13 ágú Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 125 – 13. ágúst 2020
Afgreiðslur byggingarfulltrúa 20 – 125. fundur haldinn að Laugarvatni, 13. ágúst 2020 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu:
Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Guðmundur G. Þórisson áheyrnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi
Dagskrá:
Ásahreppur – Almenn mál | ||
1. | Holtsbraut 11 (L193061); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður og geymsla – 2008019 | |
Fyrir liggur umsókn Kjartans Ó. Sigurðssonar fyrir hönd Sigurlínar G. Ágústsdóttur og Marijana Krajacic um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 75,3 m2 og geymslu 25,5 m2 á sumarbústaðalandinu Holtsbraut 11 (L193061) í Ásahreppi. | ||
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. | ||
Hrunamannahreppur – Almenn mál | ||
2. | Grund lóð (L175364); umsókn um byggingarleyfi; sorpgerði – 2007037 | |
Fyrir liggur umsókn Ingiþórs Björnssonar fyrir hönd KSK Eignir ehf., móttekin 15.07.2020 um byggingarleyfi til að byggja sorpgerði 45,5 m2 á viðskipta- og þjónustulóðinni Grund lóð (L175364) í Hrunamannahreppi. | ||
Samþykkt. | ||
3. | Foss (L166746); umsókn um niðurrif; bogaskemma mhl 08 – 2007040 | |
Fyrir liggur umsókn Hjörleifs Ólasonar og Sigríðar Jónsdóttur, móttekin 12.07.2020 um niðurrif á bogaskemmu 98 m2, mhl 08 og byggingarár 1948 á jörðinni Foss (L166746) í Hrunamannahreppi. | ||
Samþykkt. Farga skal efni á viðurkenndan hátt. | ||
4. | Smiðjustígur 11 A-E (L205619); umsókn um byggingarleyfi; raðhús með fimm íbúðum – 2007027 | |
Fyrir liggur umsókn Jóns S. Einarssonar fyrir hönd Landstólpa ehf. móttekin 09.07.2020 um byggingarleyfi til að byggja raðhús með fimm íbúðum 333,6 m2 á íbúðarhúsalóðinni Smiðjustígur 11 A-E (L205619) í Hrunamannahreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
5. | Hlíð lóð 3 (L166701); umsókn um niðurrif; geymsla mhl 03 – 2007042 | |
Fyrir liggur umsókn Guðmundar I. Haraldssonar, móttekin 15.07.2020 um niðurrif á geymslu 7 m2, mhl 03, byggingarár 1997 á sumarbústaðalandinu Hlíð lóð 3 (L186701) í Hrunamannahreppi. | ||
Samþykkt | ||
6. | Hvammur 1, gróðurhús (L223753) (Garður (L166748); stöðuleyfi; söluskúrar – 1604041 | |
Fyrir liggur ný umsókn Ragnars S. Geirssonar, móttekin 10.08.2020 um endurnýjun á stöðuleyfi fyrir söluskúr og nýtt leyfi fyrir aðstöðu fyrir gesti á viðskipta- og þjónustulóðinni Hvammur 1, gróðurhús (L223753) var áður Garður (L166748) í Hrunamannahreppi. | ||
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 1.8.2021. | ||
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál | ||
7. | Syðri-Brú. lóð (L169625); tilkynningarskyld framkvæmd; sumarbústaður – viðbygging – 2008011 | |
Fyrir liggur umsókn Ágústs Bjarnasonar og Christina Miller, móttekin 10.08.200 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja 14,6 m2 við sumarbústað á sumarbústaðalóðinni Syðri-Brú. lóð (L169625) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 57,6 m2. | ||
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012. Samþykkt. Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum. |
||
8. | Herjólfsstígur 1 (L202494); umsókn um takmarkað byggingarleyfi; graftarleyfi – 2007022 | |
Fyrir liggur umsókn Þorgeirs Jónssonar fyrir hönd Sóleyjar Stefánsdóttur, móttekin 06.07.2020 um takmarkað byggingarleyfi til að jarðvegsskipta undir sumarbústað á sumarbústaðalandinu Herjólfsstígur 1 (L202494) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús. | ||
9. | Herjólfsstígur 1 (L202494); stöðuleyfi; gámur – 2007032 | |
Fyrir liggur umsókn Þorgeirs Jónssonar fyrir hönd Sóleyjar Stefánsdóttur, móttekin 14.07.2020 um stöðuleyfi fyrir gám á sumarbústaðalandinu Herjólfsstígur 1 (L202494) í Grímsnes- og Grafningshreppi | ||
Samþykkt að veita stöðuleyfi vegna framkvæmda til 1.08.2021. | ||
10. | Hallkelshólar lóð 113 (L198346); sótt er um bílgeymslu – 2008012 | |
Fyrir liggur umsókn Guðmundar A. Adolfssonar, móttekin 10.08.2020 um að byggja bílageymslu 35,5 m2 á sumarbústaðalandinu Hallkelshólar lóð 113 (L198346) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. | ||
11. | Kerhraun B 138 (L208924); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2007029 | |
Fyrir liggur umsókn Jóhannesar Þórðarsonar fyrir hönd B.Ó. smiðir ehf., móttekin 10.07.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með svefnloft að hluta 134,5 m2 á sumarbústaðalandinu Kerhraun B 138 (L208924) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð. | ||
12. | Villingavatn lóð (L170976); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús – viðbygging og gestahús – 1909068 | |
Erindið sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Þorleifs Eggertssonar fyrir hönd Sigurðar Sigurðssonar dags. 13.09.2019 móttekin 25.09.2019 um byggingarleyfi til að byggja við sumarhúsið 21,8 m2 og 18 m2 gestahús á sumarhúsalóðinni Villingavatn lóð (L170976), lóðarstærð 2.565 m2 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð eftir stækkun á sumarhúsi verður 65,5 m2. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
13. | Borg sundlaug (L202468); tilkynningarskyld framkvæmd; íþróttahús – breyting – 2007047 | |
Fyrir liggur umsókn Ragnars Guðmundssonar fyrir hönd Grímsnes- og Grafningshrepps, móttekin 29.06.2020 um tilkynningarskylda framkvæmd, til stendur að breyta gluggum og hurðum á Borg sundlaug (L202468) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Samþykkt. | ||
14. | Miðengi lóð (L188031); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2006039 | |
Erindið sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Bjarna Guðmundssonar og Ingu Karólínu Guðmundsdóttur, móttekin 29.05.2020 um byggingarleyfi að lagfæra og byggja við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Miðengi lóð (L188031) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð eftir stækkun verður 33,8 m2 | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
15. | Hestur lóð 5a (L198894); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með áfastri geymslu – 2007021 | |
Fyrir liggur umsókn Smára Björnssonar fyrir hönd Ingibjargar L. Ármannsdóttur, móttekin 02.07.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 114,9 m2 með áfastri geymslu 10,6 m2 á sumarbústaðalandinu Hestur lóð 5a (L198894) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústað með áfastri geymslu er 125,5 m2 | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
16. | Hestur lóð 12 (L168525); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með áfastri geymslu – 2007013 | |
Fyrir liggur umsókn Smára Björnssonar fyrir hönd Sigríðar O. Árnadóttur, móttekin 02.07.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 114,9 með áfastri geymslu 10,6 m2 á sumarbústaðalandinu Hestur lóð 12 (L168525) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústað ásamt geymslu er 125,5 m2 | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
17. | Hestur lóð 56 (L168565); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með áfastri geymslu – 2007010 | |
Fyrir liggur umsókn Þorvalds Ingvarssonar og Ingibjörgu L. Ármannsdóttur, móttekin 02.07.20 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 114,9 m2 með áfastri geymslu 10,6 m2 á sumarbústaðalandinu Hestur lóð 56 (L168565) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
18. | Kerhraun B 120 (L208907); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með áfastri geymslu – 2008010 | |
Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Þorvalds H. Jónssonar, móttekin 10.08.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með svefnlofti að hluta og áfastri geymslu 73,1 m2 á sumarbústaðalandinu Kerhraun B 120 (L208907) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð. | ||
19. | Þverholtsvegur 18 (L199206); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2006036 | |
Fyrir liggur umsókn Axels R. Överby fyrir hönd Sókrates Verktakar ehf., móttekin 10.06.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 25,5 m2 á sumarbústaðalandinu Þverholtsvegur 18 (L199206) Í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð. | ||
20. | Ásborgir 14 (L199020); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – breyting – 2007048 | |
Fyrir liggur umsókn Kristinn Ragnarssonar fyrir hönd Rögnu Guðmundsdóttur, móttekin 20.07.2020 um byggingarleyfi til að breyta innra skipulagi og útliti á íbúðarhúsi á íbúðarhúsalóðinni Ásborgir 14 (L199020) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Samþykkt | ||
21. | Kerhraun 30 (L168905); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2008006 | |
Fyrir liggur umsókn Jóns Davíðs Ásgeirssonar, móttekin 31.07.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 168,4 m2 á sumarbústaðalandinu Kerhraun 30 (L168905) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð. | ||
22. | Kerhraun C 84 (L176133); umsókn um byggingarleyfi; geymsla – 2006025 | |
Erindið sett að nýju fyrir fund, lagfærð gögn frá hönnuði hafa verið móttekin. Fyrir liggur umsókn Árna Þorvaldar Jónssonar fyrir hönd Peter Probozny, móttekin 04.06.2020 um byggingarleyfi til að byggja geymslu 15 m2 á sumarbústaðalandinu Kerhraun C 84 (L176133) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
23. | Heimaás (L226734); umsókn um byggingarleyfi; gistihús mhl 04 – breyting – 1806023 | |
Erindið sett að nýju fyrir fund, sótt er um að byggja gistihús mhl 04, 39,2 m2 í stað 32,6 m2 á lóðinni Heimaás (L226734) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
24. | Heimaás (L226734); umsókn um byggingarleyfi; gistihús mhl 05 – breyting – 1806024 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund, sótt er um að byggja gistihús mhl 05, 39,2 m2 í stað 32,6 m2 á lóðinni Heimaás (L226734) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
25. | Neðan-Sogsvegar A-B 13 (L169330); tilkynningarskyld framkvæmd; sumarbústaður – viðbygging – 2007046 | |
Fyrir liggur umsókn Páls Gunnlaugssonar fyrir hönd Jóns K. Einarssonar, móttekin 17.07.2020 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja 15 m2 við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Neðan-Sogsvegur A/B 13 (L169330) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun er 69,4 m2. | ||
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012. Samþykkt. Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum. |
||
26. | Neðra-Apavatn lóð (L169306); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 2006084 | |
Fyrir liggur umsókn Ágústs Þórðarsonar fyrir hönd Jóns P. Jónssonar og Jónínu Rútsdóttur, móttekin 29.05.2020 um byggingarleyfi til að byggja gestahús 25 m2 á sumarbústaðalandinu Neðra-Apavatn lóð (L169306) í Bláskógabyggð. | ||
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. | ||
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál | ||
27. | Leiti (L166576); umsókn um byggingarleyfi; bílskúr – viðbygging – 2006067 | |
Fyrir liggur umsókn Páls I. Árnasonar, móttekin 23.06.2020 um byggingarleyfi til að byggja við bílskúr 76,3 m2 á íbúðarhúsalóðinni Leiti (L166576) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Heildarstærð á bílskúr eftir stækkun verður 106,3 m2. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
28. | Sandholt 6 (L228781); umsókn um byggingarleyfi; bílskúr – 2008008 | |
Fyrir liggur umsókn Eiríks Arnarssonar, móttekin 03.08.2020 um byggingarleyfi til að byggja tvöfaldan bílskúr 84,7 m2 á íbúðarhúsalóðinni Sandholt 6 (L228781) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
29. | Holtabraut 1 (L230102); umsókn um byggingarleyfi; raðhús með sex íbúðum – 2007033 | |
Fyrir liggur umsókn Jóns S. Einarssonar fyrir hönd Landstólpa ehf., móttekin 09.07.2020 um byggingarleyfi til að byggja raðhús með sex íbúðum 388,1 m2 á íbúðarhúsalóðinni Holtabraut 1 (L230102) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
30. | Holtabraut 3 (L230103); umsókn um byggingarleyfi; raðhús með sex íbúðum – 2007034 | |
Fyrir liggur umsókn Jóns S. Einarssonar fyrir hönd Landstólpa ehf., móttekin 09.07.2020 um byggingarleyfi til að byggja raðhús með sex íbúðum 388,1 m2 á íbúðarhúsalóðinni Holtabraut 3 (L230103) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
31. | Þjórsárdalur Stöng (L178333); umsókn um byggingarleyfi; safnhús – endurbætur og viðbygging – 2002058 | |
Erindið sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Karls Kvaran fyrir hönd Skeiða- og Gnúpverjahrepp, móttekin 28.02.2020 um byggingarleyfi til að byggja við safnahús 55 m2, gera endurbætur innanhúss og einnig byggja útsýnispall á viðskipta- og þjónustulóðinni Þjórsárdalur Stöng (L178333) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Heildarstærð eftir stækkun á safnhúsi verður 386,5 m2. | ||
Samþykkt. | ||
Bláskógabyggð – Almenn mál | ||
32. | Vallarholt 8 (L178746); tilkynningarskyld framkvæmd; sumarbústaður – viðbygging – 2008009 | |
Fyrir liggur umsókn Ólafs Tage Bjarnarsonar fyrir hönd Berglindi Sigurðardóttur, móttekin 04.08.2020 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að rífa niður hluta og byggja 31,35 m2 við sumarbústaðinn á sumarbústaðalandinu Vallarholt 8 (L178746) í Bláskógabyggð. Heildarstærð eftir stækkun á sumarbústað verður 60,3 m2. | ||
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012. Samþykkt. Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum. |
||
33. | Torfastaðakot 17 (L205128); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður og gestahús-geymsla – 2007030 | |
Fyrir liggur umsókn Stefáns Hallssonar fyrir hönd SVKehf., móttekin 10.07.2020 um byggingarleyfi til að sumarbústað 107,8 m2 og gestahús/geymslu 42 m2 á sumarbústaðalandinu Torfastaðakot 17 (L205128) í Bláskógabyggð. | ||
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð. | ||
34. | Syðri-Reykir lóð (L167465); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2004028 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið án athugasemda en með einni fyrirspurn. Fyrir liggur umsókn Aðalsteins Snorrasonar fyrir hönd Páls Gunnars Pálssonar, móttekin 16.04.2020 um byggingarleyfi til að byggja við sumarbústað 52,3 m2 á sumarbústaðalandinu Syðri-Reykir lóð (L167465) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 122,1 m2. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
35. | Dynjandisvegur 38 (L210873); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús með bílskýli – 1708062 | |
Móttekin er ný teikning frá hönnuði, erindi sett að nýju fyrir fund. Sótt er um leyfi til að breyta byggingaraðferð úr staðsteyptu húsi í timburhús, ásamt breyta útliti að hluta en stærð er óbreytt frá fyrri samþykkt á sumarbústaðalóðinni Dynjandisvegur 38 (L210873) í Bláskógabyggð. | ||
Samþykkt. | ||
36. | Eyvindartunga (L167632); umsókn um byggingarleyfi; útihús – viðbygging að hluta og breyting á notkun – 2006033 | |
Erindið sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn frá Jóni Snæbjörnssyni fyrir hönd Eyvindartunga ehf. móttekin 10.06.2020 um byggingarleyfi að byggja við fjóshlöðu og haughús ásamt breytingu á notkun á útihúsum í viðburðarými fyrir 150 manns á jörðinni Eyvindartunga (L167632) í Bláskógabyggð. Heildarstærð eftir breytingu og stækkun verður 360,2 m2. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
37. | Miðholt 10A-10D (L230068); umsókn um byggingarleyfi; raðhús – 2008027 | |
Fyrir liggur umsókn Bents L. Fróðasonar, fyrir hönd HS.Hús ehf., móttekin 20.07.2020 um byggingarleyfi til að byggja raðhús 351,4 m2 með fjórum íbúðum á íbúðarhúsalóðinni Miðholt 10A-10D (L230068) í Bláskógabyggð. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
38. | Miðholt 12A-12D (L230069); umsókn um byggingarleyfi; raðhús – 2008028 | |
Fyrir liggur umsókn Bents L. Fróðasonar fyrir hönd HS Hús ehf., móttekin 20.07.2020 um byggingarleyfi til að byggja raðhús 351,4 m2 með fjórum íbúðum á íbúðarhúsalóðinni Miðholt 12A-12D (L230069) í Bláskógabyggð. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
Flóahreppur – Almenn mál | ||
39. | Hnaus (L166346); umsókn um byggingarleyfi; skemma – skipta í tvo matshluta – 2006075 | |
Fyrir liggur aðalteikning á pappír dagsettar 02.06.2020. Til stendur að skipta skemmu til helminga í tvo matshluta. Til stendur að hafa annan matshluta skráðan á Hnaus (L166346)og hinn á lóð sem er óstofnuð en mun heita Hnausklettar í Flóahreppi. Heildarstærð á skemmu er 250 m2 en hvor mhl verður þá 125 m2. | ||
Samþykkt | ||
40. | Langholt 2 land (L205113); umsókn um byggingarleyfi; gistihús – 2007008 | |
Fyrir liggur umsókn Sveins Ívarssonar fyrir hönd Baldurs Eiðssonar, móttekin 30.06.2020 um byggingarleyfi fyrir gistihús með 11 herbergjum með kjallara á lóðinni Langholt 2 land (L205113) í Flóahreppi. Heildarstærð á gistihúsi verður 483,7 m2, kjallari 193,7 m2 og hæðin 300 m2. | ||
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð. | ||
41. | Egilsstaðakot (L166330); umsókn um niðurrif; hesthús mhl 07 og bogaskemma mhl 10 – 2007041 | |
Fyrir liggur umsókn Einars Hermundarsonar og Elínar B. Sveinsdóttur, móttekin 13.07.2020 um niðurrif á hesthúsi 44,4 m2, mhl 07, byggingarár 1964 og á bogaskemmu 20 m2, mhl 10, byggingarár 1948 á jörðinni Egilsstaðakot (L166330) í Flóahreppi. | ||
Samþykkt. Farga skal efni á viðurkenndan hátt. | ||
42. | Mosató 5 (L230347); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – 2008026 | |
Fyrir liggur umsókn Ólafs T. Bjarnasonar fyrir hönd Evu L. Höskuldsdóttur, móttekin 11.08.2020 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús 138,9 m2 á íbúðarhúsalóðinni Mosató 5 (L230347) í Flóahreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
Grímsnes- og Grafningshr. – Umsagnir og vísanir | ||
43. | Neðan-Sogsvegur 46 (L169357); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2007024 | |
Móttekinn var tölvupóstur þann 10.07.2020 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, frístundahús (G) frá Kristni Arasyni fyrir hönd RK ehf., á sumarbústaðalandinu Neðan-Sogsvegur 46 (F220 7961) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Lagst er gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II að Neðan-Sogsvegi 46 á þeim grundvelli að leyfisveiting samræmist ekki stefnu gildandi skipulags. | ||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00