Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 3. október 2018

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 18 – 87. fundur

haldinn  að Laugarvatni, 3. október 2018

og hófst hann kl. 13:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson, Rúnar Guðmundsson, Stefán Short, Lilja Ómarsdóttir og Guðmundur G. Þórisson.

Fundargerð ritaði:  Rúnar Guðmundsson, byggingarfulltrúi

 

Dagskrá:

 

Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál
1.  Úlfljótsvatn lóð (L170945): Umsókn um byggingarleyfi: Íbúð og samkomustaður – breyting – 1808025
Lögð er fram umsókn Luxuria ehf. dags. 12.07.2018 móttekin 19.07.2018 um byggingarleyfi til að breyta innra skipulagi og notkun skálans (samkomusalur) í gistihúsnæði. Sótt er um leyfi til að gera herbergi þar sem áður voru opin rými á fyrstu hæð (salur) og efri hæð.
Samþykkt.
2.  Hólsbraut 18 (L208947); Umsókn um byggingarleyfi; Íbúðarhús með bílgeymslu – 1809022
Móttekin er umsókn Steinars Sigurjónssonar og Rebekku Lindar Guðmundsdóttur dags. 07.09.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús með innbyggðri bílgeymslu 208,3m2 á lóðinni Hólsbraut 18 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
3.  Réttarhólsbraut 12 (L169940): Tilkynningarskyld framkvæmd: Sumarhús – viðbygging – 1806046
Lögð er fram tilkynning um tilkynningarskylda framkvæmd dags. 08.06.2018 móttekin 12.06.2018 frá löggildum hönnuði Þorsteini Aðalbjörnssyni fyrir niðurrif á sólstofu og byggja setustofu í staðinn við sumarhús á Réttarhólsbraut 12 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð eftir breytingar er 110,2 m2
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
4. Hraungeisli 4 (L212457); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – 1809062
Lögð er fram umsókn Balkcap ehf. dags. 26.09.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi á byggingu sumarhúss 154,3m2 á lóðinni Hraungeisla 4 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
5. Hraunhvarf 3 (L212464); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – 1809064
Lögð er fram umsókn Balkcap ehf. dags. 26.09.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi á byggingu sumarhúss 154,3m2 á lóðinni Hraunhvarf 4 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
6. Hraunhvarf 6 (L212467); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – 1809065
Lögð er fram umsókn Balkcap ehf. dags. 26.09.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi á byggingu sumarhúss 154,3m2 á lóðinni Hraunhvarf 6 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
7.  Bjarkarbraut 5 (L169155); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – viðbygging og geymsla – 1809066
Lögð er fram umsókn Hallborgu Arnarsdóttur og Arnar Wilhelms Zebitz dags. 26.09.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi á stækkun á sumarhúsi og byggja geymslu á lóðinni Bjarkarbraut 5 (L169155) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarhúsi með geymslu er 102,5m2
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
8.  Snæfoksstaðir lóð (L169649); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús og gestahús – 1806089
Erindi sett að nýju fyrir afgreiðslufund þar sem sótt er um niðurrif á eldra sumarhúsi og geymslu og byggja sumarhús og gestahús 260,4m2 á lóðinni Snæfoksstaðir lóð (L169649) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrri samþykkt dags. 18.07.2018 var niðurif á sumarhúsi og geymslu og heildarstærð sem sótt var um á sumarhúsi og geymslu var 239,5m2.
Þinglýstur eigandi á lóð skv. Þjóðskrá Íslands er Berglind Skúladóttir Sigurz.
Umsókn um stækkun á húsi frá fyrri samþykkt er synjað þar sem stærð byggingar fer yfir leyfilegt hámark í gildandi deiliskipulagsskilmálum
9. Klausturhólar 2 (168966): Umsókn um byggingarleyfi: Gestahús – 1809035
Lögð er fram umsókn Erlu Magnúsdóttur dags. 14.09.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja gestahús 24,4m2 á lóðinni Klausturhólar 2 (L168966) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
10.  Arnarhólsbraut 11 (169922) Umsókn um byggingarleyfi Sumarhús – viðbygging – 1804032
Erindi sett að nýju fyrir fund með lagfærðum gögnum, sótt er um leyfi til að byggja við sumarhús. Heildarstærð eftir stækkun er 101,9m2
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál
11.  Flatir lóð 9 (L208461); Umsókn um takmarkað byggingarleyfi; Graftarleyfi – 1809071
Lögð er fram umsókn Sigurðar Ö. Arnarsonar dags. 20.09.2018 móttekin sama dag um takmarkað byggingarleyfi til að jarðvegskipta undir fyrirhuguðu sumarhúsi á lóðinni Flatir lóð 9 (L208461) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús. Kalla skal eftir botnúttekt vegna jarðvegsskipta
12.  Ásólfsstaðir 2 lóð 8 (L218817); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – 1810002
Lögð er fram umsókn Gests Þorgeirssonar dags. 04.09.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 122,2m2 á lóðinni Ásólfsstaðir 2 lóð 8 (L218817) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Bláskógabyggð – Almenn mál
13. Sólvangur (167434); Umsókn um byggingarleyfi; Aðstöðuhús – 1804091
Lögð er fram umsókn Dóru B. Marinósdóttur dags. 26.09.2018 móttekin sama dag með breytingu á stærð aðstöðuhúss sem fékk samþykkt byggingaráform 27.06.2018.
Nú er sótt um að byggja aðstöðuhús 60,2m2 úr steinsteypu á íbúðarlóðinni Sólvangur (L167434) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
14.  Torfastaðakot 11 (L202528): Tilkynningarskyld framkvæmd: Vinnustofa – 1809027
Lögð er fram tilkynning um tilkynningarskylda framkvæmd dags. 11.09.2018 móttekin sama dag frá löggildum hönnuði Páli Poulsen fyrir byggingu vinnustofu 24,8m2 á lóðinni Torfastaðakot 11 (L202528) í Bláskógabyggð. Þinglýstir eigendur skv. Þjóðskrá Íslands eru Sigtryggur Jónsson og Þórunn Kjartansdóttir.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
15. Reykjavegur 1 (L167271): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1808056
Móttekin er umsókn Andreu D. Færseth dags. 17.05.2018 móttekin 22.08.2018 um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 23,5m2 á sumarhúsalóðinni Reykjavegur 1 (L167271) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
16.  Friðheimahjáleiga 1-5 (Friðheimahjáleiga 6-9) L208643: Umsókn um byggingarleyfi: Raðhús – 1807016
Lögð er fram umsókn Friðheimahjáleigu ehf. dags. 11.07.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja raðhús á einni hæð með fjórum íbúðum 207,3 m2 á lóðinni Friðheimahjáleiga 1-5 (L208643) í Reykholti, Bláskógabyggð
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
17.  Myrkholt (L167133); Umsókn um byggingarleyfi; Íbúðarhús – viðbygging – 1809068
Lögð er fram umsókn Lofts Jónassonar dags. 12.09.2018 móttekin 13.09.2018 um byggingarleyfi til að byggja við íbúðarhús 36,9m2 á jörðinni Myrkholti í Bláskógabyggð. Heildarstærð eftir stækkun er 187,2m2.
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
18.  Myrkholt (L167133); Umsókn um byggingarleyfi; Gripahús – viðbygging – 1809069
Lögð er fram umsókn Lofts Jónassonar dags. 12.09.2018 móttekin 13.09.2018 um byggingarleyfi til að byggja við gripahús á jörðinni Myrkholt í Bláskógabyggð. Heildarstærð eftir stækkun er 529,3m2.
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
19.  Snorrastaðir lóð 50 (L168066): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús með kjallara – 1808019
Lögð er fram umsókn Kristjönu Vilborgar Einarsdóttur dags. 02.08.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja sumarhús með kjallara 149,2 m2 og rífa sumarhús sem fyrir er 33,8 m2, byggingarár 1971 á lóðinni Snorrastaðir lóð 50 (L168066) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
20. Framafréttur (L223995); Stöðuleyfi; Braggi – 1810004
Móttekin er umsókn Straumhvarfs ehf. dags. 18.09.2018 móttekin sama dag um stöðuleyfi fyrir 150m2 bragga á lóðinni Framafréttur (L223995) í Bláskógabyggð.
Umsókn um stöðuleyfi er synjað. Byggingarfulltrúi leggur til að hraðað verði vinnu við gerð deiliskipulags fyrir svæðið.
21.  Snorrastaðir (L168101); Umsókn um niðurrif; geymsla Nes og geymsla Naust – 1810005
Lögð er fram umsókn Félags skipstjórnarmanna dags. 25.09.2018 móttekin 28.09.2018 um niðurrif á geymslu Nes 030101, 18,9m2, byggingarár 1961 og geymslu Naust 020101, 18,9m2 og byggingarár 1961 á lóðinni Snorrastaðir (L168101) í Bláskógabyggð
Samþykkt.
Flóahreppur – Almenn mál
22.  Rimar 7(L212350): Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús og bílgeymsla – 1809030
Lögð er fram umsókn Guðnýjar K. Axelsdóttur og Óskars S. Björnssonar dags. 12.09.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús með bílgeymslu 191m2 á lóðinni Rimar 7 í Flóahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Grímsnes- og Grafningshr. – Umsagnir og vísanir
23. Ásborgir 1,3,5,9,15,17,19,21,23 og 48: Umsögn um rekstrarleyfi – 1806087
Móttekinn var tölvupóstur þann 19.06.2018 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. IV frá Grímsborgum ehf. kt. 620808 – 0590, fasteignanúmer F2313844,F2313842,F2313843,F2313840, F2318671,F2318670,F2343863,F2343865,F2343867 og F2343876, gististaður með áfengisveitingum – Hótel (A) í landi Ásborgar 1,3,5,9,15,17,19,21,23 og 48, L190239,L198991,L198994,L198998,L199053,L199023,L199025,L199027,L199029 og L199043 í Grímsnes- og Grafningshreppi
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að gefið verði út rekstrarleyfi í fl. IV Gististaður með áfengisveitingum.. Fjöldi gesta allt að 163 manns í gistingu og 174 manns í veitingingasal. Gistirými sundurliðast þannig;

Ásborgir 1 F2313844 – 10 gistirými
Ásborgir 3 F2313842 – 10 gistirými
Ásborgir 5 F2313843 – 10 gistirými
Ásborgir 9 F2313840 – 10 gistirými
Ásborgir 15 F2318671 – 10 gistirými
Ásborgir 17 F2318670 – 10 gistirými
Ásborgir 19 F2343863 – 42 gistirými
Ásborgir 21 F2343865 – 42 gistirými
Ásborgir 23 F2343867 – 19 gistirými

24. Úlfljótsvatn lóð: Umsögn um rekstrarleyfi – 1707006
Móttekinn var tölvupóstur þann 30.06.2017 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, gististaður – íbúðir (F), fastanúmerið 220-9727, Úlfljótsvatn lóð
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að gefið verði út rekstrarleyfi í fl. II. Gisting fyrir allt að 18 manns.
25. Ljósafossskóli (168468); Umsögn um rekstrarleyfi; Gisting – gistiskáli – 1807025
Móttekinn var tölvupóstur þann 18.07.2018 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um rekstarleyfi í fl. III frá Ljósafoss Hostel ehf. kt. 431117-0880, fasteignanúmer F2207340, gististaður með veitingum en þó ekki áfengisveitingum – gistiskáli (D) á lóðinni Ljósfossskóli (L168468) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að gefið verði út rekstrarleyfi í fl. III. Gisting fyrir allt að 50 manns.
Bláskógabyggð – Umsagnir og vísanir
26. Austurbyggð 7 (L192591); Umsögn um rekstrarleyfi, gisting – 1809040
Móttekinn var tölvupóstur þann 29.08.2018 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II frá Sigurhæðir Laugarási ehf., kt. 640914 – 0330, fasteignanúmer F229-5713, íbúðir (F) á lóðinni Austurbyggð 7 í Bláskógabyggð.
Lagst er gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II að Austurbyggð 7 L192591 á þeim grundvelli að leyfisveiting samræmist ekki stefnu gildandi skipulags.
27. Austurbyggð 24 (L167405): Umsögn um rekstrarleyfi, gisting – 1809041
Móttekinn var tölvupóstur þann 29.08.2018 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II frá Sigurhæðir Laugarási ehf., kt. 640914 – 0330, fasteignanúmer F220-5567, íbúðir (F) á lóðinni Austurbyggð 24 í Bláskógabyggð.
Lagst er gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II að Austurbyggð 24 L167405 á þeim grundvelli að leyfisveiting samræmist ekki stefnu gildandi skipulags.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30

 

Davíð Sigurðsson    Rúnar Guðmundsson
 Stefán Short    Lilja Ómarsdóttir
 Guðmundur G. Þórisson