Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 109 – 6. nóvember 2019

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 19 – 109. fundur haldinn að Laugarvatni, 6. nóvember 2019 og hófst hann kl. 13:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Guðmundur G. Þórisson áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

Ásahreppur – Almenn mál
1.    Kálfholt 2 K2 (L165296); umsókn um byggingarleyfi; aðstöðuhús – viðbygging – 1910020
Fyrir liggur umsókn Eyrúnar Jónasdóttur og Steingríms Jónssonar móttekin 08.10.2019 um byggingarleyfi til að byggja aðstöðuhús með svefnlofti að hluta, 57,5 m2 og tengja við gistihús mhl 02 og mhl 03 á íbúðarhúsalóðinni Kálfholt 2 K2 í Ásahreppi. Heildarstærð verður 84,7 m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. Davíð Sigurðsson vék af fundu við afgreiðslu máls.
2.    Miðás (L211096); umsókn um byggingarleyfi, sólskáli við íbúðarhús – 1909039
Fyrir liggur umsókn Ástu B. Ólafsdóttur og Gísla Sveinssonar dags. 07.08.2019 móttekin 12.08.2019 um byggingarleyfi til að byggja sólskála 52 m2 við íbúðarhúsið á Miðási (L211096) í Ásahreppi.
Samþykkt
Hrunamannahreppur – Almenn mál
3.   Kríubraut 4 (L217085); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús – 1805001
Erindið sett að nýju fyrir fund. Sótt er um leyfi til að stækka núverandi sumarhús sem er í byggingu um 26 m2 á sumarhúsalóðinni Kríubraut 4 (L217085) í Hrunamannahrepp. Heildarstærð eftir stækkun verður 213,5 m.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
4.   Nýgræði (L227645); stöðuleyfi; gámur – 1908053
Fyrir liggur umsókn Guðna Guðbergssonar dags. 14.08.2019 móttekin sama dag um stöðuleyfi til að setja niður gám á íbúðarhúsalóðina Nýgræði (L227645) í Hrunamannahreppi.
Umsókn um stöðuleyfi er synjað.
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál
5.    Kerengi 39 (L172567); umsókn um tilkynningarskylda framkvæmd; sumarhús – viðbygging – 1910110
Fyrir liggur umsókn Búhamar ehf. móttekin 30.10.2019 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja við sumarbústað 39,9 m2 á sumarbústaðalóðinni Kerengi 39 (L172567) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 92,8 m2.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
6.    Borgarbraut 1 (L204757); umsókn um byggingarleyfi; einbýlishús – kvistar – 1711015
Fyrir liggur ný umsókn móttekin 21.10.2019 frá Karli Olsen og Elísabetu Olsen þar sem óskað er eftir breytingu frá fyrri samþykkt þann 03.01.2018, sótt er um leyfi til að byggja kvista á einbýlishúsið á íbúðarhúsalóðinni Borgarbraut 1 (L204757) í Grímsnes- og Grafningshreppur.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
7.   Þverholtsvegur 18 (L199206); stöðuleyfi; vinnuskúr – 1908045
Fyrir liggur umsókn Sókrates verktakar ehf., dags. 23.07.2019 móttekin 26.07.2019 um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr á sumarbústaðalandinu Þverholtsvegur 18 (L199206) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Umsókn um stöðuleyfi er synjað.
8.    Hrauntröð 28 (L227064); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður og geymsla-sauna – 1910006
Fyrir liggur umsókn Kjartans Arnar Gylfasonar og Önnu Guðbjartsdóttur dags. 02.10.2019 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með risi 126,5 m2 og geymsla/sauna 30,5 m2 á sumarbústaðalandinu Hrauntröð 28 (L227064) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál
9.    Hraunvellir (L203194); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – viðbygging og breyting – 1910109
Fyrir liggur umsókn Sigurðar Unnar Sigurðssonar fyrir hönd Trix ehf. móttekin 30.10.2019 um byggingarleyfi til að byggja við íbúðarhús mhl. 01, 90 m2, byggt verður yfir svalir og auki gerðar breytingar á jarðhæð á íbúðarhúsinu á jörðinni Hraunvellir (L203194) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. Davíð Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu máls.
10.   Ásbrekka (L166535); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 1908026
Fyrir liggur umsókn Finns Björns Harðarsonar dags. 12.07.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja gestahús 35 m2 á jörðinni Ásbrekku (L166535) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Bláskógabyggð – Almenn mál
11.    Heiðarbær lóð (L170204); umsókn um byggingarleyfi, sumarbústaður – 1909019
Fyrir liggur umsókn Björns Kristjánssonar dags. 01.09.2019 móttekin 02.09.2019 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 128,3 m2 á sumarbústaðalandinu Heiðarbær lóð (L170204) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
12.    Dynjandisvegur 5 (L229118); umsókn um takmarkað byggingarleyfi; graftarleyfi – 1911007
Fyrir liggur umsókn Egils Viðarsonar fyrir hönd Spóastaðir ehf. móttekin 04.11.2019 um takmarkað byggingarleyfi, til að jarðvegsskipta undir fyrirhuguðum byggingum á sumarbústaðalandinu Dynjandisvegur 5 (L229118) í Bláskógabyggð.
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir húsum.
13.   Suðurbraut 13 (170354); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 1911008
Fyrir liggur umsókn Guðmundar K. Kjartanssonar og Sigurlaugar Jóhannsdóttur móttekin 30.10.2019 um byggingarleyfi til að byggja gestahús 29,4 m2 á sumarbústaðalandinu Suðurbraut 13 (L170354) í Bláskógabyggð.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Flóahreppur – Almenn mál
14.    Egilsstaðir 2 (L166332); umsókn um niðurrif; einbýli mhl 04 og véla-verkfærageymsla mhl 11 – 1905009
Fyrir liggur umsókn Guðsteins F. Hermundssonar dags. 23.04.19 móttekin 30.04.2019 um niðurrif á einbýli mhl 04, byggingarár 1947, 209,2 m2 og véla/verkfærageymslu mhl 11, byggingarár 1960, 40 m2 á jörðinni Egilsstaðir 2 (L166332) í Flóahreppi.
Samþykkt.
Hrunamannahreppur – Umsagnir og vísanir
15.   Holtabyggð 110 (L213457); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 1910060
Móttekinn var tölvupóstur þann 21.10.2019, umsagnarbréf dags. 08.05.2019 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, frístundahús (G), séreignanúmerin 010101, 020101, 030101, 040101, 050101, 060101, 070101 og 080101 á sumarbústaðlandinu (F231 9012) í Hrunamannahreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt sé rekstrarleyfi í fl. II.

Gistirými sundurliðast þannig;

Mosás 1 010101 = 4 gestir
Mosás 2 030101 = 4 gestir
Mosás 3 050101 = 6 gestir
Mosás 4 070101 = 6 gestir

Bláskógabyggð – Umsagnir og vísanir
16.   Leynir lóð (L208283); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 1910095
Móttekinn var tölvupóstur þann 25.10.2019 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, frístundahús (G) frá Iceland Pro Investments ehf., kt. 530513 – 1490, á sumarbústaðalandinu Leynir lóð (F230 1193) í Bláskógabyggð.
Lagst er gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II að Leynir lóð (L208283) á þeim grundvelli að leyfisveiting samræmist ekki stefnu gildandi skipulags.
17.   Leynir lóð (L167905); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 1910096
Móttekinn var tölvupóstur þann 25.10.2019 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, frístundahús (G) frá Iceland Pro Investments ehf., kt. 530513 – 1490, á sumarbústaðalandinu Leynir lóð (F234 6563) í Bláskógabyggð.
Lagst er gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II að Leynir lóð (L167905) á þeim grundvelli að leyfisveiting samræmist ekki stefnu gildandi skipulags.
18.    Háholt 1 (L193514); umsögn um rekstrarleyfi; veitingastofa, greiðasala og kaffihús – 1910021
Móttekinn var tölvupóstur þann 03.10.2019 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, veitingastofa og greiðasala (C) og kaffihús (E) frá Galleríi Laugarvatni ehf. kt. 600592 -2389 á íbúðarhúalóðinni Háholt 1 (F226 4545) í Bláskógabyggð.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 25 manns innandyra og 25 manns úti á verönd. Samtals 50 manns.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00