Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 4. mars 2015

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-0315-03. fundur  

haldinn  Laugarvatn, 4. mars 2015

og hófst hann kl. 13:00

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Byggingarfulltrúi

Kristján Einarsson, Áheyrnarfulltrúi

Guðjón Þórisson, Áheyrnarfulltrúi

 

Fundargerð ritaði: Helgi Kjartansson, byggingarfulltrúi

 

Dagskrá:

 

1.   Djúpahraun 18: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1502069
Umsögn um rekstrarleyfi í flokki II ; gisting í sumarhúsi
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt verði leyfi til útleigu hússins í heild sinni enda séu mannvirki og frágangur á lóð í samræmi við samþykktar teikningar. Ekki verði um að ræða útleigu á einstökum herbergjum og/eða veitingastarfsemi. Óskað er eftir að afrit af leyfi sé sent til viðkomandi sveitarfélags þegar það er gefið út.
2.   Þerneyjarsund 16: Umsókn um byggingarleyfi : Gestahús, geymsla og stækkun húss – 1502002
Lagðar fram reyndarteikningar að lokinni byggingu á gestahúsi 15,9 ferm. og geymslu 11,3 ferm. úr timbri. Stækkun er 27,2 ferm og 59,2 rúmm. Heildarstærð er 95,9 ferm og 269 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
3.   Selhólsbraut 14: Umsókn um byggingarleyfi: Viðbygging – 1502098
Sótt er um leyfi að byggja við núverandi sumarhús 15,3 ferm. úr timbri. Heildarstærð 86,9 ferm. og 274 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
4.   Eskilundur 7: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1502043
Lagðar fram reyndarteikningar að lokinni byggingu sumarhús. Húsið er 8,5 ferm. og 22,8 rúmm. stærra en upphaflega teikningar sögðu til um.
Reyndarteikningar samþykktar.
5.   Ljósafossskóli sundla 168930: Umsókn um byggingarleyfi: Breyting – 1502052
Granni 50140420-5319. Breyting á notkun húss – sundlaugarhús verður íbúðarhús með tveimur íbúðum.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
6.   Villingavatn 170953: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús og gestahús. – 1502054
Lagðar fram breyttar teikningar á sumarhúsi þar sem hefur verið bætt við lagnarými í kjallara, húsið er óbreytt af öðru leyti.
Samþykktar breyttar teikningar.
7.   Reynilundur 6: Umsókn um byggingarleyfi: Viðbygging sumarhús – 1502024
Granni 20141111-5716. Sótt er um viðbyggingu á sumarhús úr timbri,stærð 3 ferm. Eftir stækkun 39,5 ferm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
8.   Hrepphólar166767 : Umsókn um byggingarleyfi: Haugþró – 1502091
Sótt er um leyfi til að byggja haugþró úr forsteyptum einingum frá Ístak hf. Stærð 304,8 ferm. og 1.280,2 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
9.   Skyggnisbraut 13: Umsókn um byggingarleyfi: Gestahús – 1502060
Sótt er um leyfi til að byggja gestahús 19,1 ferm. og 64,4 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
10.   Vetleifsholt 2 165321: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús og gestahús – 1502009
Sótt er um leyfi fyrir sumarhús 45,6 ferm. og gestahúsi 32,1 ferm.. Húsin verða flutt tilbúin á staðinn.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
11.   Kjarnholt I lóð 6: Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús og bílskúr – 1503006
Granni 20141149-5762. Sótt er um að byggja íbúðarhús á einni hæð 191,1 ferm. og bílskúr 80 ferm.úr timbri Samtals 271,1 ferm og 864,8 rúmm.
Frestað vegna athugasemda við teikningar