Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 9. desember 2015

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-20. fundur  

haldinn Laugarvatn, 9. desember 2015

og hófst hann kl. 09:00

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson Byggingarfulltrúi, Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi, Davíð Sigurðsson Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Rúnar Guðmundsson Embættismaður

 

Fundargerð ritaði: Helgi Kjartansson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

1.   Hrunamannahreppur

Efra-Sel 203095: Umsókn um byggingarleyfi: Einbýlihús – breyting á notkun – 1512005

Sótt er um leyfi til að breyta íbúðarhúsi í gististað.
Vísað til skipulagsnefndar, þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
 
2.   Efra-Sel golfvöllur 203094: Umsókn um byggingarleyfi: Fjós – breyting – 1512022
Sótt er um leyfi til að breyta fjósi í bændamarkað 39,8 ferm.
Vísað til skipulagsnefndar, þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag.
 
3.   Flúðir 166740: Umsókn um byggingarleyfi: Skilti – 1512004
Sótt er um leyfi til að setja upp auglýsingaskilti frá Límtré Vírnet við aðkeyrslu frá Hrunamanna- og Skeiðavegi. Auglýsingarskiltið er skeifa úr timbri auk stálplötu með nafni fyrirtækisins.
Vísað til skipulagsnefndar, þar sem ekki er gert ráð fyrir skilti í deiliskipulagi.
 
4.   Hrafnkelsstaðir 3 166764: Umsókn um byggingarleyfi: Fjós – breyting og stækkun – 1512021
Lagðar fram raunteikningar fyrir fjósbyggingu sem byggð er á sama stað og eldri hlaða sem hefur verið rifin. Fjósbyggingin tengist eldri fjósbyggingum. Stærð 306,6 ferm og 1.245,9 rúmm.
Reyndarteikningar samþykktar. Áskilin er öryggisúttekt á húsinu. Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Ekki er vitað um skráningu ábyrgðaraðila né verktryggingar á verkið. Framkvæmdin er öll á ábyrgð eiganda, sbr. 15. gr. mannvirkjalaga.
   
5.   Miðfell 2a 166805: Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús – stækkun – 1511031
Lagðar fram raunteikningar af efri hæð sem bætt hefur við íbúðarhúsið sem upphaflega var byggt 1970. Stækkun er 99,7 ferm og 338,8 rúmm. Heildarstærð 238 ferm og 816,8 rúmm.
Reyndarteikningar samþykktar. Áskilin er öryggisúttekt á húsinu. Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Ekki er vitað um skráningu ábyrgðaraðila né verktryggingar á verkið. Framkvæmdin er öll á ábyrgð eiganda, sbr. 15. gr. mannvirkjalaga. Helgi Kjartansson vék af fundi við afgreiðslu máls.
 
 

6.  

Grímsnes- og Grafningshreppur

Heiðarbrún 8: Umsókn um byggingarleyfi: Hesthús – 1512019

Sótt er um leyfi til að byggja nýtt hesthús á lóðinni í stað annars sem hefur verið rifið. Húsið er úr timbri 90,5 ferm og 232,2 rúmm.
Frestað vegna ófullnægjandi gagna.
 
7.   Lágahlíð 18: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – reyndarteikning – 1512009
Sótt er um þegar byggt sumarhús úr timbri, 54,8 ferm og 168,2 rúmm, geymslu 17,7 ferm og 49,2 rúmm og gróðurhús 24,5 ferm og 61,3 rúmm. Heildarstærð er 97 ferm og 278,7 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
 
8.   Þórsstígur 19: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – stækkun – 1512018
Sótt er um breyting á fyrri byggingarleyfi. Breytingin felur m.a. í sér að byggð er geymsla við húsið og form þess breytist og innra skipulag. Stækkun frá fyrri samþykkt 14,9 ferm og 21,4 rúmm. Heildarstærð er 130,7 ferm og 438,6 rúmm.
Synjað þar sem byggingarmagn samræmist ekki skilmálum gildandi deiliskipulags.
 
 

9.  

Bláskógarbyggð

Dalbraut 8: Stöðuleyfi: Gámur – 1512020

Sótt er um stöðuleyfi fyrir gám undir flugeldasölu austast á lóð Samkaup Strax.
Synjað vegna nálægðar við gasgeymslu og eldsneytistanka.
 
10.   Gistiheimilið Iðufell 167389: Umsókn um byggingarleyfi: Niðurrif á gistiheimili – 1511042
Sótt er um leyfi til að rífa niður gistiheimilið Iðufell.
Afgreiðslu frestað þar sem ekki liggur fyrir samþykki veðhafa. Einnig er bent á að verktaki sem annast niðurrif skal hafa starfsleyfi vegna framkvæmdarinnar.
   
11.   Héraðsskólinn 167835: Umsókn um byggingarleyfi: Breyting innanhúss – 1512002
Sótt er um leyfi til að breyta innanhúss, setja upp þrjá veggi úr gifsi auk tvær salernisaðstöður.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
 
12.   Miðbrún 4: Umsókn um byggingarleyfi: Gestahús – 1511075
Sótt er um leyfi til að byggja gesthús úr timbri, 38,7 ferm og 108,2 rúmm.
Hafnað, samræmist ekki skilmálum gildandi deiliskipulags.
 
13.   Miðdalskot 167643: Umsókn um byggingarleyfi: Gistihús mhl 15 – 1512003
Sótt er um leyfi til að byggja gistihús úr timbri með tveimur íbúðum, stærð 99,8 ferm og 337,2 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
 
14.   Vörðás 9: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – viðbygging – 1511025
Sótt er um leyfi til að byggja við 62,5 ferm og 113,9 rúmm úr timbri. Heildarstærð húss verður 492,1 ferm og 1735,9 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
 
 

15.  

Flóahreppur

Tún 166281: Umsókn um byggingarleyfi: Fjós – stækkun – 1511080

Sótt er um leyfi til að byggja við núverandi fjós, 315 ferm og 1.446 rúmm á tvo vegu auk annara breytinga.
Vísað til skipulagsnefndar, þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag.
 
16.   Þorleifskot lóð 187517: Umsókn um byggingarleyfi: Reiðskemma – viðbygging – 1512006
Sótt er um leyfi til að byggja yfir haughús/taðþró áfast við reiðskemmu. Stærð 32,3 ferm og 143,9 rúmm úr steypu.
Vísað til skipulagsnefndar, þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
   
 

17.  

Umsagnir um rekstrarleyfi

Miðás: Umsögn um rekstrarleyfi: Endurnýjun – 1511057

Umsögn um endurnýjun á rekstrarleyfi í flokki I, gististaður – heimagisting á Miðási.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við endurnýjun á rekstrarleyfi.
 
18.   Skyggnisbraut 2B: Umsögn um rekstrarleyfi: Endurnýjun – 1508035
Sótt er um endurnýjun á leyfi í fl.II, gististaður.
Í samræmi við bókun skipulagsnefndar frá 64. fundi þann 31.10.2013 þá er ekki veitt jákvæð umsögn fyrir endurnýjun á umræddu rekstrarleyfi að óbreyttu skipulagi svæðisins.
 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:15

 

 

___________________________