02 feb Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 158 – 2. febrúar 2022
Afgreiðslur byggingarfulltrúa 22-158. fundur haldinn með fjarfundarbúnaði, miðvikudaginn 2. febrúar 2022 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu:
Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Guðmundur G. Þórisson áheyrnarfulltrúi og Halldór Ásgeirsson áheyrnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi
Dagskrá:
Ásahreppur – Almenn mál
|
||
1. | Sumarliðabær 2 (L165307); umsókn um byggingarleyfi; tvö starfsmannahús – 2112059 | |
Fyrir liggur umsókn Davíðs Kristjáns C. Pitt fyrir hönd Svarthöfði Hrossarækt ehf., móttekin 16.12.2021 um byggingarleyfi til að byggja tvö jafnstór 29,8 m2 starfsmannahús á jörðinni Sumarliðabær 2 (L165307) í Ásahreppi. | ||
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu. | ||
2. | Hellatún lóð F (L201670); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 2201016 | |
Fyrir liggur umsókn Falk Krueger fyrir hönd Ansgar B. Jones, móttekin 06.01.2022 um byggingarleyfi til að byggja 48,7 m2 gestahús á íbúðarhúsalóðinni Hellatún lóð F (L201670) í Ásahreppi. | ||
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: – Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda. – Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Leyfisgjöld hafa verið greidd. |
||
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál
|
||
3. | Hraunbyggð 23 (L212406); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður með svefnlofti og opnu bílskýli – 2112016 | |
Fyrir liggur umsókn Luigi Bartolozi fyrir hönd Vittorio Arash Herman, móttekin 08.12.2021 um byggingarheimild til að byggja 93,1 m2 sumarbústað með svefnlofti og opnu bílskýli á sumarbústaðalandinu Hraunbyggð 23 (L212406) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð. | ||
4. | Lyngbrekka 5 (L208556); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – breyting, með svefnlofti að hluta – 1608042 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Bjarka M. Sveinssonar fyrir hönd Lina Kleinaityté um byggingarheimild til að byggja 148,2 m2 sumarbústað með svefnlofti að hluta á sumarbústaðalandinu Lyngbrekka 5 (L208556) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð. | ||
5. | Illagil 17 (L209154); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður og baðhús – 2201064 | |
Fyrir liggur umsókn Sveinbjarnar Jónssonar fyrir hönd Ágústs S. Egilssonar og Soffíu G. Jónasdóttur, móttekin 19.01.2022 um byggingarheimild til að byggja
153,7 m2 sumarbústað og 30 m2 baðhús á sumarbústaðalandinu Illagil 17 (L209154) í Grímsnes- og Grafningshreppi. |
||
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð. | ||
6. | Kothólsbraut 24 (L202220); umsókn um byggingaheimild; sumarbústaður – 2201065 | |
Fyrir liggur umsókn Rúnars I. Guðjónssonar fyrir hönd Halldórs P. Gíslasonar, móttekin 19.01.2022 um byggingarheimild til að byggja 149,4 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Kothólsbraut 24 (L202220) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð. | ||
7. | Brekkur 9 (L219238); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging – 2201067 | |
Fyrir liggur umsókn Helga S. Helgasonar fyrir hönd Ian Graham Sadler, móttekin 24.01.2022 um byggingarheimild að byggja 84,6 m2 við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Brekkur 9 (L219238) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 198,6 m2. | ||
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: – Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda. – Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Leyfisgjöld hafa verið greidd. |
||
8. | Hallkelshólar lóð (L168483); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging – 2202003 | |
Fyrir liggur umsókn Jóns H. Hlöðverssonar fyrir hönd Láru D. Daníelsdóttur, móttekin 31.01.2022 um byggingarheimild til að byggja 39,3 m2 viðbyggingu við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Hallkellshólar lóð (L168483) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 98 m2. | ||
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu. | ||
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál
|
||
9. | Hofskot 7 (L220408); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður á tveimur hæðum með bílageymslu – 2105034 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Kristjáns G. Leifssonar fyrir hönd Inga V. Þorgeirssonar, móttekin 11.05.2021 um byggingarheimild til að byggja 152,3 m2 sumarbústað á tveimur hæðum með bílageymslu á neðri hæð á sumarbústaðalandinu Hofskot 7 (L220408) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: – Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda. – Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Leyfisgjöld hafa verið greidd. |
||
10. | Löngudælaholt lóð 4 (L166656); umsókn um byggingarheimild; sumarhús – viðbygging – 2201078 | |
Fyrir liggur umsókn Þóris Guðmundssonar fyrir hönd Ágústs Jóhannessonar og Unnar Björnsdóttur, móttekin 28.01.2022 um byggingarheimild til að byggja
34,7 m2 við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Löngudælaholt lóð 4 (L166656) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 66,8 m2. |
||
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu. | ||
Bláskógabyggð – Almenn mál
|
||
11. | Heiðarbær spennistöð (L225244); umsókn um byggingarheimild; spennistöð – 2106043 | |
Fyrir liggur umsókn frá Sigurði Jakobssyni fyrir hönd Rarik ohf., móttekin 11.06.2021 um byggingarheimild. Til stendur að byggja spennistöð 8,1 m2 á viðskipta- og þjónustulóðinni Heiðarbær spennistöð (L225244) í Bláskógabyggð. | ||
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: – Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda. – Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Leyfisgjöld hafa verið greidd. |
||
12. | Lyngholt 11 (L213484); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður og gestahús-geymsla – 2201046 | |
Fyrir liggur umsókn Lárusar K. Ragnarssonar fyrir hönd Bjarna Gunnarssonar og Svölu R. Loftsdóttur, móttekin 15.01.2022 um byggingarheimild að byggja 126 m2 sumarbústað og 30,4 m2 gestahús/geymslu á sumarbústaðalandinu Lyngholt 11 (L213484) í Bláskógabyggð. | ||
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: – Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda. – Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Leyfisgjöld hafa verið greidd. |
||
13. | Sigríðarflöt 3 (L170203); umsókn um byggingarheimild; bátaskýli – viðbygging – 2201080 | |
Fyrir liggur umsókn Samúels S. Hreggviðssonar með umboð lóðareigenda, móttekin 31.01.2022 um byggingaheimild að byggja 23 m2 viðbyggingu við bátaskýli á sumarbústaðalandinu Sigríðarflöt 3 (L170203) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á bátaskýli eftir stækkun verður 82,9 m2. | ||
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. | ||
14. | Laugagerði lóð (L193102); umsókn um byggingarleyfi; tvö gistihús – 2202004 | |
Fyrir liggur umsókn Jóns H. Hlöðverssonar fyrir hönd Önnu Svövu Sverrisdóttur og Úlfar Arnar Valdimarssonar, móttekin 01.02.2022 um byggingarleyfi til að byggja tvö 25 m2 gisthús á íbúðar- og atvinnulóðinni Laugagerði lóð (L193102) í Bláskógabyggð. | ||
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu. | ||
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Umsagnir og vísanir | ||
15. | Sandlækur I lóð 1 (L201306); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2201056 | |
Móttekinn var tölvupóstur þann 18.01.2022 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, minna gistiheimili (C) frá Helgu Margréti Friðriksdóttur fyrir hönd Iceland inn ehf., kt. 630721 – 0830, séreign 01-0101 íbúð á hæð á íbúðarhúsalóðinni Sandlækur I lóð 1 (F225 8002) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 10 manns. | ||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00