16 jún Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 145 – 16. júní 2021
Afgreiðslur byggingarfulltrúa 21-145. fundur haldinn að Laugarvatni, miðvikudaginn 16. júní 2021 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu:
Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Guðmundur G. Þórisson áheyrnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi
Dagskrá:
Hrunamannahreppur – Almenn mál
|
||
1. | Ásabyggð 4 (L166944); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2104028 | |
Fyrir liggur umsókn Orra Árnasonar fyrir hönd Guðlaugar F. Stephensen, móttekin 08.04.2021 um byggingarleyfi til að byggja 37,6 m2 við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Ásabyggð 4 (L166944) í Hrunamannahreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 97,8 m2. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
2. | Hvammur 1 (L166771); umsókn um byggingarleyfi; fjárhús mhl 15 og hlaða mhl 16 – breyting á notkun í hesthús og íbúðarhús með sambyggðum bílskúr – breyting – 2011024 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund, breyting á fyrri samþykkt. Fyrir liggur samþykki að breyta fjárhúsi í hesthús og hlöðu mhl 16 í bílskúr og vinnuherbergi, nú er sótt um leyfi til að byggja 92,3 m2 við mhl 16 og breyta notkun í íbúðarhús með sambyggðum bílskúr á jörðinni Hvammur 1 (L166771) í Hrunamannahreppi. Heildarstærð á mhl 16 eftir stækkun verður 150,1 m2. | ||
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu. | ||
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál
|
||
3. | Hraunbyggð 9 (L212392); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2105137 | |
Fyrir liggur umsókn Reynis Kristjánssonar fyrir hönd Ragnars H. Einarssonar og Ásu V. Ásgeirsdóttur, móttekin 27.05.2021 um byggingarleyfi til að byggja 86,3 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Hraunbyggð 9 (L212392) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
4. | Hestvíkurvegur 8 (L170887); umsókn um byggingarleyfi; bátaskýli – gestaherbergi, breyting – 1912009 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund, mótteknar voru 30.05.2021 breyttar aðalteikningar frá hönnuði. Sótt er um byggingarleyfi til að byggja 40 m2 gestahús með geymslulofti á sumarbústaðalandinu Hestvíkurvegur 8 (L170887) í Grímsnes- og Grafningshreppi í stað bátaskýli/gestaherbergi. | ||
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. | ||
5. | Kiðjaberg lóð 28 (L201236); tilkynningarskyld framkvæmd; sumarbústaður – viðbygging – 2106019 | |
Fyrir liggur umsókn Jens B. Helgasonar, móttekin 06.06.2021 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja 10,2 m2 við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Kiðjaberg lóð 28 (L201236) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 116,9 m2. | ||
Umsókn er synjað þar sem viðbygging er ekki innan byggingareits lóðar. | ||
6. | Skyggnisvegur 5 (L167535); tilkynningarskyld framkvæmd; sumarbústaður – viðbygging – 2106025 | |
Fyrir liggur umsókn Valdimars Arnars Karlssonar og Guðrúnar Valdísar Guðmundsdóttur, móttekin 08.06.2021 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja 15,4 m2 við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Skyggnisvegur 5 (L167535) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 68,5 m2. | ||
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012. Samþykkt. Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum. |
||
7. | Asparvík 2 (L201281); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2106029 | |
Fyrir liggur umsókn Svans Þ. Brandssonar fyrir hönd Straumfoss ehf., móttekin 08.06.2021 um byggingarleyfi til að byggja 45,5 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Asparvík 2 (L201281) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Við afgreiðslu máls vék Lilja Ómarsdóttir af fundi. Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
8. | Álftavatn 2A (L168307); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með sambyggðu gestahúsi og geymslu – 2106037 | |
Fyrir liggur umsókn Valdimars Harðarsonar fyrir hönd Þórðar Sverrissonar, móttekin 09.06.2021 um byggingarleyfi til að fjarlægja sumarbústað 45 m2, mhl 01, byggingarár 1985 og byggja 144 m2 sumarbústað með sambyggðu gestahúsi og geymslu á sumarbústaðalandinu Álftavatn 2A (L168307) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu. | ||
9. | Háahlíð 18 (L218559); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 2005096 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund, nýr aðaluppdráttur móttekin, breyting á notkun í stað geymsluskúr er sótt um leyfi til að byggja gestahús 24,8 m2 á sumarbústaðalandinu Háahlíð 18 (L218559) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Samþykkt. | ||
10. | Akurgerði 3-5 (L169232); umsókn um niðurrif; niðurfelling á mhl 01 – sumarbústaður – 2106040 | |
Fyrir liggur umsókn Ólafs Þ. Ólafssonar og Sigmars Á. Sigurðssonar, móttekin 01.06.2021 um niðurfellingu á skráningu á fasteign á sumarbústaðalandinu Akurgerði 3-5 (L169232) í Grímsnes- og Grafningshreppi, afskrá á sumarbústað mhl 01, 47,3 m2 byggingarár 1993. | ||
Samþykkt. | ||
11. | Hamrar 3 (L224192); umsókn um byggingarleyfi; vinnustofa-geymsla – 2104039 | |
Fyrir liggur umsókn Eiríks V. Pálssonar fyrir hönd Gyðuborgir ehf., móttekin 11.04.2021 Til stendur að byggja vinnustofu/geymslu 38 m2 á lóðinni Hamrar 3 (L224192) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. | ||
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál
|
||
12. | Kílhraunsvegur 30 (L224414); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2106035 | |
Fyrir liggur umsókn Guðmundar G. Guðnasonar fyrir hönd Sveins Sigursveinssonar, móttekin 09.06.2021 um byggingarleyfi til að byggja 58,3 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Kílhraunsvegur 30 (L224414) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
13. | Stóra-Hof lóð 3 (L223248); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 2106041 | |
Fyrir liggur umsókn Guðmundar Hjaltasonar fyrir hönd Magnúsar Alfreðssonar og Þórönnu S. Sverrisdóttur, móttekin 08.06.2021 um byggingarleyfi til að flytja fullbúið 25,2 m2 gestahús frá Rangárþingi ytra á sumarbústaðalandið Stóra-Hof lóð 3 (L223248) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
14. | Sandlækur 1 (L166590); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – 2106042 | |
Fyrir liggur umsókn Valgerðar Erlingsdóttur og Lofts Erlingssonar, móttekin 10.06.2021 um byggingarleyfi til að byggja 87 m2 íbúðarhús á einni hæð á jörðinni Sandlækur 1 (L166590) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu. | ||
15. | Markhóll (L230917); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 2106051 | |
Fyrir liggur umsókn Anne B. Hansen fyrir hönd Elínar Þórðardóttur, móttekin 14.06.2021 um byggingarleyfi til að flytja fullbúið 25,8 m2 hús frá Árhraunsvegi 17 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi á lóðina Markhóll (L230917) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. | ||
16. | Húsatóftir 4D (L230548); umsókn um byggingarleyfi; salernishús – 2106059 | |
Fyrir liggur umsókn Guðmundar Hjaltasonar fyrir hönd Gylfa Guðmundssonar, móttekin 14.06.2021 um byggingarleyfi til að byggja 3,9 m2 salernishús á lóðinni Húsastóftir 4 (230548) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Samþykkt. | ||
Bláskógabyggð – Almenn mál
|
||
17. | Brekkuholt 6A-6C (L231178); umsókn um byggingarleyfi; raðhús með innbyggðum bílskúrum – 2105154 | |
Fyrir liggur umsókn Bent L. Fróðasonar fyrir hönd Selásbyggingar ehf., móttekin 27.05.2021 um byggingarleyfi til að byggja 3ja íbúða raðhús með tveimur innbyggðum bílskúrum 437,1 m2 á íbúðarhúsalóðinni Brekkuholt 6A-6C (L231178) í Bláskógabyggð. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
18. | Neðristígur 1 (L170297); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – endurbætur – 2105148 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund, Þingvallanefnd hefur tekið það til umfjöllunar. Fyrir liggur umsókn Ernu Kristjánsdóttur, móttekin 30.05.2021 um byggingarleyfi. Óskað er eftir leyfi til að endurnýja klæðningar á þaki og útveggjum á húsakostum á sumarbústaðalandinu Neðristígur 1 (L170297) í Bláskógabyggð. Notast verður við samskonar klæðningar og litaval og eru nú þegar á húsum, bárujárn á þak og timburklæðningar á útveggi. | ||
Samþykkt. | ||
19. | Vigdísarlundur 1 (L23171); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður og gestahús – 2106027 | |
Fyrir liggur umsókn Ástríðar B. Árnadóttur fyrir hönd Guðmundar H. Baldurssonar, Sævars B. Baldurssonar og Sigríðar I. Baldursdóttir móttekin 08.06.2021 um byggingarleyfi til að byggja 124,1 m2 sumarbústað og 24,4 m2 gestahús á sumarbústaðalandinu Vigdísarlundur 1 (L231721) í Bláskógabyggð. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
20. | Furulundur 10 (L170413); tilkynningarskyld framkvæmd; gestahús – 2106061 | |
Fyrir liggur umsókn Björgvins Á. Bjarnasonar og Kristjönu S. Kjartansdóttur, móttekin 15.06.2021 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja 30 m2 gestahús á sumarbústaðalandinu Furulundur 10 (L170413) í Bláskógabyggð. | ||
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012. Samþykkt. Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum. |
||
Flóahreppur – Almenn mál |
||
21. | Sviðugarðar land (L210074); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með svefnlofti – 2105095 | |
Fyrir liggur umsókn Þórlaugar Bjarnadóttur, móttekin 20.05.2021 um byggingarleyfi til að byggja 76,9 m2 sumarbústað með svefnlofti á lóðinni Sviðugarðar land (L210074) í Flóahreppi. | ||
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu. | ||
22. | Skálmholt (L166375); tilkynningarskyld framkvæmd; íbúðarhús – sólskáli – 2106032 | |
Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Ölhóll ehf., móttekin 09.06.2021 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja 40 m2 sólskála við íbúðarhús á jörðinni Skálmholt (L166375) í Flóahreppi. Heildarstærð á íbúðahúsi eftir stækkun verður 225,5 m2. | ||
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012. Samþykkt. Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum. |
||
23. | Sauðhagi (L203004); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús með sambyggðum bílskúr – 2106033 | |
Fyrir liggur umsókn Guðmundar Hreinssonar fyrir hönd Conzultica ehf., móttekin 09.06.2021 um byggingarleyfi til að byggja 258,1 m2 íbúðarhús með sambyggðum bílskúr á jörðinni Sauðhagi (L203004) í Flóahreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
24. | Hallandi (L197704); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – viðbygging – 1908034 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund, erindið hafði áður fengið samþykkt takmarkað byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhús. Sótt er um byggingarleyfi, til að byggja 72,4 m2 viðbyggingu við íbúðarhús á íbúðarhúsalóðinni Hallanda (L197704) í Flóahreppi. Heildarstærð á íbúðarhúsi eftir stækkun verður 268,8 m2. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
Grímsnes- og Grafningshr. – Umsagnir og vísanir | ||
25. | Fljótsbakki 5 (L179265); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2106054 | |
Móttekinn var tölvupóstur þann 04.06.2021 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, frístundahús (H) frá Jóhanni Jónssyni fyrir hönd Eyrar ehf., á sumarbústaðalandinu Fljótsbakki 5 (F220 7234) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Lagst er gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II að Fljótsbakka 5 á þeim grundvelli að leyfisveiting samræmist ekki stefnu gildandi skipulags. | ||
26. | Lækjarbakki 25 (L203799); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2106055 | |
Móttekinn var tölvupóstur þann 04.06.2021 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað var eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, sumarbústaður (H) frá Jóhanni Jónssyni fyrir hönd Eyrar ehf., á sumarbústaðalandinu Lækjarbakki 25 (L229 2314) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Lagst er gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II að Lækjarbakka 25 á þeim grundvelli að leyfisveiting samræmist ekki stefnu gildandi skipulags. | ||
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Umsagnir og vísanir | ||
27. | Nónsteinn (L166533); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2106007 | |
Móttekinn var tölvupóstur þann 01.06.2021 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað var eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, stærra gistiheimili (B) frá Þórði G. Ingvarssyni fyrir hönd Árnes ferðaþjónusta Íslandi ehf., á viðskipta- og þjónustulóðinni Nónsteinn (F220 2218) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 20 manns. | ||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00