Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 192 – 4. október 2023

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 23-192. fundur  haldinn að Laugarvatni, miðvikudaginn 4. október 2023 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrua og Guðmundur G. Þórisson áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

Hrunamannahreppur – Almenn mál

1.    Kaldbakur (L166790); byggingarheimild; viðbygging sólskáli og baðhús – 2307027
Fyrir liggur umsókn Friðriks Friðrikssonar fyrir hönd Ævars Guðmundssonar, móttekin 07.07.2023 um byggingarheimild að byggja 32 m2 sólskála við íbúðarhús og 16,8 m2 baðhús, ásamt endurnýja glugga á svefnherbergjum og klæðningu á húsi á jörðinni Kaldbakur (L166790) í Hrunamannahrepp. Íbúðarhús eftir stækkun verður 193,7 m2.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
2.   Ásastígur 5 (L166937); byggingarheimild; aðstöðuhús – 2308092
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Kolbrúnar K. Daníelsdóttur, móttekin 28.08.2023 um byggingarheimild fyrir aðstöðuhúsi 59 m2 að grunnfleti með rislofti á íbúðarhúsalóðinni Ásastígur 5 (L166937) í Hrunamannahrepp.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
3.    Vesturbrún 1 (L166741); byggingarleyfi; þjónustuhús – viðbygging mhl 05 og hótel – viðbygging á tveimur hæðum mhl 06 – 2309097
Móttekin er umsókn 26.09.2023 um byggingarleyfi, fyrir 61 m2 viðbyggingu við þjónustuhús mhl 5 og 36 herbergja gistiálmu 1.180,6 m2 við hótel á tveimur hæðum mhl 06 á viðskipta- og þjónustulóðinni Vesturbrún 1 (L166741) í Hrunamannahrepp.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
 
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál

4.    Tjarnholtsmýri 15 (L201051); byggingarleyfi; sumarbústaður – breyta notkun í íbúðarhús auk stækkunar og byggja vinnustofu og geymslu – 2304017
Fyrir liggur umsókn Þorgeirs Þorgeirssonar fyrir hönd Huldu K. Jóhannesdóttur, móttekin 12.04.2023 um byggingarleyfi að breyta notkun á 89,4 m2 sumarbústaði í íbúðarhús og byggja 23,9 m2 viðbyggingu auk þess að byggja 17,3 m2 vinnustofu og 14,7 m2 geymslu á íbúðarhúsalóðinni Tjarnholtsmýri 15 (L201051) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á íbúðarhúsi eftir stækkun verður 113,3 m2.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
 
5.    Grímkelsstaðir lóð 26 (L193704); byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging – 2308055
Erindi fer að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Vigfúsar Halldórssonar fyrir hönd Halldóru Jónsdóttur, móttekin 14.08.2023 um 15,5 m2 viðbyggingu við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Grímkelsstaðir lóð 26 (L193704) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 87,5 m2.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
6.   Hestur lóð 7a (L196063); byggingarheimild; geymsla – 2309047
Móttekin er umsókn 07.09.2023 um byggingarheimild fyrir 25,9 m2 geymslu á sumarbústaðalandinu Hestur lóð 7a (L196063) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Umsókn um byggingarleyfi er synjað þar sem umsókn uppfyllir ekki kröfur gildandi deiliskipulags.
í deiliskipulagsskilmálum fyrir svæðið kemur fram að á hverri lóð er einungis leyfilegt að byggja eitt sumarhús og allt að 40 m2 aukahús við hvern bústað. Fyrir er á lóðinni 107 m2 sumarhús mhl 01 ásamt 25 m2 gestahúsi mhl 02.

 

 

 
7.   Syðri-Brú (L169607); byggingarheimild; bílageymsla og geymsla – 2309054
Móttekin er umsókn 11.09.2023 um byggingarheimild fyrir 40 m2 bílageymslu og 20 m2 geymslu á sumarbústaðalandinu Syðri-Brú lóð (L169607) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
8.    Snæfoksstaðir lóð (L169673); byggingarheimild; sumarbústaður-viðbygging – 2309075
Móttekin er umsókn 19.09.2023 um byggingarheimild, að flytja 55 m2 timburhús frá Nesjavöllum og byggja 18,4 m2 tengibyggingu við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Snæfoksstaðir lóð (L169673) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð eftir stækkun verður 127,1 m2.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
9.    Berjaás 4 (L210690); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður og gestahús – 2309033
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Jóns M. Halldórssonar fyrir hönd Heklaverk ehf., móttekin 06.09.2023 um byggingarheimild fyrir 100 m2 sumarbústað og 40 m2 gestahús á sumarbústaðalandinu Berjaás 4 (L210690) í Grímsnes-og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
10.    Selholt 24 (L205624); byggingarheimild; sumarbústaður og gestahús – 2309063
Erindi sett að nýju fyrir fund. Móttekin er umsókn 12.09.2023 um byggingarheimild fyrir 113,4 m2 sumarbústað og 40,5 m2 gestahús á sumarbústaðalandinu Selholt 4 (L205624) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
11.   Hallkelshólar lóð 46 (L168503); byggingarheimild; gestahús – 2309083
Móttekin er umsókn 20.09.2023 um byggingarheimild fyrir 39,4 m2 gestahúsi á sumarbústaðalandinu Hallkelshólar lóð 46 (L168503) í Grímsnes- og Grafningshrepp.
Málinu er vísað í grenndarkynningu.
Ákvörðun byggingarfulltrúa byggir á heimild í 93. og 94. gr. sveitarstjórnarlaga 138/2011 um fullnaðarafgreiðslu mála og samþykkt fyrir byggðasamlagið Umhverfis og tæknisvið uppsveita bs. 35/2022 og samþykkt um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps nr. 757/2013.
 
12.   Hæðarendi lóð (L168828); byggingarheimild; sumarhús-stækkun – 2309095
Móttekin er umsókn 26.09.2023 um byggingarheimild fyrir 56,5 m2 stækkun á sumarbústað á sumarbústaðalandinu Hæðarenda lóð (L168828) í Grímsnes og Grafningshrepp. Heildarstærð á sumarbústaðnum eftir stækkun verður 104,5 m2.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
 
13.    Klausturhólar C-Gata 20 (176843); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús – breyting, stækkun – 1811028
Erindið sett að nýju fyrir fund, móttekin ný aðalteikning 25.09.2023, breyting frá fyrri samþykkt. Sótt er um leyfi til að byggja 186,5 m2 sumarbústað með rishæð að hluta á sumarbústaðalandinu Klausturhólar C-Gata 20 (L176843) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
14.   Hraunið 7 (L213061);byggingarheimild; geymsla – 2309098
Móttekin er umsókn 27.09.2023 um byggingarheimild fyrir 9,8 m2 geymslu á sumarbústaðalandinu Hraunið 7 (L213061) í Grímsnes- og Grafningshrepp.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
 
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál

15.   Hamragerði 9 (L203305); byggingarleyfi; íbúðarhús með kjallara – 2309061
Móttekin er umsókn 12.09.2023 um byggingarleyfi fyrir 242,9 m2 íbúðarhús með kjallara á íbúðarhúsalóðinni Hamragerði 9 (L203305) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir.
-Undirritaðir aðaluppdrættir skulu vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri skal staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara skal skilað inn.
– Hönnunarstjóri skal leggja fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða.
– Byggingarleyfisgjöld skulu vera greidd.
 
16.    Áshildarvegur 7 (L230355); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús með innbyggðum bílskúr – breyting, sólskáli – 2103081
Erindi sett að nýju fyrir fund, móttekin 15.06.2023 ný aðalteikning frá hönnuði, breyting frá fyrri samþykkt. Sótt um leyfi til að byggja 24 m2 sólstofu við íbúðarhúsið með innbyggðum bílskúr á íbúðarhúsalóðinni Áshildarvegur 7 (L230355) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Heildarstærð á íbúðarhúsi eftir stækkun verður 234,5 m2.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
 
17.   Holtabraut 15 (L166453); byggingarheimild; bílskúr – 2309074
Móttekin er umsókn 19.09.2023 um byggingarheimild fyrir 61,7 m2 bílskúr á íbúðarhúsalóðinni Holtabraut 15 (L166453) í Skeiða- og Gnúpverjahrepp.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
Bláskógabyggð – Almenn mál

18.   Lindargata 8 (L201912); byggingarheimild; sumarhús og geymsla – 2309087
Móttekin er umsókn 23.09.2023 um byggingarheimild fyrir 130,2 m2 sumarhúsi og 25,2 m2 geymslu á sumarbústaðalandinu Lindargötu 8 (L201912) í Bláskógabyggð.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
 
Flóahreppur – Almenn mál

19.   Rimar 12 (L212355); byggingarheimild; skemma – 2308071
Fyrir liggur umsókn Hrókur ehf., byggingaverktaki með umboð lóðarhafa, Ernu R. Pálsdóttur, móttekin 21.08.2023 um byggingarheimild fyrir 299,6 m2 skemmu á íbúðarhúsalóðinni Rimar 12 (L212355) í Flóahrepp.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
 
Flóahreppur – Umsagnir og vísanir

20.   Skógsnes 2 (L229833); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2309031
Móttekinn var tölvupóstur þann 06.09.2023 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II (H) frístundahús, rýmisnúmer 01 0101, 02 0101 og 03 0101 gistihús frá Atla Kristinssyni fyrir hönd Atli Verk ehf., kt. 650414 – 1360 á landinu Skógsnes 2 (F250 9486) í Flóahreppi.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu máls þar til breyting á skipulagi svæðisins hefur verið samþykkt.
 

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00