takmarkað byggingarleyfi; Graftarleyfi – 1902043 | |
Fyrir liggur umsókn Hugrúnar Hannesdóttur dags. 19.02.19 móttekin sama dag um takmarkað byggingarleyfi, leyfi til að jarðvegsskipa undir fyrirhuguðu íbúðarhúsi á íbúðarhúsalóðinni Hellatún lóð C í Ásahreppi. | ||
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús. Kalla skal eftir botnúttekt vegna jarðvegsskipta. | ||
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál | ||
3. | Hrauntröð 22 (L227062); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús og köld geymsla – 1902028 | |
Fyrir liggur umsókn Íslenska flugmannafélagsins dags. 6.02.2019 móttekin 7.02.2019 um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 115,5 m2 og kalda geymslu 13,6 m2 á sumarhúsalóðinni Hrauntröð 22 (L227062) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
4. | Hrauntröð 18 (L227060); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – 1902032 | |
Fyrir liggur umsókn Örnu Jóhannsdóttur og Geirmundar Einarssonar dags. 12.02.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 109,8 m2 á sumarhúsalóðinni Hrauntröð 18 (L227060) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. Lilja Ómarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu máls. | ||
5. | B-Gata 3 (L169565); Tilkynningarskyld framkvæmd; Sumarhús og gestahús – viðbygging – 1901060 | |
Lögð er fram tilkynning um tilkynningarskylda framkvæmd dags. 08.01.2019 móttekin 10.01.2019 frá löggildum hönnuði Þórhalli Garðarsyni til að byggja við sumarhús 16 m2 og gestahús 9 m2 á sumarhúsalóðinni B-Gata 3 (L169565) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarhúsi verður 68,5 m2 og gestahúsi 25,8 m2 eftir stækkun. Þinglýstir eigendur eru Ólafía Marelsdóttir og Rétturinn veisluþjónustan ehf. | ||
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012. Samþykkt. Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum. |
||
6. | Kiðhólsbraut 27 (L170074); Tilkynningarskyld framkvæmd; Sumarhús – stækkun – 1902026 | |
Lögð er fram tilkynning um tilkynningarskylda framkvæmd dags. 7.02.2019 móttekin sama dag frá löggildum hönnuði Inga Gunnari Þórðarsyni til að byggja við sumarhús 6,4 m2 á sumarhúsalóðinni Kiðhólsbraut 27 (L170074) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarhúsi eftir stækkun verður 79,3 m2. Þinglýstur eigandi er Þuríður Jónsdóttir. | ||
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012. Samþykkt. Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum. |
||
7. | Réttarhólsbraut 10 (L169939); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – viðbygging – 1901066 | |
Fyrir liggur umsókn Huldu Einarsdóttur dags. 24.01.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja við sumarhúsið 39,5 m2 á sumarhúsalóðinni Réttarhólsbraut 10 (L169939) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
8. | Tjarnholtsmýri 3A (L203193); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – stækkun – 1902030 | |
Fyrir liggur umsókn Bryndísar Ævarsdóttur dags. 14.02.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að stækka sumarhús um 10,6 m2 á sumarhúsalóðinni Tjarnarholtsmýri 3A í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð eftir stækkun verður 98,6 m2 | ||
Samþykkt. | ||
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál | ||
9. | Skeiðháholt 3 lóð; Umsókn um byggingarleyfi; Íbúðarhús – 1901024 | |
Fyrir liggur umsókn Kristínar Skaftadóttur dags. 08.01.2019 móttekin 10.01.2018 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús með risi 123,5 m2 á íbúðarhúsalóðinni Skeiðháholt 3a (L187518) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
10. | Hraunvellir 203194 Umsókn um byggingarleyfi Gistihús mhl 10 – 1608063 | |
Fyrir liggur tölvupóstur dags. 8.11.2018 frá Sigurði U. Sigurðssyni fyrir hönd jarðareiganda Hraunvalla (L203194) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Trix ehf. þar sem óskað er eftir fella úr gildi fyrri samþykkt um byggingarleyfi dags. 31.08.2016 og fá að byggja gistihús mhl 10,43,4 m2 og breyta afstöðu á húsi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. Davíð Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu máls. | ||
11. | Hraunvellir 203194 Umsókn um byggingarleyfi Gistihús mhl 11 – 1608064 | |
Fyrir liggur tölvupóstur dags. 8.11.2018 frá Sigurði U. Sigurðssyni fyrir hönd jarðareiganda Hraunvalla (L203194) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Trix ehf. þar sem óskað er eftir fella úr gildi fyrri samþykkt um byggingarleyfi dags. 31.08.2016 og fá að byggja gistihús mhl 11, 43,4 m2 og breyta afstöðu á húsi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. Davíð Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu máls. | ||
12. | Hraunvellir 203194 Umsókn um byggingarleyfi Gistihús mhl 12 – 1608065 | |
Fyrir liggur tölvupóstur dags. 8.11.2018 frá Sigurði U. Sigurðssyni fyrir hönd jarðareiganda Hraunvalla (L203194) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Trix ehf. þar sem óskað eftir að fá breyta afstöðu á gistihúsi mhl 12 á jörðinni sem fékk samþykkt byggingarleyfi dags. 6.09.2016 | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. Davíð Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu máls. | ||
13. | Hraunvellir 203194 Umsókn um byggingarleyfi Gistihús mhl 13 – 1608066 | |
Fyrir liggur tölvupóstur dags. 8.11.2018 frá Sigurði U. Sigurðssyni fyrir hönd jarðareiganda Hraunvalla (L203194) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Trix ehf. þar sem óskað er eftir fella úr gildi fyrri samþykkt um byggingarleyfi dags. 31.08.2016 og fá að byggja gistihús mhl 13, 43,4 m2 og breyta afstöðu á húsi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. Davíð Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu máls. | ||
Bláskógabyggð – Almenn mál | ||
14. | Útey 1 lóð 21 (L193168); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – 1902017 | |
Fyrir liggur umsókn Matthildar Jónsdóttur og Hlynar Freys Stefánssonar dags. 04.02.2019 móttekin 05.02.2019 um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 107,7 m2 á sumarhúsalóðinni Útey 1 lóð 21 (L193168) í Bláskógabyggð. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
15. | Heiðarbær lóð 170235 Umsókn um byggingarleyfi Sumarhús – viðbygging – 1607024 | |
Fyrir liggur bréf frá Magnúsi Scheving fyrir hönd Live ehf. dags. 13.02.2019 móttekið sama dag þar sem óskað er eftir að erindið verði tekið fyrir að nýju hjá byggingarfulltrúa. Sótt er um stækkun á sumarhúsi og fá að byggja bílskýli á sumarhúsalóðinni Heiðarbær lóð 170235 í Bláskógabyggð. | ||
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. | ||
16. | Heiðarbær lóð (L170249); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – 1810050 | |
Fyrir liggur ný umsókn frá Stay ehf. dags. 15.02.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 151,2 m2 á sumarhúsalóðinni Heiðarbær lóð (l170249) í Bláskógabyggð. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
17. | Brúnir 5 (L227336); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – 1810030 | |
Fyrir liggur ný umsókn með uppfærðum gögnum frá Guðborgu Hildi Kolbeinsdóttur dags. 18.09.2019 móttekin 19.02.2019 um byggingarleyfi til að flytja tvö hús og fá leyfi til að byggja viðbyggingu á milli þeira á sumarhúsalóðina Brúnir 5 (L227336) í Bláskógabyggð. Heildarstærð eftir stækkun verður 90 m2. | ||
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu. | ||
Flóahreppur – Almenn mál | ||
18. | Fljótshólar I land (L212336); Umsókn um byggingarleyfi, gestahús – 1901039 | |
Fyrir liggur umsókn Sigríðar Þormóðsdóttur dags. 16.01.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi, leyfi til að flytja 59,2 m2 gestahús á lóðina Fljótshólar I land (L212336) í Flóahreppi. | ||
Samþykkt. | ||
19. | Eystri-Loftsstaðir 2 (L227141); Umsókn um byggingarleyfi; Íbúðarhús – 1902034 | |
Fyrir liggur umsókn Hafrúnar Óskar Gísladóttur dags. 13.02.2019 móttekin 14.02.2019 um byggingarleyfi til að flytja 60 m2 hús á íbúðarhúsalóðina Eystri-Loftsstaði 2 (L227141) í Flóahreppi. | ||
Byggingarfulltrúi fer fram á að gert verði ástandsmat fyrir húsið. Lilja Ómarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu máls. | ||
Flóahreppur – Umsagnir og vísanir | ||
20. | Brimsstaðir (L200163); Umsögn um rekstrarleyfi, gisting – 1901069 | |
Móttekinn var tölvupóstur þann 25.01.2019 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, gististaður án veitinga, minna gistiheimili (C) frá Guðbjörgu Lilju Ragnarsdóttir á jörðinni Brimsstaðir (F2277076) í Flóahreppi. | ||
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 8 manns. | ||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00
Davíð Sigurðsson | Rúnar Guðmundsson | |
Stefán Short | Lilja Ómarsdóttir | |
Sigurður Hreinsson |