22 jan Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 13. janúar 2016
Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 16-22. fundur
haldinn Laugarvatn, 13. janúar 2016
og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu:
Davíð Sigurðsson , Rúnar Guðmundsson Byggingarfulltrúi og Guðmundur Þórisson Áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, byggingarfulltrúi
Dagskrá:
1. |
Hrunamannahreppur:
Holtabyggð 222: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús og geymsla – 1512049 |
|
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 170,3 ferm og 562 rúmm og geymsla 9,5 ferm og 24,4 rúmm úr steinsteypu. | ||
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfið er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð. | ||
2. | Garður 166748: Umsókn um byggingarleyfi: Sundlaugarskýli – stækkun – 1601013 | |
Sótt er um leyfi til að byggja við sundlaugarskýli 277,2 ferm og 862,5 rúmm úr timbri á steinsteypta sökkla sem fyrir eru. Heildarstærð eftir stækkun er 514,8 ferm og 1.599 rúmm. | ||
Frestað vegna athugasemda um brunavarnir. | ||
3. | Flúðir 166740: Umsókn um byggingarleyfi: Skilti – 1512004 | |
Sótt er um leyfi til að setja upp auglýsingaskilti frá Límtré Vírnet við aðkeyrslu frá Hrunamanna- og Skeiðavegi. Auglýsingarskiltið er skeifa úr timbri auk stálplötu með nafni fyrirtækisins. | ||
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að skiltið verði reist. | ||
4. |
Grímsnes- og Grafningshreppur:
Hestur lóð 23: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1601005 |
|
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 135,7 ferm og 433,5 rúmm úr timbri. | ||
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð. | ||
5. | Snæfoksstaðir lóð 169652: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – stækkun – 1511076 | |
Sótt er um leyfi að byggja við sumarhús úr timbri, 26,3 ferm og 89 rúmm. Heildarstærð eftir stækkun er 64,6 ferm og 208 rúmm. | ||
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð. | ||
6. | Snæfoksstaðir lóð 169662: Umsókn um byggingarleyfi: Gestahús – 1512031 | |
Sótt er leyfi til að byggja gestahús 25,6 ferm og 81,4 rúmm úr timbri. | ||
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð. | ||
7. | Klausturhólar lóð 168972: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – viðbygging og gestahús – 1510021 | |
Sótt er um leyfi til að byggja við sumarhús 16,2 ferm og 96,9 rúmm og gestahús 38,7 ferm og 139,5 rúmm úr timbri. | ||
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð | ||
8. | Þóroddsstaðir lóð 4: Umsókn um byggingarleyfi: Gestahús – 1601006 | |
Sótt er um leyfi fyrir gestahús úr timbri 23,9 ferm og 52,7 rúmm sem verður flutt tilbúið á staðinn. | ||
Vísað til skipulagsnefndar, þar sem skipulagsskilmálar eru óljósir. | ||
9. |
Bláskógabyggð:
Hakið lóð 1: Umsókn um byggingarleyfi: Sýningarsalur – stækkun – 1512046 |
|
Sótt er um leyfi til að byggja við gestastofu, sýningarsal 1.092,2 ferm og 4.583,9 rúmm úr steinsteypu. | ||
Frestað vegna athugasemda um brunavarnir. | ||
10. | Iða lóð 11: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – viðbygging og geymsla – 1601017 | |
Sótt er um leyfi fyrir þegar byggðri tengibyggingu og geymslu, stærð 98,9 ferm og 368,1 rúmm. Heildarstærð eftir stækkun er 166,4 ferm og 588,1 rúmm. | ||
Frestað vegna athugasemda um brunavarnir. | ||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00