15 des Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 155 – 15. desember 2021
Afgreiðslur byggingarfulltrúa 21-155. fundur haldinn að Laugarvatni, miðvikudaginn 15. desember 2021 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu:
Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Guðmundur G. Þórisson áheyrnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi
Dagskrá:
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál |
||
1. | Oddsholt 34 (L202637); umsókn um byggingarheimild; gesta- og geymsluhús – 2110036 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Fjólu Höskuldsdóttur, móttekin 12.10.2021 um byggingarheimild til að byggja 35,8 m2 gesta- og geymsluhús á sumarbústaðalandinu Oddsholt 34 (L202637) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð 112/2012. Þ.e. að hönnuður hafi skilað inn árituðum aðalteikningum til leyfisveitanda, byggingarstjóri hafi staðfest yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent afrit af starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni og að tilskilin gjöld hafi verið greidd. | ||
2. | Hrauntröð 40 (L221150); umsókn um byggingarheimild; gestahús – sumarbústaður óbreyttur – 2103104 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund, nýr aðaluppdráttur móttekin 06.10.2021. Fyrir liggur umsókn Haraldar Ingvarssonar fyrir hönd Magna Má Bernhardssonar og Hrafnhildar Gísladóttur um byggingarheimild til að byggja 15 m2 gestahús á sumarbústaðalandinu Hrauntröð 40 (L221150) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Samþykkt. | ||
3. | Hraunbraut 6 (L213336); umsókn um byggingarleyfi; raðhús – 2111063 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund, lagfærð gögn hafa borist frá hönnuði. Fyrir liggur umsókn Páls Gunnlaugssonar fyrir hönd Sveitasmiðir ehf., móttekin 10.11.2021 um byggingarleyfi til að byggja 3ja íbúða raðhús með einum innbyggðum bílskúr 400,8 m2 á íbúðarhúsalóðinni Hraunbraut 6 (L213336) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
4. | Stapi lóð 3 (L203838); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður með rishæð að hluta – 2111070 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Samúels S. Hreggviðssonar fyrir hönd Ólafs Jóhannssonar og Kolbrúnar F. Rúnarsdóttur, móttekin 25.11.2021 um byggingarheimild til að byggja 117,8 m2 sumarbústað með rishæð á sumarbústaðalandinu Stapi lóð 3 (L203838) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð 112/2012. Þ.e. að hönnuður hafi skilað inn árituðum aðalteikningum til leyfisveitanda, byggingarstjóri hafi staðfest yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent afrit af starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni og að tilskilin gjöld hafi verið greidd. | ||
5. | Lyngbrekka 5 (L208556); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – breyting, með svefnlofti að hluta – 1608042 – 1608042 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund, breyttur aðaluppdráttur móttekinn 03.12.2021 frá hönnuði. Fyrir liggur umsókn Bjarka M. Sveinssonar fyrir hönd Lina Kleinaityté um byggingarheimild til að byggja 148,2 m2 sumarbústað með svefnlofti að hluta á sumarbústaðalandinu Lyngbrekka 5 (L208556) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu þar sem skilmálar um hæð húsa koma ekki fram í deiliskipulagsskilmálum svæðisins. | ||
6. | Hallkelshólar lóð (L168499); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging og geymsla – 2112017 | |
Fyrir liggur umsókn Halls Kristmundssonar fyrir hönd Birgis Emils J. Egilssonar og Guðbjargar S. Guðlaugsdóttur, móttekin 09.12.2021 um byggingarheimild til að byggja 33,1 m2 við sumarbústað og byggja 16,9 m2 geymslu á sumarbústaðalandinu Hallkelshólar lóð (L168499) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 95,7 m2. | ||
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu. | ||
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál |
||
7. | Kílhraunsvegur 13 (L232356); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – 2111081 | |
Fyrir liggur umsókn Yngva R. Kristjánssonar fyrir hönd Heimis B. Gíslasonar og Sólrúnar O. Hansdóttur, móttekin 29.11.2021 um byggingarheimild til að byggja 23,9 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Kílhraunsvegur 13 (L232356) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð 112/2012. Þ.e. að hönnuður hafi skilað inn árituðum aðalteikningum til leyfisveitanda, byggingarstjóri hafi staðfest yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent afrit af starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni og að tilskilin gjöld hafi verið greidd. | ||
8. | Skarð (L166685); umsókn um byggingarleyfi; veiðihús mhl 02 – 2112021 | |
Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Stóru-Laxárdeild Veiðifélags Árnesinga, móttekin 09.12.2021 um byggingarleyfi til að byggja 324,3 m2 veiðihús mhl 02 á landinu Skarð (L166685) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu. Við afgreiðslu máls vék Davíð Sigurðsson af fundi. |
||
Bláskógabyggð – Almenn mál |
||
9. | Skólatún 1 menntaskólinn (L227723); umsókn um byggingarleyfi; íbúð og skóli, breyting og endurbætur – 2104026 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund, móttekin lagfærð gögn frá hönnuði. Fyrir liggur umsókn Viggó Magnússonar fyrir hönd Ríkiseignir, móttekin 23.03.2021 um byggingarleyfi að breyta íbúð í kjallara 02001, 194,9 m2, byggingarár 1948 í skólastofu og einnig er sótt um leyfi til að endurnýja gluggar og hurðir á útvegg ásamt endurnýja þak og klæðningu á íbúð og skóla á viðskipta- og þjónustulóðinni á Skólatún 1 Menntaskólinn (L227723) að Laugarvatni í Bláskógabyggð. | ||
Samþykkt. | ||
10. | Múli (L167152); umsókn um byggingarleyfi; breytt notkun á áhaldahúsi mhl 04 í íbúðarhús – 2005095 | |
Erindið sett að nýju fyrir fund, breyting á erindi frá fyrri samþykkt. Móttekið var 06.12.2021 nýr aðaluppdráttur frá Helga Mar Hallgrímssyni fyrir hönd Múlaskógur ehf., um byggingarleyfi að breyta áhaldahúsi mhl 04 í íbúð á jörðinni Múli (L16712) í Bláskógabyggð. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
11. | Hvammsholt 7 (L231848); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður og gestahús – 2112018 | |
Fyrir liggur umsókn Halls Kristmundssonar fyrir hönd Lyngheiði ehf., móttekin 09.12.2021 um byggingarheimild til að byggja 149,9 m2 sumarbústað og 25 m2 gestahús á sumarbústaðalandinu Hvammsholt 7 (L231848) í Bláskógabyggð. | ||
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð 112/2012. Þ.e. að hönnuður hafi skilað inn árituðum aðalteikningum til leyfisveitanda, byggingarstjóri hafi staðfest yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent afrit af starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni og að tilskilin gjöld hafi verið greidd. | ||
12. | Brautarhóll lóð (L167200); umsókn um byggingarheimild; fjarskiptamastur – 2112026 | |
Fyrir liggur umsókn Jóns G. Magnússonar fyrir hönd Míla ehf., móttekin 09.12.2021 um byggingarheimild til að reisa 12m stálmastur og fjarlægja tré-tvístauramastur á viðskipta- og þjónustulóðinni Brautarhóll lóð (L167200) í Bláskógabyggð. | ||
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu. | ||
13. | Laugarás – tækjahús (L176855); umsókn um byggingarheimild; fjarskiptamastur – 2112028 | |
Fyrir liggur umsókn Jóns G. Magnússonar fyrir hönd Míla ehf., móttekin 10.12.2021 um byggingarheimild til að reisa 20m stálmastur á viðskipta- og þjónustulóðinni Laugarás, tækjahús (L176855) í Bláskógabyggð. | ||
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu. | ||
14. | Brekkuheiði 66 (L206873); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – 2111079 | |
Fyrir liggur umsókn Svövu B. Hjaltalín Jónsdóttur fyrir hönd SÞS ehf., móttekin 29.11.2021 um byggingarheimild til að byggja 98,8 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Brekkuheiði 66 (L206873) í Bláskógabyggð. | ||
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð 112/2012. Þ.e. að hönnuður hafi skilað inn árituðum aðalteikningum til leyfisveitanda, byggingarstjóri hafi staðfest yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent afrit af starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni og að tilskilin gjöld hafi verið greidd. | ||
Flóahreppur – Almenn mál |
||
15. | Önundarholt (L166408); umsókn um byggingarheimild; fjós breyting á notkun í skemmu og geymslu – 2111073 | |
Fyrir liggur umsókn Guðjóns Þ. Sigfússonar fyrir hönd Önundarholt ehf., móttekin 25.11.2021 um byggingarheimild að endurbyggja og breyta notkun á 249 m2 fjósi með áburðarkjallara mhl 03, byggingarár 1962 í 128,7 m2 skemmu og 120,3 m2 geymslu á jörðinni Önundarholt (L166408) í Flóahreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð 112/2012. Þ.e. að hönnuður hafi skilað inn árituðum aðalteikningum til leyfisveitanda, byggingarstjóri hafi staðfest yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent afrit af starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni og að tilskilin gjöld hafi verið greidd. | ||
16. | Yrpuholt ( L166352); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – 2112010 | |
Fyrir liggur umsókn Jóns D. Ásgeirssonar fyrir hönd Yrpuholt ehf., móttekin 03.12.2021 um byggingarleyfi til að byggja 483 m2 íbúðarhús á jörðinni Yrpuholt (L166352) í Flóahreppi. | ||
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð. | ||
17. | Eystri-Loftsstaðir 2 (L227141); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – 2112011 | |
Fyrir liggur umsókn Eiríks V. Pálssonar fyrir hönd Hafrúnar Ó. Gísladóttur, móttekin 03.12.2021 um byggingarleyfi til að byggja 222,2 m2 íbúðarhús á íbúðarhúasalóðinni Eystri – Loftsstaðir 2 (L227141) í Flóahreppi. | ||
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð. | ||
18. | Svarfhólsvöllur (L166322); umsókn um byggingarheimild; æfingarskýli – 2112029 | |
Fyrir liggur umsókn Óla R. Eyjólfssonar fyrir hönd Golfklúbbs Selfoss ásamt samþykki landeiganda, sveitarfélagið Árborg, móttekið 29.11.2021 um byggingarheimild að byggja 256 m2 æfingaskýli á lóðinni Svarfhólsvöllur (L166322) í Flóahreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð 112/2012. Þ.e. að hönnuður hafi skilað inn árituðum aðalteikningum til leyfisveitanda, byggingarstjóri hafi staðfest yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent afrit af starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni og að tilskilin gjöld hafi verið greidd. | ||
Hrunamannahreppur – Umsagnir og vísanir | ||
19. | Grund (L166895); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2112020 | |
Móttekinn var tölvupóstur þann 06.12.2021 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. IV, stærra gistiheimili (B) frá Ragnheiði Arnarsdóttur fyrir hönd K31 ehf., kt. 621216 – 1120 á viðskipta- og þjónustulóðinni Grund (F220-4003) í Hrunamannahreppi. | ||
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki IV. Gestafjöldi allt að 34 manns í gistingu og 50 manns í veitingar. Gestafjöldi í gistingu skiptist þannig , mhl 03 – 10 gestir, mhl 04 – 24 gestir. |
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:15