Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 151 – 20. október 2021

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 21-151. fundur haldinn að Laugarvatni, miðvikudaginn 20. október 2021 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Guðmundur G. Þórisson áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

Hrunamannahreppur – Almenn mál

 

1.    Smiðjustígur 7 (L167028); umsókn um byggingarleyfi; parhús með innbyggðum bílskúrum – 2110022
Fyrir liggur umsókn Bent L. Fróðasonar fyrir hönd B.R. Sverrisson ehf., móttekin 07.10.2021 um byggingarleyfi til að byggja 309,6 m2 parhús með innbyggðum bílskúrum á íbúðarhúsalóðinni Smiðjustígur 7 (L167028) í Hrunamannahreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
2.    Heiðarbyggð D- 6 (L166863); tilkynningarskyld framkvæmd; sumarbústaður – viðbygging – 2109100
Fyrir liggur umsókn Þórðar Magnússonar, móttekin 29.09.2021 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja 10 m2 við sumarbústað á sumarbústaðalóðinni Heiðarbyggð D-6 (L166863) í Hrunamannahreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 64,3 m2.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál

 

3.   Oddsholt 33 (L202634); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 2108007
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Hauks Vigfússonar og Guðbjargar V. Sigurbjarnardóttur, móttekin 25.07.2021 um byggingarleyfi til að byggja 19,5 m2 gestahús á sumarbústaðalandinu Oddsholti 33 (L202634) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
4.   Kerhraun C 83 (L176132); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 2109084
Fyrir liggur umsókn Smára Björnssonar fyrir hönd Camillu Guðmundsdóttur, móttekin 22.09.2021 um byggingarleyfi til að byggja 14,9 m2 gestahús á sumarbústaðalandinu Kerhraun C 83 (L176132) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
5.    Öldubyggð 33 (L175725); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður og gestahús – 2110024
Fyrir liggur umsókn Þorsteins Aðalbjörnssonar fyrir hönd Viðars B. Þórðarsonar, móttekið 07.10.2021 um byggingarleyfi til að byggja 42,8 m2 sumarbústað og     15,5 m2 gestahús á sumarbústaðalandinu Öldubyggð 33 (L175725) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
6.    Óðinsstígur 4 (L205279); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2110030
Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Ásgríms Þ. Pálssonar og Sigrúnar Sigurðardóttur, móttekin 11.10.2021 um byggingarleyfi til að byggja     99,9 m2 sumarbústað á sumarbústaðalóðinni Óðinsstígur 4 (L205279) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
7.    Almenningsholt (L221920); umsókn um byggingarleyfi; aðstöðuhús – 2110035
Fyrir liggur umsókn Bent L. Fróðasonar fyrir hönd Þorsteins G. Jóhannssonar, móttekin 11.10.2021 um byggingarleyfi til að byggja 38,4 m2 aðstöðuhús á landinu Almenningsholt (L221920) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
8.    Oddsholt 34 (L202637); umsókn um byggingarleyfi; gesta- og geymsluhús – 2110036
Fyrir liggur umsókn Fjólu Höskuldsdóttur, móttekin 12.10.2021 um byggingarleyfi til að byggja 35,8 m2 gesta- og geymsluhús á sumarbústaðalandinu Oddsholt 34 (L202637) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem skilmálar deiliskipulags liggja ekki fyrir.
9.    Þrastahólar 26 (L205956); tilkynningarskyld framkvæmd; sumarbústaður – viðbygging – 2110047
Fyrir liggur umsókn Sigurbjarts Loftssonar fyrir hönd Ölvers Benjamínssonar, móttekin 18.10.2021 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja  19,7 m2 við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Þrastahólar 26 (L205956) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 77,3 m2.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
10.    Selhólsvegur 7A (L169460); tilkynningarskyld framkvæmd; gestahús – 2110049
Fyrir liggur umsókn Sveinbjörns Jónssonar fyrir hönd Gerðar S. Tómasdóttur, móttekin 19.10.2021 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja     21 m2 gestahús á sumarbústaðalandinu Selhólsvegur 7A (L169460) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál

 

11.    Kílhraunsvegur 8 (L230357); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2109068
Erindi sett að nýju fyrir fund, hönnuður hefur skila inn lagfærðum gögnum. Fyrir liggur umsókn Hjörleifs M. Jóhannssonar og Lindu Pálmadóttur, móttekin 17.09.2021 um byggingarleyfi til að byggja 36,5 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Kílhraunsvegur 8 (L230357) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Bláskógabyggð – Almenn mál

 

12.    Kárastaðir spennistöð (L229600); tilkynningarskyld framkvæmd; spennistöð – 2102011
Fyrir liggur umsókn Sigurðar Þ. Jakobssonar fyrir hönd Rarik ohf., móttekin 02.02.2021 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja spennistöð 7,7 m2 á viðskipta- og þjónustulóðinni Kárastaðir spennistöð (L229600) í Bláskógabyggð.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
13.   Heiðarbær lóð (L170255); umsókn um byggingarleyfi; geymsla – 2108020
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Runólfs Þ. Sigurðssonar fyrir hönd Boga Hjálmtýssonar, Steinunnar Hjálmtýsdóttur og Hjálmtýs B. Dagbjartssonar, móttekin 29.07.2021 um byggingarleyfi til að byggja 29,6 m2 geymslu á sumarbústaðalandinu Heiðarbær lóð (L170255) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
14.    Brekka lóð (L167210); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður mhl. 25,26,27,29 og 30 – breyting – 2110018
Fyrir liggur umsókn Sigríðar Maack fyrir hönd Orlofssjóð BHM, móttekin 06.10.2021 um byggingarleyfi að breyta innra fyrirkomulagi sumarbústaða  mhl. 25, 26, 27, 29 og 30 á sumarbústaðalandinu Brekka lóð 167210 í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
15.    Hlauptunga (L229945); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús með sambyggðum bílskúr – 2110021
Fyrir liggur umsókn Samúels S. Hreggviðssonar fyrir hönd Jónu B. Gestsdóttur, móttekin 06.10.2021 um byggingarleyfi til að byggja 199,3 m2 íbúðarhús með sambyggðum bílskúr á landinu Hlauptunga (L229945) í Bláskógabyggð.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
16.   Borgarás 2 (L229264); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – 2105064
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Pálmars Halldórssonar fyrir hönd Smersh ehf., móttekin 17.05.2021 um byggingarleyfi til að byggja 225,5 m2 íbúðarhús á íbúðarhúsalóðinni Borgarás 2 (L229264) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Flóahreppur – Almenn mál

 

17.   Rimar 28 (L212376); umsókn um stöðuleyfi; gámur – 2110037
Fyrir liggur umsókn Höllu A. Grétarsdóttur, móttekin 08.10.2021 um stöðuleyfi fyrir gám meðan á byggingartíma á íbúðarhúsi með sambyggðum bílskúr stendur yfir á íbúðarhúsalóðinni Rimar 28 (L212376) í Flóahreppi.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 19.10.2022.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30