Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 93 – 23. janúar 2019

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 19 – 93. fundur

haldinn  að Laugarvatni, 23. janúar 2019

og hófst hann kl. 13:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Rúnar Guðmundsson skipulags- og byggingarfulltrúi, Stefán Short embættismaður, Lilja Ómarsdóttir embættismaður, Sigurður Hreinsson aðstoðarmaður skipulagsfulltrúa og Guðmundur G. Þórisson áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Davíð Sigurðsson, aðstoðarmaður byggingarfulltrúa

 

Dagskrá:

 

Hrunamannahreppur – Almenn mál
1. Suðurbrún 12A; Umsókn um byggingarleyfi; Aðstöðuhús – 1901001
Fyrir liggur umsókn Lands og sona sf. dags. 19.12.2018 móttekin 21.12.2018 um byggingarleyfi til að byggja aðstöðuhús 33 m2 á jörðinni Suðurbrún 12A í Hrunamannahreppi.
Málinu er frestað þar til skráningu eignarhalds inn í Þjóðskrá Íslands er lokið. Auk þess er óskað eftir frekari upplýsingum og gæðavottunum um byggingu.
2. Suðurbrún 12A (L167042); Stöðuleyfi; Aðstöðuhús – færanlegt – 1812044
Fyrir liggur umsókn Lands og sona sf. dags. 19.12.2018 móttekin sama dag um stöðuleyfi fyrir færanlegt aðstöðuhús 33 m2 á lóðinni Suðurbrún 12A (L167042) í Hrunamannahreppi
Umsókn um stöðuleyfi er synjað. Sækja þarf um byggingarleyfi fyrir öllum nýjum mannvirkjum.
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál
3. Hestur lóð 45 8L168554): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1809023
Móttekin er umsókn Ara Konráðssonar dags. 27.08.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 130 m2 á lóðinni Hestur lóð 45 (L168554) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
4. Hestur lóð 50 (L168559): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1808055
Móttekin er umsókn Glóru ehf. dags. 15.08.2018 móttekin 22.08.2018 um byggingarleyfi til að byggja timbureiningahús 139,7 m2 á staðsteyptum undirstöðum á sumarhúsalóðinni Hestur lóð 50 (L168559) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
5.  Kiðjaberg lóð 18 (L168949); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – viðbygging og bílskúr – 1808027
Fyrir liggur ný umsókn Gunnars Þorlákssonar dags. 10.01.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja við sumarhús 17,7 m2 og byggja bílgeymslu 40 m2 á sumarhúsalóðinni Kiðjabergi lóð 18 (L168949) í Grímsnes-og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarhúsi eftir stækkun verður 174,8 m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
6. Kiðjaberg lóð 69 (L209053): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1809018
Fyrir liggur umsókn Sófusar Berthelssen dags. 05.09.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja sumarhús með svefnlofti að hluta 93,9m2 á sumarhúsalóðinni Kiðjaberg lóð 69 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
7.  Bjarkarbraut 5 (L169155); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – viðbygging og geymsla – 1809066
Lögð er fram umsókn Hallborgar Arnarsdóttur og Arnar Wilhelms Zebitz dags. 26.09.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi á stækkun á sumarhúsi og byggja geymslu á lóðinni Bjarkarbraut 5 (L169155) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarhúsi með geymslu er 102,5m2
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
8.  Kiðhólsbraut 20 (L170077); Tilkynningarskyld framkvæmd; Sumarhús – viðbygging og gestahús – 1901015
Lögð er fram tilkynning um tilkynningarskylda framkvæmd dags. 07.01.2019 móttekin 08.01.2019 frá löggildum hönnuði Hauki Ásgeirssyni til að byggja við sumarhús 19,2 m2 og og byggja gestahús 25 m2 á sumarhúsalóðinni Kiðhólsbraut 20 (L170077) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Þinglýstur eigandi er Ásdís Pálsdóttir.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
9.  Hólsbraut 16 (L208946); Umsókn um byggingarleyfi; Íbúðarhús með bílgeymslu – 1901049
Fyrir liggur umsókn Páls Tryggvasonar dags. 21.01.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús með bílgeymslu 181,2 m2 á íbúðarhúsalóðinni Hólsbraut 16 (L208946) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál
10. Skeiðháholt 3 lóð; Umsókn um byggingarleyfi; Íbúðarhús – 1901024
Fyrir liggur umsókn Kristínar Skaftadóttur dags. 08.01.2019 móttekin 10.01.2018 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús með risi 123,5 m2 á íbúðarhúsalóðinni Skeiðháholt 3a (L187518) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
11.  Reykjahlíð spilda 5 (L216354); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – 1901045
Fyrir liggur umsókn Braga Vilhjálmssonar og Stefaníu Guðrúnar Sæmundsdóttur dags. 16.01.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 122,9 m2 á Reykjahlíð spilda 5 (L216354) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
Bláskógabyggð – Almenn mál
12. Fellsendi land (L222604); Stöðuleyfi; Gámur – 1901038
Fyrir liggur umsókn Hundasleðaferða ehf. dags. 23.11.2018 móttekin 14.01.2019 um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám á lóðinni Fellsendi land (L222604) í Bláskógabyggð.
Umsókn um stöðuleyfi er synjað.
13.  Heimreið að Miðfelli (L170736); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – 1810026
Þann 13.06.2018 var samþykkt á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa niðurrif á sumarhúsi mhl 01 38,9 m2 byggingarár 1984 á sumarhúsalóðinni Heimreið að Miðfelli (L1707036) í Bláskógabyggð, erindi 1806040.
Nú er lögð fram ný umsókn Jóns Sigurðssonar og Jónínu Thorarensen dags. 09.10.2018 móttekin 10.10.2018 um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 70m2 á sömu sumarhúsalóð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
14.  Skútabraut 1 (L167556); Tilkynningarskyld framkvæmd; Sumarhús – breyting á tengibyggingu – 1901013
Lögð er fram tilkynning um tilkynningarskylda framkvæmd dags. 06.01.2019 móttekin 07.01.2019 frá löggildum hönnuði Inga Gunnari Þórðarsyni, til stendur að breyta tengibyggingu á milli sumarhúss og gestahúss og stækka um 9,8 m2 á mhl 01 á sumarhúsalóðinni Skútabraut 1 (L167556) í Bláskógabyggð. Þinglýstur eigandi er Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
15.  Hvannalundur 8 (L170445); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – viðbygging – 1901004
Fyrir liggur umsókn Dórótheu Jónsdóttur og Péturs Rúnars Haukssonar dags. 03.01.2019 móttekin sama dag um endurnýjun á áður samþykktu byggingarleyfi vegna stækkunar á sumarhúsi um 12,7 m2 á lóðinni Hvannalundur 8 (L170445) í Bláskógabyggð. Heildarstærð eftir stækkun verður 61 m2.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt. Umsóknin uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010, og er í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins.
Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
16. Heiðarbær lóð (L170249); Umsókn um niðurrif; Sumarhús – 1901048
Fyrir liggur umsókn frá Stay ehf. dags. 21.01.2019 móttekin sama dag um niðurrif á sumarhúsi mhl 01, byggingarár 1962, 60,1 m2, geymsla mhl 02, byggingarár 1962, 3,9 m2 og geymsla mhl 03, byggingarár 1962, 3,8 m2 sumarhúsalóðinni Heiðarbær lóð (L170249) í Bláskógabyggð.
Samþykkt.
Flóahreppur – Almenn mál
17.  Rimar 5 (L212348); Umsókn um takmarkað byggingarleyfi; Graftarleyfi – 1901043
Fyrir liggur umsókn Axels Þorsteinssonar og Guðlaugar H. Hilmarsdóttur dags. 18.01.2019 móttekin sama dag um takmarkað byggingarleyfi, leyfi til að jarðvegsskipta undir fyrirhuguðu íbúðarhúsi á íbúðarhúsalóðinni Rimar 5 (L 212348) í Flóahreppi.
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús. Kalla skal eftir botnúttekt vegna jarðvegsskipta.
18. Árheimar 4 (L227371); Umsókn um byggingarleyfi, gestahús – 1901041
Fyrir liggur umsókn Ingjald Aam móttekin 16.01.2019 um byggingarleyfi, leyfi til að flytja 59,2 m2 gestahús á lóðina Árheimar 4 (L227371) í Flóahreppi.
Frestað, óskað er eftir að gert verði ástandsmat á húsinu
19. Fljótshólar I land (L212336); Umsókn um byggingarleyfi, gestahús – 1901039
Fyrir liggur umsókn Sigríðar Þormóðsdóttur dags. 16.01.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi, leyfi til að flytja 59,2 m2 gestahús á lóðina Fljótshólar I land (L212336) í Flóahreppi.
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu. Jafnframt er óskað eftir að gert verði ástandsmat á húsinu.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Umsagnir og vísanir
20. Klettar (L166589); Umsögn um rekstrarleyfi, gisting – 1901059
Móttekinn var tölvupóstur þann 18.01.2019 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, gististaður án veitinga, íbúðir (F) frá Ásgeiri Eiríkssyni ehf. á jörðinni Klettar (F2202535) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II fl. Gestafjöldi allt að 8 manns.
Bláskógabyggð – Umsagnir og vísanir
21. Bjarkarbraut 2: Umsögn um rekstrarleyfi, gisting – 1706090
Móttekinn var tölvupóstur þann 28.06.2017 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um nýtt rekstrarleyfi í fl. II, gististaður – stærra gistiheimili (B) frá Efstidalur II ehf. á íbúðarhúsalóðinni Bjarkarbraut 2 (F2360087) í Bláskógabyggð.
Byggingarfulltrúi veitir ekki jákvæða umsögn þar sem úrbótum hefur ekki verið sinnt.
22. Bjarkarbraut 6 (L191091); Umsögn um rekstrarleyfi, gisting – 1901018
Móttekinn var tölvupóstur þann 08.01.2019 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, gististaður án veitinga, minna gistiheimili (C) frá Hartmanni Ásgrími Halldórssyni á íbúðarhúsalóðinni Bjarkarbraut 6 (F2274874) í Bláskógabyggð.
Lagst er gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II að Bjarkarbraut 6 L191091 á þeim grundvelli að leyfisveiting samræmist ekki stefnu gildandi skipulags.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00

 

Davíð Sigurðsson    Rúnar Guðmundsson
 Stefán Short    Lilja Ómarsdóttir
 Sigurður Hreinsson