04 des Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 111 – 4. desember 2019
Afgreiðslur byggingarfulltrúa 19 – 111. fundur haldinn að Laugarvatni, 4. desember 2019 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu:
Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Guðmundur G. Þórisson áheyrnafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi
Dagskrá:
Hrunamannahreppur – Almenn mál | ||
1. | Miðhof 4 (L2100699); umsókn um takmarkað byggingarleyfi; raðhús – 1912005 | |
Fyrir liggur umsókn Guðna Vilbergs Baldurssonar fyrir hönd Murneyri ehf. móttekin 29.11.2019 um takmarkað byggingarleyfi til að byggja raðhús 287 m2 á lóðinni Miðhof 4 (L210699) í Hrunamannahrepp. | ||
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús. | ||
2. | Hrunamannavegur 1 (L166906); umsókn um byggingarleyfi; verslun – viðbygging – 1912006 | |
Fyrir liggur umsókn Guðmundar Hjaltasonar fyrir hönd Azeb Kahssay Gebre, móttekin 02.12.2019 fyrir byggingarleyfi til að byggja við veitingahús 68,9 m2 á viðskipta og þjónustulóðinni Hrunamannavegur 1 (L166906) í Hrunamannahreppi. Heildarstærð eftir stækkun verður 178 m2. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
3. | Reykjaból lóð 20 (L167018); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús – stækkun og geymsla – 1911020 | |
Fyrir liggur umsókn Gunnars Arnar Harðarsonar dags. 07.11.2019 um byggingarleyfi til að byggja við sumarbústað og gera breytingar á innra fyrirkomulagi ásamt byggingu skúrs á sumarbústaðalandinu Reykjaból lóð 20 (L167018) í Hrunamannahreppi. | ||
Afgreiðslu máls er frestað vegna ófullnægjandi gagna. Fjarlægð milli bygginga er ekki samkvæmt kröfum byggingarreglugerðar auk þess er aukahús nær lóðamörkum en 10 m. Í skipulagsreglugerð gr. 5.3.2.12 frístundabyggð kemur fram að ekki skal byggja nær lóðarmörkum en 10 m. |
||
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál | ||
4. | Neðra-Apavatn lóð (L169296); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús með risi – 1902037 | |
Fyrir liggur umsókn Finnu Birnu Steinsson og Baldurs Hafstað dags. 01.03.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja sumarhús með svefnlofti 137,7 m2 á sumarbústaðalandinu Neðra-Apavatn (L169296) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
5. | Farbraut 11(L169453); tilkynningarskyld framkvæmd; sumarhús – viðbygging – 1910050 | |
Fyrir liggur tölvupóstur með breytingu á erindi frá Jóni Gunnari Eysteinssyni fyrir hönd Rúnars Jóhannssonar og Metta Írisi Kristjánsdóttir um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja við núverandi sumarbústað 17 m2 á sumarbústaðalandinu Farbraut 11 (L169453) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun er 72,7 m2. | ||
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012. Samþykkt. Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum. |
||
6. | Hrauntröð 20 (L227061); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður og gestahús – 1910012 | |
Fyrir liggur nýjar teikningar frá Eiríki Þorbjörnssyni og Svanhildi Þengilsdóttur dags. 19.11.2019 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 118,6 m2 og gestahús 15,8 m2 á sumarbústaðalandinu Hrauntröð 20 (L227061) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál | ||
7. | Flatir lóð 5 (L166679); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 1910013 | |
Fyrir liggur umsókn Jóhannesar Þórðarsonar fyrir hönd Guðrúnar Sigmundsdóttur dags. 07.10.2019 um bygggingarleyfi til að byggja við sumarbústaðinn 54,8 m2 á sumarbústaðalandinu Flatir lóð 5 (L166679) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Heildarstærð á sumarhúsi eftir stækkun verður 103,9 m2. | ||
Afgreiðslu máls er frestað vegna ófullnægjandi gagna. | ||
8. | Tvísteinabraut 4 (L224437); umsókn um takmarkað byggingarleyfi; graftarleyfi – 1910106 | |
Fyrir liggur ný umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Bilun ehf. móttekin 26.11.2019 um takmarkað byggingarleyfi til að jarðvegsskipta undir fyrirhuguðu húsi, stálgrindarskemmu 476,1 m2 frá Garðabæ, byggð árið 2000 og sem til stendur að flytja á Tvísteinabraut 4 (L224437) í Skeiða- og Gnúpverjahrepp. | ||
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús. Davíð Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu máls. | ||
9. | Laxárdalur 2 (L166575); umsókn um byggingarleyfi; svínahús – viðbygging mhl 31 – 1910018 | |
Fyrir liggur umsókn Harðar Harðarsonar og Maríu Guðnýju Guðnadóttur dags. 08.10.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja við mhl 24, svínahús mhl 31, 558,4 m2 á jörðinni Laxárdalur 2 (L166575) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. Davíð Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu máls. | ||
10. | Vallarbraut 9A-9B (L229325); umsókn um byggingarleyfi; parhús – 1912001 | |
Fyrir liggur umsókn Sigurðar Unnar Sigurðssonar fyrir hönd HÓ ehf. móttekin 27.11.2019 um byggingarleyfi til að byggja parhús með einum sambyggðum bílskúr 247,9 m2 á íbúðarhúsaslóðinni Vallarbraut 9A-9B (L229325) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. Davíð Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu máls. | ||
11. | Minni-Mástunga (L166582); umsókn um byggingarleyfi; hlaða mhl 12 – viðbygging og breyting á notkun – 1912003 | |
Fyrir liggur umsókn Sigurðar Unnar Sigurðssonar fyrir hönd eiganda á Minni-Mástunga (L166582) um byggingarleyfi til að byggja 28,5 m2 viðbyggingu við hlöðu mhl 27 og breyta skráningu í nautahús á jörðinni Minni-Mástungu (L166582) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. | ||
12. | Áshildarvegur 13 (L210294); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús – breyting á notkun – 1912010 | |
Fyrir liggur umsókn Rúnars Lárussonar og Þórdísar Lárusdóttur, dags. 01.11.2019 móttekin 04.11.2019 um breytingu á notkun á sumarhúsi mhl 01, 134,2 m2, byggingarár 2016 í íbúðarhús á Áshildarvegi 13 (L210294) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Samþykkt | ||
Bláskógabyggð – Almenn mál | ||
13. | Árbakki (L167197); umsókn um niðurrif; gróðurhús að hluta mhl 020101 – 1812025 | |
Fyrir liggur umsókn frá Magnúsi Magnússyni fyrir hönd Álmi ehf. dags. 30.11.2018 móttekin 07.12.2018 um niðurrif á gróðurhúsi að hluta um 128 m2 mhl 020101, byggingarár 1952 á jörðinni Árbakki (L167197) í Bláskógabyggð. | ||
Samþykkt. Skila skal inn teikningum af breytingum á byggingu ásamt nýrri skráningartöflu. | ||
14. | Gufuhlíð lóð 1(L201040); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – viðbygging – 1912007 | |
Fyrir liggur umsókn Ólafs Tage Bjarnasonar fyrir hönd Gufuhlíð ehf. dags. 02.12.2019 um byggingarleyfi til að rífa eldri viðbyggingu á íbúðarhúsi ásamt að setja nýja viðbyggingu sem er eldra hús sem verður flutt á staðinn og byggingar tengdar saman, á íbúðarhúsalóðinni Gufuhlíð lóð 1 (L201040) í Bláskógabyggð. | ||
Afgreiðslu máls er frestað. Óskað er eftir að fá ástandsmat á hús sem flutt verður á staðinn. | ||
15. | Borgarás 4 (L226468); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – 1911022 | |
Fyrir liggur umsókn Valdimars Harðarsonar fyrir hönd Nönnu Sif Gísladóttur og Böðvars Guðmundssonar móttekin 07.11.2019 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús 110,7 m2 á íbúðarhúsalóðinni Borgarás 4 (L226468) í Bláskógabyggð. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
16. | Borgarás 6 (L226470); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – 1910054 | |
Fyrir liggur umsókn Helga Guðjóns Bragasonar fyrir hönd Ólafs Lúðvíkssonar og Gunnhildar Viðarsdóttur, móttekin 21.10.2019 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús 200,3 m2 á íbúðarhúsalóðinni Borgarás 6 í Bláskógabyggð. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 | ||
Flóahreppur – Almenn mál | ||
17. | Árheimar 3 (L227370); umsókn um byggingarleyfi; heshús og reiðskemma – 1810039 | |
Lögð er fram umsókn Ingjalds Aam dags. 19.10.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja hesthús og reiðskemmu 608,8 m2 á hesthúsalóðinni Árheimar 3 (L227370) í Flóhreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
Ásahreppur – Umsagnir og vísanir | ||
18. | Leitarmannahús (L165350); umsögn um rekstrarleyfi; gististaður – 1906055 | |
Móttekinn var tölvupóstur þann 12.06.2019 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. III, gististaður með veitingum en þó ekki áfengisveitingum, minna gistiheimili (C), frá Fish Partner ehf.,kt. 590913 – 0570 á iðnaðar og athafnalóðinni Leitarmannahús (F219 8247), séreign 01 0101 í Ásahreppi. | ||
Lagst er gegn útgáfu rekstrarleyfis þar sem ekki hefur verið sótt um byggingarleyfi fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið á húsinu. | ||
Hrunamannahreppur – Umsagnir og vísanir | ||
19. | Jaðar 2 (L166788); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – frístundahús_endurnýjun – 1910057 | |
Móttekinn var tölvupóstur þann 21.10.2019 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, frístundahús (G) frá Jörðin Jaðar 2 ehf., kt. 580601 – 2270, séreignanúmer 19-0101 á jörðinni Jaðar 2 (F2203477) í Hrunamannahreppi. | ||
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 5 manns. | ||
Grímsnes- og Grafningshr. – Umsagnir og vísanir | ||
20. | Minni-Borg verslun (L168681); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 1911052 | |
Móttekinn var tölvupóstur þann 20.11.2019 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, gisting frá Heilsa og útivist ehf., kt. 610100 – 2440, á viðskipta- og þjónustulóðinni Minni-Borg verslun (F220 8268) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Umsögn um rekstrarleyfi er frestað. Eigendur skulu sækja um byggingarleyfi fyrir breytingu á notkun rýma, auk þess að skila inn fullunnum aðalteikningum | ||
21. | Heimaás (L226734); umsögn um breytingu á rekstrarleyfi, gisting, séreign 02 og 03 – 1911053 | |
Móttekinn var tölvupóstur þann 25.11.2019 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um breytingu á rekstrarleyfi í fl. II, frístundahús (G). Fyrir er rekstrarleyfi á séreign 01 0101 en nú er óskað efir umsögn um séreign 02 0101 og 03 0101 frá Urðarholti ehf., kt. 570118 – 0560 á viðskipta og þjónustulóðinni Heimaás (F250 0302) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 12 manns í þremur húsum, 4 gestir í hverju húsi. | ||
Bláskógabyggð – Umsagnir og vísanir | ||
22. | Brattholt lóð (L193452); umsögn um rekstrarleyfi; veitingahús – 1911026 | |
Móttekinn var tölvupóstur þann 12.11.2019 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, veitingahús (A) frá Gullfosskaffi ehf., kt. 660994 – 2039, á viðskipta og þjónustulóðinni Brattholt lóð (F224 9760) í Bláskógabyggð. | ||
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 500 manns. | ||
Flóahreppur – Umsagnir og vísanir | ||
23. | Vatnsholt 1(L166396) og Vatnsholt 2 (L166398); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 1905027 | |
Móttekinn var tölvupóstur þann 07.05.2019 frá fulltrúa Sýlsumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. IV, stærra gistiheimili (B), frá Hótel Vatnsholti á íbúðarhúsalóðinni Vatnsholti 1 (F220 1576) mhl 01,02,03,04 og á jörðinni Vatnsholti 2 (F220 1578) mhl 02, 03, 04, 06 og 09 í Flóahreppi. | ||
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki IV. Gestafjöldi allt að 64 manns í gistingu sem sundurliðast þannig; Vatnsholt 1 gistiheimili mhl 01 0101 18 manns Vatnsholt 1 svefnskálar mhl 020101, 030101, 040101, 2 gestir í hverju húsi. Vatnsholt 2 gistihús mhl 02 0101 20 manns Vatnsholt 2 gistihús mhl 09 0101 20 manns |
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00