Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 211 – 18. september 2024

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 24-211. fundur  haldinn að Laugarvatni með fjarfundarbúnaði, miðvikudaginn 18. september 2024 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa á fjarfundi og Halldór Ásgeirsson áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

Ásahreppur – Almenn mál

 

1.   Ásmundarstaðir 2 (L165266); byggingarheimild; aðstöðuhús – 2409022
Móttekin var umsókn þann 09.09.2024 um byggingarheimild fyrir 52 m2 aðstöðuhús á jörðinni Ásmundarstaðir 2 (L165266) í Ásahreppi.
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
Hrunamannahreppur – Almenn mál

 

2.   Birkibyggð 1 (L227457); byggingarheimild; geymsla – 2409025
Móttekin var umsókn þann 10.09.2024 um byggingarheimild fyrir 31,8 m2 geymslu á sumarbústaðalandinu Birkibyggð 1 (L227457) í Hrunamannahreppi.
Umsókn um byggingarheimild er synjað þar sem bygging fer út fyrir byggingarreit lóðar skv. deiliskipulagi svæðis.
3.   Foss lóð 3 (L221495); byggingarheimild; reiðskemma – 2409008
Erindi sett að nýju fyrir fund. Móttekin var umsókn þann 03.09.2024 um byggingarheimild fyrir 324,2 m2 reiðskemmu mhl 03 á landinu Foss lóð 3 (L221495) í Hrunamannahreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin út innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.
 

 

Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál

 

4.   Langirimi 25 (L237034); byggingarheimild; gestahús – 2405061
Erindi sett að nýju fyrir fund. Móttekin var umsókn þann 16.05.2024 um byggingarheimild fyrir 19 m2 gestahús á sumarbústaðalandinu Langirimi 25 (L237034) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin út innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.
5.   Langirimi 27 (L237035); byggingarheimild; gestahús – 2405062
Erindi sett að nýju fyrir fund. Móttekin var umsókn þann 16.05.2024 um byggingarheimild fyrir 19 m2 gestahús á sumarbústaðalandinu Langirimi 27 (L237035) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin út innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.
6.   Svínavatn 3 (L232042); stöðuleyfi; gámar – 2409009
Móttekin var umsókn þann 30.08.2024 um stöðuleyfi fyrir tveimur fjörutíu feta gámum á landinu Svínavatn 3 (L232042) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Umsókn um stöðuleyfi er synjað. Lóðir innan svæðis eru ekki ætlaðar til geymslu á gámum. Það er fortakslaust skilyrði að mannvirkjagerð sé í samræmi við deiliskipulag. Framkvæmd þarf að vera í samræmi við skilmála deiliskipulags um stærðir, staðsetningu og notkun húsa sem og um yfirbragð byggðar, um útfærslu og hönnun bygginga og efnisnotkun.
7.    Kiðjaberg lóð 18 (L168949); byggingarheimild; sumarhús – viðbygging – 2409014
Móttekin var umsókn þann 03.09.2024 um byggingarheimild fyrir 113,6 m2 viðbyggingu við sumarhús á sumarbústaðalandinu Kiðjaberg lóð 18 (L168949) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð eftir stækkun verður 288,4 m2.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
8.   Miðbraut 2 (L221497); byggingarheimild; aðstöðuhús – 2409021
Móttekin var umsókn þann 09.09.2024 um byggingarheimild fyrir 4,7 m2 aðstöðuhús á sumarbústaðalandinu Miðbraut 2 (L221497) í Bláskógabyggð.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál

 

9.   Þingbraut 4 (L236662); byggingarleyfi; iðnaðarhús – 2404024
Erindi sett að nýju fyrir fund, skipulagsnefnd hefur tekið það til umfjöllunar. Móttekin var umsókn þann 26.03.2024 um byggingarleyfi fyrir 1.333,3 m2 aðstöðuhús á iðnaðar- og athafnalóðinni Þingbraut 4 (L236662) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir.
-Undirritaðir aðaluppdrættir skulu vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri skal staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara skal skilað inn.
– Hönnunarstjóri skal leggja fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða.
– Byggingarleyfisgjöld skulu vera greidd.
Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarleyfi ekki verið gefið út innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.
10.   Kílhraunsvegur 24 (L230359); byggingarheimild; sumarhús – 2409015
Móttekin var umsókn þann 03.09.2024 um byggingarheimild fyrir 56,2 m2 sumarhús á sumarbústaðalandinu Kílhraunsvegur 24 (L230359) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin út innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.
Bláskógabyggð – Almenn mál

 

11.   Heiðarbær lóð (L170233); byggingarheimild; sumarhús – 2408092
Móttekin var umsókn þann 27.08.2024 um byggingarheimild, að fjarlægja 54,7 m2 sumarhús, byggt 1965 og byggja 169,3 m2 sumarhús á sumarbústaðalandinu Heiðarbær lóð (L170233) í Bláskógabyggð.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
12.   Sandskeið F-Gata 4 (L170711); byggingarheimild; sumarbústaður – 2406059
Erindi sett að nýju fyrir fund. Móttekin var ný aðalteikning þann 04.09.2024, sótt er um byggingarheimild fyrir 93,6 m2 sumarhúsi með sauna og geymslu á sumarbústaðalandinu Sandskeið F-Gata 4 (L170711) í Bláskógabyggð.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin út innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.
13.    Skógarberg lóð 1 (L201529); byggingarleyfi; véla- og verkfærageymsla – breyting á notkun að hluta í íbúðarhúsnæði og stækkun – 2408015
Erindi sett að nýju fyrir fund, skipulagsnefnd hefur tekið það til umfjöllunar. Móttekin var umsókn þann 05.08.2024 um byggingarleyfi að breyta afmörkuðum hluta véla- og verkfærageymslu í íbúðarhúsnæði og stækkun byggingar á lóðinni Skógarberg lóð 1 (L201529) í Bláskógabyggð. Heildarstærð eftir stækkun verður 483,5 m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir.
-Undirritaðir aðaluppdrættir skulu vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri skal staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara skal skilað inn.
– Hönnunarstjóri skal leggja fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða.
– Byggingarleyfisgjöld skulu vera greidd.
Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarleyfi ekki verið gefið út innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.
Flóahreppur – Almenn mál

 

14.   Skógsnes 3 (L229834); byggingarheimild; aðstöðuhús – 2407045
Erindi sett að nýju fyrir fund. Móttekin var umsókn þann 11.07.2024 um byggingarheimild fyrir 45,3 m2 aðstöðuhús á landinu Skógsnes 3 (L229834) í Flóahreppi.
Í bókun skipulagsnefndar þann 14.8.2024 kom fram að nefndin fer fram á að húsið verði staðsett í a.m.k. 50 metra fjarlægð frá núverandi legu Hamarsvegar í takt við kröfur skipulagsreglugerðar. Byggingarfulltrúi synjar umsókn.
15.    Þjórsárbraut 2 (L237564); byggingarleyfi; einbýlishús, gestahús og skemma – 2409019
Móttekin var umsókn þann 07.09.2024 um byggingarleyfi fyrir 290,8 m2 einbýlishús, 100,6 m2 gesthús og 395,6 m2 skemmu á landinu Þjórsárbraut 2 (L237564) í Flóahreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00