Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 132 – 2. desember 2020

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 20 – 132. fundur haldinn með fjarfundarbúnaði, 2. desember 2020 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Guðmundur G. Þórisson áheyrnarfulltrúi og Halldór Ásgeirsson áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

Hrunamannahreppur – Almenn mál
1.  Birkibyggð 9 (L227461); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2009036
Erindi sett að nýju fyrir fund, mótteknar voru 10.11.2020 breyttar aðalteikningar frá hönnuði. Fyrir liggur umsókn Bjarka M. Sveinssonar fyrir hönd SIAL ehf., um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 107 m2 í stað 47,8 m2 á sumarbústaðalandinu Birkibyggð 9 (L227461) í Hrunamannahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
2. Árbær (L209355); umsókn um byggingarleyfi; skemma – 1706069
Erindi sett að nýju fyrir fund, móttekin var tölvupóstur 25.11.2020 frá eiganda, Páli Guðmundssyni. Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi, dags. 21.07.2017 til að byggja og stækka skemmu á lóðinni Árbær (L209355) í Hrunamannahreppi. Heildarstærð á skemmu verður 187,9 m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál
3.  Stangarbraut 3 (L202461); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með kjallara og svefnlofti – 2010082
Erindið sett að nýju fyrir fund, lagfærð gögn hafa borist frá hönnuði. Fyrir liggur umsókn Jóns S. Einarssonar fyrir hönd Sigríðar Sigurðardóttur og Bjarna Þ. Gunnlaugssyni móttekin 22.10.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með kjallara að hluta og svefnlofti 174,9 m2 á sumarbústaðalandinu Stangarbraut 3 (L202461) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
4. Brekkur 14 (L225994); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2009054
Erindi sett að nýju fyrir fund, hönnuður hefur sent inn lagfærð gögn. Fyrir liggur umsókn Óla F. Böðvarssonar, móttekin 15.09.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með innbyggðri geymslu 159,7 m2 á sumarbústaðalandinu Brekkur 14 (L225994) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
5. Lerkigerði 2 (L169289); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2011071
Fyrir liggur umsókn Sigurðar H. Ólafssonar fyrir hönd Ársæls Ármannssonar, móttekin 20.11.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 27,8 m2 á sumarbústaðalandinu Lerkigerði 2 (L169289) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt.
6.  Lokastígur 10 (L211129); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með kjallara og baðhús – 2011068
Fyrir liggur umsókn Lárusar K. Ragnarssonar fyrir hönd Finnboga Halldórssonar, móttekin 19.11.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með kjallara 257 m2 og baðhús 25,6 m2 á sumarbústaðalandinu Lokastígur 10 (L211129) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
7.  Kerhraun B 141 (L209947); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2009003
Fyrir liggur umsókn Halldórs I. Hannessonar fyrir hönd Brian R. Schalk, móttekin 21.07.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 113,1 m2 á sumarbústaðalandinu Kerhraun B 141 (L209947) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Umsókn er synjað. Hönnuður hefur ekki sýnt fram á að byggingarefni hússins standist kröfur byggingarreglugerðar 112/2012 gr. 4.5.2.
8.  Skógarholtsbraut 2 (L176714); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2010084
Fyrir liggur umsókn Gunnars B. Borgarsonar fyrir hönd Kristjáns Arinbjarnar og Kristínar E. Bjarnardóttur, móttekin 26.10.2020 um byggingarleyfi að byggja við sumarbústaðinn 39,4 m2 á sumarbústaðalandinu Skógarholtsbraut 2 (L176714) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 84,9 m2.
Samþykkt
9.  Ásabraut 24 (L194479); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með áföstu gestahúsi – 2011078
Fyrir liggur umsókn Páls V. Bjarnasonar fyrir hönd Baldurs Þ. Davíðssonar og Kolbrúnar Gísladóttur, móttekin 24.11.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með áföstu gestahúsi 180 m2 á sumarbústaðalandinu Ásabraut 24 (L194479) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
10. Gilvegur 2 (L199212); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2011082
Fyrir liggur umsókn Gísla G. Gunnarssonar fyrir hönd Baldurs Gunnarssonar, móttekin 26.11.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 15,7 m2 á sumarbústaðalandinu Gilvegur 2 (L199212) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál
11.  Ásaskóli (L166524); umsókn um byggingarleyfi; íbúð – breyting á notkun í gistiheimili – 2011015
Fyrir liggur umsókn Stefáns Guðmundssonar og Katrínar Sigurðardóttur, móttekin 09.11.2020 um byggingarleyfi til að breyta jarðhæð í minna gistiheimili á íbúð á íbúðarhúsalóðinni Ásaskóli (L166524) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Við afgreiðslu máls vék Davíð Sigurðsson af fundi og setur Lilju Ómarsdóttur sem staðgengla sinn við afgreiðslu máls. Umsókn er samþykkt.
Bláskógabyggð – Almenn mál
12. Snorrastaðir lóð (L168091); umsókn um byggingarleyfi; skjólveggur – 2011075
Fyrir liggur umsókn Páls V. Bjarnasonar fyrir hönd Rthor ehf., móttekin 23.11.2020 um byggingarleyfi til að byggja skjólvegg meðfram lóðarmörkum á sumarbústaðalandinu Snorrastaðir lóð (L168091) í Bláskógabyggð.
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
13.  Brekka lóð (L167210); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með áfastri geymslu – 2011045
Fyrir liggur umsókn Jóns L. Sigurbjarnarsonar fyrir hönd Orlofssjóður Bandalags háskólamanna, móttekin 16.11.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með áfastri geymslu 87,5 m2 á sumarbústaðalandinu Brekka lóð (L167210) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
14.  Dynjandisvegur 3 (L211303); tilkynningarskyld framkvæmd; bílgeymsla – 2011073
Fyrir liggur umsókn Ernu B. Kjartansdóttur, móttekin 23.11.2020 um tilkynningarskylda framkvæmd, til stendur að byggja bílgeymslu 40 m2 á sumarbústaðalandinu Dynjandisvegur 3 (L211303) í Bláskógabyggð.
Við afgreiðslu máls vék Lilja Ómarsdóttir af fundi.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
15.  Sóltún (L212116); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús, viðbygging – bílskúr – 2011081
Fyrir liggur umsókn Birkis K. Péturssonar fyrir hönd Sigurþórs Jóhannessonar, móttekin 26.11.2020 um byggingarleyfi til að byggja bílskúr við íbúðarhús 61,7 m2 á íbúðarhúsalóðinni Sóltún (L212116) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á íbúðarhúsi með bílskúr verður (198,1 m2).
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Flóahreppur – Almenn mál
16. Neistastaðir 1 (L220252); umsókn um byggingarleyfi; bílskúr – 2009074
Erindi sett að nýju fyrir fund, mótteknar voru 18.11.2020 breyttar aðalteikningar frá hönnuði. Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Sigurðar Magnússonar, um byggingarleyfi til að breyta fyrri samþykkt, sótt er um leyfi til að hafa lofthæð á bílskúr 4,43 m á lóðinni Neistastaðir 1 (L220252) í Flóahreppi.
Við afgreiðslu máls vék Davíð Sigurðsson af fundi og setur Lilju Ómarsdóttur og Stefán Short sem staðgengla sína við afgreiðslu máls.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
 
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Umsagnir og vísanir
17.  Áshildarvegur 25 (L214268) hét áður Áshildarvegur 35 (L214269); umsögn um rekstrarleyfi; gestahús – 1908004
Móttekinn var tölvupóstur þann 02.07.2019 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, gististaður án veitinga frá Hlyni Árnasyni á sumarhúsalandinu Áshildarvegi 35 (F234 5715) eftir breytingu á skráningu samkvæmt nýju deiliskipulagi, íbúðarhúsalóðin Áshildarvegur 25 (F231 6802) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II fyrir 2 gesti.
Bláskógabyggð – Umsagnir og vísanir
18. Skálholt (L167166); umsögn um rekstrarleyfi; gisting og veitingar – 2010079
Móttekinn var tölvupóstur þann 22.10.2020 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. IV, stærra gistiheimili (B) frá Sigurbjörgu B. Ólafsdóttir fyrir hönd Hótel Skálholt ehf., séreign 11 0001 og 11 0101 skóli á jörðinni Skálholt (167166) í Bláskógabyggð.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki IV. Gestafjöldi allt að 36 manns í gistingu og 120 manns í veitingum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00