19 feb Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 17. febrúar 2016
Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 16-24. fundur
haldinn Laugarvatn, 17. febrúar 2016
og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu:
Davíð Sigurðsson Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Rúnar Guðmundsson Byggingarfulltrúi og Guðmundur Þórisson Embættismaður
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, byggingarfulltrúi
Dagskrá:
1. |
Hrunamannahreppur: Syðra-Langholt 6: Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús, gestahús og geymslu – 1509075 |
|
Sótt er um leyfi til að byggja íbúðarhús 131,5 ferm, gestahús og geymslu 58,1 ferm. Heildarstærð er 189,6 ferm og 604,7 rúmm. | ||
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð. | ||
2. | Efra-Sel 203095: Umsókn um byggingarleyfi: Einbýlihús – breyting á notkun – 1512005 | |
Sótt er um leyfi til að breyta íbúðarhúsi í gistiheimili. | ||
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð. | ||
3. |
Grímsnes- og Grafningshreppur:
Bústjórabyggð 15: Takmarkað byggingarleyfi – 1602010 |
|
Sótt er um leyfi til að jarðvegsskipta undir sumarhús. Til stendur að byggja sumarhús eftir 5-10 ár. | ||
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús. Kalla skal eftir botnúttekt vegna jarðvegsskipta. | ||
4. | Bústjórabyggð 16: Takmarkað byggingarleyfi – 1602011 | |
Sótt er um leyfi til að jarðvegsskipta undir sumarhús sem til stendur að byggja eftir 5-10 ár. | ||
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús. Kalla skal eftir botnúttekt vegna jarðvegsskipta. | ||
5. | Borgarbraut 10: Umsókn um byggingarleyfi: Einbýlishús – bílgeymsla – 1602013 | |
Sótt er um að byggja bílgeymslu með tengibyggingu við einbýlishús úr timbri 49,2 ferm. Heildarstærð 167,3 ferm og 585,6 rúmm. | ||
Vísað til skipulagsnefndar vegna ósamræmis við deiliskipulag svæðisins. Stærð húss í umsókn er stærri en gert er ráð fyrir í deiliskipulagi. | ||
6. | Hvammar 29: Umsókn um byggingarleyfi: Gestahús – 1602027 | |
Sótt er um leyfi til að flytja gestahús 25,6 ferm og 73,9 rúmm úr timbri á lóðina. | ||
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð. | ||
7. | Öndverðarnes 2 lóð 170121: Umsókn um byggingarleyfi: Frístundarhús – 1505036 | |
Sótt er um leyfi til að byggja frístundarhús 36,2 ferm og 115,6 rúmm úr timbri. | ||
Umsókninni er hafnað þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu. | ||
8. | Öndverðarnes 2 lóð 170121: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1505035 | |
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 47,2 ferm og 151,3 rúmm úr timbri. | ||
Umsókninni er hafnað þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu. | ||
9. |
Skeiða- og Gnúpverjahreppur:
Birkikinn 166577: Umsókn um byggingarleyfi: Bílskúr – breyting – 1602025 |
|
Sótt er um leyfi að breyta bílskúr 54 ferm , byggður árið 2008 í gestahús. | ||
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð. | ||
10. |
Bláskógabyggð:
Dynjandisvegur 26: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – breyting – 1602002 |
|
Granni 20090173-1428.Sótt var um leyfi til að byggja sumarhús 126 ferm og 403,2 rúmm, samþykkt byggingaráform 27/02 2009. Nú er sótt um leyfi til að byggja sumarhús 126 ferm og 403,2 rúmm úr timbri með breytingum. | ||
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð. | ||
11. |
Umsagnir um rekstrarleyfi:
Efra-Sel 203095: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1509087 |
|
Umsögn um nýtt leyfi í flokki II, gististaður á Kaffi Sel ehf. | ||
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu reksrarleyfis í mannvirkinu. | ||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30
___________________________ ___________________________