Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 153 – 17. nóvember 2021

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 21-153 haldinn að Laugarvatni, miðvikudaginn 17. nóvember 2021 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Guðmundur G. Þórisson áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál

 

1.    Almenningsholt (L221920); umsókn um byggingarleyfi; aðstöðuhús – 2110035
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Bent L. Fróðasonar fyrir hönd Þorsteins G. Jóhannssonar, móttekin 11.10.2021 um byggingarleyfi til að byggja 38,4 m2 aðstöðuhús á landinu Almenningsholt (L221920) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt.
2.    Hestur lóð 24 (L168535); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging og niðurrif á geymslu mhl 02 – 2110058
Fyrir liggur umsókn Þorleifs Eggertssonar fyrir hönd Sævars Péturssonar, móttekin 20.10.2021 um byggingarleyfi til að byggja 118,2 m2 við sumarbústað og fjarlægja 18,9 m2 geymslu mhl 02, byggingarár 1998 á sumarbústaðalandinu Hestur lóð 24 (L168535) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 199,7 m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
3.    Hallkelshólar lóð 64 (L174041); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – breyting og geymsla – 2110071
Fyrir liggur umsókn Þorgeirs Þorgeirssonar fyrir hönd Ingu H. Hjörleifsdóttur og Benedikt H. Benediktssonar, móttekin 22.10.2021 um byggingarleyfi til að byggja 15,6 m2 viðbyggingu við sumarbústað og 35 m2 geymslu á sumarbústaðalandinu Hallkelshólar lóð 64 (L174041) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 122,6 m2.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
4.    Kiðjaberg 18 Hlíð (L229555); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður og geymsla – 2111015
Fyrir liggur umsókn Guðmundar Á. Þórðarsonar fyrir hönd Gunnlaugs K. Unnarssonar og Helgu Kristmundsdóttur, móttekin 05.11.2021 um byggingarleyfi til að byggja 139,7 m2 sumarbústað og 36,9 m2 geymslu á sumarbústaðalandinu Kiðjaberg 18 Hlíð (L229555) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
5.    Sel lóð (L204582); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2111007
Fyrir liggur umsókn Arnars Sigurðssonar fyrir hönd Sturlaugs Daðasonar og Pirkko Liisa Daðason, móttekin 27.10.2021 um byggingarleyfi til að byggja 31,4 m2 viðbyggingu við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Sel lóð (L204582) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður (64,5 m2).
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
6.    Álfabyggð 31 (L231843); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2111020
Fyrir liggur umsókn Eyjólfs Valgarðssonar fyrir hönd Reynis Einarssonar og Bríetar Einarsdóttur móttekin 09.11.2021 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað á sumarbústaðalandinu Álfabyggð 31 (L231843) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
7.    Selhólsbraut 2 (L170058); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2111029
Fyrir liggur umsókn Ágústs Þórðarsonar fyrir hönd Sveins M. Jenssonar og Dagmars M. Guðrúnardóttur, móttekin 12.11.2021 um byggingarleyfi til að byggja 79,4 m2 viðbyggingu við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Selhólsbraut 2 (L170058) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 116,2 m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
8.    Herjólfsstígur 1 (L202494); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með svefnlofti og geymslu – breyting – 2007022
Erindi sett að nýju fyrir fund, mótteknar voru breyttar aðalteikningar frá hönnuði 15.11.2021, breyting frá fyrri samþykkt veitt 21.10.2020. Fyrir liggur umsókn Þorgeirs Jónssonar fyrir hönd Sóleyjar Stefánsdóttur um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með svefnlofti að hluta 105,6 m2 og nú að auki 26 m2 geymslu á sumarbústaðalandinu Herjólfsstígur 1 (L202494) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt.
9.    Herjólfsstígur 14 (L202481); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með svefnlofti – 2111022
Fyrir liggur umsókn Kjartans Sigurbjartssonar fyrir hönd Iron Fasteignir ehf., móttekin 09.11.2021 um byggingarleyfi til að byggja 114,8 m2 sumarbústað með svefnlofti mhl 02 á sumarbústaðalandinu Herjólfsstígur 14 (L202481) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál
10.   Sandlækur 1 (L166590); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – 2106042
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Valgerðar Erlingsdóttur og Lofts Erlingssonar, móttekin 10.06.2021 um byggingarleyfi til að byggja 87,3 m2 íbúðarhús á einni hæð á jörðinni Sandlækur 1 (L166590) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
11.    Steinsholt 1C (L231690); umsókn um byggingarleyfi; fjárhús-geymsla – 2109074
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Jóns D. Ásgeirssonar fyrir hönd Steinholtsbúið ehf., móttekin 13.09.2021 um byggingarleyfi til að byggja 934 m2 fjárhús/geymslu á landinu Steinsholt 1C (L231690) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
12.   Árholt 2 (L219577); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2110066
Fyrir liggur umsókn Einars Ingimarssonar fyrir hönd Árna Guðmundssonar, móttekin 21.10.2021 um byggingarleyfi til að byggja 63,9 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Árholt 2 (L219577) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
13.   Breiðanes (L201727); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 2110068
Fyrir liggur umsókn Bergs Steingrímssonar fyrir hönd Eignarhaldsfélagið Vöðlar ehf., móttekin 22.10.2021 um byggingarleyfi til að byggja 54,4 m2 gestahús á lóðinni Breiðanes (L201727) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
14.   Sandlækjarkot 2 (L179080); umsókn um stöðuleyfi; vinnuskúrar – 2111014
Fyrir liggur umsókn Guðmundar Sigurðssonar fyrir hönd Ístak hf. og umboð eiganda um stöðuleyfi fyrir vinnuskúra á jörðinni Sandlækjarkot 2 (L179080) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi vegna byggingu brúar yfir Stóru-Laxá.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 1.11.2022.
15.    Búrfellsvirkjun sundl (L166702); Umsókn um niðurrif; Sundlaug, séreign 01 – 1907019
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur tölvupóstur frá Magnúsi O. Schram fyrir hönd Rauðikambur ehf., móttekin 16.11 2021 um niðurrif á sundlaug, séreign 01, byggingarár 1980, 540 m2 á íbúðarhúsalóðinni Búrfellsvirkjun sundl (L166702) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Heimilað að rífa húsið. Farga skal efni á viðurkenndan hátt.
Bláskógabyggð – Almenn mál

 

16.    Drumboddsstaðir land (L175133); umsókn um byggingarleyfi; þjónustuhús – viðbygging, búningsklefar og heitar laugar – 2104048
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur ný umsókn Þorvarðar Björgvinssonar fyrir hönd Arctic Rafting ehf., móttekin 28.10.2021 um byggingarleyfi til að byggja 83,3 m2 viðbyggingu við þjónustuhús, búningsklefa og gera heitar laugar á lóðinni Drumboddsstaðir land (L175133) í Bláskógabyggð. Heildarstærð eftir stækkun verður 593,7 m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
17.   Aphóll 9 (L167659); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2106050
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Sigurðar Hafsteinssonar fyrir hönd Ástrúnar B. Ágústsdóttur, móttekin 14.06.2021 um byggingarleyfi til að byggja 102,6 m2 sumarbústað og fjarlægja sem fyrir er mhl 01, 39,1 m2, byggingarár 1968 á sumarbústaðalandinu Aphóll 9 (L167659) í Bláskógabyggð.
Samþykkt.
18.    Bergsstaðir (L167201); umsókn um byggingarleyfi; geymsluhús – breyta notkun í gestahús-vinnustofu – 1502018
Erindi sett að nýju fyrir fund, nýjar aðalteikningar mótteknar. Sótt er um leyfi til að breyta notkun á geymsluhúsi í gestahús/vinnustofu á sumarbústaðalandinu Bergsstaðir (L167201) í Bláskógabyggð.
Samþykkt.
Flóahreppur – Almenn mál

 

19.    Hróarsholt 2 lóð C (L205116); umsókn um niðurrif; sumarbústaður mhl 01 – 1907055
Fyrir liggur umsókn Þorvalds Sigurðssonar dags. 11.07.19 móttekin sama dag um leyfi til niðurrifs á sumarbústaði mhl 01, á lóðinni Hróarsholt 2 lóð C (205116) í Flóahreppi.
Heimilað að rífa húsið. Farga skal efni á viðurkenndan hátt.
20.    Hróarsholt (L192451); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús með innbyggðum bílskúr – 2104038
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Óskars Þ. Óskarssonar fyrir hönd Dako ehf., móttekin 14.04.2021 um byggingarleyfi til að byggja 291,3 m2 íbúðarhús með innbyggðum bílskúr á jörðinni Hróarsholt (L192451) í Flóahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
21.   Hnaus lóð (L178933); umsókn um stöðuleyfi; vinnuskúr – 2107039
Erindi sett að nýju fyrir fund, móttekin ný umsókn dagsett 10.10.2021 frá Andrzej Leszczynski um stöðuleyfi fyrir 27 m2 vinnuskúr á sumarbústaðalandinu Hnaus lóð (L178933) í Flóahreppi.
Hnaus lóð L178933 er í frístundabyggð skv. aðalskipulagi Flóahrepps. Ekkert deiliskipulag er fyrir lóðina. Umsókn um stöðuleyfi er fyrir vinnuskúr er synjað þar sem ekkert byggingarmál er í gangi á lóðinni. Sækja skal um byggingarleyfi fyrir byggingum og skulu þau uppfylla skilyrði byggingarreglugerðar nr 112/2012 ásamt áorðnum breytingum.

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:15