Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 23. júlí 2015

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-11. fundur  

haldinn Laugarvatn, 23. júlí 2015

og hófst hann kl. 13:00

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Byggingarfulltrúi

Kristján Einarsson

 

Fundargerð ritaði: Helgi Kjartansson, byggingarfulltrúi

 

Einnig sat fundinn Davíð Sigurðsson afleysingamaður

 

Dagskrá:

 

 

1.  

Hrunamannahreppur

Ásgarður 166712: Umsókn um byggingarleyfi: Hótel – 1502061

Granni 20141164-5741. Leyfi til að byggja hótel á tveimur hæðum með kjallara, skipt upp í þjónustuálmu og gistiálmu með 40 herb. Heildarstærð 1.869 ferm og 6.327 rúmm.
Frestað vegna athugasemda.
2.   Birtingaholt lóð 166870: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – viðbygging – 1507040
Sótt er um leyfi til að byggja við sumarhús 41,1 ferm og 142,6 rúmm úr timbri.Heildarstærð eftir stækkun er 109,6 ferm og 354,6 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
3.   Flúðir 166898: Umsókn um byggingarleyfi: Verksmiðjuhús – 1507033
Sótt er um leyfi til að byggja verksmiðjuhús úr límtrés einingum 2.753 ferm og 20.733 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
4.   Mýrarstígur 3: Umsókn um byggingarleyfi: Starfsmannahús – 1507019
Sótt er um að byggja starfsmannahús úr timbri 96,1 ferm og 333,2 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er synjað þar sem skv. áliti skipulagsfulltrúa er umsóknin ekki í samræmi við gildandi skipulagsskilmála svæðisins.
5.   Leppistungur 166846: Umsókn um byggingarleyfi: Fjallaskáli – stækkun. – 1506023
Sótt er um stækkun á fjallaskála úr timbri. Stærð …
Frestað vegna ófullnægjandi teikninga.
6.   Smiðjustígur 2: Stöðuleyfi: Sumarhús – 1507038
Sótt er um stöðuleyfi fyrir sumarhús meðan það er gert upp. Húsið er flutt frá Drumboddstöðum lóð 5.
Umsókn um stöðuleyfi er samþykkt. Stöðuleyfi veitt til 1. júlí 2016.
 

7.  

Grímsnes- og Grafningshreppur

Álfasteinssund 14: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1506047

Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 34,9 ferm og 117 rúmm úr timbri.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
8.   Ölfusvatn 8: Umsókn um byggingarleyfi: Frístundarhús – 1502021
Granni 2014062-5497. Sótt er um að byggja úr timbri frístundarhús 137,8 ferm og 431,4 rúmm klætt með bárujárnsklæðningu.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
9.   Hrauntröð 11: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1505043
Granni 20121193-4313. Sótt er um breytingu á fyrra máli sem var samþykkt 26/11 2012. Nú er sótt um einnar hæðar frístundarhús með svefnlofti úr timbri,stærð 91,4 ferm og 303,8 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
10.   Kiðjaberg 51: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús-viðbygging – 1507020
Sótt er um leyfi að byggja við sumarhús 17,5 ferm og 54,2 rúmm úr timbri. Heildarstærð eftir stækkun er 90,32 ferm og 279,2 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
11.   Syðri-Brú. lóð 169623: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1507036
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús úr timbri 105,2 ferm og 307 rúmm.
Frestað vegna athugasemda við teikningar.
12.   Lambholt 4: Umsókn um byggingarleyfi: Geymsla – 1506083
Sótt er um leyfi til að byggja geymslu úr timbri 40 ferm og 141 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
13.   Hallkelshólar lóð 105: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1507021
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús úr timbri 22,6 ferm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð
 

14.  

Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Klettar 166589: Umsókn um byggingarleyfi: Breyting á notkun húsnæðis – 1501091

Granni 20140836-5563.Breyting og endurnýjun á útungunarstöð í kjúklingarrækt í yoga og gistiaðstöðu.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
15.   Tjarnarver 166707: Umsókn um byggingarleyfi: Fjallaskáli – 1504059
Sótt er um leyfi til að byggja fjallaskála úr timbri byggðan við núverandi hesthús og svefnskála. Stærð stækkunar er 39,6 ferm og 158 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
16.   Áshildarvegur 17: Umsókn um byggingarleyfi: Gestahús og geymsla – 1507034
Sótt er um leyfi til að byggja tvö bjálkahús, annað er 25 ferm gestahús og hitt er 7,2 ferm geymsla.
Frestað vegna ófullnægjandi gagna.
 

17.  

Bláskógabyggð

A-Gata lóð 2: Fyrirspurn: Sumarhús – 1507004

Fyrirspurn hvort megi fjarlægja sumarhús sem er byggt 1968, 33,8 ferm og byggja 79,42 ferm timburhús.
Skv. gildandi skipulagi er heimilt að byggja að hámarki 60 ferm hús á lóðinni, þannig að skv. því er svarið neikvætt.
18.   Útey 1 lóð 76: Umsókn um byggingarleyfi: Gestahús – 1507032
Sótt er um leyfi til að byggja geymslu úr timbri 9,9 ferm og 23,5 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
19.   Sólvellir 3: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1506043
Sótt er um leyfi til að flytja sumarhús 65 ferm og 224,4 rúmm úr timbri.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt með fyrirvara um að af svefnlofti komi björgunarstigi, uppfyllir þá ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
20.   Kjaransstaðir 167126: Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús og bílskúr – 1506007
Granni 20080595-783. Sótt er um endurnýja samþykkt byggingaráform (25/09 2008) með smávægilegum breytingum – einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr, byggt úr forsteyptum einingum. Húsið verður steypt á staðnum og fermetrafjöldi verður aðeins minni.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
 

21.  

Flóahreppur

Langholt 2 land 205113: Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús – 1507035

Sótt er um leyfi til að byggja íbúðarhús 50 ferm úr timbri með steinsteyptum lagnakjallara undir. Gefið var graftarleyfi 19/05 2014, granni mál nr. 20140551-5426 (Langholt 3)
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
22.   Urðarlaut 193160: Umsókn um byggingarleyfi: Nýtt sumarhús – 1506068
Sótt er um að byggja sumarhús úr timbri á einni hæð, stærð 278 ferm og 1.034 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
23.   Slakki 167393: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1506015
Umsögn um nýtt leyfi í flokki II, veitingarstaður.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt verði rekstrarleyfi með fyrirvara um að fyrir 1. nóv 2015 liggi fyrir samþykktar reyndarteikningar af mannvirkjum á lóðinni sem breytt hefur verið frá núverandi samþykkt.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00