07 nóv Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 2. nóvember 2016.
Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 16-41. fundur
haldinn Laugarvatn, 2. nóvember 2016
og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu:
Davíð Sigurðsson, Rúnar Guðmundsson og Guðmundur Þórisson Áheyrnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, byggingarfulltrúi
Dagskrá:
1. | Hrunamannahreppur:
Hrunamannavegur 3 og 5: Fyrirpurn: Verslunar- og þjónustuhús – 1610040 |
|
Fyrirspurn um hvort megi byggja verslunar- og íbúðarhús á tveimur hæðum á Hrunamannavegi 3 og 5. Verslun og þjónusta á neðri hæð og íbúðir á efri hæð. Grunnflötur hæða verður um það bil 518 ferm eða 1.036 ferm sem verður 0,7 nýtingarhlutfall fyrir báðar lóðir. | ||
Byggingarfulltrúi telur að fyrirspurnin samræmist ekki gildandi deiliskipulagi og því þurfi að gera breytingu á skipulagi til að erindið fái framgöngu. | ||
2. | Kópsvatn 1 166792: Umsókn um byggingarleyfi: Fjós – viðbygging – 1608076 | |
Sótt er um leyfi til að byggja við fjós | ||
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu. | ||
3. | Birkibyggð 1: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1610024 | |
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 139,9 ferm og 446,4 rúmm úr timbri | ||
Umsókninni er hafnað vegna eftirfarandi athugasemda: Miðað við afstöðumynd er mænisstefna húss ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag auk þess sem það er of stórt. Heildarbyggingarmagn er á innlögðum teikningum 165,6 fm en má vera um 147,3 fm. | ||
4. | Smiðjustígur 10: Umsókn um byggingarleyfi: Atvinnuhúsnæði – 1610041 | |
Sótt er um leyfi til að byggja atvinnuhúsnæði. | ||
Vísað til skipulagsnefndar, þar sem skerpa þarf á deiliskipulagsskilmálum. | ||
5. |
Grímsnes- og Grafningshreppur:
Kambsbraut 4: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1610043 |
|
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 114,5 ferm og 362,9 rúmm úr timbri. | ||
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. | ||
6. | Rimi lóð 7: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1610036 | |
Sótt er um leyfi til að byggja bjálkahús 36,1 ferm og 108,6 rúmm | ||
Byggingarfulltrúi fer fram á rökstuðning hönnuðar um að einangrunargildi húss standist byggingarreglugerð. | ||
7. | Skeiða- og Gnúpverjahreppur:
Ásólfsstaðir 1 166536: Tilkynningarskyld framkvæmd: Gestahús – stækkun – 1610017 |
|
Tilkynnt er stækkun á gestahúsi, mhl 13 á Ásólfsstöðum 1 166536. Heildarstærð eftir stækkun er 50,6 ferm og 118,4 rúmm. | ||
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012. Samþykkt. Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 og samræmast skipulagsáætlunum. | ||
8. | Bláskógabyggð:
Krossholt 5: Tilkynningarskyld framkvæmd: Sumarhús – viðbygging – 1611002 |
|
Tilkynnt er stækkun á sumarhúsi í Krossholti 5 um 15,5 ferm, heildarstærð eftir stækkun er 89,5 fermetrar | ||
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012. Samþykkt. Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 og samræmast skipulagsáætlunum. | ||
9. | Melur: Umsókn um byggingarleyfi: Þjónustuhús – 1610019 | |
Sótt er um leyfi til að byggja þjónustuhús 350 ferm og 1.303 rúmm úr timbri. | ||
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. | ||
10. |
Flóahreppur:
Langholt 2 166249: Umsókn um byggingarleyfi: Frístundahús – 1610037 |
|
Sótt er um leyfi til að byggja frístundahús 85 ferm. | ||
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. | ||
11. |
Umsögn um rekstrarleyfi:
Dalbraut 8: Umsögn um rekstrarleyfi: Endurnýjun – 1609054 |
|
Umsögn um endurnýjun á rekstarleyfi í fl. II, veitingastaður – veitingastofa og greiðasala | ||
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði endurnýjað rekstrarleyfi fyrir í fl. II, Veitingastaður – veitingastofa og greiðasala. | ||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30
___________________________ ___________________________