04 okt Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 192 – 4. október 2023
Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 23-192. fundur haldinn að Laugarvatni, miðvikudaginn 4. október 2023 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu:
Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrua og Guðmundur G. Þórisson áheyrnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi
Dagskrá:
Hrunamannahreppur – Almenn mál | ||
1. | Kaldbakur (L166790); byggingarheimild; viðbygging sólskáli og baðhús – 2307027 | |
Fyrir liggur umsókn Friðriks Friðrikssonar fyrir hönd Ævars Guðmundssonar, móttekin 07.07.2023 um byggingarheimild að byggja 32 m2 sólskála við íbúðarhús og 16,8 m2 baðhús, ásamt endurnýja glugga á svefnherbergjum og klæðningu á húsi á jörðinni Kaldbakur (L166790) í Hrunamannahrepp. Íbúðarhús eftir stækkun verður 193,7 m2. | ||
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: – Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Leyfisgjöld þurfa að vera greidd. |
||
2. | Ásastígur 5 (L166937); byggingarheimild; aðstöðuhús – 2308092 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Kolbrúnar K. Daníelsdóttur, móttekin 28.08.2023 um byggingarheimild fyrir aðstöðuhúsi 59 m2 að grunnfleti með rislofti á íbúðarhúsalóðinni Ásastígur 5 (L166937) í Hrunamannahrepp. | ||
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: – Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Leyfisgjöld þurfa að vera greidd. |
||
3. | Vesturbrún 1 (L166741); byggingarleyfi; þjónustuhús – viðbygging mhl 05 og hótel – viðbygging á tveimur hæðum mhl 06 – 2309097 | |
Móttekin er umsókn 26.09.2023 um byggingarleyfi, fyrir 61 m2 viðbyggingu við þjónustuhús mhl 5 og 36 herbergja gistiálmu 1.180,6 m2 við hótel á tveimur hæðum mhl 06 á viðskipta- og þjónustulóðinni Vesturbrún 1 (L166741) í Hrunamannahrepp. | ||
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð. | ||
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál | ||
4. | Tjarnholtsmýri 15 (L201051); byggingarleyfi; sumarbústaður – breyta notkun í íbúðarhús auk stækkunar og byggja vinnustofu og geymslu – 2304017 | |
Fyrir liggur umsókn Þorgeirs Þorgeirssonar fyrir hönd Huldu K. Jóhannesdóttur, móttekin 12.04.2023 um byggingarleyfi að breyta notkun á 89,4 m2 sumarbústaði í íbúðarhús og byggja 23,9 m2 viðbyggingu auk þess að byggja 17,3 m2 vinnustofu og 14,7 m2 geymslu á íbúðarhúsalóðinni Tjarnholtsmýri 15 (L201051) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á íbúðarhúsi eftir stækkun verður 113,3 m2. | ||
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. | ||
5. | Grímkelsstaðir lóð 26 (L193704); byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging – 2308055 | |
Erindi fer að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Vigfúsar Halldórssonar fyrir hönd Halldóru Jónsdóttur, móttekin 14.08.2023 um 15,5 m2 viðbyggingu við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Grímkelsstaðir lóð 26 (L193704) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 87,5 m2. | ||
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: – Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Leyfisgjöld þurfa að vera greidd. |
||
6. | Hestur lóð 7a (L196063); byggingarheimild; geymsla – 2309047 | |
Móttekin er umsókn 07.09.2023 um byggingarheimild fyrir 25,9 m2 geymslu á sumarbústaðalandinu Hestur lóð 7a (L196063) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Umsókn um byggingarleyfi er synjað þar sem umsókn uppfyllir ekki kröfur gildandi deiliskipulags. í deiliskipulagsskilmálum fyrir svæðið kemur fram að á hverri lóð er einungis leyfilegt að byggja eitt sumarhús og allt að 40 m2 aukahús við hvern bústað. Fyrir er á lóðinni 107 m2 sumarhús mhl 01 ásamt 25 m2 gestahúsi mhl 02.
|
||
7. | Syðri-Brú (L169607); byggingarheimild; bílageymsla og geymsla – 2309054 | |
Móttekin er umsókn 11.09.2023 um byggingarheimild fyrir 40 m2 bílageymslu og 20 m2 geymslu á sumarbústaðalandinu Syðri-Brú lóð (L169607) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: – Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Leyfisgjöld þurfa að vera greidd. |
||
8. | Snæfoksstaðir lóð (L169673); byggingarheimild; sumarbústaður-viðbygging – 2309075 | |
Móttekin er umsókn 19.09.2023 um byggingarheimild, að flytja 55 m2 timburhús frá Nesjavöllum og byggja 18,4 m2 tengibyggingu við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Snæfoksstaðir lóð (L169673) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð eftir stækkun verður 127,1 m2. | ||
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: – Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Leyfisgjöld þurfa að vera greidd. |
||
9. | Berjaás 4 (L210690); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður og gestahús – 2309033 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Jóns M. Halldórssonar fyrir hönd Heklaverk ehf., móttekin 06.09.2023 um byggingarheimild fyrir 100 m2 sumarbústað og 40 m2 gestahús á sumarbústaðalandinu Berjaás 4 (L210690) í Grímsnes-og Grafningshreppi. | ||
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: – Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Leyfisgjöld þurfa að vera greidd. |
||
10. | Selholt 24 (L205624); byggingarheimild; sumarbústaður og gestahús – 2309063 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund. Móttekin er umsókn 12.09.2023 um byggingarheimild fyrir 113,4 m2 sumarbústað og 40,5 m2 gestahús á sumarbústaðalandinu Selholt 4 (L205624) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: – Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Leyfisgjöld þurfa að vera greidd. |
||
11. | Hallkelshólar lóð 46 (L168503); byggingarheimild; gestahús – 2309083 | |
Móttekin er umsókn 20.09.2023 um byggingarheimild fyrir 39,4 m2 gestahúsi á sumarbústaðalandinu Hallkelshólar lóð 46 (L168503) í Grímsnes- og Grafningshrepp. | ||
Málinu er vísað í grenndarkynningu. Ákvörðun byggingarfulltrúa byggir á heimild í 93. og 94. gr. sveitarstjórnarlaga 138/2011 um fullnaðarafgreiðslu mála og samþykkt fyrir byggðasamlagið Umhverfis og tæknisvið uppsveita bs. 35/2022 og samþykkt um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps nr. 757/2013. |
||
12. | Hæðarendi lóð (L168828); byggingarheimild; sumarhús-stækkun – 2309095 | |
Móttekin er umsókn 26.09.2023 um byggingarheimild fyrir 56,5 m2 stækkun á sumarbústað á sumarbústaðalandinu Hæðarenda lóð (L168828) í Grímsnes og Grafningshrepp. Heildarstærð á sumarbústaðnum eftir stækkun verður 104,5 m2. | ||
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. | ||
13. | Klausturhólar C-Gata 20 (176843); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús – breyting, stækkun – 1811028 | |
Erindið sett að nýju fyrir fund, móttekin ný aðalteikning 25.09.2023, breyting frá fyrri samþykkt. Sótt er um leyfi til að byggja 186,5 m2 sumarbústað með rishæð að hluta á sumarbústaðalandinu Klausturhólar C-Gata 20 (L176843) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: – Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Leyfisgjöld þurfa að vera greidd. |
||
14. | Hraunið 7 (L213061);byggingarheimild; geymsla – 2309098 | |
Móttekin er umsókn 27.09.2023 um byggingarheimild fyrir 9,8 m2 geymslu á sumarbústaðalandinu Hraunið 7 (L213061) í Grímsnes- og Grafningshrepp. | ||
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. |
||
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál | ||
15. | Hamragerði 9 (L203305); byggingarleyfi; íbúðarhús með kjallara – 2309061 | |
Móttekin er umsókn 12.09.2023 um byggingarleyfi fyrir 242,9 m2 íbúðarhús með kjallara á íbúðarhúsalóðinni Hamragerði 9 (L203305) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir. -Undirritaðir aðaluppdrættir skulu vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri skal staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara skal skilað inn. – Hönnunarstjóri skal leggja fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða. – Byggingarleyfisgjöld skulu vera greidd. |
||
16. | Áshildarvegur 7 (L230355); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús með innbyggðum bílskúr – breyting, sólskáli – 2103081 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund, móttekin 15.06.2023 ný aðalteikning frá hönnuði, breyting frá fyrri samþykkt. Sótt um leyfi til að byggja 24 m2 sólstofu við íbúðarhúsið með innbyggðum bílskúr á íbúðarhúsalóðinni Áshildarvegur 7 (L230355) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Heildarstærð á íbúðarhúsi eftir stækkun verður 234,5 m2. | ||
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. |
||
17. | Holtabraut 15 (L166453); byggingarheimild; bílskúr – 2309074 | |
Móttekin er umsókn 19.09.2023 um byggingarheimild fyrir 61,7 m2 bílskúr á íbúðarhúsalóðinni Holtabraut 15 (L166453) í Skeiða- og Gnúpverjahrepp. | ||
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: – Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Leyfisgjöld þurfa að vera greidd. |
||
Bláskógabyggð – Almenn mál | ||
18. | Lindargata 8 (L201912); byggingarheimild; sumarhús og geymsla – 2309087 | |
Móttekin er umsókn 23.09.2023 um byggingarheimild fyrir 130,2 m2 sumarhúsi og 25,2 m2 geymslu á sumarbústaðalandinu Lindargötu 8 (L201912) í Bláskógabyggð. | ||
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. | ||
Flóahreppur – Almenn mál | ||
19. | Rimar 12 (L212355); byggingarheimild; skemma – 2308071 | |
Fyrir liggur umsókn Hrókur ehf., byggingaverktaki með umboð lóðarhafa, Ernu R. Pálsdóttur, móttekin 21.08.2023 um byggingarheimild fyrir 299,6 m2 skemmu á íbúðarhúsalóðinni Rimar 12 (L212355) í Flóahrepp. | ||
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð. | ||
Flóahreppur – Umsagnir og vísanir | ||
20. | Skógsnes 2 (L229833); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2309031 | |
Móttekinn var tölvupóstur þann 06.09.2023 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II (H) frístundahús, rýmisnúmer 01 0101, 02 0101 og 03 0101 gistihús frá Atla Kristinssyni fyrir hönd Atli Verk ehf., kt. 650414 – 1360 á landinu Skógsnes 2 (F250 9486) í Flóahreppi. | ||
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu máls þar til breyting á skipulagi svæðisins hefur verið samþykkt. | ||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00