15 maí Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 205 – 15. maí 2024
Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 24-205. fundur haldinn að Laugarvatni, miðvikudaginn 15. maí 2024 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu:
Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Guðmundur G. Þórisson áheyrnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi
Dagskrá:
Hrunamannahreppur – Almenn mál | ||
1. | Sólheimar 2 (L233204); byggingarheimild; breyta notkun á safni í herbergi og geymslur – 2404071 | |
Móttekin er umsókn 25.04.2024 um byggingarheimild fyrir breytingum innanhúss á íbúðarhúsi á íbúðarhúsalóðinni Sólheimar 2 (L233204) í Hrunamannahrepp. | ||
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: – Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Leyfisgjöld þurfa að vera greidd. |
||
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál | ||
2. | Hallkelshólar lóð 113 (L198346); byggingarheimild; gestahús – 2305018 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund, hönnuður hefur skilað inn lagfærðum gögnum. Fyrir liggur umsókn Guðmundar A. Adolfssonar, móttekin 08.05.2023 um byggingarheimild fyrir 39,4 m2 gestahúsi á sumarbústaðalandinu Hallkelshólar lóð 113 (L198346) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: – Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Leyfisgjöld þurfa að vera greidd. Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin innan tveggja ára frá samþykkt þeirra. |
||
3. | Gamla-Borg þinghús (L169144); byggingarleyfi; veitingastaður breyta notkun í íbúðarhús – 2404005 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund. Móttekin er umsókn 02.04.2024 um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss og breytingu á notkun úr veitingastað í íbúðarhús á Gamla-Borg þinghús (L169144) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
4. | Neðra-Apavatn lóð (L169323); byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging – 2403079 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Móttekin er umsókn 22.03.2024 um byggingarheimild fyrir 45,1 m2 viðbyggingu við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Neðra-Apavatn lóð (L169323) í Grímsnes-og Grafningshrepp. Heildarstærð eftir stækkun verður 100,5 m2. | ||
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: – Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Leyfisgjöld þurfa að vera greidd. Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin innan tveggja ára frá samþykkt þeirra. |
||
5. | Klapparhólsbraut 1 (L169986); byggingarheimild; geymsla – 2404069 | |
Móttekin er umsókn 24.04.2024 um byggingarheimild fyrir 40 m2 geymslu á sumarbústaðalandinu Klapparhólsbraut 1 (L169986) í Grímsnes-og Grafningshreppi. | ||
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: – Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Leyfisgjöld þurfa að vera greidd. Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin innan tveggja ára frá samþykkt þeirra. |
||
6. | Djúpahraun 23 (L198036); byggingarheimild; sumarhús og gestahús – 2405015 | |
Móttekin er umsókn 26.04.2024 um byggingarheimild fyrir 112,4 m2 sumarbústað og 40 m2 gestahúsi á sumarbústaðalandinu Djúpahraun 23 (L198036) í Grímsnes-og Grafningshreppi. | ||
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: – Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Leyfisgjöld þurfa að vera greidd. Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin innan tveggja ára frá samþykkt þeirra. |
||
7. | Hraunbyggð 21 (L212405); byggingarheimild; sumarhús og geymsla – 2405023 | |
Móttekin er umsókn 27.04.2024 um byggingarheimild fyrir 62,8 m2 sumarhúsi og 15,2 m2 geymslu á sumarbústaðalandinu Hraunbyggð 21 (L212405) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: – Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Leyfisgjöld þurfa að vera greidd. Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin innan tveggja ára frá samþykkt þeirra. |
||
8. | Oddsholt 18 (L174214); byggingarheimild; sumarhús – viðbygging – 2405024 | |
Móttekin er umsókn 06.05.2024 um byggingarheimild fyrir 27 m2 viðbyggingu við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Oddsholt 18 (L174214) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð eftir stækkun verður 75 m2. | ||
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: – Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Leyfisgjöld þurfa að vera greidd. Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin innan tveggja ára frá samþykkt þeirra. |
||
9. | Neðan-Sogsvegar 4 (L169505); byggingarheimild; sumarbústaður – 2405055 | |
Móttekin er umsókn 13.05.2024 um byggingarheimild fyrir 119 m2 sumarbústað og niðurrifi á 44,2 m2 sumarbústað, byggingarár 1962 á sumarbústaðalandinu Neðan- Sogsvegar 4 (L169505) í Grímsnes- og Grafningshrepp. | ||
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: – Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Leyfisgjöld þurfa að vera greidd. Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin innan tveggja ára frá samþykkt þeirra. |
||
10. | Þrastahólar 15 (L205946); byggingarheimild; sumarbústaður – 2401071 | |
Móttekin er umsókn 23.04.2024 um byggingarheimild fyrir 50,7 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Þrastarhólar 15 (L205946) í Grímsnes- og Grafningshrepp. | ||
Umsókn um byggingarheimild er synjað þar sem húsið uppfyllir ekki kröfur gildandi deiliskipulags. Í skilmálum deiliskipulags kemur fram að hámark mænishæðar er 5 metrar. |
||
11. | Kothólsbraut 5 (L170035); byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging og gestahús – 2405031 | |
Móttekin umsókn 06.05.2024 um byggingarheimild fyrir 77 m2 viðbyggingu við sumarhús og 21,3 m2 gestahús á sumarbústaðalandinu Kothólsbraut 5 (L170035) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarhúsi eftir stækkun verður
108 m2. |
||
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: – Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Leyfisgjöld þurfa að vera greidd. Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin innan tveggja ára frá samþykkt þeirra. |
||
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál | ||
12. | Kílhraunsvegur 5 (L232774); byggingarheimild; aðstöðuhús – 2405022 | |
Móttekin er umsókn 29.04.2024 um byggingarheimild fyrir 17,3 m2 aðstöðuhúsi á sumarbústaðalandinu Kílhraunsvegur 5 (L232774) í Skeiða- og Gnúpverjahrepp. | ||
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: – Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Leyfisgjöld þurfa að vera greidd. Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin innan tveggja ára frá samþykkt þeirra. |
||
13. | Þjóðveldisbær (L178332); stöðuleyfi; söluskúr – 2305022 | |
Fyrir liggur umsókn Iceland inn travel ehf., móttekin 08.05.2024 um stöðuleyfi fyrir 14,4 m2 miðasöluhúsi á viðskipta- og þjónustulóðinni Þjóðveldisbær (L178332) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 15.11.2024. | ||
14. | Gunnbjarnarholt (L166549); byggingarheimild; starfsmannahús – 2405056 | |
Móttekin er umsókn 14.05.2024 um byggingarheimild fyrir 40 m2 starfsmannahúsi mhl 08 á jörðinni Gunnbjarnarholt (L166549) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. | ||
15. | Móar (L166584); byggingarleyfi; íbúðarhús – 2405058 | |
Móttekin er umsókn 14.05.2024 um byggingarleyfi fyrir 190 m2 íbúðarhúsi á jörðinni Móar (L166584) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. | ||
Bláskógabyggð – Almenn mál | ||
16. | Heslilundur 7 (L170434); byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging – 2405004 | |
Móttekin er umsókn 26.04.2024 um byggingarheimild fyrir 18 m2 viðbyggingu við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Heslilundur 7 (L170434) í Bláskógabyggð. Stærð eftir stækkun verður 69,2 m2. | ||
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. |
||
17. | Miðbraut 4 (L236162); byggingarheimild; sumarbústaður og gestahús – 2404047 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund. Móttekin er umsókn 15.04.2024 um byggingarheimild fyrir 92,2 m2 sumarbústað og 40 m2 gestahús á sumarbústaðalandinu Miðbraut 4 (L236162) í Bláskógabyggð. | ||
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: – Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Leyfisgjöld þurfa að vera greidd. Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin innan tveggja ára frá samþykkt þeirra. |
||
18. | Guðjónsgata 9 (L234113); byggingarheimild; sumarbústaður – 2403070 | |
Móttekin er ný umsókn 03.05.2024 um byggingarheimild fyrir 156 m2 sumarbústað með lagnakjallara og skýli undir byggingunni á sumarbústaðalandinu Guðjónsgata 9 (L234113) í Bláskógabyggð. | ||
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð. | ||
19. | Reykholt hitaveitulóð (L221755); byggingarheimild; fjarskiptamastur – 2405034 | |
Móttekin er umsókn 07.05.2024 um byggingarheimild fyrir fjarskiptamastur á viðskipta- og þjónustulóðinni Reykholt hitaveitulóð (L221755) í Bláskógabyggð. | ||
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: – Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Leyfisgjöld þurfa að vera greidd. Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin innan tveggja ára frá samþykkt þeirra. |
||
20. | Berghof 3 (L218587); byggingarheimild; vélaskemma – 2405033 | |
Móttekin umsókn 04.05.2024 um byggingarheimild fyrir vélaskemmu á sumarbústaðalandinu Berghof 3 (L218587) í Bláskógabyggð. | ||
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð. | ||
21. | Tungurimi 3 (L234812); byggingarleyfi; einbýlishús með bílskúr – 2404022 | |
Móttekin er umsókn 08.04.2024 um byggingarleyfi fyrir 178,8 m2 einbýlishúsi með bílskúr á íbúðarhúsalóðinni Tungurimi 3 (L234812) í Bláskógabyggð. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir. -Undirritaðir aðaluppdrættir skulu vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri skal staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara skal skilað inn. – Hönnunarstjóri skal leggja fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða. – Byggingarleyfisgjöld skulu vera greidd. Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarleyfi ekki verið gefið út innan tveggja ára frá samþykkt þeirra. |
||
Flóahreppur – Almenn mál | ||
22. | Gegnishólapartur 4 (L236623); byggingarleyfi; íbúðarhús – 2404018 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund. Móttekin er umsókn 04.04.2024 um byggingarleyfi fyrir 48 m2 einbýlishúsi á íbúðarhúsalóðinni Gegnishólapartur 4 (L236623) í Flóahreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir. -Undirritaðir aðaluppdrættir skulu vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri skal staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara skal skilað inn. – Hönnunarstjóri skal leggja fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða. – Byggingarleyfisgjöld skulu vera greidd. Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarleyfi ekki verið gefið út innan tveggja ára frá samþykkt þeirra. |
||
23. | Merkurhraun 18 (L173893); byggingarheimild; bílageymsla – 2405042 | |
Móttekin er umsókn 07.05.2024 um byggingarheimild fyrir 39,2 m2 bílageymslu á sumarbústaðalandinu Merkurhaun 18 (L173893) í Flóahrepp. | ||
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu. | ||
24. | Urriðafoss 1 (L225291); byggingarheimild; tvö gistihús – 2405027 | |
Móttekin er umsókn 30.04.2024 um byggingarheimild fyrir tveimur 46,4 m2 gistihúsum á viðskipta- og þjónustulóðinni Urriðafoss 1 (L225291) í Flóahreppi. | ||
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: – Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Leyfisgjöld þurfa að vera greidd. Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin innan tveggja ára frá samþykkt þeirra. |
||
25. | Hrafnshagi (L210496); byggingarleyfi; íbúðarhús – 2405025 | |
Móttekin er umsókn 05.04.2024 um byggingarleyfi fyrir 38,7 m2 íbúðarhúsi á landinu Hrafnshagi (L210496) í Flóahreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir. -Undirritaðir aðaluppdrættir skulu vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri skal staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara skal skilað inn. – Hönnunarstjóri skal leggja fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða. – Byggingarleyfisgjöld skulu vera greidd. Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarleyfi ekki verið gefið út innan tveggja ára frá samþykkt þeirra. |
||
Grímsnes- og Grafningshr. – Umsagnir og vísanir | ||
26. | Bústjórabyggð 7 (L225377); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2405041 | |
Móttekinn var tölvupóstur þann 07.05.2024 frá fulltrúa sýslumanns þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II (H) frístundahús, rýmisnúmer 01 0101 sumarbústaður frá Sigrúnu Steingrímsdóttur fyrir hönd Starfssystur ehf. kt. 620709 – 0930 á sumarbústaðalandinu Bústjórabyggð 7 (F236 4917) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Lagst er gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II á þeim grundvelli að leyfisveiting samræmist ekki stefnu gildandi skipulags. | ||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30