Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 173 – 2. nóvember 2022

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 22-173. fundur haldinn að Laugarvatni, miðvikudaginn 2. nóvember 2022 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Halldór Ásgeirsson áheyrnafulltrúi og Leifur Bjarki Björnsson áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

Ásahreppur – Almenn mál

 

1.    Sumarliðabær 2 lóð (L217623); umsókn um byggingarheimild; gestahús – viðbygging – 2210063
Fyrir liggur umsókn Davíðs K. Chatham Pitt fyrir hönd Svarthöfði Hrossarækt ehf., móttekin 24.10.2022 um byggingarheimild fyrir 99,2 m2 viðbyggingu við gestahús á íbúðarhúsalóðinni Sumarliðabær 2 lóð (L217623) í Ásahreppi. Heildarstærð á gestahúsi eftir stækkun verður 250 m2.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
2.    Lækjartún II (215415); umsókn um byggingarleyfi; véla- og verkfærageymsla, kvistir og breyting innanhúss – 1803038
Fyrir liggur umsókn Sveitakarlinn ehf. móttekin 13.03.2018 um byggingarleyfi til að byggja tvo kvisti og breyta innanhúss á véla- og verkfærageymslunni mhl 04 á jörðinni Lækjartún II (L215415) í Ásahrepp.
Samþykkt.
Hrunamannahreppur – Almenn mál

 

3.    Jaðar lóð (L175571); umsókn um byggingarheimild; salernishús-geymsla – 2210048
Fyrir liggur umsókn Jörgen P. Lange Guðjónssonar og Ástu Steinsdóttur fyrir 6,3 m2 salernishúsi/geymsla á sumarbústaðalandinu Jaðar lóð (L175571) í Hrunamannahrepp.
Samþykkt.
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál

 

4.    Öndverðarnes 2 lóð (L170138); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – 2206090
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Sigríðar Ólafsdóttur fyrir hönd Mest ehf., móttekin 22.06.2022 um byggingarheimild fyrir 200 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Öndverðarnes 2 lóð (L170138) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
5.    Farbraut 15 (L169478); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging og garðskáli – 2209014
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Heimis Þ. Gíslasonar og Hrefnu H. Guðnadóttur, móttekin 05.09.2022 um byggingarheimild til að byggja 16,1 m2 viðbyggingu við sumarbústað mhl 01 og 30,7 m2 garðskála mhl 03 á sumarbústaðalandinu Farbraut 15 (L169478) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 38,8 m2.
Erindi var tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar þann 27.9.2022. Skipulagsnefnd synjaði erindinu og var það staðfest í sveitarstjórn.
Umsóttar byggingar sem um ræðir hafa þegar verið byggðar og er því um umsókn um byggingarleyfi vegna óleyfisframkvæmdar að ræða. Samkvæmt framlagðri afstöðumynd eru byggingar staðsettar þétt upp að lóðarmörkum aðliggjandi lóða og samræmast því ekki skilmálum skipulagsreglugerðar 5.3.2.12 er varðar frístundasvæði og takmarkanir vegna fjarlægðar byggingarreita frá lóðarmörkum. Umsækjanda er bent á að hægt er að óska eftir undanþágu frá ákvæðum skipulagslaga og skipulagsreglugerðar til innviðaráðuneytis á grundvelli 12. mgr. 45. gr. skipulagslaga. Ef undaþága fæst þá þarf að taka málið fyrir að nýju hjá embætti.
Byggingarfulltrúi synjar umsókn og fer fram á að byggingar sem sótt er um verði fjarlægðar fyrir 1.06.2023.
6.    Brekkur 8 (L225993); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður og gestahús – 2209095
Fyrir liggur umsókn Helga S. Helgasonar fyrir hönd Ian Graham Sadler, móttekin 28.09.2022 um byggingarheimild fyrir 222,5 m2 sumarbústað og 30 m2 gestahúsi

á sumarbústaðalandinu Brekkur 8 (L225993) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
7.    Hólsbraut 6-8 (L208943); umsókn um byggingarleyfi; parhús með innbyggðum bílskúrum – 2210046
Fyrir liggur umsókn Bents L. Fróðasonar fyrir hönd Premium Properties ehf., móttekin 12.10.2022 um byggingarleyfi fyrir 304,2 m2 parhúsi með innbyggðum bílskúrum á íbúðarhúsalóðinni Hólsbraut 6 – 8 (L208943) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir.
-Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara skal hafi verið skilað inn.
– Hönnunarstjóri skal leggja fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða.
– Byggingarleyfisgjöld þurfa að vera greidd.
8.   Hraunbraut 17-25 (L204128); umsókn um byggingarleyfi; raðhús – 2210047
Fyrir liggur umsókn Bents L. Fróðasonar fyrir hönd New Design ehf., móttekin 12.10.2022 um byggingarleyfi fyrir 493 m2 fimm íbúða raðhúsi á íbúðarhúsalóðinni Hraunbraut 17-25 (L204128) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir.
-Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara skal hafi verið skilað inn.
– Hönnunarstjóri skal leggja fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða.
– Byggingarleyfisgjöld þurfa að vera greidd.
9.    Giljatunga 35 (L216348); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – 2210065
Fyrir liggur umsókn Ívars Haukssonar fyrir hönd AP fjárfestingar ehf., móttekin 24.10.2022 um byggingarheimild fyrir 149,8 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Giljatunga 35 (L216348) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
10.    Neðan-Sogsvegar 61B (L231661); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður og gestahús – 2210066
Fyrir liggur umsókn Emils Þ. Guðmundssonar fyrir hönd Þrúðar Karlsdóttur, móttekin 25.10.2022 um byggingarheimild fyrir 151 m2 sumarbústað og 25,9 m2 gestahúsi á sumarbústaðalandinu Neðan Sogsvegar 61B (L231661) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
11.    Austurheiðarvegur 7 (L169503); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging – 2210087
Fyrir liggur umsókn Hjörleifs Sigurþórssonar fyrir hönd Kristínar Guðjohnsen, móttekin 28.10.2022 um byggingarheimild að byggja 2,1 m2 viðbyggingu við sumarbústað og sameina mhl 01 og mhl 02 á Austurheiðavegi 7 (L169503) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 97,9 m2.
Samþykkt.
12.    Giljatunga 10 (L233409); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – 2210088
Fyrir liggur umsókn Eiríks V. Pálssonar fyrir hönd Súperbygg ehf. ,móttekin 28.10.2022 um byggingarheimild fyrir 133,5 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Giljatunga 10 (L233409) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál

 

13.    Útverk (L166499); umsókn um byggingarheimild; hesthús – breyting á notkun að hluta í vélageymslu – 1804096
Erindi sett að nýju fyrir fund, nýjar aðalteikningar mótteknar þann 05.04.2022 frá Sæmundi Óskarssyni. Sótt er um að breyta notkun á hesthúsi í vélageymslu að hluta, stærð húss verður 118,1 m2 á jörðinni Útverk (L166499) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Samþykkt.
14.    Skeiðháholt land (L166517); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – 2210079
Fyrir liggur umsókn Emils Þ. Guðmundssonar fyrir hönd Steinunnar Gunnlaugsdóttur með umboð landeigenda, móttekin 17.10.2022 um byggingarheimild fyrir 52 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Skeiðháholt land (L166517) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Bláskógabyggð – Almenn mál

 

15.    Laugardalshólar lóð (L167824); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging – 2210054
Fyrir liggur umsókn Einars Ólafssonar fyrir hönd Maríu S. Daníelsdóttur, móttekin 17.10.2022 um byggingarheimild fyrir 35,2 m2 viðbyggingu við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Laugardalshólar lóð (L167824) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 99 m2.
Málinu er vísað í grenndarkynningu
Ákvörðun byggingarfulltrúa byggir á heimild í 93. og 94. gr. sveitarstjórnarlaga 138/2011 um fullnaðarafgreiðslu mála og samþykkt fyrir byggðasamlagið Umhverfis og tæknisvið uppsveita bs. 35/2022 og samþykkt um stjórn og fundarsköp Bláskógabyggðar nr. 280/2022
16.   Rimatjörn 6 (L215376); umsókn um stöðuleyfi; tvö hjólhýsi – 2210062
Fyrir liggur umsókn Ragnar G. D. Hermannssonar og Sæunnar K. Erlingsdóttur, móttekin 23.10.2022 um stöðuleyfi fyrir hjólhýsum á sumarbústaðalandinu Rimatjörn 6 (L215376) í Bláskógabyggð.
Frístundahúsasvæðið í landi Leynis er deiliskipulagt svæði fyrir sumarhús og því ekki ætlað til geymslu á lausafjármunum. Umsókn um stöðuleyfi fyrir hjólhýsum er synjað.
17.    Traustatún 10 (L234175); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr – 2210081
Fyrir liggur umsókn Bents L. Fróðasonar fyrir hönd Þórs L. Sævarssonar, móttekin 26.10.2022 um byggingarleyfi fyrir 352,8 m2 íbúðarhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr á íbúðarhúsalóðinni Traustatún 10 (L234175) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir.
-Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara skal hafi verið skilað inn.
– Hönnunarstjóri skal leggja fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða.
– Byggingarleyfisgjöld þurfa að vera greidd.
18.    Víðistekkur 1 (L170626); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging og gestahús – 2210089
Fyrir liggur umsókn Vigfúsar Halldórssonar fyrir hönd Láru D. Sigurðardóttur móttekin 29.10.2022 um byggingarheimild fyrir 48,2 m2 viðbyggingu við sumarbústað og 29 m2 gestahúsi á sumarbústaðalandinu Víðistekkur 1 (L170626)

í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 99 m2.

Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
Ásahreppur – Umsagnir og vísanir

 

19.   Kálfholt (L165294); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2210032
Móttekinn var tölvupóstur þann 11.10.2022 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, minna gistiheimili (C) frá Ísleifi Jónassyni kt. 120575 – 4309 á séreignanúmeri 04 0101 íbúð á jörðinni Kálfholt (F219 8029) í Ásahreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 6 manns.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00