16 jún Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 123 – 16. júní 2020
Afgreiðslur byggingarfulltrúa 20 – 123. fundur haldinn að Laugarvatni, 16. júní 2020 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu:
Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Guðmundur G. Þórisson áheyrnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi
Dagskrá:
Ásahreppur – Almenn mál | ||
1. | Þóristungur (L229271); tilkynningarskyld framkvæmd; skáli – breyting – 2003022 | |
Fyrir liggur umsókn Andra Þórs Jónssonar fyrir hönd Fish Partner ehf. móttekin 13.03.2020 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að breyta innra skipulagi á skála á viðskipta – og þjónustulóðinni Þóristungur (L229271) í Ásahreppi. | ||
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012. Samþykkt. Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum. |
||
2. | Miðás (L211096); stöðuleyfi; sumarbústaður – 2006006 | |
Fyrir liggur umsókn Ástu Berghildar Ólafsdóttur og Gísla Sveinssonar, móttekin 29.05.2020 um stöðuleyfi fyrir sumarhús sem er í smíðum til flutnings á jörðinni Miðás (L211096) í Ásahreppi. | ||
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 1.12.2020 | ||
3. | Ás 3 III-2land (L204647); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – 1911051 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið án athugasemda. Fyrir liggur umsókn Eyjólfs Valgarðssonar fyrir hönd Gísla Sveinssonar og Ástu Berghildar Ólafsdóttur móttekin 25.11.2019 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús 88,7 m2 á lóðinni Ás 3 III-2land (L204647) í Ásahreppi. | ||
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð. | ||
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál | ||
4. | Hamarsvegur 6 (L203711); umsókn um byggingarleyfi; geymsla – viðbygging – 2006035 | |
Fyrir liggur umsókn Páls H. Zóphóníassonar fyrir hönd Öglu R. Sveinbjörnsdóttur, Sveinsbjörns Úlfarssonar og Gunnars S. Úlfarssonar, móttekin 10.06.2020 um byggingarleyfi til að byggja við geymslu 16,7 m2 á sumarbústaðalandinu Hamarsvegur 6 (L203711) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á geymslu eftir stækkun verður 32,7 m2. | ||
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. | ||
5. | Kerhraun C 84 (L176133); umsókn um byggingarleyfi; geymsla – 2006025 | |
Fyrir liggur umsókn Árna Þorvaldar Jónssonar fyrir hönd Peter Probozny, móttekin 04.06.2020 um byggingarleyfi til að byggja geymslu 15 m2 á sumarbústaðalandinu Kerhraun C 84 (L176133) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð. | ||
6. | Kerhraun B 135 (L208921); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður og geymsla – 2006008 | |
Fyrir liggur umsókn Haralds Valbergssonar fyrir hönd Valdimars Einissonar og Guðrúnar Ragnarsdóttur, móttekin 02.05.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 110,1 m2 og geymsla 40 m2 á sumarbústaðalóðinni Kerhraun B 135 (L208921) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
7. | Hrauntröð 14 (L224557); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður og geymsla – 2006037 | |
Fyrir liggur umsókn Svövu Bjarkar Hjaltalín Jónsdóttur fyrir hönd Hrundar Grétarsdóttur, móttekin 10.06.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 130 m2 og geymslu 19,7 m2 á sumarbústaðalandinu Hrauntröð 14 (L224557) Í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði og geymslu verður 149,7 m2. | ||
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð. | ||
8. | Lækjarbrekka 4 (L208532); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með áfastri geymslu – 2006038 | |
Fyrir liggur umsókn Kjartans Sigurbjartssonar fyrir hönd Superbygg ehf., móttekin 26.05.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 95,3 m2 með áfastri geymslu 6,6 m2 á sumarbústaðalóðinni Lækjarbrekka 4 (L209532) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði með geymslu verður 101,9 m2. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
9. | Þrastahólar 32 (L205704); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með áfastri geymslu – 2006031 | |
Fyrir liggur umsókn Kristins Ragnarssonar fyrir hönd Steinars B. Val Sigvaldason og Ingu Rúnar Ólafsdóttir, móttekin 09.06.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 85,7 m2 ásamt áfastri geymslu 11,8 m2 á sumarbústaðalandinu Þrastahólar lóð 32 (L205704) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði ásamt geymslu verður 97,5 m2. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
10. | Goðhóll (L226412); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – endurbygging – 2005093 | |
Fyrir liggur umsókn Maríu Guðmundsdóttur fyrir hönd Jóhannesar Þórólfs Guðmundssonar, móttekin 22.05.2020 um byggingarleyfi til að endurbyggja íbúðarhús, 202,4 m2 á þremur hæðum á íbúðarhúsalóðinni Goðhóll (L226412) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
11. | Hraunhvarf 1(L212462); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2005090 | |
Erindið sett að nýju fyrir fund, ný gögn hafa borist frá hönnuði. Fyrir liggur umsókn Ragnars Guðlaugssonar, móttekin 25.05.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 136,6 m2 á sumarbústaðalandinu Hraunhvarf 1 (L212462) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
12. | Miðengi lóð (L188031); sumarbústaður – viðbygging – 2006039 | |
Fyrir liggur umsókn Bjarna Guðmundssonar og Ingu Karólínu Guðmundsdóttur, móttekin 29.05.2020 um að lagfæra og byggja við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Miðengi lóð (L188031) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð eftir stækkun verður 33,8 m2 | ||
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. | ||
13. | Kjarrbraut 17 (L178821); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2005039 | |
Fyrir liggur umsókn Sigrúnar Helgu Jóhannsdóttur, Guðmundu Öldu Ingólfsdóttur og Ívars Bragasonar sem er einnig með umboð fyrir hönd Jóhanns Jóhannssonar, móttekin 11.05.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 136 m2 á sumarbústaðalandinu Kjarrbraut 17 (L178821) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
14. | Kiðjaberg lóð 82 (L219299); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2006024 | |
Fyrir liggur umsókn Stefáns Þ. Ingólfssonar fyrir hönd R101 ehf., móttekin 02.06.2020 um byggingarleyfi á sumarbústaði með kjallara 161,7 m2 á sumarbústaðalandinu Kiðjaberg lóð 82 (L219299) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð. | ||
15. | Jörfagerði 3 (L173803); umsókn um byggingarleyfi; tengibygging á milli gestahús og geymslu – 1508044 | |
Fyrir liggur ný umsókn frá Svavari M. Sigurjónssyni fyrir hönd Gísla Þórs Ragnarsson, móttekin 11.06.2020 um breytingu á byggingarleyfi, sótt er um leyfi til að byggja tengibyggingu 14.9 m2 á milli gestahúss og geymslu á sumarbústaðalóðinni Jörfagerði 3 (L173803) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð eftir stækkun verður 40 m2. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
16. | Kambsbraut 10 (L202387); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður og geymsla – 2003035 | |
Fyrir liggur umsókn Guðrúnar Fanneyjar Sigurðardóttur fyrir hönd Helga Guðmundar Sigurðssonar og Hrafnhildar Sigþórsdóttur, móttekin 26.03.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 169,7 m2 og geymslu 25,2 m2 á sumarbústaðalóðinni Kamsbraut 10 (L202387) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
17. | Undirhlíð 38 (L208289); tilkynningarskyld framkvæmd; sumarbústaður – viðbygging – 2006043 | |
Fyrir liggur umsókn Magnúsar Jóhannessonar og Ragnheiðar Hermannsdóttur, móttekin 15.06.2020 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja við sumarbústað 40 m2 á sumarbústaðalóðinni Undirhlíð 38 (L208289) í Grímsnes- og Grafningshreppur. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 146,4 m2. | ||
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012. Samþykkt. Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum. |
||
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál | ||
18. | Hrútalágar 6 (L173939); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2006026 | |
Fyrir liggur umsókn Kristins Ragnarssonar fyrir hönd Finns Jóns Nikulássonar, móttekin 03.06.2020 um byggingarleyfi til að byggja við sumarbústað 32,8 m2 á sumarbústaðalandinu Hrútalágar 6 (L173939) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun er 93 m2. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
19. | Hraunvellir (L203194); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – viðbygging og breyting – 1910109 | |
Fyrir liggur umsókn Sigurðar Unnars Sigurðssonar fyrir hönd Trix ehf. móttekin 19.05.2020 um byggingarleyfi til að stækka áður samþykkt þjónusturými við íbúðarhús mhl. 01, 33,6 m2, á jörðinni Hraunvellir (L203194) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Heildarstærð verður eftir breytingu 333,6 m2. | ||
Við afgreiðslu máls vék Davíð Sigurðsson af fundi og setur Lilju Ómarsdóttur og Stefán Short sem staðgengla sína við afgreiðslu máls. Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. |
||
20. | Þrándarholt (L166618); umsókn um byggingarleyfi; fjós – 2002037 | |
Fyrir liggur umsókn Sigurðar Unnars Sigurðssonar fyrir hönd Arnórs Hans Þrándarsonar, Ingvars Þrándarsonar, Magneu Gunnarsdóttur og Sigríðar Bjarkar Marinósdóttur, móttekin 13.02.2020 um byggingarleyfi til að byggja fjós 1.723,5 m2, mhl 17 á jörðinni Þrándarholt (L166618) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Við afgreiðslu máls vék Davíð Sigurðsson af fundi og setur Lilju Ómarsdóttur og Stefán Short sem staðgengla sína við afgreiðslu máls. Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús. |
||
21. | Tvísteinabraut 4 (L224437); umsókn um byggingarleyfi; iðnaðarhúsnæði – 1910106 | |
Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Bilun ehf. um byggingarleyfi til að reisa stálgrindarskemmu 476,1 m2 sem byggð var árið 2000 og verður flutt frá Garðabæ að Tvísteinabraut 4 (L224437) í Skeiða- og Gnúpverjahrepp. | ||
Við afgreiðslu máls vék Davíð Sigurðsson af fundi og setur Lilju Ómarsdóttur og Stefán Short sem staðgengla sína við afgreiðslu máls. Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. |
||
Bláskógabyggð – Almenn mál | ||
22. | Austurey lóð (L167689); tilkynningarskyld framkvæmd; sumarhús – viðbygging – 2006032 | |
Fyrir liggur umsókn Málfríðar Lindu Hróarsdóttur og Jónasar Guðbjörnssonar, móttekin 09.06.2020 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja við sumarhús 23 m2 á Austurey lóð (L167689) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarhúsi eftir stækkun verður 138,6 m2. | ||
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012. Samþykkt. Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum. |
||
23. | Reykjavegur 29 (L167263); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2006013 | |
Fyrir liggur umsókn Ívars Arnars Guðmundssonar fyrir hönd Orlofssjóður Sameykis, móttekin 02.06.2020 um byggingarleyfi til að fjarlægja sumarbústað 57,8 m2, mhl 01, byggingarár 1982 og skýli 8,5 m2, mhl 02, byggingarár 1990 og byggja sumarhústað 99,2 m á sumarbústaðalandinu Reykjavegur 29 (L167263) í Bláskógabyggð. | ||
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð. | ||
24. | Hlíðarholt 2 L190578); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 2006023 | |
Fyrir liggur umsókn Ólafs Tage Bjarnasonar fyrir hönd Kolbrúnar S. Benediktsdóttir, móttekin 02.06.2020 um byggingarleyfi fyrir gestahús 30 m2 á sumarbústaðalandinu Hlíðarholt 2 (L190578) í Bláskógabyggð. | ||
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð. | ||
25. | Efsti-Dalur lóð 25; tilkynningarskyld framkvæmd; sumarbústaður – viðbygging – 2005036 | |
Fyrir liggur umsókn Brynjólfs Jóhannssonar og Maríu Bjargar Filippusdóttur, móttekin 10.05.2020 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Efsti-Dalur lóð 25 (L167759) í Bláskógabyggð. | ||
Frestað. Ekki liggja fyrir fullnægjandi gögn. | ||
26. | Skógarberg (L167207); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – viðbygging – 2006011 | |
Fyrir liggur umsókn Bjarnar Skaptasonar fyrir hönd Jóns Bjarna Gunnarssonar og Elínar Bjartar Grímsdóttur, móttekin 31.05.2020 um byggingarleyfi til að byggja við íbúðarhús 80,1 m2 á íbúðarhúsalóðina Skógarberg (L167207) í Bláskógabyggð. Heildarstærð eftir stækkun á íbúðarhúsi verður 214,6 m2. | ||
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. | ||
27. | Bjarkarbraut 19 (L194936); umsókn um byggingarleyfi; gróðurhús – 2006027 | |
Fyrir liggur umsókn Birkis Kúld Péturssonar fyrir hönd Karls Jóhanns Bridde og Öglu Þyri Kristjánsdóttur, móttekin 04.06.2020 um byggingarleyfi til að byggja gróðurhús 288 m2 á íbúðarhúsalóðinni Bjarkarbraut 19 (L194936) í Bláskógabyggð. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
28. | Brekkuheiði 5 (L206844); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2005065 | |
Fyrir liggur umsókn Helga Kjartanssonar fyrir hönd Kára Kárasonar Þormar og Sveinbjargar Halldórsdóttur um byggingarleyfi til að flytja sumarbústað 57,8 m2 á sumarbústaðalandið Brekkuheiði 5 (L206844) í Bláskógabyggð. Lagt var fram ástandsmat verkfræðings. | ||
Samþykkt | ||
29. | Borgarhólsstekkur 9 (L170545); tilkynningarskyld framkvæmd; sumarbústaður – viðbygging – 2005105 | |
Fyrir liggur umsókn Baldurs Ó. Svavarssonar fyrir hönd Jónasar Guðmundssonar og Hörpu Ásgeirsdóttur um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja við sumarbústað 28,2 m2 á sumarbústaðalandinu Borgarhólsstekkur 9 (L170545) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 94,2 m2 | ||
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012. Samþykkt. Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum. |
||
30. | Hrútárvegur 1B (L226236); tilkynningarskyld framkvæmd; bílgeymsla – 2005029 | |
Fyrir liggur umsókn Rafns Kristjánssonar fyrir hönd Ríkharðs Sigurðssonar, móttekin 06.05.2020 um tilkynningarskylda framkvæmd, til stendur að byggja bílskúr 39,7 m2 á Hrútárvegi 1 B (L226236) í Bláskógabyggð. | ||
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012. Samþykkt. Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum. |
||
31. | Dynjandisvegur 5 (L229118); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður og geymsla – 1911007 | |
Erindið sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn, móttekin 27.05.2020 frá Gunnari Bergmann fyrir hönd nýrra eiganda, Bryndísar Jónsdóttur og Egils Viðarsonar um byggingarleyfi, til að byggja sumarbústað 148,2 m2 og geymslu 35,7 m2 á sumarbústaðalandinu Dynjandisvegur 5 (L229118) í Bláskógabyggð. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
32. | Borgarás 2 (L229264); umsókn um stöðuleyfi; vinnubúðir – 2005051 | |
Fyrir liggur umsókn Gunnars Páls Viðarsonar fyrir hönd Smersh ehf. ásamt umboði landeiganda Einars Þ. Einarssonar og Þórðar J. Halldórssonar, móttekin 04.05.2020 um stöðuleyfi fyrir vinnubúðir á íbúðarhúsalóðinni Borgarás 2 (L229264) í Blskógabyggð. | ||
Afgreiðslu máls er frestað þar sem ekki liggur fyrir umsókn um byggingarleyfi á lóð. | ||
33. | Eyvindartunga (L167632); umsókn um byggingarleyfi; útihús – viðbygging að hluta og breyting á notkun – 2006033 | |
Fyrir liggur umsókn frá Jóni Snæbjörnssyni fyrir hönd Eyvindartunga ehf. móttekin 10.06.2020 um byggingarleyfi að byggja við fjóshlöðu og haughús ásamt breytingu á notkun á útihúsum í viðburðarými fyrir 150 manns á jörðinni Eyvindartunga (L167632) í Bláskógabyggð. Heildarstærð eftir breytingu og stækkun verður 360,2 m2. | ||
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. | ||
34. | Víðigerði (L167188); stöðuleyfi; stöðuhýsi – 2006040 | |
Fyrir liggur umsókn Hólmars Guðmundssonar, Guðrúnar Rósu Hólmarsdóttur og Gunnars Inga Widness Friðrikssonar, móttekin 08.06.2020 um stöðuleyfi fyrir stöðuhýsi á jörðinni Víðigerði (L167188) í Bláskógabyggð. | ||
Umsókn um stöðuleyfi á stöðuhýsi er synjað. Sækja skal um byggingarleyfi fyrir byggingum og skulu þau uppfylla skilyrði byggingarreglugerðar nr 112/2012 ásamt áorðnum breytingum. | ||
35. | Kjarnholt 2 (L192978); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – 2005089 | |
Fyrir liggur umsókn Hrólfs Karls Cela fyrir hönd Gylfa Gíslasonar, móttekin 25.05.2020 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús á einni hæð 240,7 m2 ásamt gróðurhúsi 22,9 m2 og bílskúr 83,2 m2, samtals 323,9 m2 á jörðinni Kjarnholt 2 (L167128) í Bláskógabyggð. | ||
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús. | ||
Flóahreppur – Almenn mál | ||
36. | Mosató 1 (226312); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús – breyting á notkun – 2006030 | |
Fyrir liggur umsókn Höskulds H. Gylfasonar og Önnu Birnu Ragnarsdóttur, móttekin 09.06.2020 um byggingarleyfi til að breyta notkun á sumarhúsi 146,9 m2, mhl 01, byggingarár 2018 í íbúðarhús á sumarbústaðalandinu Mosató 1 (L226312) í Flóahreppi. Fyrir liggur samþykkt deiliskipulag á Hnaus 2, 29.05.2020. | ||
Samþykkt. | ||
Hrunamannahreppur – Umsagnir og vísanir | ||
37. | Dalbær 3 (L166736); umsögn um rekstrarleyfi; veitingar – 2005102 | |
Móttekinn var tölvupóstur þann 22.05.2020 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, krá (F) frá Magnúsi Páli Brynjólfssyni fyrir hönd Klettholt ehf., á skála með stöðuleyfi á jörðinni Dalbær 3 (F220 3129) í Hrunamannahreppi. | ||
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II á meðan stöðuleyfið er í gildi til 30.9.2020. | ||
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Umsagnir og vísanir | ||
38. | Félagsheimilið Árnes (L166532); umsögn um rekstrarleyfi; veitingar, skemmtistaður, kaffihús og samkomusalir – 2005104 | |
Móttekinn var tölvupóstur þann 28.05.2020 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstraleyfi á fl. II, veitingahús (A), skemmtistaður (B), kaffihús (E) og samkomusalir (G) frá Þórði G. Ingvasyni fyrir hönd Árnes ferðaþjónusta á Íslandi ehf., viðskipta- og þjónustulóðinni Félagsheimilið Árnes (F220 2217) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 350 manns. | ||
39. | Hólaskógur (L186970); umsögn um rekstrarleyfi; fjallaskáli – 1908003 | |
Móttekinn var tölvupóstur þann 02.07.2019 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstarleyfi í fl. II, gististaður án veitinga, fjallaskálar (E) frá Rauðukambar ehf. á lóðinni Hólaskógur afréttur (F2244112) í Skeiða- og Gnúpverjahrepp. | ||
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 44 manns. Tvö gistirými á efri hæð ,10 manns í hvoru rými og eitt gistirými á neðri hæð, 24. manns. | ||
Bláskógabyggð – Umsagnir og vísanir | ||
40. | Miðdalur, golfvöllur (L172440); umsögn um rekstrarleyfi; veitingar – 2005103 | |
Móttekinn var tölvupóstur þann 26.05.2020 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, kaffihús (E) frá Eiríki Þorlákssyni fyrir hönd Golfklúbbur Dalbúi á lóðinni Miðdalur (F224 2573) í Bláskógabyggð. | ||
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 40 manns. | ||
Flóahreppur – Umsagnir og vísanir | ||
41. | Lambastaðir (L166246); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2005070 | |
Móttekinn var tölvupóstur þann 15.05.2020 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, stærra gistiheimili (B) frá Almari Sigurðssyni á séreigninni 09 0101 gistiheimili á jörðinni Lambastaðir (F220 0849) í Flóahreppi. | ||
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 22 manns. | ||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00