Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 24. ágúst 2015

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-12. fundur  

haldinn Laugarvatn, 24. ágúst 2015

og hófst hann kl. 13:00

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Byggingarfulltrúi

Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi

Davíð Sigurðsson, starfsmaður byggingarfulltrúa

 

Fundargerð ritaði: Helgi Kjartansson, byggingarfulltrúi

 

 

Dagskrá:

 

 

1.  

Ásahreppur:

Hestheimar 212134: umsókn um byggingarleyfi: Bílgeymsla – breyting – 1508068

Sótt er um leyfi til að breyta bílgeymslu 30,2 ferm í eldhús og breyta notkun hússins í gistiheimili.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010.
2.   Holtamannaafréttur: Umsókn um byggingarleyfi: Tækja og borholuhús – 1508031
Sótt er um leyfi til að byggja tækja og borholuhús úr timbri, klætt með alu-zink stáli, stærð 6,3 ferm og 16,7 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
 

3.  

Hrunamannahreppur:

Kotlaugar 166794: Umsókn um byggingarleyfi: Fjós-viðbygging – 1506086

Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
4.   Túnsberg 4: Umsókn um byggingarleyfi: Einbýlishús og gestahús – 1508054
Sótt er um leyfi til að byggja íbúðarhús með bílskúr úr steinsteypu. Heildarstærð 248 ferm og 916,8 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
 

5.  

Grímsnes- og Grafningshreppur:

Dvergahraun 11: Umsókn um byggingarleyfi: Gestahús – 1508049

Sótt er um leyfi til að byggja gestahús 20,3 ferm og 60,7 rúmm úr timbri.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
6.   Hvammar 27: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – viðbygging – 1508048
Sótt er um leyfi til að byggja við sumarhús 22,3 ferm og 34,3 rúmm úr timbri. Heildarstærð verður 118,8 ferm og 347,7 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
7.   Jörfagerði 3: Umsókn um byggingarleyfi: Gestahús og geymsla með salerni – 1508044
Sótt er um leyfi til að byggja gestahús 16,7 ferm og geymslu 8,4 ferm með salerni úr timbri. Heildarstærð 25,1 ferm og 71,8 rúmm.
Frestað vegna athugasemda við teikningar.
8.   Kerhraun 5: Umsókn um byggingarleyfi: Gestahús – 1508053
Sótt er um leyfi til að byggja gestahús 32,5 ferm og 115,4 rúmm úr timbri.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
9.   Kothólsbraut 2: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1508066
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 121,8 ferm og 469,2 rúmm úr timbri.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
10.   Lyngbrekka 12: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – viðbygging – 1504018
Sótt er um að byggja 26,7 ferm og 68,7 rúmm viðbyggingu við sumarhúsið úr timbri. Heildarstærð 46,6 ferm og 116 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
11.   Suðurbakki 8: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús og gestahús – 1505048
Sótt er um að byggja sumarhús 147,4 ferm, 478,8 rúmm og gestahús 40 ferm, 121,2 rúmm úr timbri. Heildarstærð er 187,4 ferm og 600 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð. Skv. bókun skipulagsnefndar er heimilað að mænisstefna sé ekki skv. deiliskipulagi.
12.   Þórsstígur 12: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1508050
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 91,1 ferm og 298,9 rúmm úr timbri.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
13.   Ölfusvatn 7: Umsókn um byggingarleyfi: Heilsárshús – 1502020
Granni 20140793-5554. Sótt er um leyfi til að byggja SG sumarhús 80,6 ferm og 257 rúmm úr timbri.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
 

14.  

Skeiða- og Gnúpverjahreppur:

Áshildarvegur 14: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1508052

Sótt er um leyfi til byggja sumarhús 164 ferm og 520,7 rúmm úr timbri.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð. Fyrirvari er um að fram komi lágmarks gólfhæð í samræmi við gildandi deiliskipulag.
 

15.  

Bláskógabyggð:

Laugarvatn 167638: Umsókn um byggingarleyfi: Bálskýli – 1508028

Sótt er um að byggja bálskýli og snyrtingar. Bálskýli er 123 ferm og snyrtingar 21,5 ferm.
16.   Vallárvegur 24: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1506009
Sótt er um leyfi að flytja sumarhús á staðinn ásamt tillögum að væntanlegum breytingum. Heildarstærð 96,4 ferm og 265,3 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
 

17.  

Flóahreppur:

Ferjunes 2 land 2: Umsókn um byggingarleyfi: Geymsla – viðbygging – 1508046

Sótt er um að byggja við geymslu 51,5 ferm og 153,2 rúmm úr timbri. Heildarstærð eftir stækkun er 147,5 ferm.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu.
18.   Fornustaðir: Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús og gestahús – 1508047
Sótt er um leyfi til að byggja íbúðarhús 163,7 ferm og gestahús 81,6 ferm úr timbri. Heildarstærð er 245,3 ferm og 836,6 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð. Gerður er fyrirvari á að samþykki Vegagerðar fyrir breyttri legu aðkomuvegar sem sýndur er á afstöðumynd.
 

 

19.  

Umsagnir um rekstrarleyfi:

 

Bæjarholt 1: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1508043

Umsögn um nýtt rekstrarleyfi, gisting – íbúðarhús.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt verði leyfi til útleigu hússins í heild sinni enda séu mannvirki og frágangur á lóð í samræmi við samþykktar teikningar og kröfur byggingarreglugerðar. Ekki verði um að ræða útleigu á einstökum herbergjum og/eða veitingastarfsemi. Óskað er eftir að afrit af leyfi sé sent til viðkomandi sveitarfélags þegar það er gefið út.
20.   Jaðar 2 166788: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1508042
Umsögn um rekstrarleyfi í flokki II, gisting – sumarhús.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt verði rekstrarleyfi fyrir gististað í fl II í húsinu. Óskað er eftir að afrit af leyfi sé sent til viðkomandi sveitarfélags þegar það er gefið út.
21.   Goðhólsbraut 11: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1508041
Umsögn um nýtt rekstrarleyfi í flokki II, gisting í sumarhúsi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt verði leyfi til útleigu hússins í heild sinni enda séu mannvirki og frágangur á lóð í samræmi við samþykktar teikningar. Ekki verði um að ræða útleigu á einstökum herbergjum og/eða veitingastarfsemi. Óskað er eftir að afrit af leyfi sé sent til viðkomandi sveitarfélags þegar það er gefið út.
22.   Húsasund 3,10,11,13 og 26: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1508067
Umsögn um nýtt rekstrarleyfi í flokki II, sumarhús – gisting. Sumarhús sem um ræðir er Húsasund 3,10,11,13 og 26.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt verði leyfi til útleigu húsanna í heild sinni enda séu mannvirki og frágangur á lóð í samræmi við samþykktar teikningar. Ekki verði um að ræða útleigu á einstökum herbergjum og/eða veitingastarfsemi. Óskað er eftir að afrit af leyfi sé sent til viðkomandi sveitarfélags þegar það er gefið út.
23.   Ljósafossskóli 168468: Umsögn um rekstrarleyfi: Endurnýjun – 1508038
Umsögn um rekstrarleyfi í flokki III, gistiheimili.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt verði endurnýja rekstrarleyfi fyrir gistiheimili. Óskað er eftir að afrit af leyfi sé sent til viðkomandi sveitarfélags þegar það er gefið út.
24.   Þórsstígur 30: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1508036
Umsögn um rekstrarleyfi, gisting í flokki II, sumarhús.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt verði leyfi til útleigu hússins í heild sinni enda séu mannvirki og frágangur á lóð í samræmi við samþykktar teikningar. Ekki verði um að ræða útleigu á einstökum herbergjum og/eða veitingastarfsemi. Óskað er eftir að afrit af leyfi sé sent til viðkomandi sveitarfélags þegar það er gefið út.
25.   Austurbyggð 24: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1508040
Umsögn um rekstrarleyfi í flokki II, gististaður án veitinga, íbúð. Skv. erindinu verður íbúðin eingöngu leigð út í heilu lagi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt verði rekstrarleyfi fyrir gististað í fl. II, gististaður án veitinga. Óskað er eftir að afrit af leyfi sé sent til viðkomandi sveitarfélags þegar það er gefið út.
26.   Bergsstaðir 189404: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1508034
Umsögn um rekstrarleyfi í flokki II, gistiheimili.
Óskað eftir skýrari beiðni um umsögn.