16 sep Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 127 – 16. september 2020
Afgreiðslur byggingarfulltrúa 20 – 127. fundur haldinn að Laugarvatni, 16. september 2020 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu:
Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa , Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Halldór Ásgeirsson áheyrnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi
Dagskrá:
Ásahreppur – Almenn mál | ||
1. | Framnes (L165278); umsókn um niðurrif; fjárhús mhl 07 – 2009020 | |
Fyrir liggur umsókn Þórunnar Guðbjörnsdóttur og Jónu Guðbjörnsdóttur, móttekin 17.08.2019 um niðurrif á fjárhúsi 49 m2, mhl 07 og byggingarár 1942 á jörðinni Framnes (L166250) í Flóahreppi. | ||
Heimilað að rífa húsið. Farga skal efni á viðurkenndan hátt. | ||
2. | Holtsbraut 11 (L193061); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður og geymsla – 2008019 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Kjartans Ó. Sigurðssonar fyrir hönd Sigurlínar G. Ágústsdóttur og Marijana Krajacic um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 75,3 m2 og geymslu 25,5 m2 á sumarbústaðalandinu Holtsbraut 11 (L193061) í Ásahreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
Hrunamannahreppur – Almenn mál | ||
3. | Birkibyggð 9 (L227461); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2009036 | |
Fyrir liggur umsókn Bjarka M. Sveinssonar fyrir hönd SIAL ehf., móttekin 09.09.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 47,8 m2 á sumarbústaðalandinu Birkibyggð 9 (L227461) í Hrunamannahreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
4. | Langholtsvegur (L166844); umsókn um byggingarleyfi; félagsheimili – endurbætur – 2009027 | |
Fyrir liggur umsókn Guðmundar Hjaltasonar fyrir hönd Hrunamannahreppur, móttekin 09.09.2020 um byggingarleyfi til að breyta og endurnýja þak á félagsheimilinu á viðskipta- og þjónustulóðinni Langholtsvegur (L166844) í Hrunamannahreppi. | ||
Samþykkt | ||
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál | ||
5. | Snæfoksstaðir lóð 44 (L196788); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging ásamt geymslu – 2009030 | |
Fyrir liggur umsókn Hugrúnar Þorsteinsdóttur fyrir hönd Hinriks Kristjánssonar, móttekin 08.09.2020 um byggingarleyfi til að stækka sumarbústað og byggja geymslu á sumarbústaðalandinu Snæfoksstaðir lóð 44 (L196788) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
6. | Kiðjaberg lóð 82 (L219299); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2006024 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund, móttekin lagfærð gögn frá hönnuði. Fyrir liggur umsókn Stefáns Þ. Ingólfssonar fyrir hönd R101 ehf., móttekin 02.06.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með kjallara 161,7 m2 á sumarbústaðalandinu Kiðjaberg lóð 82 (L219299) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
7. | Skyggnisbraut 1 (L204868); umsókn um byggingarleyfi; geymsla – 2009022 | |
Fyrir liggur umsókn Sveins Ívarssonar fyrir hönd Þóru G. Benediktsdóttur, móttekin 02.09.2020 um byggingarleyfi til að byggja geymslu 36,6 m2 á sumarbústaðalandinu Skyggnisbraut 1 (L204868) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Samþykkt. | ||
8. | Hallkelshólar lóð 56 (L174042); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2009044 | |
Fyrir liggur umsókn Gísla G. Gunnarssonar fyrir hönd Brjáns Árnasonar og Trausta B. Gunnarssonar, móttekin 11.09.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 95,4 m2 á sumarbústaðalóðinni Hallkelshólar lóð 56 (L174042) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulagsskilmálar liggja ekki fyrir. | ||
9. | Sogsbakki 12 (L204326); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2009045 | |
Fyrir liggur umsókn Sigurðar Hallgrímsson fyrir hönd Ólafs M. Björnssonar, Þóru Þórisdóttur og Páls Þórissonar, móttekin 11.09.2020 um byggingarleyfi til að byggja við sumarbústað 53 m2 á sumarbústaðalandinu Sogsbakki 12 (L204326) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 181,8 m2. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
10. | Heiðarbraut 10 (L168451) umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2009046 | |
Fyrir liggur umsókn Lárusar K. Ragnarssonar fyrir hönd Sigurrósar Erlendsdóttur og Kristjáns Jóhannssonar, móttekin 11.09.2020 um byggingarleyfi til að byggja við sumarbústað 14,7 m2 á sumarbústaðalandinu Heiðarbraut 10 (L168451) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 68 m2. | ||
Samþykkt. | ||
11. | Kerhraun C 71 (L197667); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með áfastri geymslu og gestahús – 2009009 | |
Fyrir liggur umsókn Guðmundar Gunnlaugssonar fyrir hönd Mindaugas Stankevicius, móttekin 31.08.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústaður með áfastri geymslu 103 m2 og gestahús 40 m2 á sumarbústaðalandinu Kerhraun C 71 í Grímsnes- og Grafningshreppi | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
12. | Þórsstígur 3 (L190314); tilkynningarskyld framkvæmd; gestahús – 2009021 | |
Fyrir liggur umsókn Vals Arnarssonar fyrir hönd Hermanns Sigurðssonar og Guðrúnar U. Rafnsdóttur um tilkynningarskylda framkvæmd, móttekin 01.09.2020. Til stendur að byggja gestahús 28,3 m2 á sumarbústaðalandinu Þórsstígur 3 (L190314) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012. Samþykkt. Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum. |
||
13. | Þverholtsvegur 18 (L199206); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2006036 | |
Fyrir liggur umsókn Axels R. Överby fyrir hönd Sókrates Verktakar ehf., móttekin 10.06.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 25,5 m2 á sumarbústaðalandinu Þverholtsvegur 18 (L199206) Í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál | ||
14. | Hlíð 1 (L166563); tilkynningarskyld framkvæmd; fjarskiptamastur og smáhýsi – 2009026 | |
Fyrir liggur umsókn Magnúsar Haukssonar fyrir hönd Neyðarlínan ohf., móttekin 07.09.2020 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að setja niður fjarskiptamastur og smáhýsi fyrir lagnir á jörðinni Hlíð 1 (L166563) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Samþykkt. | ||
15. | Minni-Núpur C (L176473); umsókn um niðurrif; geymsla mhl 01 – 2009041 | |
Fyrir liggur umsókn Ámunda Kristjánssonar, Herdísar Kristjánsdóttur og Guðrúnar Ingólfsdóttur, móttekin 10.09.2020 um niðurrif á geymslu 11,2 m2, mhl 01 og byggingarár 1996 á sumarbústaðalandinu Minni-Núpur C (L176473) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Heimilað að rífa húsið. Farga skal efni á viðurkenndan hátt. | ||
16. | Hrafnaklettur 4 (L230101); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2009029 | |
Fyrir liggur umsókn Guðnýjar Benediktsdóttur, móttekin 08.09.2020 umsókn um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 103 m2 á sumarbústaðalandinu Hrafnaklettur 4 (L230101) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð. | ||
17. | Áshildarvegur 3 (L210287); umsókn um byggingarleyfi; Gestahús – 2008090 | |
Fyrir liggur umsókn Samúels S. Hreggviðssonar fyrir hönd Benedikts Bjarnasonar, móttekin 27.08.2020 um byggingarleyfi til að byggja gestahús með rishæð að hluta 40,3 m2 á íbúðarhúsalóðinni Áshildarvegur 3 (L210289) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
Bláskógabyggð – Almenn mál | ||
18. | Laugagerði lóð (l193102); umsókn um niðurrif; snyrting mhl 02 – 2009042 | |
Fyrir liggur umsókn Önnu Svövu Sverrisdóttur og Úlfars Arnars Valdemarssonar, móttekin 08.09.2020 um niðurrif á snyrtingu 7,2 m2, mhl 02 og byggingarár 1994 á Íbúðar- atvinnulóðinni Laugargerði lóð (L193102) í Bláskógabyggð. | ||
Heimilað að rífa húsið. Farga skal efni á viðurkenndan hátt. | ||
19. | Efri-Reykir varmaver (L230456); umsókn um byggingarleyfi; vélaskemma – 2009043 | |
Fyrir liggur umsókn Ríkharðs Oddssonar fyrir hönd Reykjaorka, móttekin 10.09.2020 um byggingarleyfi til að byggja vélaskemmu 128,6 m2 á iðnaðar- og athafnalóðinni Efri-Reykir varmaver (L230456) í Bláskógabyggð. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
20. | Vallarholt 2 (L178703); stöðuleyfi; gámur – 1910016 | |
Erindið sett að nýju fyrir fund, móttekin var umsókn dags. 08.09.2020 frá Ómari S. Ingvarssyni um framlengingu á stöðuleyfi fyrir 20 feta gám til 1. maí 2021 á sumarbústaðalóðinni Vallarholt 2 (178703) í Bláskógabyggð. | ||
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 1.05.2021. | ||
21. | Rjúpnabraut 9 (L174130); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 1806013 | |
Fyrir liggur bréf frá Hlyni Jónssyni hjá JSG lögmenn f.h Krókshlíðar ehf. lóðarhafa á Rjúpnabraut 10 (L195741), dagsett 24.08.2020 þar sem krafist er þess að sumarbústaðurinn að Rjúpnabraut 9 (L174130) í Bláskógabyggð verði fjarlægur án tafar eða lækkaður. | ||
Kröfu Krókshlíðar ehf. um að fjarlægja sumarbústað á lóð nr. 9 við Rjúpnabraut L174130 í Úthlíð eða að húsið verði lækkað, er hafnað. Ýtarlegur rökstuðningur verður sendur kröfuaðila. | ||
22. | Snorrastaðir lóð (L168141); umsókn um niðurrif; sumarbústaður mhl 01 – 2009053 | |
Fyrir liggur umsókn Sigríðar Jakobsdóttur, móttekin 15.09.2020 um niðurrif á sumarbústaði 23,9 m2, mhl 01, byggingarár 1970 á sumarbústaðalandinu Snorrastaðir lóð (L168141) í Bláskógabyggð. | ||
Heimilað að rífa húsið. Farga skal efni á viðurkenndan hátt. | ||
Flóahreppur – Almenn mál | ||
23. | Hróarsholt land H (L197781); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús með bílskúr – 2009023 | |
Fyrir liggur umsókn Ólafs T. Bjarnasonar fyrir hönd Helga Eyjólfssonar og Elísabetar R. Ágústsdóttur, móttekin 03.09.2020 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús með innbyggðum bílskúr 191,1 m2 á lóðinni Hróarsholt land H (L197781) í Flóahreppi. | ||
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. | ||
24. | Laugardælur 5 (L230256); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús með bílskúr og hesthúsi – 2009005 | |
Fyrir liggur umsókn Sigríðar S. Sigþórsdóttur fyrir hönd Hjartar K. Einarssonar, móttekin 20.08.2020 um byggingarleyfi til að byggja hús sem er skipt upp í þrjú rými, íbúð, bílskúr og hesthús 213,8 m2 á íbúðarhúsalóðinni Laugardælur 5 (L230256) í Flóahreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
Hrunamannahreppur – Umsagnir og vísanir | ||
25. | Jaðar 2 (L166788); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2008094 | |
Móttekinn var tölvupóstur þann 28.08.2020 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, íbúðir (F) frá Kristbjörgu Kristinsdóttur fyrir hönd Jörðin Jaðar ehf.,séreignanúmer 030101 á jörðinni Jaðar 2 (F220 3477) í Hrunamannahreppi. | ||
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 6 manns á fyrstu hæð. | ||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00