Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 112 – 18. desember 2019

 

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 19 – 112. fundur haldinn að Laugarvatni, 18. desember 2019 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa.

Fundargerð ritaði:  Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

Hrunamannahreppur – Almenn mál
1.  Reykjaból lóð 20 (L167018); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús – stækkun og geymsla – 1911020
Fyrir liggur umsókn Gunnars Arnar Harðarsonar dags. 07.11.2019 um byggingarleyfi til að byggja við sumarbústað og gera breytingar á innra fyrirkomulagi ásamt byggingu skúrs á sumarbústaðalandinu Reykjaból lóð 20 (L167018) í Hrunamannahreppi.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
2.  Högnastaðamýri 4 (L179472); umsókn um byggingarleyfi; hesthús – breyting – 1912040
Fyrir liggur umsókn Helga Kjartanssonar fyrir hönd Guðjóns B. Gunnarssonar og Þórs B. Guðnasonar móttekin 18.12.2019 um byggingarleyfi til að breyta fyrirkomulagi innanhúss og útliti að hluta á hesthúsi mhl 01, sjá aðalteikningu dags. 14.12.2019 af Högnastaðamýri 4 (L179472) í Hrunamannahrepp.
Samþykkt
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál
3.  Víðibrekka 26 (L203653); tilkynningarskyld framkvæmd; sumarbústaður – viðbygging – 1912024
Fyrir liggur umsókn Guðjóns Þóris Sigfússonar fyrir hönd Dagnýjar Guðnadóttur, móttekin 09.12.2019 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja við núverandi sumarbústað 35,3 m2 á sumarbústaðalóðinni Víðibrekka 26 (L203653) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústað eftir stækkun verður 143,5 m2
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
4.  Kerhraun C 94 (L197678) ; umsókn um takmarkað byggingarleyfi; graftarleyfi – 1912018
Fyrir liggur umsókn Indíönu G. Eybergsdóttur móttekin 05.12.2019 um takmarkað byggingarleyfi, til að jarðvegsskipta undir fyrirhuguðum sumarbústað á sumarbústaðalandinu Kerhraun C 94 (L197678) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús. Byggingarstjóri skal skila inn botnúttekt vegna jarðvegsskipta.
5.  Kiðjaberg lóð 93 (168956); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging og geymsla – 1911032
Fyrir liggur umsókn Lárusar Kristins Ragnarssonar fyrir hönd Sigmundar Felixsonar, Jóhönnu Felixdóttur, Kjartans Felixsonar og Helgu Ingibjargar Pálmadóttur um byggingarleyfi til að byggja við sumarbústað 16,9 m2 og geymslu 13,6 m2 á sumarbústaðalandinu Kiðjaberg lóð 93 (L168956) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústað eftir stækkun verður 62 m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
6.  Hestvíkurvegur 8 (L170887); umsókn um byggingarleyfi; bátaskýli – gestaherbergi – 1912009
Fyrir liggur umsókn Gunnars Boga Borgarsonar fyrir hönd Önnu Hallgrímsdóttur, móttekin 18.11.2019 um byggingarleyfi til að byggja bátaskýli/gestaherbergi 40 m2 og fjarlægja bátaskýli mhl 02 og mhl 03, hvort um sig 19,4 m2, byggingarár 1970 á sumarbústaðalandinu Hestvíkurvegur 8 (L170887) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í framhaldi á fyrirspurn sem var tekin fyrir á skipulagsfundi þann 27.11.2019 sem viðkomandi sveitarstjórn staðfesti á fundi, haldinn 04.12.2019 var samþykkt að erindið yrði sent til grenndarkynningar með gögnum um byggingarleyfi.
Umsókn fyrir byggingarleyfi ásamt fyrirliggjandi gögnum skal grenndarkynnt áður en málið verður afgreitt.
7.  Nesjavellir (L209139); umsókn um byggingarleyfi; hótel – stækkun og breyting – 1912021
Fyrir liggur umsókn Falk Krueger fyrir hönd Hengill Fasteignir ehf. móttekin 11.12.2019 um byggingarleyfi til að byggja við hótel og breyta innanhúss á viðskipta- og þjónustulóðinni Nesjavellir (L209139) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Afgreiðslu máls er frestað þar sem innsend gögn samræmast ekki deiliskipulagi svæðisins.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál
8.  Flatir lóð 5 (L166679); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 1910013
Fyrir liggur umsókn Jóhannesar Þórðarsonar fyrir hönd Guðrúnar Sigmundsdóttur dags. 07.10.2019 um bygggingarleyfi til að byggja við sumarbústað 54,8 m2 á sumarbústaðalandinu Flatir lóð 5 (L166679) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Heildarstærð á sumarbústað eftir stækkun verður 103,9 m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
9.  Áshildarvegur 23 (L210301) verður Áshildarvegur 19; umsókn um byggingarleyfi; sumarhús – breyting á notkun – 1912044
Fyrir liggur umsókn Einars Ólafssonar og Ernu Freyju Oddsdóttur, dags. 04.11.2019 móttekin sama dag um breytingu á notkun á sumarhúsi mhl 01, 195,5 m2, byggingarár 2010 í íbúðarhús á Áshildarvegi 23 (L210301) sem verður skv. deiliskipulagi, Áshildarvegur 19 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Samþykkt.
10.  Áshildarvegur 33 (L214268) verður Áshildarvegur 25; umsókn um byggingarleyfi; sumarhús – breyting á notkun – 1912046
Fyrir liggur umsókn Hlyns Árnasonar og Sigríðar Jónu Friðriksdóttur, dags. 23.10.2019 móttekin sama dag um breytingu á notkun á sumarhúsi mhl 01, 127 m2, byggingarár 2011 í íbúðarhús á Áshildarvegi 33 (L214268) sem verður skv. deiliskipulagi Áshildarvegur 25 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Samþykkt.
Bláskógabyggð – Almenn mál
11.  Austurey lóð (167697); umsókn um takmarkað byggingarleyfi; graftarleyfi fyrir hús nr. 15 – 1912019
Fyrir liggur umsókn Guðjóns Magnússonar fyrir hönd Rafiðnaðarsamband Íslands móttekin 10.12.2019 um takmarkað byggingarleyfi til að jarðvegsskipta undir fyrirhuguðu sumarhúsi á lóð nr. 15 á sumarbústaðalandinu Austurey lóð (L167697) í Bláskógabyggð.
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús. Byggingarstjóri skal skila inn botnúttekt vegna jarðvegsskipta.
12.  Austurey lóð (167697); umsókn um takmarkað byggingarleyfi; graftarleyfi fyrir hús nr. 16 – 1912020
Fyrir liggur umsókn Guðjóns Magnússonar fyrir hönd Rafiðnaðarsamband Íslands móttekin 10.12.2019 um takmarkað byggingarleyfi til að jarðvegsskipta undir fyrirhugðu sumarhúsi á lóð nr. 16 á sumarbústaðalandinu Austurey lóð (L167697) í Bláskógabyggð.
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús. Byggingarstjóri skal skila inn botnúttekt vegna jarðvegsskipta.
13.  Sandskeið B-Gata 1 (L170662); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús – 1912015
Fyrir liggur umsókn Karls Eyjólfs Karlssonar móttekin 03.12.2019 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 27,1 m2 á sumarbústaðalandinu Sandskeið B-Gata 1 (L170662) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
14. Hvannalundur 9 (L170446); umsókn um niðurrif; sumarbústaður – 1912036
Fyrir liggur umsókn Einars Óla Söring fyrir hönd EÓE 59 ehf. dags. 13.11.2019 móttekin 14.11.2019 um leyfi til niðurrifs á sumarbústaði 38,3 m2, byggingarár 1978, séreign 01 0101 á sumarbústaðalandinu Hvannalundur 9 (L170446) í Bláskógabyggð.
Samþykkt
Flóahreppur – Almenn mál
15.  Merkurhraun 10 (L207338; umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með risi og geymsla – 1910033
Fyrir liggur umsókn Sigvaldar Jóns Kárasonar fyrir hönd Leikur slf. dags. 14.10.2019 móttekin 15.10.2019 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með risi 144 m2 m2 og geymslu 14,8 m2 á sumarbústaðalandinu Merkurhraun 10 (L207338) í Flóahreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Leitað er umsagnar frá Þjóðskrá Íslands.
Hrunamannahreppur – Umsagnir og vísanir
16. Auðsholt 2 (L166717); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 1912027
Móttekinn var tölvupóstur 11.12.2019 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, íbúðir (F) á séreignanúmeri 03 0101 íbúð á hæð frá Auðsholtbúið ehf. kt. 521212 – 1280 á jörðinni Auðsholt 2 (F220 2981) í Hrunamannahreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 6 manns.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00