16 jan Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 113 – 15. janúar 2020
Afgreiðslur byggingarfulltrúa 20 – 113. fundur haldinn að Laugarvatni, 15. janúar 2020 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu:
Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Guðmundur G. Þórisson áheyrnafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi
Dagskrá:
Hrunamannahreppur – Almenn mál | ||
1. | Miðhof 4 (L210699); umsókn um byggingarleyfi; raðhús – 1912005 | |
Fyrir liggur tölvupóstur Guðna Vilbergs Baldurssonar fyrir hönd Murneyri ehf., móttekin 02.01.2020 um byggingarleyfi til að byggja raðhús 286,7 m2 á lóðinni Miðhof 4 (L210699) í Hrunamannahreppi. Erindið sett að nýju fyrir fund var áður búið að fá samþykkt takmarkað byggingarleyfi þann 04.12.2019 | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
2. | Reykjaból lóð 15 (L167013); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging og geymsla – 2001021 | |
Fyrir liggur umsókn Helga Kjartanssonar fyrir hönd Guðrúnar Björnsdóttur, móttekin 08.01.2020 um byggingarleyfi til að byggja við sumarbústað 29,6 m2 og byggja geymslu 12,8 m2 á sumarbústaðalandinu Reykjaból lóð 15 (L167013) í Hrunamannahreppi. Heildarstærð á sumarhúsi eftir stækkun verður 84,4 m2. | ||
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. | ||
3. | Akurgerði 6 (L166851); tilkynningarskyld framkvæmd; skrifstofa – breyting – 2001010 | |
Fyrir liggur umsókn Eyrúnar Margrétar Stefánsdóttur fyrir hönd Hrunamannahrepps móttekin 03.01.2020 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að breyta innra skipulagi og breyta útliti á vesturhlið húss vegna viðhalds á gluggum á viðskipta- og þjónustulóðinni Akurgerði 6 (L166851) í Hrunamannahreppi. | ||
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012. Samþykkt. Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum. |
||
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál | ||
4. | Bjarkarbraut 3 (L169153); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 1907036 | |
Fyrir liggur umsókn Eiðs H. Haraldssonar f.h. BJBR3 ehf., dags. 04.07.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja gestahús 29,5 m2 á sumarbústaðalandinu Bjarkarbraut 3 (L169153) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Samþykkt | ||
5. | Bjarkarbraut 34 (L169180); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 1912037 | |
Fyrir liggur umsókn Sigurðar Sigurðssonar og Hjördísar U. Rósantsdóttur móttekin 16.12.2019 um byggingarleyfi til að byggja við sumarbústað 30,8 m2 á sumarbústaðalandinu Bjarkarbraut 34 (L169180) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústað eftir stækkun verður 86 m2. | ||
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. | ||
6. | Goðhóll (L226412); umsókn um byggingarleyfi; geymsla – breyting á notkun – 2001022 | |
Fyrir liggur umsókn Jóhannesar Þórólfs Guðmundssonar, móttekin 08.01.2020 um byggingarleyfi til að breyta notkun á geymslu 202,4 m2, byggingarár 1930 í íbúðarhús á íbúðarhúsalóðinni Goðhóll (L226412) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Einnig liggur fyrir úrbótaskýrsla dagsett 30.12.2019, unnin af Mannvit verkfræðistofu þar sem farið er yfir tjónasögu hússins og grein gerð fyrir þeim úrbótum sem þarf að ráðast í til að húsið uppylli kröfur sem íbúðarhús. | ||
Byggingaráform eru samþykkt. | ||
7. | Rimamói 7 (L169866); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2001009 | |
Fyrir liggur umsókn Samúels Smára Hreggviðssonar fyrir hönd Kolbrúnar Jónsdóttur móttekin 03.01.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með svefnlofti 85,4 m2 í stað sumarhúss sem var fyrir á sumarbústaðalandinu Rimamói 7 (L169866) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. | ||
8. | Lyngborgir 43 (L225959); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 1905028 | |
Erindið sett að nýju fyrir fund, móttekinn var tölvupóstur Ástríðar Thorarensen dags. 14.01.2020, þar sem sótt er um breytingu á fyrri samþykkt dags. 07.08.2019. Nú er sótt er um leyfi til að byggja gestahús 28,1 m2 á sumarbústaðalandinu Lyngborgir 43 (L225959) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
9. | Litli-Háls (L170823); umsókn um byggingarleyfi; vélageymsla – 2001019 | |
Fyrir liggur umsókn Kristins Ragnarssonar fyrir hönd eiganda, Hannesar Gísla Ingólfssonar, móttekin 07.01.2020 um byggingarleyfi til að byggja vélaskemmu 567,8 m2 á jörðinni Litli-Háls (L170823) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Umsókn er synjað þar sem innsendar teikningar eru ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðis. | ||
10. | Réttarháls 12 (L178708); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús – viðbygging – 1912050 | |
Fyrir liggur umsókn Guðrúnar Stefánsdóttur f.h. Gunnlaugs Guðmundssonar móttekin 19.12.2019 um byggingarleyfi til að byggja gróðurskála 17,6 m2 við sumarbústaðinn á sumarbústaðalóðinni Réttarháls 12 (L178708) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Samþykkt | ||
Bláskógabyggð – Almenn mál | ||
11. | Gufuhlíð lóð 1(L201040); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – viðbygging – 1912007 | |
Fyrir liggur umsókn Ólafs Tage Bjarnasonar fyrir hönd Gufuhlíð ehf., dags. 02.12.2019 um byggingarleyfi til að rífa eldri viðbyggingu á íbúðarhúsi ásamt að setja nýja viðbyggingu sem er eldra hús sem verður flutt á staðinn og byggingar tengdar saman, á íbúðarhúsalóðinni Gufuhlíð lóð 1 (L201040) í Bláskógabyggð. | ||
Samþykkt. | ||
12. | Birkilundur 1 (L170368); umsókn um niðurrif; sumarhús mhl 01 – 2001016 | |
Fyrir liggur umsókn Kristjáns Kristinssonar móttekin 02.01.2020 um leyfi til niðurrifs á sumarbústaði 36 m3, byggingarár 1970, séreign 01 0101 á sumarbústaðalandinu Birkilundur 1 (L170368) í Bláskógabyggð. | ||
Samþykkt | ||
13. | Suðurbraut 13 (170354); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 1911008 | |
Fyrir liggur umsókn Guðmundar K. Kjartanssonar og Sigurlaugar Jóhannsdóttur móttekin 30.10.2019 um byggingarleyfi til að byggja gestahús 29,4 m2 á sumarbústaðalandinu Suðurbraut 13 (L170354) í Bláskógabyggð. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
14. | Kjóastaðir 2 tjaldsvæði (L229267); umsókn um byggingarleyfi; tjöld og salernishús – 2001013 | |
Fyrir liggur umsókn Sveinbjörns Sveinbjörnssonar f.h. Náttúra-Yurtel ehf., dagsett 06.01.2020 um byggingarleyfi til að byggja salernishús og undirstöður fyrir tjöld og fráveitu á viðskipta- og þjónustulóðinni Kjóastaðir 2 tjaldsvæði (L229267) í Bláskógabyggð. | ||
Umsókn er synjað þar sem innsendar teikningar samræmast ekki gildandi deiliskipulagi. | ||
15. | Brú (L167070); tilkynningarskyld framkvæmd; spennistöð – 2001026 | |
Fyrir liggur umsókn Sigurðar Þ. Jakobssonar f.h. Rarik ohf. og eigenda jarðar, Margeirs Ingólfssonar og Sigríðar J. Guðmundsdóttur, dags. 16.10.2019 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja spennistöð 9,9 m2 á jörðinni Brú (L167070) í Bláskógabyggð. | ||
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012. Samþykkt. Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum. |
||
Flóahreppur – Almenn mál | ||
16. | Langholt 2 lóð (166321); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 1912049 | |
Fyrir liggur umsókn Hjördísar Þorgeirsdóttur, Sigrúnar Þorgeirsdóttur, Stefaníu Þorgeirsdóttur og Auðar Ingólfsdóttur móttekin 18.12.2019 um byggingarleyfi til að byggja gestahús 24,3 m2 á sumarbústaðalandinu Langholt 2 lóð (L166321) í Flóahreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
17. | Merkurhraun 10 (L207338; umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með risi og geymsla – 1910033 | |
Fyrir liggur umsókn Sigvaldar Jóns Kárasonar fyrir hönd Leikur slf. dags. 14.10.2019 móttekin 15.10.2019 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 149 m2 m2 og geymslu 14,8 m2 á sumarbústaðalandinu Merkurhraun 10 (L207338) í Flóahreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Umsagnir og vísanir | ||
18. | Húsatóftir 2 (L166475); umsögn um rekstrarleyfi; hótel – 1912023 | |
Móttekinn var tölvupóstur þann 10.12.2019 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. IV. hótel (A) á séreignanúmerin 11 0101 veitingahús og 11 0102 svefnskáli frá Aðalsteini Guðmundssyni, á jörðinni Húsatóftir 2 (F220 1917) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki IV. Gestafjöldi allt að 22 manns í gistingu og allt að 160 manns í veitingasal | ||
Bláskógabyggð – Umsagnir og vísanir | ||
19. | Aratunga (L167193); umsögn um rekstrarleyfi; samkomusalir – 1910053 | |
Móttekinn var tölvupóstur þann 18.10.2019 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. III, samkomusalir (G) frá Bláskógabyggð, kt. 510602 – 4120 á viðskipta- og þjónustulóðinni Aratunga (F220 5281) í Bláskógabyggð. | ||
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki III. Gestafjöldi allt að 300 manns. |
||
20. | Torfastaðakot 5 (L205122); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – frístundahús – 1912042 | |
Móttekinn var tölvupóstur 17.12.2019 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, frístundahús (G) frá Útsýn ehf., kt. 610607 – 2330 á sumarbústaðalandinu Torfastaðakot 5 (F 231 2516) í Bláskógabyggð. | ||
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 7 manns. | ||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00